Víkurfréttir 3. tbl. 41. árg.

Page 10

fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þurfa allir að hafa bókhaldið í lagi – segir Harpa Sævarsdóttir hjá Plús ehf. Harpa Sævarsdóttir opnaði nýtt fyrirtæki sem heitir Plús ehf. og sinnir í því bókhaldi og ráðgjöf. Hún er í heilsueflandi umhverfi ef svo má segja því hún deilir skrifstofuhúsnæði með Sigurbjörgu Gunnarsdóttur í Hreyfisporti en þær hófu nýlega rekstur undir sama þaki að Hafnargötu 35 í Keflavík. Fjölmargir heimsóttu Hörpu og Sigurbjörgu á opnunardaginn í nýja húsnæðinu.

Heilsuefling á skrifstofunni – Sigurbjörg Gunnarsdóttir og Björgvin Jónsson stofnuðu fyrirtækið Hreyfisport og flytja inn heilsueflandi skrifstofulausnir „Þetta er nýtt á Íslandi, kannski næsta bylting á eftir upphækkanlega skrifborðinu,“ segir Sigurbjörg Gunnarsdóttir en hún og Björgvin Jónsson, byggingatæknifræðingur eiga og reka fyrirtækið Hreyfisport í Reykjanesbæ. Þau stofnuðu fyrirtækið fyrir nokkrum árum með innflutningi á útihreystitækjum en hófu nýlega innflutning á heilsueflandi skrifstofulausnum sem má segja að séu byltingakenndar. Sigurbjörg er sálfræðimenntaður íþróttafræðingur en segir að það sem hafi ýtt þeim út í þetta hafi verið að þau voru farin að finna fyrir stoðkerfisóþægindum. „Við unnum áður bæði líkamlega vinnu, ég sem íþróttakennari og Björgvin sem smiður en við fórum bæði að vinna á skrifstofu og hreyfðum okkur því lítið yfir daginn. Við vorum bæði farin að finna fyrir mjóbaksóþægindum, vöðvabólgu á herðasvæði og jafnvel höfuðverk og það þótt við værum að lifa heilbrigðum lífsstíl og

hreyfa okkur utan vinnutíma. Ég fór þess vegna að skoða hvað við gætum gert og gúggluðum hreinlega þessa lausn sem er alger snilld,“ segir Sigurbjörg. Lifespan-skrifstofulausnirnar eru þær mest seldu í Bandaríkjunum í þessum vöruflokki en Sigurbjörg segir að þar séu þessi mál komin lengra en annars staðar. „Mörg af stærstu fyrirtækjum heims eins og Facebook, Google og Microsoft bjóða starfsmönnum sínum upp á bestu vinnuskilyrði sem

völ er á hverju sinni og hafi notað Lifespan-tækin undanfarin ár, með góðum árangri. Sigurbjörg segir að með Lifespan-tækjunum geti starfsfólk hreyft sig á meðan það stundar vinnu með því að ganga á göngubretti, hjóla eða nota jafnvægisbretti. „Árangurinn kemur fram í lækkun blóðþrýstings og getur dregið úr stoðkerfisóþægindum. Þá bætir þetta auðvitað líkamlega og andlega heilsu og eykur þannig vellíðan og afköst starfsmanna.“ Að sögn Sigurbjargar þá sýni nýleg könnun Gallup að um helmingur Íslendinga starfi á skrifstofu. Því sé mikilvægt að passa upp á hreyfingu sem sé fólki mikilvæg en Lifespan-tækin koma þannig sterk inn í þennan þátt. Aðspurð segir Sigurbjörg að yfirleitt sé fólk fljótt að venjast tækjunum. „Við erum ekki að tala um að fólk eigi að hætta að mæta í ræktina en ég myndi auðvitað vilja sjá svona tæki á öllum skrifstofum. Þú getur sinnt nánast allri vinnu á sama tíma og þú gengur á bretti eða hjólar.“

SIGURBJÖRG VERÐUR Í VIÐTALI

Sigurbjörg og Björgvin maður hennar, eigendur Hreyfisports.

Harpa sem er með meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun, hún hefur að auki 25 ára reynslu í bókhaldi og uppgjöri. Harpa segir að auk þess að taka að sér bókhald og ráðgjöf þá taki hún að sér þjálfun í bókhaldi sem geti hentað mörgum sem séu að hefja rekstur. Hún jánkar því að bókhald sé eitt það mikilvægasta í rekstri fyrirtækja. „Það þurfa allir að hafa bókhaldið og pappírsmál í lagi í sínum rekstri og vanda til verka,“ segir Harpa. Sigurbjörg og Harpa í nýja húsnæðinu að Hafnargötu 35 – auðvitað á og við hlaupabretti.

Sólrisuhátíð

Sunnudaginn 19. janúar 2020 verður Sólrisumessa í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 14:00. Eldeyjarkórinn syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Sólrisukaffi Kvenfélagsins Hvatar verður í Samkomuhúsinu í Sandgerði eftir messu. Suðurnesjamenn mæta og spila. Eldri borgarar er hvattir til að mæta.

NÆSTA FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Verið velkomin Álagningarseðlar fyrir árið 2020 Tilkynning til eigenda fasteigna í Reykjanesbæ um álagningu ársins 2020

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda eru á rafrænu formi og birtir á íbúavef Reykjanesbæjar, mittreykjanes.is og vefnum island.is Þó geta þeir sem þess óska fengið senda álagningar- og/eða greiðsluseðla með bréfpósti með því að hafa samband við þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421 6700 eða netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda birtast eingöngu sem kröfur í netbanka og eru innheimtar þar, en greiðendur 76 ára og eldri fá þó áfram seðla.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjöld ársins dreifast á 10 gjalddaga sem eru fyrsta dag hvers mánaðar frá og með 1. febrúar. Fasteignaeigendum er bent á boðgreiðslur með greiðslukortum og beingreiðsluþjónustu bankanna til hagræðis. Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn í síma 421 6700 eða netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 3. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu