Víkurfréttir 3. tbl. 41. árg.

Page 1

MEÐAL EFNIS Í ÞESSARI VIKU

Stellu Rúgbrauð

Djúpsteikt svið með Bernaise!

29%

„Vertu memm “ í Reykjanesbæ LÍKAMSRÆKT VIÐ SKRIFBORÐIÐ

999 kr/pk

áður 1.399 kr

MS Smjörvi 400 gr

fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Opnum snemma lokum seint

Þykkvabæjar Plokkfiskur 600 gr

Fljótlegt og þægilegt!

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

„Skemmtilegur afmælisdagur hjá drengnum“ – Fyrsta barn ársins fæddist á þrettándanum Fyrsta barn ársins á Suðurnesjum fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á þrettándanum, 6. janúar. „Þetta verður skemmtilegur afmælisdagur hjá drengnum í framtíðinni,“ sögðu ungu foreldrarnir, þau Marín Hrund Jónsdóttir og Jón Aðalgeir Ólafsson, en þau áttu fyrir eina dóttur, Glódísi Lind, þriggja ára. Hún fæddist sama dag og þegar Ísland vann England á EM í knattspyrnu. Það var því tvöfaldur fögnuður þann daginn. Fæðingin núna gekk vel hjá Marín sem fór á fæðingardeildina í Keflavík um kl. 18 og stráksi var kominn í heiminn um fjórum klukkustundum síðar. Hún vildi koma þakklæti á framfæri til fæðingardeildarinnar. „Það var yndislegt að fæða í Keflavík og svo eru konurnar frábærar eins og allir vita,“ sagði Marín Hrund.

180 fengu næturstað í íþróttahúsi Um 180 ferðamenn gistu í fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík aðfaranótt mánudags vegna ófærðar og röskunar á samgöngum á sunnudagskvöld. Rauði krossinn á Suðurnesjum sá um fjöldahjálparstöðina og sagði Hannes Friðriksson, formaður, að ferðalangarnir sem leituðu skjóls í fjöldahálparstöðinni hafi farið þokkalega ánægðir frá Reykjanesbæ. Fjallað er nánar um óveðrið og samgöngur á Suðurnesjum í blaðinu í dag. Myndina tók Páll Ketilsson í fjöldahálparstöðinni þegar næturgestirnir voru að pakka saman farangri sínum og halda heim á leið.

Heilsa verðandi mæðra verri

Ljósmóðir á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segir að heilsufarsleg vandamál þjóðfélagsins séu stærri í dag en áður með vaxandi tíðni offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Fæðingum hefur fækkað mikið á fæðingardeild HSS á undanförnum árum, m.a. vegna

Eignist 40% í skólahúsnæði Keilis Keilir hefur óskað var eftir því að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum kaupi 40% hlut í skólahúsnæði Keilis. Vegna þessa hefur stjórn S.S.S. lagt til að bæjarráð allra aðildarsveitarfélaga Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fundi ásamt framkvæmdastjóra Keilis til að fara yfir erindið.

lokunar skurðstofu. Um jólin 1982 voru þrettán fæðingar á deildinni á HSS. Nú voru þær þrjá síðustu tvær vikur desembermánðar. „Við erum að sjá hærra hlutfall kvenna með meðgöngusykursýki og háþrýsting sem krefst nánara eftirlits á meðgöngu. Heilsufarsleg vandamál

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

kvenna á meðgöngu eru því mun stærri í dag en áður,“ segir Heiða B. Jóhannsdóttir, ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, í viðtali við Víkurfréttir. Nánari umfjöllun er á blaðsíðu 4 þar sem við rifjum við upp metfjölda fæðinga og fleira á HSS.

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

Fleiri fá styrk til færslu

Í desember 2019 fengu 118 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar 17.134.428 krónur. Í sama mánuði 2018 fengu 86 einstaklingar greiddan framfærslustyrk. Alls fengu 197 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins í desember, samtals 2.691.602 krónur. Í sama mánuði 2018 fengu 149 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins.

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stopp hingað og ekki lengra. Það er komið nóg! Nafn nýja áhugahópsins um örugga Reykjanesbraut, Stopp hingað og ekki lengra, hefur sjaldan átt betur við en núna í vikunni þegar Reykjanesbraut lokaðist á sama tíma á tveimur stöðum vegna óhappa í umferðinni þar sem einn maður lét lífið og þúsundir lentu í vandræðum og töfum. „Í gær gerðist allt sem við höfum undanfarið hræðst, rúmlega 10.000 manns urðu innlyksa vegna lokunar Reykjanesbrautar. Engin virðist hafa áhuga og allir aðilar málsins benda hver á annan. Í gær varð hræðilegt banaslys vegna framanáaksturs á hættulegasta vegakafla landsins frá Hvassahrauni til Krísuvíkurafleggjara. Hversu mörg banaslys verða þangað til einhver ráðamaður vaknar, tekur raunverulegar ákvarðanir og lætur verkin tala?,“ skrifar Guðbergur Reynisson, einn af talsmönnum „Stopp hingað og ekki lengra“, baráttuhóps um aukið umferðaröryggi á Reykjanesbraut. Það er óþægilegt og erfitt að horfa upp á þessa döpru stöðu árið 2020, að það sem gerðist þarna geti gerst, og muni líklega gerast, aftur. Á þessum tveimur vegaköflum er beðið eftir tvöföldun og henni hefur verið seinkað um nokkur ár þó svo þrýstingur á ráðamenn og Alþingi hafi verið mikill. Það vita allir að þetta banaslys, og þessi óhöpp og lokun á brautinni, hefði aldrei komið til ef þessir vegakaflar væru tvöfaldir en það hefur sýnt sig þar sem Reykjanesbrautin er tvöföld. Þar er fólk nánast öruggt – þó svo það sé kannski ekki hægt að segja að neinn sé öruggur neins staðar. Árið 2000 fengu Suðurnesjamenn nóg og hreinlega lokuðu Reykjanesbrautinni við þáverandi Grindavíkurafleggjara. Héldu síðan eitt þúsund manna borgarafund þar sem ástandinu var mótmælt. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut var stofnaður og hann hélt uppi þrýstingi á stjórnvöld sem hafði þau áhrif að ákveðið var að fara í tvöföldun Reykjanesbrautar. Var hún síðan tvöfölduð í tveimur lotum á nokkrum árum frá Hafnarfirði að Fitjum. Það er deginum ljósara að þrýstingur fólks í þessu máli

hafði langmest áhrif því þingmenn og ráðamenn höfðu rætt um að það þyrfti að tvöfalda brautina í mörg ár, án árangurs. Lokun brautarinnar er ekki raunhæf í dag. Staðan er einfaldlega miklu flóknari og því þarf að finna aðrar leiðir til að koma þessu máli í gegn. Með góðu eða illu. Hvað hefði t.d. gerst ef rúta hefði oltið á sama tíma með 50 manns. Hvernig hefði því fólki verið komið á sjúkrahús og bráðamótttöku í Reykjavík þegar brautin er lokuð vegna umferðarslyss og ófærðar? Hvar hefðu sjúkrabílar átt að fara? Ekki hefði verið hægt að taka við nema hluta hópsins á Heilbrigðistofnun Suðurnesja og ekki væri hægt að nota lokaðar skurðstofur þar. Þetta mál varðar ekki bara Suðurnesjamenn. Það eiga allir undir í þessu máli. Við erum að taka á móti milljónum ferðamanna og þurfum að gera okkur betur grein fyrir því. Þegar þessi vandræði komu upp í óveðrinu í vikunni sáum við samtakamátt Suðurnesjamanna þegar sett var upp í snarhasti stærsta fjöldahjálparstöð í íþróttahúsi Keflavíkur og það hefur ekki gerst síðan í Vestmannaeyjagosinu. Starfsmenn Rauða krossins, Icelandair, björgunarsveitarfólk og fleiri lögðu hönd á plóginn svo hægt væri að hýsa fólkið sem komst ekki í flug sem það átti pantað. Það eru til leiðir til að leysa þennan vanda sem er stór eins og kom berlega í ljós í þessu óveðri. Við munum áfram fá óveður og þess vegna þarf að gera eitthvað róttækt og koma þessum samgöngubótum í gegn – ekki seinna en strax! Um það eru allir sammála nema kannski þingheimur Íslands sem hefur tafið þetta mál. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Samgöngur fóru úr skorðum á Reykjanesbrautinni ofan byggðarinnar í Reykjanesbæ. VF-mynd: Páll Ketilsson

Afturganga olli usla á útnesjum Óveðurslægð sem kom með látum síðasta föstudag gekk aftur á sunnudagskvöld og olli talsverðum usla í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Samgöngur fóru úr skorðum og þúsundir urðu strandaglópar. Afturgengnu óveðurslægðinni fylgdi talsverð snjókoma og mikill skafrenningur. Reykjanesbraut lokaðist milli Þjóðbrautar í Reykjanesbæ og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þriggja kílómetra bílalest myndaðist þegar ástandið varð blint í skafrenningi og bílar tóku að festast og aka út af. Fjöldi flugvéla lenti á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegar þurftu að bíða klukkustundum saman eftir því að komast frá borði. Þá gátu aðrir farþegar ekki yfirgefið landið. Nokkrir höfðu fest sig á Reykjanesbrautinni í nágrenni flugstöðvarinnar og tóku þá röngu ákvörðun að ætla að reyna að ganga í hríðinni í flugstöðina til að ná flugi sem hafði verið aflýst vegna veðurs. Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út til aðstoðar í veðrinu og fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsi Keflavíkur þar sem um 180 manns gistu aðfararnótt mánudags. Þar sem ógreiðfært var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) þurfti sjúkrabíll frá Brunavörnum Suðurnesja að fara óhefðbundna leið þegar farþegi í flugstöðinni fékk hjartaáfall. Sjúkrabíllinn fór í gegnum hlið á Ásbrú og þaðan var rudd leið eftir þjónustuvegi að FLE. Starfsfólk í FLE notaði hjartastuðtæki og kom lífi í farþegann. Hann var svo fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur og fór snjóplógur á undan sjúkrabílnum til að tryggja að hann kæmist um Reykjanesbrautina sem var lokuð vegna bæði ófærðar og banaslyss sem varð við Straumsvík.

Í Suðurnesjabæ var einnig mikil ófærð. Rúta með farþegum sem voru á listahátíðinni Ferskum vindum festist og leituðu farþegarnir skjóls í samkomuhúsinu í Sandgerði. Víða í Sandgerði voru mannhæðarháir skaflar eftir óveðrið og í Garði var líka þung færð.

Veðrið setti svip sinn á listahátíðna Ferska vinda og þannig varð ekkert af lokaatriði hátíðarinnar þar sem kveikja átti í listaverki á Garðskaga. Þar blésu vindar upp á 26 m/s af norðaustan og hviðurnar voru gríðarsterkar þannig að alls ekki var stætt.

Líkaði greinilega vel móttökur viðbragðsaðila í Reykjanesbæ „Í nótt var ekki rétti tíminn til að spyrja ferðalangana How do you like Iceland? en þeim líkaði greinilega vel móttökur viðbragðsaðila í Reykjanesbæ,“ skrifaði Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum, á fésbókina eftir að síðustu ferðamennirnir yfirgáfu íþróttahúsið í Keflavík á mánudagsmorgun. Um 180 ferðamenn gistu í fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu um nóttina vegna ófærðar og röskunar á samgöngum. Í færslunni þakkar hann bæjarstjóra Reykjanesbæjar, lögreglu, björgunarsveitum, sjálfboðaliðum og starfsmönnum flugþjónustufyrirtækja fyrir sitt framlag „sem er jú grunnurinn að því að þrátt fyrir erfiða stöðu fara ferðalangarnir þokkalega ánægðir frá Reykjanesbæ,“ skrifar Hannes.

Úr fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Keflavík á mánudagsmorgun. VF-mynd: Páll Ketilsson

SPURNING VIKUNNAR

Lentirðu í vandræðum í óveðrinu?

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK Harpa Jóhannsdóttir: „Nei, ég hafði vit á því að vera heima hjá mér og prjóna. Ég fór ekki út í dag mánudag fyrr en búið var að skafa allar götur.“

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Linda Kristín Pálsdóttir og Vignir Páll Sigfússon: „Ég var heima að hafa það kósí með börnunum. Við horfðum á myndir og vorum að leira. Í morgun þurfti ég að hjálpa dóttur minni sem sat pikkföst í bílnum sínum.“

Tony Kristinn Vantonder: „Bíllinn hans pabba festist í snjónum fyrir utan heima í morgun. Í gær komst ég ekki út vegna veðurs en mér finnst gott að fara út á hverjum degi og hafa val um það.“

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Guðmundur Einarsson:

„Nei, ég lá undir sæng í vonda veðrinu og fannst æðislegt að vera inni vegna þess, það er svo langt síðan síðasta vonda veður var. Í morgun lenti ég í því að hjálpa einum sem sat fastur í bílnum sínum. Ég get ekki neitað því að hafa gaman af vondu veðri þegar maður er öruggur.“

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Störf hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli 2020 Job vacancies–Icelandair Keflavik Airport

Icelandair leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf við þjónustu flugfarþega og afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli.

Icelandair is looking to hire people for diverse and interesting jobs, serving our passengers and aircraft at Keflavik Airport.

Við leggjum ofuráherslu á þjónustulund og að starfsmenn okkar hafi ástríðu fyrir því að veita viðskiptavinum okkar ánægjulega upplifun.

Great customer service is extremely important to us and we are looking for people who are passionate about contributing to an enjoyable travel experience.

Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera tilbúnir að sækja undirbúningsnámskeið og standast hæfnipróf áður en til ráðningar kemur. Unnið er á vöktum. Ráðningartími getur verið frá mars/apríl og fram í október/nóvember 2020.

Applicants might need to attend a preparatory course and pass a test before signing on. All jobs are shift-based. The employment period is from March to November 2020. All applicants must speak good English.

Hlaðdeild Starfsfólk í hlaðdeild ber ábyrgð á hleðslu og afhleðslu flugvéla á töskum og frakt. Almenn ökuréttindi og enskukunnátta skilyrði. Vinnuvélaréttindi eru æskileg. Lágmarksaldur er 19 ár.

Ramp Services You are responsible for loading and unloading baggage and cargo of aircraft. Driving license is required and machine operating license is preferable. Age limit is 19.

Ræsting flugvéla Starfsfólk í ræstingum ber ábyrgð á ræstingu um borð í flugvélum, öryggisleit um borð og lagerstörfum. Almenn ökuréttindi skilyrði og enskukunnátta æskileg. Lágmarksaldur er 18 ár.

Aircraft Cleaning You are responsible for cleaning on board, as well as performing security check on-board aircrafts and stock work. Driving license is required. Age limit is 18.

Flugeldhús – lager Starfsfólk á lager flugeldhúss ber ábyrgð á vörumóttöku og afgreiðslu á vörum af lager. Góð íslensku- og/eða enskukunnátta. Almenn ökuréttindi skilyrði og vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur er 20 ár.

Flight Kitchen – Stock You are responsible for receiving goods, handling stock items, and stacking merchandise on racks. Driving license is required, and machine operating license is preferable. Age limit 20.

Flugeldhús – hleðsluþjónusta Starfsfólk í hleðsluþjónustu ber ábyrgð á útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar. Almenn ökuréttindi og vinnuvélaréttindi æskileg. Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði. Lágmarksaldur er 19 ár.

Flight Kitchen – Catering You are responsible for the transportation of food trollies to and from aircraft and other related services carried out on board aircraft. Driving license is required and machine operating license is preferable. Age limit is 19.

Flugeldhús – framleiðsla Starfsfólk í framleiðslu ber ábyrgð á framleiðslu og pökkun matvæla ásamt öðrum störfum sem tilheyra matvælaframleiðslu. Lágmarksaldur er 18 ár.

Flight Kitchen – Production You are responsible for the production and packaging of food products, together with other jobs in the flight kitchen. Age limit is 18.

Flugeldhús – frílager Starfsfólk á frílager ber ábyrgð á pökkun á söluvörum sem fara um borð í flugvélar sem og annarri lagervinnu. Góð tölvu- og enskukunnátta er skilyrði. Lágmarksaldur er 20 ár.

Flight Kitchen – Bonded Store You are responsible for warehousing and packaging of merchandise which is sold on board aircraft. Computer skills required. Age limit is 20.

Fraktmiðstöð Starfsfólk í fraktmiðstöð ber ábyrgð á vörumóttöku í inn- og útflutningi. Tölvukunnátta, enskukunnátta og almenn ökuréttindi eru skilyrði. Vinnuvélaréttindi eru æskileg. Lágmarksaldur er 19 ár.

Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair, career.icelandair.is, eigi síðar en 10. febrúar 2020.

Cargo Warehouse You are responsible for expeditious and routine movement of incoming and outgoing cargo and freight merchandise. Driving license is required and machine operating license is preferable. Age limit is 19.

Applications are submitted electronically on the Icelandair website, career.icelandair.is The application deadline is February 10th, 2020.


fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VÍKURFRÉTTIR Í 40 ÁR • FIMMTUDAGURINN 6. JANÚAR 1983

Samtímasaga Suðurnesja í fjóra áratugi Á þessu ári fögnum við þeim tímamótum að Víkurfréttir hafa komið út í 40 ár. Frá fyrsta tölublaði Víkurfrétta sem kom út 14. ágúst 1980 hafa komið út nærri 1900 tölublöð, síðurnar yfir 20.000 og fréttirnar næstum óteljandi. Til að fagna afmæli Víkurfrétta á þessu ári ætlum við reglulega að glugga í gömul blöð og rifja upp fréttir, sýna ykkur gamlar myndir og jafnvel að heyra í fólki og taka stöðuna eins og hún er í dag. Við byrjum þessa upprifjun úr samtímasögu Suðurnesja á frétt úr Víkurfréttum í janúar 1983 þar sem fjallað er um stóran hóp barna sem fæddust á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs, eins og Heilbrigðisstofun Suðurnesja hét í þá daga. Jólabörnin þrettán árið 1982 ásamt mæðrum sínum.

Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs:

13 börn fæddust um jólin fæðingar þurfi þess með. Þá er sennilega hér einhver besta mæðraskoðun á landinu. Prófessor Sigurður Magnússon hefur verið hér en er nýhættur eftir margra ára starf, en eftirmaður hans er Jón Stefánsson og mun hann vinna í hans anda.“ Áður en við skildum við fæðingardeildina spurðum við Sólveigu um það hvort það hefði aukist að feður væru viðstaddir fæðingu barna sinna. Hún sagði að þessi æskilega þróun væri orðin mjög algeng. Gætu feður ekki verið viðstaddir þá einhver annar aðstandandi, því það hefði róandi áhrif á móðurina. Þá sagðist Sólveig vilja koma því að áður en við kveddum þennan þátt viðtalsins, að nú fyrir jól hefði einn velunnari

Frétt úr Víkurfréttum fimmtudaginn 6. janúar 1983 Í Suðurnesjatíðindum og síðar hér í Víkurfréttum hefur sá siður verið viðhafður að birta myndir af jóla- og áramótabörnum, fæddum á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Því þóttu okkur það mikil tíðindi nú, er taka átti mynd af jólabarninu, að ekki var um eitt barn að ræða, heldur voru þau alls 13 - eða sama tala og jólasveinarnir!! Af þessu tilefni ræddum við við Sólveigu Þórðardóttur, deildarstjóra fæðingardeildarinnar. Sagði hún að þetta væri mjög óvanalegt hjá þeim . „Þannig er,“ sagði Sólveig, „að fæðingar koma yfirleitt svona í toppum, það virðist vera eitthvert lögmál, en við ljósmæðurnar hér, sem flestar erum nýmenntaðar og lítum bæði á nýtt og gamalt, litum á tunglið og sáum að það var ekki fullt, en höfum ekki haft tíma til að líta í bók til að athuga straumana til að sjá hvort þar sé skýringin á þessum toppi.“ Þá spurðum við Sólveigu hvort deildin væri þá ekki fullnýtt núna og meira til? „Deildin er gerð fyrir 8 sængurkonur og sérstaka móttöku fyrir mæðraskoðun. Allt þetta pláss er fullnýtt og vel það, en við urðum að bæta aukarúmi í hverja stofu. Við myndum ekki fyrr en i fulla hnefana vísa sængurkonum frá okkur þar sem séð yrði að um eðlilega fæðingu yrði að ræða. Við

Sólveig Þórðardóttir við mónitorinn sem mælir hjartsláttinn allan tímann meðan verkir eru. Auk þess heldur hún á gömlu góðu pípunni sem mælir hjartsláttinn þegar engir verkir eru og er enn í fullu gildi. höfum haft það þannig, að þær konur sem af einhverjum ástæðum hafa þurft að fæða innfrá, hafa verið teknar hér í sængurlegu um leið og þær losna af gjörgæsludeild innfrá.“ Um aðra þjónustu sem fæðingardeildin veitir, sagði hún: „Árni Ingólfs-

son fæðingarlæknir, er hér með aðstöðu 2 daga í viku og þegar hér er ekki yfirfullt, nýtir hann þessa aðstöðu fyrir kvensjúkdóma. Hér er aðstaða fyrir ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar, og eru þær framkvæmdar þurfi á því að halda. Þá veitir hann aðstoð við

Hér er aðstaða fyrir ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar, og eru þær framkvæmdar þurfi á því að halda. Þá veitir hann aðstoð við fæðingar þurfi þess með. Þá er sennilega hér einhver besta mæðraskoðun á landinu.

fæðingardeildarinnar saumað jólapoka undir jólabörnin, að vísu voru þeir ekki nema 8 talsins, því ekki var von á fleiri, en 8 fyrstu börnin fóru því heim í þessum jólapokum. Þegar umræða um sjúkrahúsið hefur farið fram í fjölmiðlum hefur mikið borið á gagnrýni varðandi vannýtingu á fæðingardeildinni og í því sambandi hafa sumir rætt um að taka hluta hennar undir langlegudeild. Við spurðum Sólveigu um hennar álit á þessum málum? Hún sagðist bera tvennt sér fyrir brjósti, þ.e. gamla fólkið og þá nýfæddu, hinir ættu betra með að sjá um sig sjálfir. „Okkur bráðvantar legurými fyrir þetta gamla fólk, ekki endilega þá þjónustu sem spítalarnir veita, heldur ýmsa aðra sjúkraþjónustu við þetta fólk. Hjá okkar starfsfólki sjúkrahússins er sameiginlegur vilji fyrir því að reist yrði hér í tengslum við spítalann sérstök deild fyrir gamla fólkið. Það myndi auðvelda alla þjónustu við þessa deild, t.d. gæti starfsfólkið héðan skipt á sig þjónustu á þessari deild sem myndi þar með leysa þau vandkvæði sem ávallt eru fyrir hendi varðandi sérmönnun starfsfólks við slíkar hjúkrunardeildir. Það er orðið lífsspursmál að veita þessu fólki úti í bæ þá þjónustu sem hægt er að veita, við höfum hér á að skipa mjög færu starfsfólki með mjög góð tæki og næga þekkingu,“ sagði Sólveig Þórðardóttir að lokum.

AÐEINS TEKIÐ Á MÓTI HRAUSTUM KONUM Í DAG „Við tökum aðeins á móti hraustum konum í dag sem eru í eðlilegu fæðingarferli,“ segir Heiða B. Jóhannsdóttir ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og bendir á að lokun skurðstofunnar hafi auðvitað haft mikið að segja í fjölda fæðinga. Fáar fæðingar voru í kringum síðustu jól. Ein fæðing var 16. desember, ein 30. desember og ein á gamlársdag. Fyrsta fæðing ársins 2020 var 6. janúar.

Deildin hefur breyst mikið

Kl. 22.58 á nýársdag fæddist á Sjúkrahúsi Keflavíkur fyrsta barn þessa árs. Var það drengur, 52 cm og 3700 grömm. Foreldrar hans eru Salvör Gunnarsdóttir og Reynir Guðbergsson, Gerðavegi 14, Garði. Á myndinni er Salvör með nýfædda soninn sem var skírður Jón Berg Reynisson.

„Í dag höfum við á ljósmæðravaktinni, mjög breytt þjónustustig, við sinnum konum á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu en að sama skapi hefur fæðingum fækkað gríðarlega mikið í samfélaginu öllu. Þar sem við erum ljósmæðrarekin eining verðum við að senda allar konur til Reykjavíkur, sem ekki falla undir hraustar konur í eðlilegu fæðingarferli. Það má segja að þær fæðingar sem við sinnum hér þurfi að uppfylla sömu skilyrði og fæðing í heimahúsi. Þrátt fyrir þetta er samt ekki minna að gera hjá ljósmæðrum en deildin hefur breyst mikið eftir að konur hættu að liggja hér á sæng eftir fæðingu en á þessum tíma árið 1983 voru starfandi sjúkraliðar við fæðingardeildina ásamt mun fleira starfsfólki. Konur á meðgöngu hafa mjög gott aðgengi að okkur og við sinnum þeim hvenær sem

er sólarhringsins ef á þarf að halda. Í dag fara konur og börnin þeirra oftast heim innan 48 klukkustunda legu á sæng og eru þær almennt mjög ánægðar með það. Þær fá ljósmóður heim til sín einu sinni á dag, oftar ef þarf fyrstu vikuna. Þetta fyrirkomulag er mun skilvirkara og hjálpar konum og foreldrum barnsins, mun meira þegar bæði fræðsla og eftirlit kemur heim til þeirra,“ segir Heiða.

Heilsufar þjóðarinnar er lakara í dag

Heiða talaði einnig um heilsufar kvenna. „Í dag erum við að fá fleiri konur en áður með undirliggjandi vandamál sem hafa áhrif á meðgöngu og fæðingu auk þess sem meðal aldur kvenna sem fæða sitt fyrsta barn fer hækkandi. Já, það verður að segjast eins og er að heilsufarsleg vandamál þjóðfélagsins eru stærri í dag en áður, ef við til dæmis bara horfum á vaxandi tíðni offitu, sykursýki og hjarta og æðasjúkdóma. Við erum að sjá hærra hlutfall kvenna með meðgöngusykursýki og háþrýsting sem krefst nánara eftirlits á meðgöngu. Heilsufarsleg vandamál kvenna á meðgöngu eru því mun stærri í dag en áður,“ segir Heiða ljósmóðir, alvarleg í bragði.


15% afsláttur af Nicotinell Fruit

til 31. janúar 2020.


fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Reykjanesbær laus undan sérstöku eftirliti

> Nú frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagins án

sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að við yfirferð nefndarinnar á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2020–2023 sé ekki annað að sjá en að sveitarfélagið uppfylli þegar fjárhagsleg viðmið 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og áformi á tímabili fjárhagsáætlunarinnar að viðmiðin verði uppfyllt áfram. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin hefur sent Reykjanesbæ. Með þessu sé aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar fallin úr gildi og bæjarstjórn ekki lengur skylt að bera undir eftirlitsnefndina óskir um breytingar á aðlögunaráætlun heldur starfi sveitarfélagið nú eftir almennum ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Þetta þýðir að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlag verði áfram uppfyllt. „Fyrir Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi sem stefnt hefur verið að í langan tíma eða allt frá því að aðgerðaráætlunin „Sóknin“ var sett af stað í árslok 2014. Sóknin samanstóð af margvíslegum aðgerðum í rekstri og gerði ráð fyrir að þessu markmiði yrði náð í árslok 2022. Styrk fjármálastjórn, skynsamlegar aðhaldsaðgerðir

og hagstæðar ytri aðstæður, m.a. aukin flugumferð um Keflavíkurflugvöll, hátt atvinnustig og fjölgun íbúa, sem leitt hafa til tekjuaukningar bæjarsjóðs, hafa gert það að verkum að markmiðið næst tveimur árum fyrr en áætlað var,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarfélagsins en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undanfarin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. „Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Óvissa varðandi horfur á vinnumarkaði Í nóvember 2019 var atvinnuleysi í Reykjanesbæ 9,2% og á Suðurnesjum 8,2%. Töluverð óvissa er varðandi horfur á vinnumarkaði vegna þeirrar stöðu sem er í flugrekstri. Fundað hefur verið með atvinnurekendum á svæðinu í þeim tilgangi að auka samstarf á milli þeirra og Vinnumálastofnunar. Þetta kom fram á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, og Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, mættu á fundinn og fóru yfir stöðu og horfur á vinnumarkaði og úrræði sem í boði eru fyrir fólk í atvinnuleit.

VANTAR VANAN HANDFLAKARA TIL STARFA

Boðið er upp á starfstengd námskeið fyrir fólk í atvinnuleit í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og er reynt að miða þau við atvinnulífið á svæðinu. Markmiðið er að ná til sem flestra og eru haldin námskeið á íslensku, ensku og pólsku.

POTRZEBNY FILECIARZ Næg vinna framundan Upplýsingar í síma 7746908. N.G. fish ehf. Sandgerði.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

MARKAÐSSTJÓRI

Skólamatur ehf. auglýsir eftir umsóknum í stöðu markaðsstjóra. Um er að ræða nýja stöðu innan fyrirtækisins. Helstu verkefni markaðsstjóra eru: • Umsjón og skipulag sölu- og markaðsstarfs • Gerð markaðs- og söluáætlana • Samskipti við viðskiptavini • Umsjón samskiptamiðla og heimasíðu • Framkvæmd þjónustukannana • Innri markaðssetning

Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Stjórnunarreynsla • Reynsla af verkefnastjórnun og gerð markaðsáætlana • Reynsla af stafrænni markaðssetningu • Miklir samskipta- og skipulagshæfileikar • Sjálfstæði, frumkvæði og brennandi áhugi á markaðsmálum • Lausnamiðuð hugsun og jákvæðni • Afburða leiðtoga- og stjórnunarhæfni

Starfsstöð markaðsstjóra er í Reykjanesbæ og æskilegt er að umsækjendur búi á Suðurnesjum en allar umsóknir verða skoðaðar. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsókn fylgi starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2020. Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur mannauðsstjóra fanny@skolamatur.is. Markaðsstjóri starfar náið með öðrum stjórnendum Skólamatar og er hluti af stjórnendateymi fyrirtækisins.

Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á hollan, ferskan mat – eldaðan frá grunni fyrir leik- og grunnskóla. Fyrirtækið þjónustar um fimmtíu mötuneyti á suðvesturhorni landsins og eru starfsmenn þess rúmlega eitthundrað og tuttugu.


7 ára ábyrgð framleiðanda á öllum nýjum Kia bílum

www.kia.is

Gerðu 2020 að rafmögnuðu ári með Kia 100% rafbíll

e-Niro

Drægni á rafmagni allt að 455 km**

Plug-in Hybrid Niro PHEV

XCeed PHEV

Ceed SW PHEV

Optima PHEV

Optima SW PHEV

Sorento PHEV

Drægni á rafmagni allt að 58 km

Drægni á rafmagni allt að 58 km

VÆNTANLEGUR Drægni á rafmagni allt að 58 km

Drægni á rafmagni allt að 64 km

VÆNTANLEGUR Drægni á rafmagni allt að 60 km

VÆNTANLEGUR

Hybrid

100% rafbílar

Niro HEV

e-Soul

Sorento HEV

Drægni á rafmagni allt að 452 km**

VÆNTANLEGUR

e-Niro

Drægni á rafmagni allt að 455 km**

Einstakt úrval rafmagnsbíla Rafbíladagur Kia verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn. Við bjóðum upp á einstakt úrval rafmagnaðra bíla sem eru tilbúnir til afhendingar strax. Í tilefni dagsins bjóðum við einnig 25% afslátt af öllum Kia aukahlutum. Allir nýir bílar Kia koma með einstakri 7 ára ábyrgð frá framleiðanda og nær ábyrgðin einnig yfir rafhlöðu bílsins. Komdu í heimsókn til K. Steinarsson á laugardaginn frá kl. 12-16. Við tökum vel á móti þér.

K. Steinarsson · Njarðarbraut 15 · 260 Reykjanesbær · 420 5000 · ksteinarsson.is Söluaðili Kia á Íslandi.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/ksteinarsson.is

*Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.kia.com/abyrgd.

** Drægni miðast við 64 kwh rafhlöðu

Rafbíladagur Kia laugardaginn 18. janúar


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Erlendis þykir sjálfsagðara að meta menntun til launa Dagný Maggýjar ræddi við Keflvíkinginn ÖlmuDís Kristinsdóttur, doktor í safnafræði

Dagný Maggýjar dagny@vf.is

Keflvíkingurinn AlmaDís Kristinsdóttir lauk í haust doktorsvörn sinni í safnafræði við Háskóla Íslands og náði þar með langþráðu markmiði og segist nú vera á hægri leið niður það stóra fjall. Hún er dóttir Kidda í Dropanum, yngst fjögurra systkina og eina stelpan – sem oft var pirrandi. Henni datt aldrei í hug að hún myndi feta akademískar brautir þar sem fyrirmyndirnar í þá veruna voru fáar og segir doktorstitilinn vera afrek í seiglu en heldur ópraktískan.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapakóli – þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi Þjónustukjarni Suðurgötu – deildarstjóri í 80% stöðu Fræðslusvið – sálfræðingur Akurskóli – umsjónarkennari (tímabundin ráðning) Velferðarsvið – starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Þróunarsjóður innflytjendamála - kynningarfundur Opinn kynningarfundur um Þróunarsjóð innflytjendamála verður haldinn í Fjölskyldusetrinu Skólavegi 1 miðvikudaginn 15. janúar kl. 14:30-16:00. Fundurinn er hugsaður fyrir þá sem telja sig geta nýtt sjóðinn og hafa mögulega hug á að senda inn umsókn. Á fundinum verður sjóðurinn kynntur og umsóknarferlið skýrt. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Föstudagurinn 17. janúar. Bókabíó kl. 16.30. Kvikmyndin Frosinn sýnd í miðju safnsins. Einn föstudag í hverjum mánuði er barna-, unglinga-, eða fjölskyldumynd sýnd sem tengist bókum á ýmsa vegu.

Ég fór fyrst í Verzló í tvö ár en kláraði stúdentinn frá FG 1990 eftir eins árs skiptinemadvöl. Hér er ég ásamt foreldrum mínum Jónu og Kidda.

Leiðir okkar ÖlmuDísar lágu saman fyrir þó nokkuð löngu þegar ég starfaði sem blaðamaður á Víkurfréttum og tók viðtal við hana þar sem hún starfaði sem hönnuður hjá tæknifyrirtækinu Quark Inc. í Bandaríkjunum. Þá hafði hún nýlokið námi í grafískri hönnun en leiðir hennar í lífinu hafa legið inn á fjölmörg lista- og menningarsöfn þar sem hún hefur starfað um áratugaskeið sem hönnuður, safnkennari og safnstjóri. Við áttum sameiginleg tímamót á árinu og fögnuðum hálfri öld, það er því óhætt að segja að árið 2019 hafi verið ár tímamóta í lífi hennar. „Ef við ímyndum okkur að markmið sé eins og fjall þá er ég á hægri niðurleið núna, ekki í neikvæðri merkingu heldur einfaldlega að ljúka þessu langa og stranga ferli af eins mikilli skynsemi og mér er unnt. Ég er sumsé hægt og sígandi að komast niður á jörðina eftir þessa stórkostlegu reynslu. Mér skilst á samferðafólki mínu sem hefur fetað þessa leið að það geti tekið dágóðan tíma að ná áttum eftir allt þetta álag og streð en það var hverrar mínútu virði.“ AlmaDís var þessa daga sem viðtalið var tekið, á kafi í jólafræðslu Árbæjarsafns ásamt samstarfsfólki í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Þess á milli undirbjó hún flutninga og var því voða mikið að taka til heima hjá sér að eigin sögn. „Við tökum á móti um 2500 börnum nokkrum vikum fyrir jól og útbúum fjölskyldusmiðju þar sem fólk getur spreytt sig á að flétta saman jólahjörtu að dönskum sið. Við vorum einnig að leggja lokahönd á styrkum-

sóknir sem tengjast starfinu á næsta ári og margt spennandi er í bígerð. Borgarsögusafn er frekar stórt safn á íslenskan mælikvarða, eitt safn á fimm stöðum með rúmlega fjörutíu starfsmenn. Ég er með skrifstofu í Árbæjarsafni núna en flakka dálítið á milli. Hinir staðirnir eru Landnámssýningin í Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið Granda og Viðey. Við erum sumsé fimm í fræðsluteymi safnsins og ég hef leitt starf þessa teymis sem verkefnastjóri safnfræðslu frá árinu 2016. Ef ég set á mig kennarahattinn þá er ég að fara yfir lokaverkefni á námskeiði sem ég hef kennt annað slagið í nokkur ár í safnafræði við félagsfræði-, mannfræðiog þjóðfræðideild Háskóla Íslands og heitir Söfn sem námsvettvangur. Námskeiðið heldur mér á tánum faglega og mér finnst bráðnauðsynlegt að tengja saman fræði og praktík.“ Doktorsvörn ÖlmuDísar fór fram þann 20. september síðastliðinn en verkefnð nefnist: Toward Sustainable Museum Education Practices: A Critical and Reflective Inquiry into the Professional Conduct of Museum Educators in Iceland eða Horft til framtíðar í fræðslumálum safna: Greining á faglegri nálgun í íslensku safnfræðslustarfi. Hvernig var að verja, er þetta ekki svolítið sérstakt fyrirbæri? „Þetta var stór dagur og algerlega magnað að fá tækifæri til að kynna og verja eigið doktorsverkefni. Mér var mikið í mun að njóta dagsins og þurfti því að æfa mig töluvert. Að tala í pontu er ekki mitt uppáhald því þrátt

Ég fékk í mörg ár það verkefni að pakka inn jólagjöfum fyrir starfsfólk Dropans sem var alltaf það sama: konfekt og bók. Það er kannski þess vegna sem mér finnst algjörlega ómissandi við jólin að vera í rólegheitum heima, lesa góða bók og hafa konfekt innan seilingar ... fyrir áralanga reynslu við að tala fyrir framan fólk þá er ég feimin í grunninn en þetta tókst allt glimrandi vel. Athöfnin fór fram á ensku í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrst kynnti ég rannsóknina mína og þurfti svo að svara spurningum frá tveimur utanaðkomandi andmælendum sem höfðu samþykkt ritgerðina en vildu fá útskýringar á ýmsum þáttum fyrir framan áheyrendur. Annar andmælandinn er dálítið þekkt nafn í fræðslumálum safna, dr. Lynn Dierking, og það var frábært að hitta hana í eigin persónu ásamt manninum hennar, dr. John Falk. Ég bauð þeim að sjálfsögðu í partýið um kvöldið,“ segir AlmaDís og hlær.

Leyfði hjartanu að ráða för

Hvað kveikti í þér löngun til að verða doktor? „Ég fór ekki beint hefðbundna leið í mínu námsbrölti en það má segja að ég hafi leyft hjartanu að ráða för. Fyrst lærði ég hönnun hjá Massachusetts College of Art í Boston, fór síðan í menntunarfræði og er nú nýdoktor í safnafræði og ótrúlega stolt af sjálfri mér. Ég hef lengi unnið við fræðslumál á söfnum og í því starfi sameina ég þessi þrjú fræðasvið; hönnun, kennslu og safnafræði. Doktorsnám snýst að miklu leyti um að stunda rannsóknir og mig langaði að leggja mitt af mörkum í þeim efnum.“ Fyrsta safnastarf ÖlmuDísar var við Listasafnið í Denver (Denver Art Museum) í Koloradófylki í Bandaríkjunum. „Ég var ráðin inn sem yfirhönnuður (Senior Designer) og vann náið með


fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

9 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

vangur var heimilið enda húsmæðraskólagengin þessi elska. Ég valdi aðra leið og sagði stundum við hana á meðan hún lifði að ég prjónaði texta á meðan hún prjónaði hverja flíkina á eftir annari. Pabbi varð áttræður í sumar og er hress miðað við aldur og fyrri störf. Hann er góður kall, dugnaðarforkur og elstur af tólf systkinum.“

Lá vel við höggi sem yngsti krakkinn og eina stelpan

Fjölskyldan á góðum degi en saman eiga AlmaDís og Hlynur Angantýsson sex börn og tvö barnabörn. fræðsludeild safnsins. Seinna þegar ég fór að læra safnafræði var ég oft að rekast á kunnugleg nöfn samstarfsfólks í hinum ýmsu fræðigreinum sem kom mér skemmtilega á óvart. Ég var sumsé að vinna með helstu sérfræðingum í fræðslumálum safna og hafði ekki hugmynd um það fyrr en löngu síðar. Í grunnnáminu mínu í Boston fór ég mikið á söfn enda skólinn minn staðsettur við hliðina á Isabella Steward Gardner safninu sem er algjör perla og stutt frá MFA listasafninu (Museum of Fine Arts).“ Eftir tíu ára dvöl í Bandaríkjunum flutti AlmaDís heim með fyrrum eiginmanni sínum og tveimur börnum sem þá voru eins árs og fimm ára. Fjölskyldan flutti til Akureyrar og þar starfaði hún við Listasafnið á Akureyri og gerði tvær rannsóknir í meistaranámi í menntunarfræðum. „Önnur snéri að samstarfi menningarstofnanna um sumarlestur fyrir krakka. Hin snéri að fjölskyldum sem safngestum og þar með var ekki aftur snúið. Árið 2006 bauðst síðan draumastarfið í Listasafni Reykjavíkur þar sem ég sá um fræðslumál safnsins ásamt öðru góðu fólki til 2012. Eftir hrun var mikil óvissa í gangi svo ég ákvað ég að bæta aðeins við mig í námi og skráði mig í safnafræði við Háskóla Íslands sem var þá nýtt framboð innan félagsvísinda og kláraði 30 eininga diplómanám árið 2010. Mér fannst eitthvað svo kjánalegt að gera aðra rannsókn á meistarastigi svo ég fór fljótlega að íhuga doktorsnám, sérstaklega þegar mér varð ljóst hversu lítið íslenskt safnastarf hefur verið rannsakað þrátt fyrir að fyrstu söfn landsins hafi verið stofnuð á 19. öld, “ segir AlmaDís og bætir við að Þjóðminjasafn Íslands hafi verið stofnað árið 1863.

Ég sagði upp draumastarfinu

Að sögn ÖlmuDísar var námið dálítið skrykkjótt í fyrstu. „Ég þurfti stanslaust að leita leiða til að láta dæmið hreinlega ganga upp og var alltaf í vinnu með námi sem ég mæli ekki með. Ég fékk nokkra styrki sem hjálpuðu mér við að ná endum saman en mun oftar var beiðni um styrk hafnað. Þessi staða þýddi alls konar fórnir og tilraunastarfsemi. Ég sagði t.d. upp draumastarfinu í Listasafni Reykjavíkur og flutti í Stykkishólm og stýrði þar Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu í rúm tvö ár. Á tímabili réði ég mig í vaktavinnu við sýningagæslu í Safnahúsinu við Hverfisgötu til að geta skrifað á milli vakta. Starfið reyndist mjög krefjandi með alls konar óvæntum flækjum en með góðu samstarfi við Sigurjón tókst mér að nýta reynsluna í doktorsverkefnið á uppbyggilegan hátt. Ég tók hluta námsins í Hollandi 2016 sem var gríðarlega gjöfull og góður tími. Ég fór greinaleiðina í náminu þ.e.a.s. skrifaði fjórar vísindagreinar og þrjár af þeim eru birtar nú þegar í erlendum tímaritum; Museum Management and Curatorship 2017, Museum & Society 2018 og Nordisk Museologi 2019 og sú síðasta er í birtingaferli.“

Það var enginn fjárhagslegur hvati að baki doktorsnáminu, aðeins ástríða

Hvað gefur doktorsnafnbótin þér? „Þetta er óskaplega óhagnýtt allt saman hér á landi og gefur mér í raun voða lítið annað en formlega viðurkenningu á því að ég geti stundað rannsóknir, skrifað vísindagreinar og kennt meistaranemum. Erlendis þykir sjálfsagðara að meta menntun til launa en við erum ekki enn komin þangað. Það

Stelpuskott í lopapeysu að rugga bátnum.

var því enginn fjárhagslegur hvati að baki doktorsnáminu, aðeins ástríða. Persónulega er þetta afrek í seiglu. Satt að segja datt mér aldrei í hug að ég myndi yfirleitt fara í akademískt háskólanám. Það eru ekki margar fyrirmyndir í mínu lífi sem hafa farið þessa leið en áhuginn var til staðar og hvatningin kom úr ýmsum áttum þannig að ég fór að trúa því sjálf að ég ætti erindi,“ segir AlmaDís og útilokar ekki að hún muni skrifa meira um safnamál. „Að sjálfsögðu. Til þess er leikurinn gerður. Mig langar til dæmis að skrifa um fræðslumál safna á íslensku og mig dreymir um að hanna slíka bók sjálf. Þá sameina ég aftur hönnun, menntunarog safnafræði. “ AlmaDís er dóttir hjónanna Kristins Þórs Guðmundssonar og Jónu Gunnarsdóttur heitinnar og yngst fjögurra systkina. Faðir hennar er betur þekktur sem Kiddi í Dropanum en þau hjónin ráku málningavöruverslunina Dropann í áratugi. „Það var auðvitað dálítið skrýtið að alast upp á heimili þar sem oft var bankað upp á á kvöldin og um helgar og einhver úr fjölskyldunni beðinn um að opna Dropann, því það vantaði einn lítra af málningu. En svona var þetta bara og líklega 90% af viðskiptunum sett í reikning,“ segir AlmaDís og brosir að minningunni. „Ég var mikið hjá Sigrúnu móðurömmu minni sem bjó að Hafnargötu 39, í hvíta kastalahúsinu, og gott ef heimilisbragurinn minnti ekki aðeins á safn þegar ég hugsa út í það. Þar var röð og regla á öllu og allt á hreinu sem ég kann svo vel að meta. Ég fór voða oft til hennar í hádeginu á leið í tónlistarskólann og fékk að æfa mig á píanóið hans afa í sparistofunni.“ Að sögn ÖlmuDísar voru bræður hennar nokkuð fyrirferðamiklir á heimilinu. „Gunni bróðir, sem er elstur, var fluttur frekar snemma að heiman svo það voru aðallega Gummi (Guðmundur Már) og Himmi (Hilmar) sem voru heima. Þeir voru ægilegir töffarar eins og pabbi „stælgæi“, orð sem pabbi notar og okkur systkinunum finnst fyndið. Ég, mamma og Gunni vorum aðeins innhverfari manngerðir, held ég, þó ég geti auðvitað aðeins talað fyrir mig sjálfa.“ AlmaDís segir að það hafi haft sína kosti og galla að vera eina stelpan. „Mér fannst til dæmis rosalega óréttlátt að ég þyrfti að ganga eitthvað meira frá í eldhúsinu en bræður mínir af því að ég var stelpa. Mamma skammtaði til dæmis sjálfri sér og stundum mér minna á diskinn en bræðrum mínum og pabba sem mér fannst glatað en svona var nú hugsunarhátturinn. Kona átti að vera matgrönn, sæt og fín og helst með fullkomið heimili. Það er nú ekki lengra síðan en þetta,“ segir AlmaDís með áherslu. „Mamma var náttúrlega algjör snillingur í höndunum og hennar vett-

Að sögn ÖlmuDísar er nokkuð um fíknvanda í stórfjölskyldunni og oft mikil meðvirkni í gangi á köflum sem erfitt sé að vinda ofan af. „Það var engu að síður mjög mikil regla á öllu, a.m.k. á yfirborðinu, þegar ég var að alast upp og mikið lagt upp úr því að standa sig vel í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég finn oft fyrir tilhneigingu í átt að frestunar- og fullkomnunaráráttu gagnvart verkefnum og var með mígreni sem krakki sem gefur ákveðna vísbendingu um ástandið á tímabili. Mér hefur samt tekist að hemja þessa þætti nokkuð vel og reyni að vera meðvituð um hvaðan þessir gömlu „draugar“ koma svo hægt sé að kveða þá niður.“ AlmaDís segir að mikið hafi verið hlegið á heimilinu þegar hún var að alast upp og grín gert að öllu mögulegu og ómögulegu. „Verst þótti mér þegar grínið beindist að mér því auðvitað lá ég vel við höggi sem yngsti krakkinn og eina stelpan. Það herti mig held ég að þurfa að berjast fyrir því að á mig væri hlustað.“ AlmaDís segir ákveðna kaldhæðni vera fólgna í því að hún eigi engar minningar um safnaheimsóknir úr æsku, hvorki með skóla eða fjölskyldu en rannsaki nú safnafræðslu.

Það þurftu allir að eiga eins íþróttagalla og Millet-úlpu annars varstu ekki með. Okkur finnst þetta kannski fyndið í dag en það skiptir rosalega miklu máli að fjölbreytileikinn fái að blómstra og þá á ég við að fólk fái bara að vera eins og það er án dómhörku ... „Það þurftu allir að eiga eins íþróttagalla og Millet-úlpu annars varstu ekki með. Þessi hugsunarháttur er líklega einhverskonar birtingarmynd af óöryggi og tilraun til samstöðu. Okkur finnst þetta kannski fyndið í dag en það skiptir rosalega miklu máli að fjölbreytileikinn fái að blómstra og þá á ég við að fólk fái bara að vera eins og það er án dómhörku. Á hinn bóginn þá man ég líka eftir því að hafa verið alveg týnd þegar ég fór í Verzló sextán ára gömul. Þá var allt í einu ekkert öryggisnet í kringum mig eins og í litlu samfélagi.“

Nafns vitjað í draumi

AlmaDís tekur nafn sitt frá örlagaríkum atburði í sögu Keflavíkur sem er bruninn í samkomuhúsinu Skildi árið 1935. „Já, mömmu dreymdi nafnið mitt aftur og aftur á meðgöngunni. Hún sá stelpu á síðum hvítum kjól í síendurteknum draumi og alltaf fylgdi þetta

Samkomuhúsið Skjöldur þar sem stórbruni varð þann 30. desember 1935. Þá var verið að halda jólatrésskemmtun og létu tíu manns lífið í brunanum auk þess sem margir brenndust illa. AlmaDís er skírð í höfuð eins fórnarlamba brunans. „Áhugi á menningu og listum hefur alltaf verið til staðar, hann fann einfaldlega ekki farveg fyrr en í framhaldsskóla og háskóla. Ég man að mamma og pabbi fóru alltaf á bókamarkað í Reykjavík og í mörg ár fékk ég að velja mér bækur. Þar kviknaði áhugi á bókum í það minnsta og svo voru bíóferðirnar á fimmtudögum og sunnudögum í Keflavík ógleymanlegar.“

nafn. Mamma sagði Sjönu móðursystur sinni frá þessum draumi og hún benti henni á tengslin við brunann. Mamma var fædd 1938 en Beggi, maður Sjönu, kom að björgunarstarfinu. Sveinbjörg Alma (f. 22/12 1925) var ein af þeim síðustu sem bjargað var úr brunanum en hún lést af sárum sínum þremur mánuðum síðar þann 28. mars 1936. Ég er skírð í höfuðið á henni.“

Man eftir gúanólykt og miklu roki

Hvernig myndir þú vilja fjalla um þennan bruna og miðla út frá safnafræðinni? „Í safnafræði er einmitt fjallað um mikilvægi þess að búa til sýningar um erfið mál og minningar sem söfn í mismunandi samfélögum hafa þurft að glíma við. Bruninn í Skildi er dæmi um slíkt. Þarna varð stórslys, gríðarleg sorg og ákveðin skömm sem fylgdi í kjölfarið vegna þess að aðaldyr hússins opnuðust báðar inn í salinn en ekki út. Í mínum huga þarf hver einasti íbúi í Reykjanesbæ að þekkja þessa sögu. Bókin þín er frábær heimild sem hægt væri að byggja á. Fyrir nokkrum árum vorum við einmitt nokkrar komnar af stað í samstarfi við Listasafn og Byggðasafn Reykjanesbæjar að leita leiða til að fá styrk í slíkt samstarfsverkefni. Síðan urðu mannaskipti og verkefnið fór í dvala en hver veit nema það verði að veruleika einn góðan veðurdag.“

Hvernig var að alast upp í Keflavík? „Ég hef auðvitað lítinn samanburð en í minningunni var fínt að alast þarna upp. Ég er reyndar fædd á Siglufirði þar sem fjölskyldan var á ferðalagi um verslunarmannahelgi að elta sólina, sem segir kannski sína sögu um veðurfarið, “ segir AlmaDís og brosir. „Ég man eftir gúanólykt sem kom stundum í þvottinn og rosalega miklu roki. Ég man líka eftir kanasjónvarpinu og útvarpinu sem var auðvitað gluggi út í heim sem aðrir höfðu ekki. Það sama má segja um frumkvöðlastarf Sambíóanna í Keflavík, það hlýtur að hafa haft áhrif á samfélagið í heild sinni sem og öll tónlistin sem sprottin er úr þessu umhverfi.“ Þegar ég spyr hana hvernig Keflavík hafi mótað hana segist AlmaDís muna eftir litlu samfélagi sem hafi verið frekar einsleitt og dómhart.


fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þurfa allir að hafa bókhaldið í lagi – segir Harpa Sævarsdóttir hjá Plús ehf. Harpa Sævarsdóttir opnaði nýtt fyrirtæki sem heitir Plús ehf. og sinnir í því bókhaldi og ráðgjöf. Hún er í heilsueflandi umhverfi ef svo má segja því hún deilir skrifstofuhúsnæði með Sigurbjörgu Gunnarsdóttur í Hreyfisporti en þær hófu nýlega rekstur undir sama þaki að Hafnargötu 35 í Keflavík. Fjölmargir heimsóttu Hörpu og Sigurbjörgu á opnunardaginn í nýja húsnæðinu.

Heilsuefling á skrifstofunni – Sigurbjörg Gunnarsdóttir og Björgvin Jónsson stofnuðu fyrirtækið Hreyfisport og flytja inn heilsueflandi skrifstofulausnir „Þetta er nýtt á Íslandi, kannski næsta bylting á eftir upphækkanlega skrifborðinu,“ segir Sigurbjörg Gunnarsdóttir en hún og Björgvin Jónsson, byggingatæknifræðingur eiga og reka fyrirtækið Hreyfisport í Reykjanesbæ. Þau stofnuðu fyrirtækið fyrir nokkrum árum með innflutningi á útihreystitækjum en hófu nýlega innflutning á heilsueflandi skrifstofulausnum sem má segja að séu byltingakenndar. Sigurbjörg er sálfræðimenntaður íþróttafræðingur en segir að það sem hafi ýtt þeim út í þetta hafi verið að þau voru farin að finna fyrir stoðkerfisóþægindum. „Við unnum áður bæði líkamlega vinnu, ég sem íþróttakennari og Björgvin sem smiður en við fórum bæði að vinna á skrifstofu og hreyfðum okkur því lítið yfir daginn. Við vorum bæði farin að finna fyrir mjóbaksóþægindum, vöðvabólgu á herðasvæði og jafnvel höfuðverk og það þótt við værum að lifa heilbrigðum lífsstíl og

hreyfa okkur utan vinnutíma. Ég fór þess vegna að skoða hvað við gætum gert og gúggluðum hreinlega þessa lausn sem er alger snilld,“ segir Sigurbjörg. Lifespan-skrifstofulausnirnar eru þær mest seldu í Bandaríkjunum í þessum vöruflokki en Sigurbjörg segir að þar séu þessi mál komin lengra en annars staðar. „Mörg af stærstu fyrirtækjum heims eins og Facebook, Google og Microsoft bjóða starfsmönnum sínum upp á bestu vinnuskilyrði sem

völ er á hverju sinni og hafi notað Lifespan-tækin undanfarin ár, með góðum árangri. Sigurbjörg segir að með Lifespan-tækjunum geti starfsfólk hreyft sig á meðan það stundar vinnu með því að ganga á göngubretti, hjóla eða nota jafnvægisbretti. „Árangurinn kemur fram í lækkun blóðþrýstings og getur dregið úr stoðkerfisóþægindum. Þá bætir þetta auðvitað líkamlega og andlega heilsu og eykur þannig vellíðan og afköst starfsmanna.“ Að sögn Sigurbjargar þá sýni nýleg könnun Gallup að um helmingur Íslendinga starfi á skrifstofu. Því sé mikilvægt að passa upp á hreyfingu sem sé fólki mikilvæg en Lifespan-tækin koma þannig sterk inn í þennan þátt. Aðspurð segir Sigurbjörg að yfirleitt sé fólk fljótt að venjast tækjunum. „Við erum ekki að tala um að fólk eigi að hætta að mæta í ræktina en ég myndi auðvitað vilja sjá svona tæki á öllum skrifstofum. Þú getur sinnt nánast allri vinnu á sama tíma og þú gengur á bretti eða hjólar.“

SIGURBJÖRG VERÐUR Í VIÐTALI

Sigurbjörg og Björgvin maður hennar, eigendur Hreyfisports.

Harpa sem er með meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun, hún hefur að auki 25 ára reynslu í bókhaldi og uppgjöri. Harpa segir að auk þess að taka að sér bókhald og ráðgjöf þá taki hún að sér þjálfun í bókhaldi sem geti hentað mörgum sem séu að hefja rekstur. Hún jánkar því að bókhald sé eitt það mikilvægasta í rekstri fyrirtækja. „Það þurfa allir að hafa bókhaldið og pappírsmál í lagi í sínum rekstri og vanda til verka,“ segir Harpa. Sigurbjörg og Harpa í nýja húsnæðinu að Hafnargötu 35 – auðvitað á og við hlaupabretti.

Sólrisuhátíð

Sunnudaginn 19. janúar 2020 verður Sólrisumessa í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 14:00. Eldeyjarkórinn syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Sólrisukaffi Kvenfélagsins Hvatar verður í Samkomuhúsinu í Sandgerði eftir messu. Suðurnesjamenn mæta og spila. Eldri borgarar er hvattir til að mæta.

NÆSTA FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Verið velkomin Álagningarseðlar fyrir árið 2020 Tilkynning til eigenda fasteigna í Reykjanesbæ um álagningu ársins 2020

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda eru á rafrænu formi og birtir á íbúavef Reykjanesbæjar, mittreykjanes.is og vefnum island.is Þó geta þeir sem þess óska fengið senda álagningar- og/eða greiðsluseðla með bréfpósti með því að hafa samband við þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421 6700 eða netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda birtast eingöngu sem kröfur í netbanka og eru innheimtar þar, en greiðendur 76 ára og eldri fá þó áfram seðla.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjöld ársins dreifast á 10 gjalddaga sem eru fyrsta dag hvers mánaðar frá og með 1. febrúar. Fasteignaeigendum er bent á boðgreiðslur með greiðslukortum og beingreiðsluþjónustu bankanna til hagræðis. Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn í síma 421 6700 eða netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga


fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Og í aflafréttum er þetta helst ... Jæja, það má segja að það sé ekkert í fréttum því það þarf að fara mjög mörg ár aftur í tímann til þess að finna jafn hroðalega byrjun á vetrarvertíð eins og núna árið 2020. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Þegar þetta er skrifað er janúarmánuður um það bil að verða hálfnaður og bátar hafa lítið sem ekkert komist á sjóinn, margir bátar hafa ekkert komist á sjóinn síðan fyrir áramótin. Ef við kíkjum á hafnirnar þá er aðeins búið að landa 64 tonnum í Grindavík frá áramótum og það aðeins af fimm bátum. Minnsti báturinn sem reyndi að fara á sjóinn var Gísli Súrsson GK sem náði að kroppa upp 1,9 tonn. Í Sandgerði er ennþá verri staða, þar hefur aðeins 22 tonnum verið landað af fimm bátum. Allt eru þetta stórir bátar eins og Grímsnes GK, Erling KE, Benni Sæm GK og Sigurfari GK. Minnsti báturinn að landa þar var Óli á Stað GK sem náði að kroppa upp 2,9 tonnum. Í Keflavík og Njarðvík er búið að landa samtals 30 tonnum og er það aðeins af þremur bátum; Grímsnesi GK, Erlingi KE og Sturlu GK. Skoðum eitt ár aftur í tímann til þess að fá samanburð: Þá var á sama tíma búið að landa nítján tonnum í Keflavík. Í Sanderði á sama tíma var búið að landa um 370 tonnum í 77 róðrum og margir minni bátanna gátu þá róið. Þetta er rosalega mikil munur. Árið 2019 370 tonn og árið 2020 aðeins 22 tonn. Í Grindavík á sama tíma árið 2019 var búið að landa 436 tonnum og er

það líka gríðarlega mikill munur. Árið 2019 436 tonn og árið 2020 aðeins 64 tonn. Ef við förum aðeins lengra aftur í tímann og förum til ársins 2000 þá er þetta ennþá meiri munur: Grindavík árið 2020 64 tonn, árið 2019 436 tonn og árið 2000 var landaður afli á sama tíma 910 tonn. Auk þess var 2600 tonnum af loðnu landað í Grindavík. Ef við skoðum Sandgerði árið 2000 er þetta ennþá meiri munur: Árið 2020 landað 22 tonnum, árið 2019 landað 370 tonnum en árið 2000 voru hvorki meira né minna enn 1.214 tonnum landað á nákvæmlega sama tíma, auk þess var 550 tonnum af loðnu landað. Þetta er ótrúlega mikill munur. Þetta er líka mikill munur þegar horft er á Keflavík og Njarðvík: Árið 2020 landað 30 tonnum, árið 2019 landað nítján tonn en árið 2000 var landaður afli um 515 tonn. Eins og sést á þessum tölum þá er byrjunin á árinu 2020 ein sú allra versta á þessari öld og ef ekki sú allra versta í sögu allrar útgerðar á Suðurnesjum eins langt aftur og menn rekur minni til. Þegar þessi orð eru skrifuð er alls óvíst hvenær bátarnir komast eiginlega á sjó aftur en ef ég rýni aðeins í veðrið framundan myndi ég giska á að næsta fimmtudag, þann 16. janúar, ætti flotinn að komast á sjó og það yrði þá í fyrsta skipti á árinu 2020 fyrir marga.

ATVINNA

Færa seiðaeldið í Vog­avík Stofn­fisk­ur hyggst stækka kyn­bóta­stöð sína við Voga­vík í Vog­ um. Í til­lögu að matsáætl­un kynn­ir fyr­ir­tækið áform um að auka fram­leiðslu lax­eld­is úr tæp­um 300 tonn­um í 450 tonn á ári. Inni í þeirri tölu er áfram­hald­andi eldi á kyn­bóta­fiski til hrogna­ fram­leiðslu og eldi á laxa­seiðum sem ætl­un­in er að hefja í stöðinni. Við und­ir­bún­ing fram­kvæmd­ar­inn­ar vakti Skipu­lags­ stofn­un at­hygli á að vatns­vinnsla vegna nú­ver­andi starf­semi er rúm­lega þre­falt meiri en gert var ráð fyr­ir í um­hverf­is­mati á sín­um tíma. Þá hef­ur Um­hverf­is­stofn­un gert at­huga­semd­ir við að fram­leiðsla í stöðinni sé meiri en þau 200 tonn sem starfs­leyfi heim­il­ar. Frá­vik­inu verði þó ekki fylgt eft­ir á meðan Stofn­fisk­ur vinn­ur að mati á um­hverf­isáhrif­um.

INNHEIMTUFULLTRÚI Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða sveigjanlegan og þjónustulipran einstakling í stöðu innheimtufulltrúa. Um fullt starf er að ræða. Helstu verkefni felast í daglegri umsjón með innheimtu sveitarfélagsins, greiðslu og útsendingu reikninga og skjalavistun. Þá leysir innheimtufulltrúi af, aðstoðar starfsmenn þjónustuvers við almenna afgreiðslu í þjónustuveri bæjarskrifstofu og vinnur önnur þau verkefni á sviði fjármála- og stjórnsýslusviðs sem honum eru falin af sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi, háskólapróf er kostur. Góð tölvukunnátta. Þekking og reynsla af skjalavistunarmálum. Góð íslenskukunnátta, önnur tungumál s.s. enska kostur. Einhver bókhaldskunnátta æskileg. Samviskusemi og skipulagshæfileikar. Reynsla og þekking af sambærilegum verkefnum æskileg. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Lipurð í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar veitir Einar Kristjánsson bæjarritari í síma 618-0000. Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar nk. og óskast umsóknir sendar á netfangið einar@vogar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að lokinni ráðningu.

Mannauðsfulltrúi

Samkaup hf. leitar eftir mannauðsfulltrúa til starfa á skrifstofu Samkaupa, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ.

Samkaup hf. rekur 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru: Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax. Hjá félaginu starfa um 1290 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum.

Helstu verkefni: • Umsjón með mannauðskerfunum, Kjarni. • Umsjón með ráðningarkerfi, eftirfylgni atvinnuauglýsinga, ráðningasamninga og fleira við ráðningu starfsmanna. • Þátttaka í öðrum verkefnum sem snúa að viðburðarstjórnun, stemmningu og fræðslu. • Aðstoð við önnur mannauðsmál í samráði við framkvæmdastjóra mannauðssviðs.

Hæfniskröfur: • Haldbær reynsla eða menntun sem nýtist í starfi. • Mjög góð tölvufærni og brennandi áhugi á tækni. • Sjálfstæð vinnubrögð, úrræðahæfni, aðlögunarhæfni, frumkvæði og metnaður í starfi. • Nákvæmni og öguð vinnubrögð. • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. • Þekking á kjarasamningum og vinnurétti er kostur. • Þekking á Kjarna mannauðskerfi er kostur en ekki nauðsyn.

Nánari upplýsingar veitir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs; gunnur@samkaup.is Umsóknir skulu berast í gengum heimasíðu Samkaupa – www.samkaup.is – Atvinna

Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2020


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Unga fólkið um nýja áratuginn Nú þegar nýr áratugur er genginn í garð setjast mörg hver niður og velta fyrir sér hver næstu skref verða. Nóg er af markmiðasetningum og lífsstílsbreytingum allt um kring, hvers kyns sem þær eru, og flestir leggja sig fram við að komast smám saman nær draumum sínum. Víkurfréttir heyrðu í ungu fólki frá Suðurnesjum og fengu að vita hver plön þeirra fyrir 2020 væru. Jóhanna Jeanna Caudron:

„Ég verð danshöfundur í verkinu Benedikt búálfur sem Leikfélag Keflavíkur er að setja upp. Svo er ég að vinna hjá Skólama t og Sambíóunum þannig það er alveg nóg að gera. Ég er aðallega að reyna að safna peni ng svo ég geti farið í leiklistarskóla. Ég ætla að reyna að gefa mér meiri tíma með vinum og fjölskyldu en það er örlítið erfitt með þann litla frítíma sem ég hef. Svo ætla ég að hekla meira og reyna að vera jákvæðari og þakklátar i á árinu.“

Guðrún Pálína Karlsdóttir:

„Ég ætla að ala upp fallegu tvíbura­stelpurnar mínar, Öldu Rós og Birtu Von. Þær eru búna r að vera á vökudeild frá því þær komu í flýti í heiminn og fæddust 8. nóvember. Ég var þá gengin 28 vikur og við erum ennþá þar. Við förum vonandi heim um mánaðamótin.“

Thelma Dís Ágústsdóttir:

mitt í Ball „Árið 2020 klára ég annað árið um þar sem State-háskólanum í Bandaríkjun er búið að ég læri og spila körfubolta. Okkur vona að ég og bili ganga vel á þessu tíma m titli eða einu með það a end að m náu við sem ég svo. Ég ætla að nýta allan þann tíma ar þegar fæ með fjölskyldu og vinum í sum eitthvað ég kem heim til Íslands og gera meira ast ferð að ar lang skemmtilegt. Mig reyndar og þá sérstaklega innanlands. Held kur ár í röð að ég sé búin að segja þetta nok a árið.“ þett því af a en ég ætla að láta verð

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

PÁSKA- OG SUMARÚTHLUTUN Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar. Umsóknarfrestur vegna páska er til 16. febrúar 2020 úthlutað 17. febrúar 2020. Umsóknarfrestur vegna sumars er til 20. mars 2020 úthlutað 23. mars 2020.

SKRIFSTOFUSTARF Ice-Group ehf óskar eftir að ráða starfskraft á skrifstofu sína í fullt starf. Vinnutími frá kl. 9 til 17 virka daga. Hann skal vera vanur allri almennri skrifstofuvinnu og hafa góða kunnáttu á Excel og Word, vera fljótur að tileinka sér nýja hluti og geta unnið sjálfstætt. Enskukunnátta er nauðsynleg. Ice-Group ehf er útflutningsfyrirtæki á fiskafurðum. Á skrifstofu félagsins, sem er að Iðavöllum 7a í Keflavík, vinna fimm starfsmenn. Hjá félaginu og skyldum félögum starfa yfir 100 starfsmenn á Íslandi, í Noregi, Marokkó og á Bretlandseyjum.

Um er að ræða eftirtalin orlofshús: Munaðarnes Þrjú hús með heitum potti Verð kr: 30.000–35.000

Reykjaskógur Eitt hús með heitum potti Verð kr: 35.000

Akureyri Tvær íbúðir Verð kr: 30.000

Páskaúthlutun er frá 8. til 15. apríl 2020. Sumarúthlutun er frá 6. júní til 14. ágúst 2020 (vikuleiga). Búið er að opna fyrir umsóknir. Hægt er að sækja um orlofshús á vef félagsins stfs.is eða vera í sambandi við starfsfólk á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ. Sími 421 2390. Orlofsnefnd STFS

Umsóknir skulu sendar til jong@icegroup.is, fyrir þann tíma. Frekari upplýsingar veitir Jón Gunnarsson í síma 8925857 eða jong@icegroup.is

Auglýsingin er einnig á vefsíðu okkar www.stfs.is

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020.


fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,

SJÖFN VALGEIRSDÓTTIR Kirkjuvegi 30, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 17. janúar kl. 13. Einar Valgeirsson Dagný Valgeirsdóttir Rúnar Valgeirsson og fjölskyldur.

Andri Þór Árn

ason:

skrifast úr Fjöl„Ég stefni á að út esja í vor og rn ðu Su a ól brautask s pásu frá námi síðan taka mér ár á að fá vinnu fni og vinna. Ég ste sem flokksstjóri i nn nu í bæjarvin tið langar mig us og svo um ha börnum, til að vinna með ngsfulltrúi ni uð st m dæmis se kóla.“ iks le a eð a ól sk í

Brynja Rúnarsdóttir: „Ég er kennari í Sandgerðisskóla, er með umsjónarbekk og að kenna íþróttir. Svo er ég og kærastinn minn, Daníel Örn, með þjálfun í Sporthúsinu í Reykjanesbæ, bæði einka- og hópþjálfun en einnig með fjarþjálfun. Við erum að opna nýja fjarþjálfunarsíðu núna í janúar þar sem hægt er að kaupa áskrift á styrktarprógrömum ásamt fleiru. Hægt er að finna okkur undir Þín Þjálfun á samfélagsmiðlum. Svo er ég einnig að þjálfa í Superform í Sporthúsinu svo það verður nóg að gera árið 2020.“

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

HELGA MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,

lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu Nesvöllum, sunnudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Ásta María Vestmann: „Ég ætla að vinna í markmiðunum mínum, reyna að njóta hverrar stundar og hafa það gott með fólkinu í kringum mig. Ég er að klára annað árið mitt í Menntaskólanum í Reykjavík núna í vor og síðan ætla ég líklegast að vinna í sumar.“

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

VA R Ð S TJ Ó R I Í F L U G V E R N D A R D E I L D K E F L AV Í K U R F L U G VA L L A R Isavia óskar eftir að ráða varðstjóra í Flugverndardeild. Helstu verkefni eru að stýra og leiðbeina sinni vakt, dagleg skipulagning vakta og tryggja að framkvæmd flugverndar sé samkvæmt verklagi og þjónustumarkmiðum flugverndardeildar. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi, solveig.gudmundsdottir@isavia.is

Hæfniskröfur • • • • •

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

Aðalheiður María Karlsdóttir Edda Soffía Karlsdóttir Gunnar Gauti Gunnarsson Sonja Ósk Karlsdóttir Hafdís Alma Karlsdóttir Jón Ingi Ægisson barnabörn og barnabarnabörn.

UMSÓKNARFRESTUR: 26. JAN ÚAR

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A


fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tími breytinga Um leið og ég óska öllum gleðilegs árs og þakka kærlega fyrir þau liðnu þá staldra ég við í janúarbyrjun, lít yfir nýliðið ár og þá vakna vonir um árið sem framundan er. Árið 2020 verður ár gagnsæis og aðdraganda umfangsmikilla kerfisbreytinga sem eru löngu timabærar. Stjórnmálamenn svara loksins ákalli almennings um breytingar á auðlindaákvæðum stjórnarskrár, auðlindastjórnun þjóðarinnar og þá sérstaklega löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnun þjóðarinnar. Það er augljóst að úthlutun aflaheimilda verður að breytast. Aflaheimildir eiga að vera tímabundnar, aðgengilegar fleirum og greitt fullt verð fyrir þær til eigandans. Við erum eigandinn, almenningur í þessu landi. Nú eru aflaheimildir varanlegar og greiddir smápeningar fyrir, farið með þær eins og hverja aðra fasteign, veðsettar og ganga í erfðir. Enda hefur erfðafjárskattur verið lækkaður svo handhöfum kvótans reynist auðveldara að koma auðlind þjóðarinnar til eigin erfingja. Þetta verður að lagfæra og þjóðin á heimtingu á að ráðstafa fiskveiðiheimildum sínum í stað fámennrar stórútgerðastéttar sem sölsað hefur undir sig verðmætustu auðlind þjóðarinnar. Allur fiskur á að fara á markað svo verðmyndun á fiski sé gagnsæ og trúverðug. Það myndi einnig rjúfa virðiskeðju fákeppninnar, þennan möguleika útgerðarvinnsla til að flytja út gróðann af sjávarútveginum og taka hann út erlendis. Þann möguleika þarf að útiloka til að meðferð auðlindarinnar sé hafin yfir allan vafa og arður af henni skili sér til sem flestra byggða. Það er ekki skrýtið að landsmenn séu tortryggnir þegar fáir útvaldir maka

krókinn á kostnað ríkisins, fjármála- og skattakerfið er notað til undanskota í skattaskjól án þess að nokkuð sé að gert, á sama tíma og öryrkjar og eldri borgarar lepja dauðann úr skel og heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfið svelt. Og endalaust eru haldnar ræður um ríkidæmi Íslendinga, meðaltalsvelmegun og heppni okkar í samanburði við aðrar þjóðir. Augun virðast lokuð fyrir þeirri skyldu yfirvalda að sjá öllum, ekki sumum, öllum fyrir grunnframfærslu og þjónustu. Þó gert sé endalaust grín að löngum umræðum um Orkupakka III, þá kristallaðist óánægja þjóðarinnar og þó aðallega óöryggi með ráðstöfun og eignarhald á orkuauðlindum þjóðarinnar í þeim umræðum. Hvort sem orkupakkinn sjálfur snerist um eignarhald á auðlind eða ekki, þá skiptir það í sjálfu sér ekki höfuðmáli. Umræðan sjálf sýndi fram á nauðsyn þjóðarsáttar í stjórnarskrá um fyrirkomulag auðlindamála. Orkumál þurfa að vera hafin yfir alla tortryggni. Eina leiðin til að löggjafinn og framkvæmdavaldið geti unnið sér inn traust almennings, er að tryggja að öll gögn og upplýsingar séu á reiðum höndum og að hagsmunatengsl séu alltaf túlkuð almenningi í vil, ekki viðkomandi einstaklingi. Allar embættisfærslur verða um leið betur rökstuddar, rekjanlegar og hafnar yfir grun um misbeitingu valds og geðþóttaákvarðanir. Gagnsæið er enn-

Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi óskast Stapaskóli Reykjanesbæ leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi í 100% starf þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa. Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2 - 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri.

fremur ein öflugasta leiðin til að koma í veg fyrir spillingu. Til að lýðræðið virki þurfum við að hafa áreiðanlegar upplýsingar og gögn á reiðum höndum. Traust kjósenda byggir á að öll stjórnsýsla sé hafin yfir allan vafa. Landsréttarmálið, Samherjamálið og fleiri mál sem skekið hafa samfélagið á liðnu ári sýna svo ekki verður um villst að gagnsæi vinnur gegn spillingu, stuðlar að upplýstri umræðu, vekur öryggi almennings um að verið sé að vinna í okkar þágu og að vönduð ákvarðanataka sé í hávegum höfð. Leyndarhyggjan þýðir ekki endilega að verið sé að brjóta lög – en vekur tortryggni sem þarf að fyrirbyggja. Ég held að kjósendur séu að vakna til vitundar um þessi mál og komi okkur Pírötum til hjálpar með að hrinda þessum nauðsynlegu umbótum í framkvæmd með nýrri stjórnarskrá, nýju verklagi og nýjum kerfum tengdum atvinnuvegum og velferð. Það er ekki nóg að stagbæta úrelt kerfi erfðaveldisins. Hefjum stjórnmálin yfir tortryggni, einblínum á velsældarhagkerfi fyrir alla, í stað meðaltalsvelmegunar peningahagkerfis sem vinnur að hag örfárra. Búum til samfélag sem við getum öll verið stolt af. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi.

Ellen Lind íþróttamaður Voga – Aron fékk hvatningarverðlaunin Ellen Lind Ísaksdóttir var útnefndur íþróttamaður ársins og Aron Kristinsson fékk hvatningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga á Vatnsleysuströnd. Verðlaun voru afhent á gamlársdag. Ellen Lind er handhafi titilsins sterkasta kona Íslands árið 2019 og tók að auki þátt í öðrum mótum á síðastliðnu ári með góðum árangri. Hún segist vera rétt að byrja. Að auki kom fram í rökstuðningi með tilnefningu að Ellen er sönn fyrirmynd í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, gríðarlega framtakssöm og dugleg. Einnig er hún lítillát og kurteis í framkomu, hjálpsöm og hlý við alla sem hún umgengst. Hvatningarverðlaun sveitarfélagsins hlaut að þessu sinni Aron Kristinsson. Aron er tólf ára og hefur æft dans síðustu þrjú ár í Danskompaní.

Hann æfir djassballett, nútímadans, hip-hop, klassískan ballett og leiklist ásamt því að vera í ýmsum liðleika- og tæknitímum. Aron er mjög metnaðarfullur, leggur sig alltaf allan fram, tekur dansæfingar fram yfir allt annað og þykir mjög efnilegur dansari, segir á heimasíðu Voga. Ellen og Aron ásamt formanni frístunda- og menningarnefndar og íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í janúar.

Reykjanesbær 29. janúar 2020

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám. Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta, samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Langar þig að vera rekstrarstjóri fimleikadeildar Keflavíkur?

Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á umgjörð náms- og einstaklingsáætlunar í samvinnu við stjórnendur • Ábyrgð á kennslu, þjálfun og umönnun nemenda • Þátttaka í þverfaglegu teymi fagaðila og annarra sem koma að hverjum nemanda • Ábyrgð á markvissum samskiptum við foreldra og aðra fagaðila • Að taka þátt í öðum verkefnum innan skólans eftir þörfum

Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að ráða rekstrarstjóra til að annast daglegan rekstur félagsins. Hlutastarf kemur til greina.

Menntunar- og hæfniskröfur • Leyfisbréf sem iðjuþjálfi eða þroskaþjálfi • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi • Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun • Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum • Stundvísi og samviskusemi • Góð íslenskukunnátta

Í fimleikadeildinni eru um 400 iðkendur á aldrinum 2–18 ára. Mikil uppbygging hefur verið í starfi deildarinnar og leitar stjórn nú að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á því að leiða deildina og taka þátt í krefjandi og skemmtilegum verkefnum framundan. Starfssvið

Hæfniskröfur

• Daglegur rekstur félagsins • Fjármála- og starfsmannastjórnun • Undirbúningur og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum félagsins • Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur • Önnur tilfallandi verkefni

• Þekking og reynsla af rekstri • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika til þess að vinna með öðrum • Drifkraftur og frumkvæði Við bjóðum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Iðjuþjálfafélags Íslands eða Þroskaþjálfafélags Íslands. Einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla í síma 420-1600/824-1069 eða á netfangið, groa.axelsdottir@stapaskoli.is Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir Laus störf.

• Áhugavert starf hjá góðu íþróttafélagi • Stjórn sem fundar með rekstrarstjóra einu sinni í mánuði Umsóknir skal senda á tölvupóstfangið fimleikar@keflavik.is fyrir 15. febrúar 2020 og nánari upplýsingar veitir María Jóna Jónsdóttir, stjórnarkona fimleikadeildar Keflavíkur í gegnum sama netfang.


fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Magnús Orri íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2019 Fimleikamaðurinn Magnús Orri Arnarsson var valinn íþróttamaður ársins í Suðurnesjabæ. Útnefningin fór fram þann 14. janúar við hátíðlega athöfn í Gerðaskóla. Magnús Orri keppti á árinu á heimsleikum Special Olympics í Abu Dhabi og stóð sig frábærlega. Íþrótta- og tómstundaráð bæjarins veitti Sigurði Ingvarssyni einnig viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Suðurnesjabæ. Við tilefnið var landlækni, Ölmu Möller, boðið í heimsókn og undirrituðu hún og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, samning um að Suðurnesjabær gerist Heilsueflandi samfélag.

Fimleikaþjálfari óskast Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að ráða fimleikaþjálfara til starfa. Í fimleikadeildinni eru um 400 iðkendur á aldrinum 2–18 ára. Mikil uppbygging hefur verið í starfi deildarinnar og leitum við nú að öflugum þjálfara til að taka þátt í krefjandi og skemmtilegum verkefnum framundan.

Garðmaðurinn Sigurður Ingvarsson fékk viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf að íþróttum og æskulýðsmálum.

Leitað er að þjálfara í fullt starf og til að þjálfa alla aldurshópa. Magnús Orri, Íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2019. VF-myndir: Hilmar Bragi

Gerð er krafa um að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu af þjálfun fimleika og reynslu af því að starfa með börnum. Deildin auglýsir eftir reynslumiklum þjálfara. Mikilvægt er að viðkomandi sé jákvæður, metnaðarfullur og hafi góða samskiptahæfileika. Tali viðkomandi ekki íslensku er gerð krafa um íslenskunám á vegum félagsins með vinnu Umsóknir skal senda á fimleikar@keflavik.is fyrir 15. febrúar næstkomandi ásamt ferilskrá. Nánari upplýsingar veitir María Jóna Jónsdóttir stjórnarkona fimleikadeildar Keflavíkur í sama netfangi.

Skrifað var undir samning Landlæknis og Suðurnesjabæjar um Heilsueflandi samfélag.

Gymnastic Coach Keflavik Gymnastics Club in Iceland is looking for an gymnastics coach in its Gymnastics department. In the Club there are about 400 practitioners aged 2–18 years. Extensive work has been done in the Club over the last years and we are now looking for a powerful coach to take part in challenging projects ahead. The Club is looking for a full-time coach and for all levels. Applicants must have a good knowledge and experience of training gymnastics and the experience of working with children. The department seeks to hire an experienced coach. It is important that the person is positive, ambitious and has good communication skills. If the person in question does not speak Icelandic, a requirement is made for Icelandic studies on behalf of the company with work.

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

Applications should be sent to fimleikadeild@ keflavik.is before February 15th and include information on education, working experience and coaching experience, as well as references. Further information will be provided by María Jóna Jónsdóttir, fimleikar@keflavik.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


facebook.com/vikurfrettirehf

Mundi

twitter.com/vikurfrettir

Er ekki nóg af karlskörfum í Keflavík?

instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Skarfar í skjóli

Brimið lamdi klettaströndina neðan við Bakkastíg í Reykjanesbæ í vikunni. Dílaskarfar í hundruðavís leituðu á sama tíma skjóls við Keflavíkurhöfn. Þar röðuðu þeir sér á bryggjukanta og -polla. Stórir hópar voru einnig í sjónum innan hafnarinnar. Skarfarnir kipptu sér lítið upp við nærveru ljósmyndarans en það er ekki algeng sjón að sjá svona fjölda af skarfi í höfninni. VF-mynd: pket

Samfélagsmiðlar fyrr og nú Fjórða iðnbyltingin er á leiðinni. Þær virðast koma í hrönnum þessar iðnbyltingar. Mér finnst eins og sú þriðja hafi bara komið í gær. Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og miðaldra manneskja þarf að hafa sig alla við til að vera „up to date“ þótt sumum finnist þetta gerast allt of hægt. Okkur fullorðna fólkinu finnst líka oft nóg um hraðann í þróun samfélagsmiðla og með hvaða hætti samskipti eru að þróast og hafa þróast undanfarin ár. Erum við að missa hæfileikann til að tala saman í eigin persónu? Erum við líka hætt að lesa? Er prentað mál og bækur að deyja drottni sínum? Við þekkjum öll hvernig yngra fólkið hagar sínum samskiptum í dag, hvernig samskipti fara eingöngu fram í gegnum Messenger, Instagram, Snapchat,

Whats­app, Twitter, SMS og Wechat svo eitthvað sé nefnt. Börnin okkar eyða sífellt meiri tíma í síma og tölvu svo sumum finnst nóg um. Mörgum

LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur

finnst þetta eflaust farið að líkjast þráhyggju að þurfa endalaust að vera að fylgjast með lífi annars fólks. En er þessi þráhyggja alveg ný af nálinni? Ég hlustaði á áhugavert viðtal við Berg Ebba Benediktsson lögfræðing, rithöfund og uppistandara í byrjun nýs árs. Þar var hann að tala um tækniframfarir, snjallsímavæðingu, fjórðu iðnbyltinguna o.fl. Bergur Ebbi hefur skrifað mikið um áhrif tækniframfara á samskipti og tækniframfarir almennt og gaf einmitt út bókina Skjáskot síð-

astliðið haust. Það sem vakti áhuga minn í þessu viðtali við Berg Ebba var þegar hann fór yfir og lýsti því hvernig ömmur okkar og afar og foreldrar okkar voru þegar við vorum að alast upp. Þá voru að sjálfsögðu engir snjallsímar til, engar tölvur og ekkert sjónvarp á fimmtudögum og í júlí. Hins vegar voru allir fréttatímar þá heilagir, öll dagblöð lesin upp til agna og útvarpshlustun sömuleiðis ansi heilög. Hver man ekki eftir að vera sussaður til þagnar þegar útvarpsfréttir eða veðurfréttir voru að hefjast? Í dag er öldin önnur, við lesum jú ennþá blöðin en umræðan undanfarin ár hefur verið í þá átt að prentið sé að

deyja. Þó að bóksala hafi dregist saman um 36% undanfarin tíu ár þá er þó langur vegur frá því að prentið sé á útleið. Önnur form fyrir ritað mál hafa rutt sér til rúms og fólk notar lesbretti eins og Kindle og iPad til lestrar í æ frekari mæli og sprenging hefur orðið í hlustun á hljóðbækur og hlaðvörp (e. podcasts). Tímarnir breytast og mennirnir með. Tæknin þróast og fleygir fram hraðar nú en nokkru sinni. Þrátt fyrir það þá höfum við mannfólkið alltaf verið forvitin um fréttir, fréttir af veðri og fréttir af náunganum. Það var líka þannig í gamla daga. Upplýsingarnar komu bara til okkar eftir öðrum leiðum.

VW Toureg

Bens GLK 220

Verð 870.000 kr. Toppeintak

Verð 2.950.000 kr. Toppeintak

árg. 2005, ekinn 93 þús. km

árg. 2012, ekinn 125 þús. km

Toyota Yaris

Nizzan Xtrail

Ford Transit Bus

Verð 740.000 kr.

Verð 390.000 kr.

Verð 590.000 kr.

árg. 2016, ekinn 132 þús. LÆKKAÐ VERÐ

árg. 2005, ekinn 125 þús. LÆKKAÐ VERÐ

árg. 2008, ekinn 278 þús. LÆKKAÐ VERÐ

við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is