Víkurfréttir 29. tbl. 39. árg.

Page 4

4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

Einbýlishús á fyrstu lóð sameinaðs sveitarfélags – Fyrsti lóðarleigusamningurinn undirritaður

Mikil uppbygging á sér stað bæði í Garði og Sandgerði þessi misserin og fjölgar íbúum ört, segir á vefsíðu sameinaðs sveitarfélags. Fyrsti lóðarleigusamningur Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs var undirritaður þann 9. júlí um lóðina

RÍKIÐ SAGÐI REYKJANESBÆ AÐ DRAGA ÚR FRAMBOÐI Á LÓÐUM Félagsmálaráðherra með annan tón í fréttum og hvetur sveitarfélög til að auka lóðaframboð Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að bæjarfélagið og ríkið þurfið að vinna miklu betur saman úr þeirri stöðu sem uppi er í húsnæðismálum en í fréttum í gær hvatti Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra sveitarfélög til að tryggja nægilegt framboð af lóðum og byggingaraðila til að kynna sér framboð af ódýrum einingahúsum. Bæjarstjórinn segir að við ríkið hafi verið með tilmæli til Reykjanesbæjar við endurskoðun aðalskipulags 2014-2018 að nauðsynlegt væri að draga úr framboði af lóðum undir nýtt íbúðahúsnæði. Pistill bæjarstjóra: „Í sjónvarpsfréttum RUV í gær mátti sjá áhugaverða frétt um fallegar, ódýrar og hagkvæmar íbúðir sem verið er að byggja á Bíldudal. Um er að ræða einingarhús sem koma erlendis frá. Í fréttinni hvatti okkar ágæti félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sveitarfélög til að tryggja nægilegt framboð af lóðum og byggingaraðila til að kynna sér framboð af ódýrum, fallegum og hagkvæmum einingarhúsum til að mæta þeim mikla húsnæðisskorti sem er á SV-horninu. Af þessu tilefni leyfi ég mér að nefna nokkur atriði. Þegar Reykjanesbær tók aðalskipulag sveitarfélagsins til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili (2014-2018) komu tilmæli frá Skipulagsstofnun

(ríkinu!) um að nauðsynlegt væri að DRAGA ÚR framboði af svæðum/ lóðum undir nýtt íbúðahúsnæði. Þrátt fyrir þetta hafði íbúafjölgunin verið gríðarleg (7-9% á ári) og þörf atvinnulífsins á svæðinu mikil fyrir fleira fólk. Nú er staðan sú að nær allt nýtanlegt húsnæði er uppurið

og margar nýjar íbúðir í byggingu. Það er útlit fyrir áframhaldandi, fordæmalausa fjölgun í Reykjanesbæ og væntanlega þörf fyrir fleiri svæði/ lóðir undir nýtt íbúðarhúsnæði. Það sem helst hefur verið að trufla okkur er að ríkið hefur ekki fylgt þessari gríðarlegu íbúafjölgun hvað varðar fjárframlög til sinna stofnanna s.s. Heilbrigðisstofnunar, lögreglu, Fjölbrautaskólans, samgangna, hjúkurunarheimila o.s.frv. Við (Reykjanesbær og ríkið) þurfum því að vinna miklu betur saman að því að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er.“

Kjörin í bygginganefnd fyrir Stapaskóla Bygginganefnd fyrir Stapaskóla í Innri Njarðvík hefur verið kjörin. Í nefndinni eru Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Margrét Ólöf A. Sanders. Allt útlit er fyrir að bygging Stapaskóla muni tefjast um eitt ár en öllum tilboðum í byggingu skólans var hafnað þar sem þau voru vel

yfir kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar. Sú ákvörðun að hafna öllum tilboðum var kærð og á meðan er framkvæmdin á ís.

Breiðhól 1 í Sandgerði. Lóðarhafar eru Hafsteinn Friðriksson og Kolbrún Ásgeirsdóttir sem hyggjast reisa þar einbýlishús.

Róbert Ragnarsson starfandi bæjarstjóri og Jón Ben Einarsson sviðsstjóri umhverfissviðs. Bæjarfulltrúar komi allir að siðareglum Drög að Siðareglum fyrir Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis voru tekin til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs sveitarfélagsins. Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis leggur til að haldinn verði vinnufundur allra bæjarfulltrúa þar sem gengið verði frá siðareglum og þannig tryggt að allir bæjarfulltrúar eigi sinn þátt í að semja þær reglur sem þeir síðan starfa eftir.

Aðgangskort gildi í báðum sundlaugum

Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis telur rétt að aðgangskort íbúa að sundlaugum gildi jafnt í báðum sundlaugum sveitarfélagsins og er stefnt að gildistöku 1. ágúst næstkomandi.

Samræma g jaldskrár í sameinuðu sveitarfélagi

Tillaga að þjónustug jaldskrá sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis var lögð fram til umræðu í bæjarráði sveitarfélagsins á síðasta fundi þess. Bæjarráð vísaði tillögunni áfram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í ágúst. Bæjarráð samþykkti jafnframt að einstaka kaflar þjónustugjaldskrár verði sendir viðkomandi fagráðum og starfsmanna þeirra til umsagnar og yfirferðar. Umsagnir fagráða skulu liggja fyrir bæjarráði 22. ágúst þar sem fram kemur hvar og hvernig er hægt að samræma gjaldskrár frá Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði. Fjölskyldu- og velferðarnefnd fjalli um kaflann um félagsþjónustu. Fræðsluráð fjalli um kaflann um fræðslu- og uppeldissmál. Ferða-, safna og menningarráð fjalli um kaflann um menningarmál. Íþrótta- og tómstundaráð fjalli um kaflann um íþróttamiðstöðvar. Framkvæmda- og skipulagsráð fjalli um kaflann um þjónustugjöld framkvæmda og skipulags.

Vogar verði heilsueflandi samfélag Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur áhuga á að gera Voga að heilsueflandi samfélagi enda ávinningur þess ótvíræður og fjölþættur. Farið var yfir kynningu á heilsueflandi samfélagi frá Landlæknisembættinu á síðasta fundi ráðsins. Afgreiðsla nefndarinnar er að ákveðið sé að fara í undirbúningsvinnu með haustinu og setja málið af stað. Drög að samningi um heilsueflingu eldri borgara í Vogum var einnig lögð fram og rædd á fundi nefndarinnar,

FJÖLSKYLDUDAGAR Í VOGUM Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir vikuna 13.–19. ágúst næstkomandi. Undirbúningur gengur vel og verða félögin í Vogum boðuð til fundar á næstu dögum með frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins til að ræða það sem að þeim snýr í undirbúningi og framkvæmd. Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur undanfarin ár séð um val á skreytingum húsa og hverfa og er ætlunin að svo verði áfram, segir í fundargerð

nefndarinnar. Dagskrá fjölskyldudaganna verður með svipuðu sniði og áður en þó eru alltaf einhverjar breytingar og hátíðin þróast áfram.

sem telur mikilvægt að huga að þætti þessa aldurshóps þegar rætt er um heilsueflingu. Frístunda- og menn-

ingarnefnd vill kynna sér verkefnið frekar til að geta tekið afstöðu til málsins.

Úthluta byggingalóðum á miðsvæði í Vogum Sveitarfélagið Vogar hefur auglýst lóðir til úthlutunar fyrir íbúðabyggingar. Um er að ræða svokallað miðsvæði, síðari áfanga. Í þessum áfanga verður úthlutað lóðum undir tvö sex íbúða fjölbýlishús, fimm parhús og sjö einbýlishús. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar í október 2018. Umsóknarfrestur um lóðirnar er til

1. september 2018. Nánar má lesa um lóðaúthlutunina á vef Sveitarfélagsins Voga.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 29. tbl. 39. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu