{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Núvitundarverkefnið Hér og nú í skólum Grindavíkur Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

– sjá miðopnu

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Bíllinn fór út af þegar hann var nýfarinn framhjá Grindavíkurafleggjara og endaði lengst uppi í urð og grjóti. VF-myndir/pket.

FÓLKSBÍLL ENDAÐI 100 METRA UPPI Í URÐ OG GRJÓTI Lítil fólksbifreið endaði um 100 metra utan vegar, uppi í urð og grjóti, rétt við Grindavíkurafleggjara og stöðvaðist á toppnum eftir að hafa endastungist í öllum látunum. Ökumaðurinn skaust út úr bílnum. Hann var sendur með sjúkrabíl á Landsspítalann í Fossvogi. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu meiðsli hans eru mikil. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja.Það þykir með ólíkindum hvernig bíllinn gat farið alla þessa leið upp urðina og móann en vitni segja bílinn hafa verið á mikilli ferð. Dekkjaför sjást frá Reykjanesbrautinni þar sem bíllinn fór út af og á leiðinni upp urðina losnuðu margir hlutar bílsins sem er gjörónýtur eftir óhappið.

Bíllinn er gjörónýtur eftir óhappið.

Það þykir með ólíkin hvernig bílinn gat fa dum svona langt upp eftirrið móanum.

Þau vilja verða bæjarstjóri í Garði og Sandgerði Nöfn umsækjenda um stöðu bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hafa verið birt. Alls sóttu 19 einstaklingar um starfið en fjórir hafa dregið umsókn sína til baka. Búist er við að nýr bæjarstjóri verður kynntur til sögunnar í lok þessarar viku. Nöfnin eru í stafrófsröð þessi: Anna Gréta Ólafsdóttir, sérfræðingur Ármann Johannesson, ráðgjafi Baldur Þ. Guðmundsson, sjálfstætt starfandi Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Björn Ingi Knútsson, ráðgjafi

Eysteinn Jónsson, sérfræðingur Gunnólfur Lárusson, rekstrar- og verkefnastjóri Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi Kikka Kristlaug María Sigurðardóttir, kosningastjóri Magnús Stefánsson, bæjarstjóri

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

Ólafur Örn Ólafsson, áhafnastjóri Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Rakel G. Brandt, M.Sc Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

SUMARLEG JÚLÍTILBOÐ

Kjötsel–Grill svínakótilettur

Myllu Croissant með súkkulaði og hnetum

Nice’n Easy réttir, allar tegundir

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

ALLTAF OPIÐ

33%

50%

30%

1.398

149

459

KR/KG

KR

KR

HELGAR

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

r e ð Hva ta? t é r f að Víkurfréttir koma ekki út í næstu viku, 26. júlí, vegna sumarleyfa.

BLAÐIÐ KEMUR NÆST ÚT

2. ÁGÚST

Hvetjum auglýsendur að tryggja sér pláss í blaðinu fyrir verslunarmannahelgi, pantanir og fyrirspurnir sendist á andrea@vf.is. Víkurfréttavefurinn vf.is sinnir öflugri fréttaþjónustu og er alltaf opinn.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA, Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Gunnar Stefánsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Þuríður Aradóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Reykjaness, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Ketill Magnússon framkvæmdastjóri Festu – miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans , Jón Skafti Kristjánsson markaðsstjóri Icelandair.

Ferðamenn geta heitið ábyrgri ferðahegðun strax við komuna til Íslands Í sumar mun Íslandsstofa ásamt samstarfsaðilum halda áfram með herferðina The Icelandic Pledge sem hvetur ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Hnappur hefur verið settur upp á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við Isavia og varð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrst til þess að ýta á hnappinn og heita því að vera ábyrgur ferðamaður. Ferðamenn geta nú heitið strax við komuna til Íslands að ferðast um landið með ábyrgum hætti. „Með þessu er verið að reyna að hafa jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna og upplifun þeirra á för sinni um Ísland þar sem oft og tíðum hafa þeir ekki þekkingu á aðstæðum. Þetta samstarf aðila er afar jákvætt og hefur gefist vel og því ánægjulegt að sjá að því sé haldið áfram,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. The Icelandic Pledge nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun; að bera virðingu fyrir náttúrunni, að skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland. Verkefnið er unnið undir merki Inspired by Iceland en fólki býðst bæði að ýta á hnappinn við komuna til landsins og að strengja heitið á www.inspiredbyiceland.com/ icelandicpledge

Í ár eru fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta með Festu og Íslenska ferðaklasanum sérstaklega hvött til þess að vekja athygli á heitinu með því að deila því á samfélagsmiðlum og vefmiðlum. Ásamt því mun Íslandsstofa dreifa The Icelandic Pledge borðspjöldum til fyrirtækja sem hafa áhuga á að hafa þau sýnileg fyrir gesti og viðskiptavini. Landsbjörg mun einnig dreifa yfir 3000 borðspjöldum með heitum beint til ferðamanna víða um land á SafeTravel deginum seinna í sumar. Nú þegar hafa yfir 32.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til þess að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjöl-

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa dó ferðamála-, atvinnuvega- og ttir nýsköpunarráðherra miðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Íslandsstofa heldur utan um framkvæmd verkefnisins sem er unnið í samstarfi stjórnvalda og fyrirtækja. Helstu aðilar eru Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök iðnaðarins, sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja ásamt Icelandair, Bláa lóninu og Landsvirkjun.

5,4% fjölgun erlendra farþega í júní 845 0900

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um tólf þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Fjölgunin nam 5,4% á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í júní eða um 40% af heildarfjölda og fjölgaði þeim um 29,1% milli ára. Veruleg fækkun var frá Þýskalandi og sama má segja um farþega frá Norðurlöndunum. Frá áramótum hefur um ein milljón erlendra farþega farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 5,5% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Árni Þór Guðjónsson, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@ vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum.

FRÁBÆR HELGARTILBOÐ Í NETTÓ

Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

-25%

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

ÓDÝRAR FROSNAR NAUTALUNDIR

1. FLOKKUR

3.524

KR KG ÁÐUR: 4.698 KR/KG

2. FLOKKUR

2.999 KRKG

ÁÐUR: 3.998 KR/KG

-20%

-50%

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

MANGÓ

249 KRKG

ÁÐUR: 498 KR/KG

Tilboðin gilda 12.-15. júlí 2018 www.netto.is

GRÍSARIF BBQ

1.278 KRKG

ÁÐUR: 1.598 KR/KG


Vilt þú láta hlutina endast og endast? Hafðu þá samband við okkur. Við höfum málað með Íslendingum í 115 ár.

Eðvald Heimisson Verslunarstjóri elli@slippfelagid.is S: 421 2720

Þröstur Ingvason Sölustjóri throstur@slippfelagid.is S: 590 8505

SLIPPFÉLAGIÐ • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

Einbýlishús á fyrstu lóð sameinaðs sveitarfélags – Fyrsti lóðarleigusamningurinn undirritaður

Mikil uppbygging á sér stað bæði í Garði og Sandgerði þessi misserin og fjölgar íbúum ört, segir á vefsíðu sameinaðs sveitarfélags. Fyrsti lóðarleigusamningur Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs var undirritaður þann 9. júlí um lóðina

RÍKIÐ SAGÐI REYKJANESBÆ AÐ DRAGA ÚR FRAMBOÐI Á LÓÐUM Félagsmálaráðherra með annan tón í fréttum og hvetur sveitarfélög til að auka lóðaframboð Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að bæjarfélagið og ríkið þurfið að vinna miklu betur saman úr þeirri stöðu sem uppi er í húsnæðismálum en í fréttum í gær hvatti Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra sveitarfélög til að tryggja nægilegt framboð af lóðum og byggingaraðila til að kynna sér framboð af ódýrum einingahúsum. Bæjarstjórinn segir að við ríkið hafi verið með tilmæli til Reykjanesbæjar við endurskoðun aðalskipulags 2014-2018 að nauðsynlegt væri að draga úr framboði af lóðum undir nýtt íbúðahúsnæði. Pistill bæjarstjóra: „Í sjónvarpsfréttum RUV í gær mátti sjá áhugaverða frétt um fallegar, ódýrar og hagkvæmar íbúðir sem verið er að byggja á Bíldudal. Um er að ræða einingarhús sem koma erlendis frá. Í fréttinni hvatti okkar ágæti félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sveitarfélög til að tryggja nægilegt framboð af lóðum og byggingaraðila til að kynna sér framboð af ódýrum, fallegum og hagkvæmum einingarhúsum til að mæta þeim mikla húsnæðisskorti sem er á SV-horninu. Af þessu tilefni leyfi ég mér að nefna nokkur atriði. Þegar Reykjanesbær tók aðalskipulag sveitarfélagsins til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili (2014-2018) komu tilmæli frá Skipulagsstofnun

(ríkinu!) um að nauðsynlegt væri að DRAGA ÚR framboði af svæðum/ lóðum undir nýtt íbúðahúsnæði. Þrátt fyrir þetta hafði íbúafjölgunin verið gríðarleg (7-9% á ári) og þörf atvinnulífsins á svæðinu mikil fyrir fleira fólk. Nú er staðan sú að nær allt nýtanlegt húsnæði er uppurið

og margar nýjar íbúðir í byggingu. Það er útlit fyrir áframhaldandi, fordæmalausa fjölgun í Reykjanesbæ og væntanlega þörf fyrir fleiri svæði/ lóðir undir nýtt íbúðarhúsnæði. Það sem helst hefur verið að trufla okkur er að ríkið hefur ekki fylgt þessari gríðarlegu íbúafjölgun hvað varðar fjárframlög til sinna stofnanna s.s. Heilbrigðisstofnunar, lögreglu, Fjölbrautaskólans, samgangna, hjúkurunarheimila o.s.frv. Við (Reykjanesbær og ríkið) þurfum því að vinna miklu betur saman að því að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er.“

Kjörin í bygginganefnd fyrir Stapaskóla Bygginganefnd fyrir Stapaskóla í Innri Njarðvík hefur verið kjörin. Í nefndinni eru Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Margrét Ólöf A. Sanders. Allt útlit er fyrir að bygging Stapaskóla muni tefjast um eitt ár en öllum tilboðum í byggingu skólans var hafnað þar sem þau voru vel

yfir kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar. Sú ákvörðun að hafna öllum tilboðum var kærð og á meðan er framkvæmdin á ís.

Breiðhól 1 í Sandgerði. Lóðarhafar eru Hafsteinn Friðriksson og Kolbrún Ásgeirsdóttir sem hyggjast reisa þar einbýlishús.

Róbert Ragnarsson starfandi bæjarstjóri og Jón Ben Einarsson sviðsstjóri umhverfissviðs. Bæjarfulltrúar komi allir að siðareglum Drög að Siðareglum fyrir Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis voru tekin til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs sveitarfélagsins. Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis leggur til að haldinn verði vinnufundur allra bæjarfulltrúa þar sem gengið verði frá siðareglum og þannig tryggt að allir bæjarfulltrúar eigi sinn þátt í að semja þær reglur sem þeir síðan starfa eftir.

Aðgangskort gildi í báðum sundlaugum

Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis telur rétt að aðgangskort íbúa að sundlaugum gildi jafnt í báðum sundlaugum sveitarfélagsins og er stefnt að gildistöku 1. ágúst næstkomandi.

Samræma g jaldskrár í sameinuðu sveitarfélagi

Tillaga að þjónustug jaldskrá sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis var lögð fram til umræðu í bæjarráði sveitarfélagsins á síðasta fundi þess. Bæjarráð vísaði tillögunni áfram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í ágúst. Bæjarráð samþykkti jafnframt að einstaka kaflar þjónustugjaldskrár verði sendir viðkomandi fagráðum og starfsmanna þeirra til umsagnar og yfirferðar. Umsagnir fagráða skulu liggja fyrir bæjarráði 22. ágúst þar sem fram kemur hvar og hvernig er hægt að samræma gjaldskrár frá Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði. Fjölskyldu- og velferðarnefnd fjalli um kaflann um félagsþjónustu. Fræðsluráð fjalli um kaflann um fræðslu- og uppeldissmál. Ferða-, safna og menningarráð fjalli um kaflann um menningarmál. Íþrótta- og tómstundaráð fjalli um kaflann um íþróttamiðstöðvar. Framkvæmda- og skipulagsráð fjalli um kaflann um þjónustugjöld framkvæmda og skipulags.

Vogar verði heilsueflandi samfélag Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur áhuga á að gera Voga að heilsueflandi samfélagi enda ávinningur þess ótvíræður og fjölþættur. Farið var yfir kynningu á heilsueflandi samfélagi frá Landlæknisembættinu á síðasta fundi ráðsins. Afgreiðsla nefndarinnar er að ákveðið sé að fara í undirbúningsvinnu með haustinu og setja málið af stað. Drög að samningi um heilsueflingu eldri borgara í Vogum var einnig lögð fram og rædd á fundi nefndarinnar,

FJÖLSKYLDUDAGAR Í VOGUM Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir vikuna 13.–19. ágúst næstkomandi. Undirbúningur gengur vel og verða félögin í Vogum boðuð til fundar á næstu dögum með frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins til að ræða það sem að þeim snýr í undirbúningi og framkvæmd. Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur undanfarin ár séð um val á skreytingum húsa og hverfa og er ætlunin að svo verði áfram, segir í fundargerð

nefndarinnar. Dagskrá fjölskyldudaganna verður með svipuðu sniði og áður en þó eru alltaf einhverjar breytingar og hátíðin þróast áfram.

sem telur mikilvægt að huga að þætti þessa aldurshóps þegar rætt er um heilsueflingu. Frístunda- og menn-

ingarnefnd vill kynna sér verkefnið frekar til að geta tekið afstöðu til málsins.

Úthluta byggingalóðum á miðsvæði í Vogum Sveitarfélagið Vogar hefur auglýst lóðir til úthlutunar fyrir íbúðabyggingar. Um er að ræða svokallað miðsvæði, síðari áfanga. Í þessum áfanga verður úthlutað lóðum undir tvö sex íbúða fjölbýlishús, fimm parhús og sjö einbýlishús. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar í október 2018. Umsóknarfrestur um lóðirnar er til

1. september 2018. Nánar má lesa um lóðaúthlutunina á vef Sveitarfélagsins Voga.


Nýr Opel Karl

FÁÐU ÞÉR NÝJAN KARL Við kynnum Opel Karl og Opel Karl Rocks, hagkvæman 5 dyra bíl með öllu tilheyrandi.

Pipar \TBWA \ SÍA

Þýsk gæði á ótrúlegu verði!

Prófaðu Karl

Fimmtudag 19. júní, kl. 16 –19

Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl.

Komdu á Njarðarbraut 9 og reynsluaktu og þú gætir fengið glænýjan Opel Karl til afnota í heilt ár. Léttar veitingar í boði.

Opel Karl Selection, verð 1.990.000 kr.

Frumsýningartilboð:

1.790.000 kr. Opel Karl fæst einnig sjálfskiptur

Kynntu þér Opel Karl á opel.is/karl eða í sýningarsölum okkar í Reykjavík og Reykjanesbæ

Sýningarsalir

Krókháls 9, Reykjavík, 590 2000 Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, 420 3330

Opnunartímar Virka daga 9–18


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

Ungmenni í Vinnuskólanum ánægð með „Verknámssmiðjur – Látum verkin tala“

Gróður og tré skemmd við Tjarnarsel Það var dapurleg sjón sem blasti við börnum og kennurum leikskólans Tjarnarsels í Keflavík í síðasta mánuði. „Við komuna í leikskólann lágu stórskemmd reynitré og plöntur eins og hráviði um fallega garðinn okkar,“ segir í færslu á Facebooksíðu leikskólans. „Fyrr í þessum mánuði [júnímánuði innsk. blm.] unnu hér um 100 sjálfboðaliðar óeigingjarnt starf í þágu leikskólans við endurbætur og fegrun útisvæðisins.

Þessir sjálfboðaliðar eru börn og foreldrar í leikskólanum, ömmur og afar, kennarar og aðrir velunnarar skólans. Það er því afar sárt og illskiljanlegt fyrir smáa sem stóra hér í skólanum að einhver skuli gera svona lagað,“ segir jafnframt í tilkynningunni frá Tjarnarseli. Þau sem einhverjar upplýsingar hafa um málið eru vinsamlegast beðin að hafa samband við leikskólastjóra Tjarnarsels.

Alls 60 unglingar tóku þátt í „Verknámssmiðjum – Látum verkin tala“ í gegnum Vinnuskólann í sumar. Í könnun sem gerð var meðal þátttakenda sögðu 88% smiðjurnar vera mjög eða frekar áhugaverðar. Verknámssmiðjurnar sem þátttakendur höfðu tök á að kynnast hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) voru rafeindavirkjun, textíl, háriðn, rafiðn og húsasmíði. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

Í ár voru verknámssmiðjurnar haldnar dagana 18. og 19. júní. Smiðjurnar stóðu til boða fyrir alla nemendur sem voru að ljúka 9. bekk og störfuðu í Vinnuskólanum. Verknámssmiðjurnar stóðu einnig þátttakendum í vinnuskólanum í Sandgerði og Garði til boða. Tilgangur verkefnisins er að gefa ungmennum kost á að reyna á eigin skinni að vinna verkefni tengd áðurnefndum iðngreinunum. Þannig fá þau góða innsýn í fjölbreytt störf tengd smiðjunum. Litið er á samstarfsverkefnið sem samfélagslegt verkefni. Nemendur fái enn betri kynningu á þeim námsleiðum sem eru í boði í verknámi í FS. Verkefnið fékk styrk frá eftirtöldum félögum og fyrirtækjum á Suðurnesjum: FIT( félagi iðn- og tæknigreina), HS Veitum, Isavia og Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Þetta er í annað sinn sem „Verknámssmiðjur – Látum verkin“ tala, stendur unglingum í Vinnuskólanum til boða. Í apríl 2016 var samþykkt í fræðsluráði Reykjanesbæjar að fara af stað með verkefni sem yrði verknámskynning sem hluti af vinnuskóla. Verkefnið yrði samstarfsverkefni Fræðslusviðs, Umhverfissviðs og Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Mikill ánægja er meðal stjórnenda FS og starfsmanna Vinnuskólans með verkefnið, ekki síður en ungmennanna sjálfra.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Sálfræðingur í 50% stöðu Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstarf á heimili fatlaðra barna Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Viðburðir í Reykjanesbæ Duus Safnahús - sumarsýningar Verið velkomin að skoða sumarsýningarnar í Duus Safnahúsum, ókeypis aðgangur: Listasafn Reykjanesbæjar 15 ára – afmælissýningar úr safneign m.a. sýning á verkum Ástu Árnadóttur Byggðasafn Reykjanesbæjar – Hlustað á hafið Viðtöl hjá ráðgjafa SÁÁ Einstaklingum sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda og aðstandendum þeirra býðst viðtalstími hjá ráðgjafa SÁÁ. Tímapantanir eru í Þjónustuveri í síma 421-6700 milli kl. 09:00 og 16:00 virka daga.

Þessi flotti hópur útskrifaðist frá FS í vor.

Hvetja ríkið til að tryggja fjármagn í sálfræðiþjónstu hjá FS Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, S.S.S., tekur undir mikilvægi þess að hafa gott aðgengi fyrir framhaldsskólanema að sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja var til umfjöllunar á síðasta stjórnarfundi SSS. Fram kom í samantekt sem lögð var fyrir fundinn að aðgengi að þjónustu

í geðheilbrigðiskerfinu er minna eftir útskrift úr grunnskóla. Einnig kemur fram í samantektinni að fleiri nemendur en áður upplifa margvíslega erfiðleika á framhaldsskólaárunum. Dæmi um það er námserfiðleikar, einbeitingarleysi, slök skólasókn, félagsleg einangrun og að lokum brottfall. Frá haustönn 2016 til vorannar 2018 var sálfræðiþjónusta í boði fyrir nem-

endur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem styrkt var úr sjóði á vegnum ríkisvaldsins. Nú er sá sjóður ekki lengur til staðar. Stjórn S.S.S. telur mikilvægt að þessi þjónustu sé í boði innan Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hvetur ríkisvaldið til þess að tryggja fjármagn til þjónustunnar.

Ungmenni undir aldri vilja leigja samkomusali Að undanförnu hefur borið á því að ungmenni undir aldri hafi sótt í að leigja samkomusali undir samkvæmi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur jafnvel þurft að hafa afskipti af slíku samkvæmi. Samsuð, samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, hefur nú sent ábendingu til umsjónarmanna slíkra samkomusala þar sem þeir eru minntir á þær reglur sem gilda um slíka starfsemi og þá ábyrgð sem henni fylgir.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

7

SILJA DÖGG GUNNARSDÓTTIR, ALÞINGISMAÐUR ER LESANDI VIKUNNAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR

Bækurnar um Línu Langsokk höfðu mikil áhrif Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Silja les mjög mikið vegna vinnunnar en tekur skemmtibókalestur í skorpum um jól og á sumrin. Hvaða bók ertu að lesa núna? Nú er ég að lesa bókina Nornin eftir Camillu Läckberg, sem er sænskur glæpasagnahöfundur. Hún klikkar aldrei. Svo er ég nýbúin að lesa bókina Kalak eftir Kim Leine, sem var frábær þannig að ég fór beinustu leið á bókasafnið að lestri loknum og fékk lánaða bókina Spámennirnir í Botnleysufirði (eftir Leine). Sú bók hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013. Ég hlakka til að byrja á henni. Hver er uppáhaldsbókin? Því er erfitt að svara þar sem svo margar bækur hafa haft djúpstæð áhrif á mig í gegnum tíðina. Verð að nefna bækurnar um Línu langsokk, Heiðu, Dagbók Önnu Frank, allar bækurnar um Emil og bókina Ég lifi eftir Martin Grey sem er örlagasaga gyðings sem komst lífs af úr útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Maður grætur og hlær yfir bókum og þær færa manni sífellt nýja sýn á lífið og tilveruna. Hver er uppáhaldshöfundurinn? Ég á marga uppáhaldshöfunda. Af þeim íslensku verð ég að nefna Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Forvitnilegur höfundur

sem dregur mann inn í töfraheima. Ólafur Jóhann Ólafsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Vilborg Davíðsdóttir og Kristín Steinsdóttir eru öll stórkostlegir rithöfundar. Les allt sem þau senda frá sér. Svo hef ég auðvitað gaman af góðum glæpasögum eins og til dæmis eftir Yrsu og Lilju Sigurðardóttur, Ragnar Jónasson og Arnald Indriðason. Isabel Allende hefur lengi verið ein af mínum uppáhalds erlendu höfundum og Astrid Lindgren. Hvaða tegundir bóka lestu helst? Skáldsögur, ævisögur og sögulegar skáldsögur. Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? Lína langsokkur. Ekki síðri fyrirmynd en Vigdís Finnbogadóttir og Grýlurnar fyrir stelpur af minni kynslóð. Stelpur geta allt! Hvaða bók ættu allir að lesa? Saga þeirra, saga mín, eftir Helgu Guðrúnu Johnson og Kínverskir skuggar, eftir Oddnýju Sen, eru hvoru tveggja bækur um líf og örlög íslenskra kvenna á 19. og 20. öld. Afar vel skrifaðar og lærdómsríkar. Hvar finnst þér best að lesa? Í sumarbústaðnum á Snæfellsnesi á björtum sumarnóttum.

Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Eyland, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Áhugaverð pæling um „hvað ef“ og svo verð ég að nefna bækur Böðvars Guðmundssonar um Íslendingana sem fluttu vestur um haf, Hýbíli vindanna og Lífsins tré. Klassísk lesning. Að lokum verð ég að mæla með Ljóðasafni Steins Steinarrs. Hann mun ávallt eiga í mér taug. Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez. Hún er svo seinlesin, myndi dugar mér til afþreyingar þar til mér yrði bjargað af eyðieyjunni. Lesandi vikunnar er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Víkurfrétta og verður nýr lesandi valinn í hverri viku í sumar. Þau sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda geta skráð sig á heimasíðunni sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn eða í afgreiðslu Bókasafnsins að Tjarnargötu 12.


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Núvitund fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

Núvitundarverkefnið Hér og nú í skólum Grindavíkur:

er forvörn til framtíðar fyrir alla VIÐTAL

– Fá ekki styrk fyrir næsta skólaár

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

Nemendur búa sjálfir til núvitundaræfingar

Guðlaug, sem starfar á leikskólanum Laut, segir að þetta sé frábært verkefni og að það séu forréttindi að fá að taka þátt í því vegna þess að verkefnið skili sér til allra innan veggja leikskólans. „Núna er það virkilega að koma í ljós hvaða árangri þetta er að skila, þau eru farin að búa til núvitundaræfingar alveg sjálf og vilja ólm sýna manni hvaða æfingar þau eru búin að búa til,“ segir Halldóra. Allir frá átján mánaða aldri til sjötta bekkjar fá æfingarnar til að prófa þær. Nemendur fá æfingarnar heim á blaði og segir Halldóra að þeir sem hafa búið til sínar eigin æfingar fari stoltir heim með blaðið og segi frá því heimavið. Æfingarnar sem nemendum eru kenndar eru fjölbreyttar og margar. „Ég segi við krakkana að við erum svo ólík og þurfum svo misjafnt, kannski finnst einhverjum ákveðin æfing leiðinleg en önnur virkar fyrir hann. Þau fá þannig mismunandi tæki í hendurnar,“ segir Halldóra.

Núvitundarverkefnið Hér og nú hófst á Heilsuleikskólanum Króki í Grindavík og Grunnskóla Grindavíkur árið 2015. Til að byrja með fékk verkefnið styrk úr Sprotasjóði en allir nemendur leikskólans tóku þátt ásamt 1.–3. bekk Hópsskóla. Í upphafi var verkefnið lagt þannig upp að núvitund var kynnt fyrir börnunum og voru ýmsar æfingar þróaðar og prófaðar. Markmið verkefnisins er að núvitund verði daglegur hluti í lífi nemenda á leik- og grunnskólastigi og að kennarar og nemendur þekki til núvitundar og áhrifa hennar á líf þeirra, til að ná þessum markmiðum þurfti að vera með öfluga fræðslu í núvitund frá viðurkenndum kennurum. Þær Halldóra Halldórsdóttir, grunnskólakennari frá Grunnskóla Grindavíkur, og Harpa Rakel Hallgrímsdóttir, leikskólakennari frá Heilsuleikskólanum Króki, eru báðar menntaðir jógakennarar en þær hafa haldið utan um verkefnið frá byrjun. Salbjörg Júlía Þorsteinsdóttir, leikskólakennari, er tengiliður á Heilsuleikskólanum Króki og Guðlaug Björk Klemensdóttir, leikskólakennari, frá leikskólanum Laut. Verkefnið hefur gengið vonum framar og segja þær að bæði börn og kennarar séu farin að nýta sér þá tækni sem þau hafa lært úr núvitundinni til þess að róa sig og láta sér líða vel. Börnin eru rólegri, meðvitaðri og láta minna trufla sig, þau eru farin að átta sig á því þegar þau þurfa á smá pásu að halda og kúpla sig út. Þær

Núvitundaræfingar á leikskólanum Laut.

segjast einnig hafa tekið eftir áhrifum á skólabrag í skólunum. Frá árinu 2016 hefur Grindavíkurbær styrkt verkefnið og var þá ákveðið að leikskólinn Laut tæki einnig þátt því. Stýrihópurinn, sem samanstendur af Halldóru, Hörpu og Huldu Jóhannsdóttur leikskólastjóra, töldu mikilvægt að innleiða Hér og nú í allar

skólastofnanir bæjarins. Beðið var um áframhaldandi styrk sem ekki fékkst samþykktur í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Þær eru allar sammála því að það hafi verið forréttindi að taka þátt í þessu verkefni og að það sé vilji allra að halda áfram. Þær telja að ekki aðeins börn og kennarar njóti góðs af jákvæðra áhrifa núvitundar

heldur allt samfélagið í heild. Í raun og veru sé þetta forvörn til framtíðar fyrir alla og ætti því að vera hluti af forvarnarstefnu Grindavíkur. Víkurfréttir hittu þær stöllur á dögunum þar sem að þær sögðu frá verkefninu og þróun þess.

Núna er það virkilega að koma í ljós hvaða árangri þetta er að skila, þau eru farin að búa til núvitundaræfingar alveg sjálf og vilja ólm sýna manni hvaða æfingar þau eru búin að búa til Börnin orðin meðvitaðri um sig sjálf

Harpa Rakel er sammála Halldóru og segir að þau séu orðin mun meðvitaðri um sig sjálf. „Þau eru farin að geta útskýrt af hverju þeim líður vel eða hvaða æfing lætur þeim líða vel, þau geta útskýrt hvers vegna, af því þetta róar hugann og svo framvegis. Við erum ekki einu sinni að biðja þau um að útskýra þetta fyrir okkur en þau gera það samt. Þau gætu alveg sagt bara að þeim líður vel án þess að útskýra það eitthvað nánar, þau segja líka frá því ef þeim líður illa og hver ástæðan er, þau gerðu það ekki fyrst en eru orðin svo meðvituð

Allir taka virkan þátt í kyrrðarstund.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

9

Núvitundaræfingar í Hópsskóla.

Salbjörg, Guðlaug, Halldóra og Harpa. um sig sjálf núna að þau geta útskýrt hvers vegna þeim líður svona eða hinsegin.“ Nemendur fá spurningalista sem þau svara og þannig geta þau sagt frá hvaða æfing lætur þeim líða vel, hver er þeirra uppáhaldsæfing og hvaða æfing hentar alls ekki. Salbjörg segir að það sé skemmtilegt að sjá hvað allir séu glaðir í svörum sínum og að henni finnist gaman að sjá hvað hún fær mörg ólík svör frá nemendum en uppáhaldsæfingin er mjög einstaklingsbundin. „Það segir okkur að þau eru að tileinka sér ólíka hluti í stað þess að allir séu að tileinka sér það sama, þannig að þú ert að finna hvað hentar þér,“ segir Halldóra. Hún segir einnig að það sé æðislegt þegar nemendur segi henni frá því þegar þau eru að gera æfingar heima með mömmu sinni og pabba, eða bara alveg sjálf, jafnvel áður en þau fara að sofa eða ef þau geta ekki

sofnað. „Þá segja þau manni hvaða æfingu þau eru að gera til að hjálpa sér að sofna. Mér finnst það alveg frábært.“ Af hverju byrjaði verkefnið? „Það var Heilsuleikskólinn Krókur sem byrjaði á þessu,“ segir Halldóra. Harpa var þá nýbúin í jóganámi og Hulda leikskólastjóri á Króki spurði hana hvort það væri ekki hægt að færa núvitund dýpra inn í námið þeirra því skólinn hafði unnið með jóga í nokkur ár. „Svo var ég í heimsókn á Króki með hóp úr skólanum og þá barst þetta í tal, ég spyr hvort ég megi vera með án þess að spyrja mína yfirmenn, en mér fannst þetta einfaldlega bara svo spennandi,“ segir Halldóra. Þá var Heilsuleikskólinn Krókur að fara af stað með þróunarverkefni sem átti bara að vera á leikskólanum þeirra en Hópsskóli, ásamt Halldóru, datt inn í verkefnið. Leikskólinn Laut

Kveðjuhringur að lokinni kyrrðarstund.

kom síðan inn í verkefnið ári seinna. „Við fengum styrk frá Sprotasjóði og ætluðum að sækja um áframhaldandi styrk þar en fengum það ekki. Við vildum víkka verkefnið og vildum fara niður á leikskólann Laut og upp í sjötta bekk þannig að við sóttum um til bæjarins í forvarnarteymið og fengum þar vilyrði fyrir því áramótin 2016–2017. Þetta átti að ganga áfram í þrjú ár en hefur verið í eitt og hálft ár núna. Svo fékk forvarnarteymið ekki nægt fjármagn til að geta haldið áfram og við fáum ekki styrkinn á næsta skólaári frá forvarnarteyminu. Svörin sem við fengum voru þau að skólarnir ættu að taka þetta svolítið til sín en það er nú bara þannig með það, ef það á að vera svona stórt verkefni í nokkrum skólastofnunum, þá þarf einhver að vera yfir því til þess að það gangi. Það er bara þannig, annars týnist þetta bara undir borðinu. Það þarf að halda þessu við og fræða nýtt fólk og svolítið að vera á tánum. Það er svo skemmtilegt við þetta að allar starfstöðvar eru að gera sömu æfingarnar í tvær vikur sem skilar sér svo vel til allra,“ segir Halldóra.

Allir nemendur eru þátttakendur

„Þau verða líka bara svo glöð þegar þau sjá æfingu frá einhverjum sem þau þekkja og tengjast, þau verða svo kát og það er svo gaman að fá æfingar frá gömlum nemendum,“ segir Salbjörg. Halldóra segir að það sé einmitt það sem skipti svo miklu máli í þessu verkefni, það er að allir fá að taka þátt í því, það sé ekki verið að velja einhvern einstakling úr stórum hópi, heldur séu allir þátttakendur. „Það eru líka oft þeir hljóðu sem sitja úti í horni sem þurfa á þessu að halda, þau gleymast bara og fá enga hjálp en taka þátt með okkur í verkefninu,“ segir Harpa. Halldóra segir að maður viti aldrei hvenær maður þurfi á því að halda að nýta sér þessar æfingar í lífinu. „Þetta er að ryðja sér til rúms núna, það eru líka forréttindi að fá að taka þátt í svona verkefni og líka

forréttindi að fá að leiðbeina svona mörgum börnum og fullorðnum.“

Mikilvægt að læra hvert af öðru

Verkefnið Hér og nú hefur staðið yfir í þrjú ár í Hópsskóla og Heilsuleikskólanum Króki en Leikskólinn Laut hefur verið með í tvö ár. „Við Guðlaug gerðumst síðan tengiliðir skólanna núna um áramótin og förum í heimsókn í alla skólana og skoðum hvað hinir eru að gera,“ segir Salbjörg. „Við frá Leikskólanum Laut höfum líka verið að fara í heimsóknir en þær eru líka mikilvægar til að læra hvert af öðru. Mér finnst svo magnað að sjá að þau börn sem eru eitthvað til baka eða eiga eitthvað erfitt eru þau börn sem eru að sækja í þetta,“ segir Guðlaug. Halldóra segir frá því að hún hafi verið með nemanda sem hafði átt í erfiðleikum með æfingarnar síðustu þrjú árin en að hann hafi dottið inn í þetta með vorinu. „Honum fór að þykja þetta notalegt og það er svo gaman að sjá muninn á barninu. Þetta tekur tíma, eins og allt sem við erum að læra. Hvort sem það er að lesa, hjóla eða annað. Við erum með fjölbreytni í þessu, þau fá nasaþefinn af hinu og þessu og síðan velja þau sjálf hvað þau vilja gera og hvað þeim finnst best.“ Nú eruð þið að missa styrkinn ykkar frá forvarnarteyminu, er eitthvað annað sem þið getið leitað í til þess að fá styrk fyrir verkefnið? Harpa: „Við erum búin að berjast fyrir þessu verkefni í eitt og hálft ár og þetta endalausa hjakk tekur svolítið á. Við erum bara að vonast til þess að það eigi eitthvað eftir að koma.“ Halldóra: „Skólaár er frá september og fram í maí og þú þarft að geta verið tilbúinn og vita að þú getir byrjað í september og fram í maí því þetta er verkefni sem þú byrjar ekkert á á miðju skólaári. Þetta þarf að passa inn í stundatöflu og annað, það er ekki hægt að setja þetta bara inn í töflu á miðju skólaári og okkur finnst þetta líka bara vera svo gott forvarnarstarf.“

Þetta tekur tíma, eins og allt sem við erum að læra. Hvort sem það er að lesa, hjóla eða annað. Við erum með fjölbreytni í þessu, þau fá nasaþefinn af hinu og þessu og síðan velja þau sjálf hvað þau vilja gera og hvað þeim finnst best. Salbjörg: „Þetta hefur líka góð áhrif á starfsfólkið, við vitum það alveg að það eru ekki allir sem fíla þetta en það er farið að vera jákvæðara og taka meiri þátt.“ Guðlaug: „Við erum mjög jákvæð fyrir þessu á Laut og í vetur datt þetta alveg almennilega inn hjá okkur. Við fylgjum þessu vel eftir en tengiliðirnir leggja þetta fyrir starfsfólkið sem eru síðan með stundirnar. Þeim finnst þetta virka og tala um það sín á milli. Þetta er stutt, þægilegt og virkar.“ Halldóra segir að þróunarstarf sé til að læra af og reka sig á, maður þurfi að prufa ýmislegt og læra margt, sem er gríðarlega gott og lærdómsríkt. „Við höfum alltaf gert viðhorfskannanir meðal nemenda og kennara og alltaf fengið góða svörun til þess að geta farið í réttar áttir, í staðinn fyrir að spyrja aldrei og fá engin svör þá bara rápar þú eitthvað, gerir bara það sem þú heldur að sé gott fyrir aðra. Svo segi ég líka við fólk þegar það svarar, það skiptir ekki máli hvað það segir, þetta er þróunarverkefni. Sumar æfingar virka bara ekki og þá fær maður endursögn frá kennurum að hún hafi ekki virkað, hún virkar kannski ekki inni í kennslustofu en kannski er betra að gera hana úti og við rekumst á og lærum en það er bara gaman.“

Öndunaræfingar á leiðinni í hádegismat á heilsuleikskólanum Króki. Öndunaræfingar í kyrrðarstund á Króki.

Öndunaræfingar á leikskólanum Laut.


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

„Það var beygur í mér,“ – segir Ásmundur eftir frábæra Skötumessu

Húsfyllir var í Gerðaskóla á Skötumessu 2018. VF-myndir/pket. „Það var beygur í mér fyrir Skötumessuna núna og ég hafði áhyggjur af mætingunni. Samkeppni við stóran fótboltaleik og svo veðrið en þetta fór allt vel og mætingin var frábær, húsfyllir og frábær stemmning,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og Skötumessu-frumkvöðull.

Ásmundur og vinir hans héldu enn eina Skötumessuna í Gerðaskóla í Garði en kvöldið er sambland af matarveislu og skemmtun og fjáröflun. Þegar þetta þrennt er sett saman í eitt kvöld getur fátt klikkað. Um 400 manns mættu og nutu skötu á Þorláksmessu að sumri. Hún var vel kæst en líka mildari en svo var líka í boði góður saltfiskur og plokkfiskur og allt þetta með tilheyrandi meðlæti, kartöflum,

rófum og hamsatólg. Skötumessan er farin að rokka feitt þegar hugað er að menningu því skemmtiatriði voru af bestu gerð. Nokkrir söngvarar stigu á svið, ungir sem eldri og innan um stór nöfn eins og Geir Ólafs og þá var séra Hjálmar Jónsson ræðumaður kvöldsins. Þvílíkur snillingur sem maðurinn er. Undir lok kvölds eftir að Ásmundur hafði útdeilt nokkrum vænum styrkjum til aðila á

Suðurnesjum lék hljómsveit Gunnars Þórðarsonar með Óttar Felix og fleiri innanborðs all nokkur Hljómalög, flest þeirra bestu og ekki var laust við að maður sæi tár á hvarmi í salnum. Á vef Víkurfrétta er myndskeið frá kvöldinu með viðtali við Ásmund og nokkra gesti. Það er nánast hægt að finna lyktina þegar maður skoðar myndskeiðið eða ljósmyndirnar sem fylgja.

Styrkja- og gjafalisti Skötumessunar í ár hljóðaði svona: Hjálparstofnun Kirkjunnar 2900 matarsk. Sumardvöl fatlaðar í Öspinni Málning v/íbúðar Þroskahjálpar Eldri borgarar Reykjanesbæ NES ferðasjóður Andri Fannar og Óðinn Þroskahjálp, kaup á bíl NES, vinna stjórnar

500.000 Trampólín og spil Allt sem þarf 80.000 Boccia 200.000 Fótboltaspil og græjur u.þ.b. 1.500.000 80.000


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

11

A330neo í reynsluflugi til Keflavíkur – Ný tegund af vél frá Airbus lendir í Keflavík á leið milli stórra flugvalla

A330neo, sem er ný breiðþota frá Airbus, lenti á Keflavíkurflugvelli sl. fimmtudag í fyrsta skipti og var flugið beint frá höfuðstöðvum Airbus í Toulouse. Vélin staðnæmdist hér á landi í um þrjár klukkustundir áður en flogið var áfram til Chicago sem var næsti áfangastaður vélarinnar. Flugið er þáttur í lokahluta reynslufluga og prófana sem leiða munu til vottunar á þessari nýjustu breiðþotu flugvélaframleiðandans í miðstærð á þriðja ársfjórðungi ársins. Samtals heimsækir þotan meira en tíu stóra flugvelli og leggur að baki 150 tíma í reynslufluginu. Flugvélin sem lenti á Kefavíkurflugvelli er af gerðinni A330-900 og er máluð í litum portúgalska flugfélagsins TAP Air Portugal sem er fyrsta flugfélag í heimi til að taka hana í notkun. Keflavíkurflugvöllur er eðlilegur viðkomustaður, bæði með hliðsjón af stærð vallarins og því að WOW air byggir flugflota sinn á Airbus-vélum.

WOW air verður þriðja flugfélagið í heimi til að að taka A330neo þotuna í notkun, seinna á þessu ári og hefur þotan þegar verið máluð í WOW air litunum. WOW air valdi vélina vegna þess hve rekstrarkostnaður hennar er lágur og nýting á eldsneyti góð. A330neo er yngsti meðlimur í A330 metsölufjölskyldu Airbus. Hún er til í tveimur gerðum, A330-800 og A330-

900. A330-800 er með sætaskipan fyrir 250 farþega á þremur farrýmum og allt að 400 sæti ef einungis er eitt almennt farrými. A330-900 er stærri og býður upp á aðstöðu fyrir um 300 farþega á þremur farrýmum og allt að 440 ef raðað er þétt á eitt farrými. A330neo vélin er búin Rolls-Royce Trent 7000 hreyflum af nýrri kynslóð og nýjum og endurbættum vængjum. Þá hefur notkun á léttara samsettu efni verið aukin. Þessar endurbætur leiða til um 25% minnkunar á eldsneytisnotkun miðað við eldri kynslóð flugvéla af svipaðri stærð. Þessir kostir ásamt aðlaðandi kostnaðarverði leiða til þess að A330neo vélin er samkeppnishæfasta vélin og sú sem skilar hlutverki sínu best í sínum stærðarflokki.

A330neo vélin hefur verið hönnuð til þess að sinna hlutverki sínu vel hvort sem um er að ræða styttri eða lengri flug. Flugdrægni A330-900 vélarinnar er 7.250 sjómílur og flugdrægni A330-800 vélarinnar er meira en 8.000 sjómílur. Þetta hefur í för með sér að hægt er að fljúga báðum gerðum fullhlöðnum beint frá Evrópu til áfangastaða í Asíu. A330 vélarnar eru vinsælustu breiðþoturnar frá upphafi. Alls hafa 1.700 þotur verið pantaðar af 119 viðskiptavinum um allan heim. Í dag eru meira en 1.370 A330 vélar í notkun hjá 125 flugfélögum. Þær fljúga á allt frá þéttum innanlands og svæðisbundum leiðum til langra leiða á milli heimsálfa.

WOW air verður þriðja flugfélagið í heimi til að að taka A330neo þotuna í notkun, seinna á þessu ári og hefur þotan þegar verið máluð í WOW air litunum. WOW air valdi vélina vegna þess hve rekstrarkostnaður hennar er lágur og nýting á eldsneyti góð.

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

MÁLARI Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Isavia leitar að öflugum málara í viðhaldsteymi eignaumsýsludeildar félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Helstu verkefni eru almenn málarvinna bæði innan og utanhúss auk annarra verkefna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Garðarsson, deildarstjóri eignaumsýsludeildar, saevar.gardarsson@isavia.is.

Hæfniskröfur • Sveinspróf í málun • Vandvirkni og sjálfstæði í starfi • Geta unnið undir álagi • Þarf að geta unnið í teymi

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

UMSÓKNARFRESTUR: 2 9. J Ú L Í

Maren og Jón Kolbeinn starfa sem verkfræðingar hjá Isavia og vinna að uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

Grindavík og Vogar í mestri hættu vegna hraungoss

Þóra Björg Andrésdóttir hefur lokið við ritgerð um hættumat vegna eldgosa og líklegustu staðsetningar eldsumbrota á Reykjanesi eða vesturhluta þess. Í inngangi ritgerðarinnar segir meðal annars; „Eldfjallavá er metin við eldstöðvakerfið Reykjanes út frá fyrri atburðum á svæðinu. Í ritgerðinni verður fjallað um þá vá sem fylgir eldvirkum svæðum og hvað þarf að hafa í huga við mat á eldfjallavá.“ Þau bæjarfélög sem eiga mest á hættu á að það byrji að gjósa eru Grindavík og Vogar segir Þóra en þau eru næst þeim svæðum sem gæru verið hættuleg vegna eldsumbrota. „Mesta hættan sem skapast í kringum þessi gos er hraun sem rennur, gas og ef sprungan myndi ná út í sjó, þá yrði það aska,“ segir Þóra.

LÍKURNAR Á GOSI ERU MEIRI HELDUR EN MINNI

Gosvirkni á þessu svæði hefur komið í gegnum árin og aldirnar í tímabilum, á einu tímabili hefur verið mikil eldvirkni á Reykjanesskaga og síðan hafa komið tímabil þar sem er mikil skjálftavirkni. Þóra segir að líkurnar séu núna meiri en minni að það byrji að gjósa hér á næst-

unni. „Þetta er hins vegar hættulegasta spurning sem þú getur spurt jarðfræðing, spurningunni eru miklar líkur á því að það fari að gjósa hér á næstunni er spurning sem er alls ekki auðvelt að svara en það eru um sjö til ellefuhundruð ár frá síðasta goshrauni og það eru sjö til tólfhundruð ár milli hrina.“

KLUKKUTÍMA VIÐBRAGÐSTÍMI

Ef gos hefst á svæðinu er farið aftur yfir hættumat en Þóra á allar upplýsingar um svæðið á landfræðilegum upplýsingakerfum. „Þá myndum við taka staðsetningu skjálfta og setja það inn sem faktor í byggingunni á þessu mati mínu. Síðan væru keyrð hraunflæðilíkön á góðu hæðarlíkani til að sjá í hvað stefnir, fyrstu svæðin sem væru rýmd væru næst upptökum

en það er nú yfirleitt hægt að labba frá hraungosum.“ Viðbragðstíminn frá því að gos hefst þar til að einhver hætta skapast eða annað slíkt er klukkutími að mati eldgosafræðinga en Þóra segir að þau viti það í raun og veru samt ekki fyrr en hraunið er komið upp. Á svæðinu þar sem líkur eru á að gos muni hefjast eru fjórir farsímaturnar þar sem hraunið getur byrjað. Ljósleiðarar liggja meðfram svæðunum en að mati Þóru eru farsímaturnarnir aðal málið þar sem að mikilvægt er að geta sent skilaboð og annað til að vara við. En Þorbjörn, er von á gosi þar í bráð? „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Þóra og hlær.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Kísilverið í Helguvík Orðsending til eigenda íbúðarhúsa á Suðurnesjum Á tímabilinu 15. til 30. ágúst næstkomandi verður grænum tunnum til flokkunar á endurvinnsluefni komið fyrir við öll íbúðarhús á Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir einni tunnu fyrir hverja íbúð og er fólk beðið um að huga að bestu staðsetningu. Sérstakur kynningarbæklingur verður sendur í öll hús um leið og tunnunum er dreift. Þar verður nánar kynnt hvaða efni má setja í endurvinnslutunnuna og hver losunartíðnin verður. Gráa tunnan verður áfram notuð fyrir allan þann heimilisúrgang sem ekki fer í endurvinnslutunnuna. Nánari upplýsingar má fá í síma 421-8010 eða með því að senda tölvupóst á netfangið kalka@kalka.is

Bestu kveðjur frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.

Ísland er fallegt þó svo að það hellirigni það sem af er sumri. Hér sit ég með kaffibollann minn í húsi fyrrverandi útrásavíkinga með allri sinni dýrð og flottheitum. Ég horfi út um stóra útsýnisglugga á meðalstórt stöðuvatn þar sem bakkar þess eru um vafnir birkitrjám og út í vatninu eru eyjar og hólmar. Í baksýn er fjallahringur Bláskógabyggðar í allri sinni dýrð. Þetta flotta útsýni fær mig til að hugsa út í það hvað eru veraldleg gæði á móts við lífsins gæði. Við íbúar Reykjanesbæjar erum nú enn og aftur að setja okkur í stellingar til þess að það verja lífsgæði okkar og að þau verði sett í forgang en ekki veraldleg gæði. Þá er ég að tala um þessa mengandi stóriðju sem enn og aftur á að fara að endurræsa í Helguvík. Af hverju að starta aftur þess konar mengandi starfsemi? Það er vegna þess að peningar ráða för en ekki heilsa og lífsgæði fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar.

Hvar er framtíðarsýn bæjarins út frá þessari kísilverksmiðju þegar fólk flytur burt á annan stað þar sem það getur fengið betri lífsgæði og betra andrúmsloft til að anda að sér. Því allir eiga rétt á því að anda að sér hreinu lofti sem eru jú mannréttindi. Vilja kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn ekki leggjast á árar og vinna með bæjarbúum til þess að bærinn fái að lifa og blómstra án mengandi stóriðju? Þið tókuð upp slagorð Pírata í kosningabaráttunni þegar þið, núverandi bæjarfulltrúar, voruð spurð af bæjarbúum hvort þið vilduð stóriðju burt úr Reykjanesbæ. Þá var svarið jú við ætlum að standa með bæjarbúum og koma verksmiðjunni burt. Nú reynir á ykkur að standa við þessi orð en eitthvað er tónninn orðin veikburða frá kosningum. Ef það hjálpar ykkur eitthvað þá er ég alla vega og eflaust margir aðrir íbúar Reykjanesbæjar tilbúnir að vera í klappliðinu með ykkur til að standa við þessi loforð og koma þessu mengandi kísilversbákni burt úr okkar bæjarfélagi. Við gætum mætt með trommur fyrir utan bæjarskrifstofurnar og gert Víkingarklappið með trommum og öllu tilheyrandi til að hvetja ykkur til dáða. Búmm, búmm – HÚ bæjarstjórn. Margrét S Þórólfsdóttir


UNGA FÓLKIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

13

Íþróttasnillingur vikunnar: Björn Bogi Guðnason Aldur/félag: 14 ára/Keflavík Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Ég hef æft fótbolta frá því að ég var 4 ára, fyrst með bróður mínum og svo fór ég strax á æfingar þegar ég mátti. Hvaða stöðu spilar þú? Ég er kantmaður Hvert er markmið þitt í fótbolta? Markmið mitt er að komast í gott lið erlendis og spila með landsliðinu. Hversu oft æfir þú á viku? 4–5 sinnum með félagi mínu og svo tek ég alltaf aukaæfingar daglega sjálfur í Garðinum þar sem ég bý. Hver er þinn uppáhaldsfótboltamaður/-kona? Neymar, Ronaldo, Mbappe og Jóhann Berg.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum? Þegar ég var lítill apaði ég allt eftir bróður mínum og vildi geta allt sem hann gat. Ronaldhino var mikil fyrirmynd þegar ég var lítill því hann var góður að sóla. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Real Madrid í spænsku og Manchester United í ensku. Ef þú mættir velja, með hvaða liði myndir þú helst vilja spila fyrir í atvinnumennsku? Góðu liði í spænsku deildinni og þá helst Real Madrid Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Ég ætla að spila með U-21 landsliðinu og vera með erlendu félagsliði.

ÁRNAFRÉTTIR

UM SJ ÓN : on Ár ni Þó r Gu ðj ónaissl.com gm arnithor02@

Unglingur vikunnar: Thelma Rún Eðvaldsdóttir Hvað ertu gömul? 16 ára Í hvaða skóla ertu? Ég er verðandi FS-ingur. Hvar býrðu? Í Keflavík. Hver eru áhugamálin þín? Tónlist og tíska. Ertu að æfa eitthvað? Æfi enga íþrótt en fer mjög reglulega i ræktina. Hvað viltu vera þegar þú ert orðinn stór? Mig hefur lengi langað að verða innanhússarkitekt. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst mjög gaman að ferðast og vera með vinum mínum en svo er það líka í uppáhaldi að vera uppi í rúmi að horfa á Netflix. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst mjög leiðinlegt að lesa og svo er þessi málfræði sem er verið að kenna okkur aðeins of erfið og leiðinleg. Ef þú mættir setjast niður með hvaða fimm manns sem er og spjalla við þau, hver væru þau? Cardi B, Justin Bieber, Scott Disick, Khloé Kardashian og 21 Savage

Arnór og Veigar Páll

semja við Njarðvík

Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Símans míns, eins sorglegt og það er Njarðvík samdi nýlega við tvo unga og efnilega körfuboltastráka til tveggja að segja það. ára, þá Arnór Sveinsson og Veigar Pál Alexandersson. Hvað er lífs-mottóið þitt? Að gera það sem ég vil gera og ekki Arnór Sveinsson er 18 ára gamall og uppalinn í Keflavík. Hann byrjaði að pæla í hvað öðrum finnst. Aðeins að spila fyrir Njarðvík í unglingaflokki á miðju síðasta tímabili og er mikilvægur lifa lífinu og ekki sjá eftir að hafa gert leikmaður fyrir þá þar sem hann átti stóran þátt í eitthvað vegna þess að öðrum finnst að vinna Íslandsmeistaratitilinn með þeim. það asnalegt. Veigar Páll Alexandersson er 17 ára gamall og er Uppáhaldsskyndibitastaður/-veituppalinn í Njarðvík. Hann byrjaði á seinasta ári í ingastaður: meistaraflokki aðeins 16 ára og á rosalega bjarta Villi klárlega. framtíð í körfuboltanum. Uppáhaldstónlistarmaður/-hljómsveit: 21 Savage Uppáhaldsmynd: Cars 2 Uppáhaldsþáttur: Á mjög marga uppáað vinna í sumar eða hjá Toyota Ertu bara halds þætti en eins Hvar vinnur þú? Ég vinn ætlarðu að vinna í vetur? í vetur. og staðan er núna að Reykjanesbæ. Ég ætla að vinna eitthvað mar su allt í þá er Shooter í miklu na Hvar býrðu? Í Njarðvík. vin lengi? Ætlarðu að na þar na vin la að æt n Ég búi u frí? uppáhaldi. Hvað ert eða ferðu í eitthvað ar. sum allt í Uppáhalds hlutur: na Í rúmlega fjögur ár. vin auðvitað að penSíminn minn Hvernig fékkstu vinnuna? Hvað ætlarðu að gera við ni. nun vin r mé i st me gja leg Draumabíllinn: að la Frændi minn reddað æt inginn? Ég Benz g500, hef lítið Hvað gerir þú í vinnunni? allt til hliðar. vit á bílum en mér Ég bóna bíla. umavinnan? og hversu Hver er dra finnst þessi geggjaður. Hvað vinnur þú oft á viku a hugmynd hver eng hef Ég a frá 8–16. lengi? Ég vinn alla virka dag nna draumavi n er. Hvað ertu gamall? tánda ári. Ég er fimmtán ára á sex

Starfsmaður vikunnar: Sverrir Þór Freyson

Instagram-leikur Víkurfrétta mynd vikunn ar!

Í sumar verða Víkurfréttir með myndaleik á samfélagsmiðlinum Instagram. Eina sem þú þarft að gera er að setja hasstaggið #vikurfrettir með næstu Instagram-mynd sem þú tekur. Við munum velja mynd vikulega í blaðið og oftar á vf.is ef viðbrögð verða góð. Besta mynd vikunnar verður valin og fær eigandi hennar pítsuverðlaun frá Langbest. Í lok sumars munum við velja bestu mynd sumarsins og fær eigandi hennar vegleg verðlaun.

! ar m su í ir tt re rf ku vi # ta no að eg gl du ð ri Ve


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

Eysteinn tekur við liði Keflavíkur - Ómar Jóhannsson aðstoðar Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við Eystein Húna Hauksson og mun hann stýra karlaliði Keflavíkur það sem eftir er af tímabilinu í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Ómar Jóhannsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur mun vera honum til aðstoðar. Keflvíkingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig en liðið hefur ekki skorað mark síðan 4. júní sl. og hafa alls tapað níu leikjum. Guðlaugur Baldursson hætti störfum sem þjálfari liðsins fyrr í mánuðinum en knattspyrnudeildin og Guðlaugur komust að samkomulagi að hann myndi hætta að ósk Guðlaugs.

Ljósmynd: umfn.is

Pawel Grudzinski til Njarðvíkur

Meiðsli í herbúðum Keflvíkinga Marko Nikolic, bakvörður og leikmaður Keflavíkur í Pepsideildinni knattspyrnu leikur ekki meira með liðinu í sumar en hann er með slitið krossband, þetta kemur fram á fótbolta.net. Marko kom til Keflavíkur fyrir tímabilið 2017 og náði hann aðeins sjö leikjum í sumar áður en hann meiddist, hann lék alla leiki Keflavíkur í Inkasso-deldinni í fyrra. Þá er Juraj Grizelj enn meiddur og segir Eysteinn Húni, þjálfari Keflavíkur í samtali við fótbolta. net að það sé langt í land með að hann geti spilað á nýjan leik. Lasse Rise er einnig á meiðslalistanum hjá Keflavík en vonast er til þess að hann geti farið að spila á næstunni.

FÓTBOLTASAMANTEKT

PEPSI-DEILD KARLA

Enn tapar Grindavík

Grindavík tók á móti KA í síðustu viku og endaði leikurinn með sigri gestanna 2-1. Grindavík skoraði á áttundu mínútu en Alexander Veigar Þórarinsson skoraði mark heimamanna og staðan 1-0. Á 31. mínútu jafnaði KA metin með marki frá Ásgeiri Sigurgeirssyni og þannig stóðu leikar í hálfleik. Marínó Alxel Helgason, leikmaður Grindavíkur fékk sitt annað gula spjald í leiknum í seinni hálfleik og þar með rautt og léku Grindvíkingar því einum manni færri það sem eftir lifði leiks. KA komst síðan yfir í uppbótartíma með marki frá Ými Má Geirssyni. Grindvíkingar eru enn í 5. sæti deildarinnar með 17. stig en hafa tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum.

Keflvíkingar ekki skorað síðan 4. júní - níunda tapið

Keflavík mætti Víking Reykjavík síðastliðinn föstudag og endaði leikurinn með 1-0 sirgi Víkings og þar með er liðið með þrjú stig á botni deildarinnar og hafa ekki skorað mark síðan 4. júní, í næstu sætum eru með 11 og 12 stig. Í tólf leikjum hefur liðið tapað 9 leikum og gert 3 jafntefli. Líkurnar á kraftaverki

minnka með hverju tapi. Marktalan er 6-23. Grindvíkingar hafa skorað næst minnst eða 12 mörk.

INKASSO- DEILD KARLA

Njarðvíkingar í botnbaráttu í Inkasso- deildinni

Njarðvíkingar hafa verið í basli í Inkasso-deildinni í síðustu leikjum og enduðu með 4-1 tapi í síðasta leik þeirra í fyrri umferðinni gegn Selfossi. Selfyssingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en Magnús Þór Magnússon minnkaði muninn fyrir þá grænu og síðan fékk Njarðvík víti og gat þannig minnkað muninn í eitt mark. Andri Fannar Freysson fór á vítalínuna en náði ekki að skora, setti boltann í slánna. Heimamenn bættu svo við marki í lokin. Njarðvíkingar eru í þriðja neðsta sæti Inkasso-deildarinnar með 10 stig, þremur meira en ÍR og fjórum fleiri en Magni en bæði liðin eiga leik til góða. UMFN á næsta leik gegn Þrótt Reykjavík í fyrsta leik seinni umferðar 20. júlí nk.

2. DEILD KARLA

Þróttarar jöfnuðu í uppbótartíma og Víðismenn úr fallsæti

Fjarðabyggð og Þrótt­ur Vog­um gerðu

2-2 jafn­tefli á Eskju­velli sl. laugardag en öll mörk­in komu í síðari hálfleik. Viktor Smári Segatta kom Þrótturum yfir en Ni­kola Stojanovic og Al­eks­ and­er Stoj­kovic breyttu stöðunni í 2-1 fyr­ir Fjarðabyggð þegar skammt var eftir en Hrólfur Sveinsson jafnaði hins veg­ar leik­inn á síðustu mín­út­ unni fyrir Þróttara. Þróttarar eru nú í fimmta sæti 2. deildar og aðeins þremur stigum frá toppliðunum. Andri Gísla­son skoraði eina mark Víðismanna í 1-0 sigri á Leikni frá Fá­skrúðsfirði í 2. deild karla en leikurinn fór einnig fram sl. laugardag. Sig­ur­mark leiks­ins kom á 15. mín­útu en með því eru Víðis­menn komnir með níu stig og í tí­unda sæti. Tinda­stóll er nú í næst ­neðsta sæti með sjö stig í 2. deildinni.

4. DEILD KARLA

Reynir sigraði Mídas sannfærandi á útivelli á miðvikudaginn í síðustu viku og urðu lokatölur leiksins 1-5. Reynir er á toppi B- riðils 4. deildar, Magnús Þórir Matthíasson skoraði þrennu í fyrri hálfleik fyrir Reynismenn.

Næstu leikir:

Huginn - Þróttur 21. júlí Höttur - Víðir 21. júlí Reynir - SR 18. júlí

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Láttu okkur hugsa um bílinn þinn! Brekkustíg 42 // Reykjanesbæ // Sími 855-9595

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur samið við nýjan leikmann, Pawel Grudzinski en leikmaðurinn kemur til Njarðvíkur frá Víði. Pawel er 26 ára pólverji sem hefur búið og leikið hér á landi undanfarin ár. Hann gekk til liðs við Njarðvík 2014 frá Reyni Sandgerði og á að baki 25 mótsleiki með Njarðvík og skorað tvö mörk í þeim. Hann gekk til liðs við Víði vorið 2016. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur.

HÖRÐUR AXEL ÁFRAM Í KEFLAVÍK – Bryndís kemur aftur eftir barnsburð

Körfuknattleisdeild Keflavíkur hefur endurnýjað alla samninga við kvennalið sitt að Thelmu Dís undanskyldri en hún mun leika í Bandaríkjunum á næsta tímabili. María Ben Jónsdóttir og Telma Lind eru komnar aftur til Keflavíkur og Bryndís Guðmundsdóttir mun mæta aftur á völlinn í vetur eftir barnsburð. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Keflavík Karfa. Í tilkynningunni segir að það hafi verið nóg að gera á skrifstofunni síðustu vikurnar vegna vætutíðar en Elvar Snær Guðjónsson, Andri Þór Tryggvason, Hörður Axel Vilhjálmsson og Davíð Páll Hermannsson, leik-

menn karlaliðs Keflavíkur hafa gert samning við liðið. Þá segir í tilkynningunni að deildin sé gríðarlega ánægð með það að vera búin að klára þessi mál og vonandi stuðningsmenn deildarinnar líka.

Sigtryggur Arnar til Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindavíkur náði samkomulagi við KKD Tindastóls um félagsskipti Sigtryggs Arnars Björnssonar á dögunum og hefur leikmaðurinn skrifað undir samning við Grindavík. Sigtryggur hefur verið einn besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfu síðustu ár og segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Grindavíkur að ljóst sé að þarna sé gríðarlega stór hvalreki að reka á fjörur þeirra. „Við bjóðum Arnar hjartanlega velkominn til Grindavíkur og hlökkum við mikið til að vinna með honum en hann mun flytjast búferlum til Grindavíkur eftir sumarið, ‘‘ segir í tilkynningu frá félaginu.

Daði Lár heldur á önnur mið

Daði Lár Jónsson, mun ekki leika með Keflavík í Dominos-deild karla í körfu næsta vetur en leikstjórnandinn staðfesti þetta í samtali við Karfan. is. Daði, sem er uppalinn hjá Stjörnunni hefur mikla reynslu úr efstu deild þrátt fyrir ungan aldur en hann er 21 árs gamall. Hann lék 27 leiki með Keflavík á síðasta tímabili og þar skoraði hann 7 stig, tók 3 fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 18 mínútum í spiluðum leik. Daði sagði í samtali við Karfan. is að samningur sinn við Keflavík væri runninn út og tekin hafi verið ákvörðun að gera ekki nýjan samning, leikmaðurinn segist ekki vera viss um hvar hann muni leika á næsta tímabili en flautað verður til leiks í Domino’s-deild karla í körfu þann 4. október nk.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 19. júlí 2018 // 29. tbl. // 39. árg.

15

Jón Júlíus og Svanhvít klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur fór fram í síðustu viku. Veðrið lék við keppendur alla dagana en kylfingarnir sem léku á föstudeginum sluppu við mikla rigningu sem kom seinnipartinn. Ágætis þátttaka var í mótinu og var lokahófið glæsilegt en þar voru veittar viðurkenningar fyrir gott og misgott gengi ásamt því að hver flokkur fékk verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Jón Júlíus Karlsson varð klúbbmeistari karla á 306 höggum og Svanhvít Helga Hammer klúbbmeistari kvenna á 244 höggum. Hér að neðan má síðan sjá þrjú efstu sætin í meistaraflokki karla og kvenna. Nánari upplýsingar um verðlaunasæti á mótinu má sjá á golf.is.

Mfl. karla

Jón Júlíus Karlsson 306 högg Hólmar Árnason 307 högg Guðmundur Andri Bjarnason 314 högg

Mfl. kvenna

Svanhvít Helga Hammer 244 högg Gerða Kristín Hammer 260 högg Þuríður Halldórsdóttir 269 högg

ARON ÍSLANDSMEISTARI Í ENDURO 2018 Vélhjólakappinn Aron Ómarsson #66 tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Enduro á Akureyri á dögunum en Aron keppir á Husqvarna TE 300i hjóli. Um 100 keppendur tóku þátt í mótinu sem er þolakstursmót í torfærubraut. Mótið á Akureyri um síðustu helgi var síðasta mótið í Íslandsmeistaramótinu í þolakstri þar sem keyrðar eru 75 mínútur í senn, tvisvar á dag. Aron hefur verið sigursæll í sumar og vann þrjár af fjórum keppnum sumarsins og því Íslandsmeistari í

Enduro, sem þolaksturskeppnin er kölluð. Framundan hjá Aroni er þátttaka í erfiðustu þolaksturskeppni heims. Hann tekur þátt í þeirri keppni í næstu viku en Aron var einnig þátttakandi í sama móti á síðasta ári.

Lilja kemur til Íslands til að keppa í fimleikum Lilja Björk Ólafsdóttir er 18 ára Keflavíkurmær og var hún að keppa á Norðurlandamóti í fimleikum. Þetta er í fyrsta skipti sem Lilja Björk keppir á Norðurlandamótinu í fullorðinsflokki, en Lilja hefur æft fimleika síðan hún var aðeins þriggja ára gömul, eða í heil 15 ár.

„Við stóðum okkur bara frekar vel sem lið fyrir utan það að við þurftum

að telja eitt fall á slá. Mótið er þannig sett upp að við erum 5 í liði en síðan telja þrjár hæstu einkunnir á hverju áhaldi,“ segir Lilja Björk en hún keppti ásamt tveimur stelpum frá Björk og tveimur úr Gerplu. Sjálf æfir Lilja með fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði. Stelpurnar enduðu í 4. sæti í liðakeppninni og voru aðeins 0,2 stigum frá 3. sætinu. Lilja segist mjög sátt með sinn árangur á mótinu. „Ég var hæst af íslensku stelpunum í fjölþraut og endaði þar í 6. sæti. Ég komst síðan í úrslit á slá og var fyrsti varamaður

inn á tvíslá. Ég endaði í 4. sæti á slá sem mér finnst vera frábær árangur fyrir mig.“ Lilja hefur búið í Bandaríkjunum síðan 2013 en hún kemur oft til Íslands til að keppa í fimleikum til að eiga möguleika á að vera valin í landsliðið. „Það er Evrópumót í Glasgow í byrjun ágúst og ég var að frétta að ég væri komin í það og er ég augljóslega mjög ánægð með það, það var markmiðið.“ Lilja er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum í haust þar sem hún mun stunda nám við Seattle Pacific Uni-

Linda með stöllum sínum í liðinu. versity og þar mun hún að sjálfsögðu æfa fimleika af fullum krafti. „Ég er

að fara að vera í háskólafimleikum og er ég mjög spennt fyrir því.“

Víkurfréttir koma ekki út í næstu viku, 26. júlí, vegna sumarleyfa.

BLAÐIÐ KEMUR NÆST ÚT 2. ÁGÚST Víkurfréttavefurinn vf.is sinnir öflugri fréttaþjónustu og er alltaf opinn. Fréttaskot og fyrirspurnir sendist á vf@vf.is.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Iss! Að veiða lax er ekkert – hann Einar frændi minn veiddi einu sinni hval!

Veiði­mennskan

LOKAORÐ

Íslendingar elska laxveiði. Svo mikil er ástin á laxveiði að það minnir orðið á ást okkar á borðbúnaði frá Iittala, Jón í lit veggplöttum, lögum með U2 og Sálinni og hjólreiðum. En hver er ég að dæma? Maður sem býr á heimili sem prýtt er fyrrgreindum hlutum í meiri mæli en góðu hófu gegnir og þó ég þoli illa hljómsveitina U2 er ég ekki saklaus af því að hafa keypt mér allt of dýrt Cyclocross-reiðhjól sem ég hef notað sjaldnar en Saladmaster-rifjárnið sem mér áskotnaðist í pottakynningu um árið. Nú er svo komið að ég hef smitast af laxveiðidellu. Það gerðist eiginlega óvart, því þó ég hafi farið reglulega í laxveiði undanfarin tíu ár er það nýskeð að ég sækist í að vera úti í ánni. Áhugi minn lá nefnilega fremur í að veita félagsskap við bakkann og sjá um hina svokölluðu „gleðistund“. Þolinmæði mín hreinlega náði ekki yfir þá iðju að standa úti í á og bíða eftir því að fiskur myndi narta í örsmáa og fislétta flugu sem fest væri á glæran taum. Það var ekki fyrr en ég fann fyrstu tökuna, þegar ég missti fyrsta fiskinn, að ég fann eitthvað brjótast um innra með mér. Þetta var tilfinning sem ég hafði ekki fundið fyrir áður, ef frá eru teknar nokkrar veiðitilraunir á böllum í Stapanum. Þetta var veiðieðlið – veiðiþráin!

SÆVARS SÆVARSSONAR Þarna var hún og vá hvað ég ætlaði mér að næla í helvítið í næsta kasti (hér er ég að sjálfsögðu hættur að tala um böllin). Köstin urðu fleiri og veiðiferðunum fjölgaði og það tókst að lokum, með góðri hjálp frá gæða „gæd“, að ég veiddi „Maríuna“ við svo mikla gleði að nú er veiðigreddan orðin banvæn. Það er þó kannski rétt að árétta að hér er ég enn að tala um laxveiði, þ.e. þetta hefur ekkert að gera með Hildi Maríu, verðandi eiginkonu mína, því þó ég vilji nú meina að taktar mínir í Stapanum fyrir um 18 árum hafi verið álíka klunnalegir og tilþrif mín í ánni þurfti ég a.m.k. ekki aðstoð frá „gæd“ né örsmátt agn til að landa henni. Ætli megi ekki segja að agnið sé svona miðlungs ...

KOMA NÆST ÚT FIMMTU­DAGINN 2. ÁGÚST

Nokkuð hefur gengið á dýrið þó enn sé nokkuð í land með að klára allt kjötið.

Lúin langreyður á Nesjum

Langreyðurin sem rak á land við bæinn Nesjar á Hvalsnesi í ársbyrjun er þar ennþá í fjörunni alveg upp við land. Nokkuð sér á skepnunni og lyktin er ekki góð en fuglar og önnur dýr hafa haft mikið æti en eiga nokkuð í land með að klára hvalinn. Í frétt Víkurfrétta frá 9. janúar sl. segir að um sé að ræða 17 metra langt kvendýr. Langreyðurin var mögur og var langt undir meðalþyngd slíkra dýra en langreyður getur orðið yfir 20 metra löng og 70 tonn. Ekki voru sjáanlegir áverkar á dýrinu aðrir en þeir sem orðið hafa eftir núning við klappirnar í fjörunni. Spurningar vöknuðu um hvort langreyðurin hafi drepist vegna plast-

Langreyðurinn er alveg uppi við land í fjörinni við Nesjar á Hvalsnesi. VF-myndir/pket. mengunar. Sölvi Rúnar sagði við Víkurfréttir í janúar sl. að hvorki Þekkingarsetur Suðurnesja né Hafrannsóknarstofnun Íslands hafi kíkt í maga hvalsins. „Það þarf ekkert að vera að þetta sé plastmengun en á sama tíma getur það vel verið. Það fæst ekki staðfest nema með krufningu“. „Ég undirstrika þó að það er algjör-

lega óvíst úr hverju þessi hvalur drapst. Hvali rak á land löngu áður en plast kom til sögunar svo hann hafði leikandi getað verið veikur, ruglaður, slasaður eða gamall og það orsakað þetta mikla svelti. Hann hafði engin sýnileg ummerki um árekstur við báta né veiðarfæri,“ sagði Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 29. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 29. tbl. 2018

Víkurfréttir 29. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 29. tbl. 2018

Advertisement