Víkurfréttir 14. tbl. 46. árg.

Page 1


Víkurfréttir koma næst

út síðasta vetrardag, 23. apríl.

Stöndum vaktina á vf.is þangað til. Póstfangið er vf@vf.is

Edda Rut Björnsdóttir er framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip. Hún er upprunalega frá Garði en flutti til höfuðborgarinnar 19 ára gömul.

Frá Palestínu inn á Alþingi Íslendinga Fida Abu Libdeh, varaþingmaður í Suðurkjördæmi

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Óska breytinga

á aðalskipulagi og heimildar

fyrir 60 íbúðir

Líklegt er að á næstunni muni rísa sextíu íbúða hús á lóð þar sem verslun Nettó stendur við Iðavelli í Reykjanesbæ. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimilað auglýsingu á óverulegri breytingu á aðalskipulagi og auglýsingu á deiliskipulagi fyrir svæðið. Kanon arkitektar hafa lagt fram tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Svæði verslunar og þjónustu VÞ12, sem er lóð núverandi verslunar Nettó við Iðavelli, verði breytt í miðsvæði og byggingarmagn aukið. Á reitinn komi heimild fyrir sextíu íbúðum og byggingarmagn aukist úr 2.500 m2 í 7.650 m2. heildarstærð reitsins er 5000 m2.

Þá hafa JeES arkitektar óskað heimildar f.h. lóðarhafa KSK eignir ehf. til að auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi fyrir reitinn Iðavellir 14b og Vatnsholt 2.

Allt að 126 íbúðir á BYKO-reitinn við Víkurbraut

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Áætlað er að byggja allt að 126 íbúðir í fjölbreyttum stærðum á BYKO-reitnum við Víkurbraut 14 í Keflavík í fimm stökum fjölbýlishúsum í mismunandi stærðum í samræmi við umhverfið.

Bílastæði verða 1,5 á hverja íbúð. Húsin raðast á jaðar lóðar, svo hægt sé að skapa skjólgóðan inngarð á milli þeirra, þar sem íbúar Víkurbrautar 14 og nágrannar geta notið. Lögð er áhersla á heildstæða götumynd og samræmi milli eldri og nýrra mannvirkja, með uppskiptingu og hámarks hæðum, í takt við núverandi hús. Bílastæði verða ofanjarðar og í bílageymslu undir inngarði. Þetta kemur fram í ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir Víkurbraut 14 en þar er í dag verslun BYKO í Reykjanesbæ.

JeES arkitektar hafa lagt fram frumdrög að deiliskipulagstillögu f.h. Smáragarðs ehf. Markmið

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

deiliskipulagstillögunnar er að þétta byggð, styrkja götumyndir svæðisins, auka gæði, stuðla að heildstæðu yfirbragði byggðar-

innar og skapa lifandi og fallegt miðbæjarsvæði. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimilað að unnið sé deili-

Tillaga að tjaldstæði við kirkjuna í Höfnum

Sveinn Enok Jóhannsson hefur óskað eftir því að umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar taki afstöðu til hugsanlegs tjaldsvæðis á landi Reykjanesbæjar fyrir neðan bílastæði Kirkjuvogskirkju.

Í gögnum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins segir að 3000 m2 af landinu er skilgreint í aðalskipulagi undir verslun og þjónustu en tjaldsvæði fellur þar undir.

Mikill meirihluti ferðamanna byrja og enda ferðalag sitt á Reykjanesi og þar af er stór hópur sem leigir sér litla „camper-bíla“.

„Hér væri upplagt að útbúa svæði sem gæti tekið við 25-35 litlum bílum í bílastæði auk annarra ferðavagna. Sett verði niður 60 m2 aðstöðuhús með baðherbergjum og eldunaraðstöðu. Endanleg ásýnd og skipulag væri unnið með bæjaryfirvöldum,“

segir Sveinn Enok í erindi sínu til bæjaryfirvalda.

Fjallað var um erindið á 360. fundi umhverfis- og skipulagsráðs og nú hafa nánari gögn borist. Erindi var frestað á fundi ráðsins þann 4. apríl og felur umhverfisog skipulagsráð Gunnari Kr. Ottóssyni skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram út frá umræðum sem fram fóru á fundinum.

skipulag fyrir reitinn með fyrirvara um samþykki landeigenda um samkomulag vegna skipulagsvinnunnar.
Svona gæti ný byggð á bYKO-reitnum litið út verði hún að veruleika. mynd: JeES arkitektar.
Svona verður ásýndin verði áformin samþykkt. mynd: JeES arkitektar.

Hviða fjárfestingafélag Suðurnesja

Skógarbraut 945

Sími 420 3288

hvida@hvida.is hvida.is

Hviða fjárfestingafélag

Suðurnesja auglýsir eftir umsóknum

Umsóknarfrestur er frá 10. apríl - 15. maí

Hviða fjárfestingafélag Suðurnesja áður Eignarhaldsfélag Suðurnesja hefur gengið í gegnum nafnabreytingu til að endurspegla betur hlutverk sitt og framtíðarsýn. Nafnið Hviða táknar kraft og hreyfingu – sem minnir á Suðurnesin og möguleikana þar.

Við leitum að öflugum fyrirtækjum sem vantar fjármagn. Fyrirtækjum með góðar hugmyndir sem hafa vaxtarmöguleika á Suðurnesjum.

Sótt er um rafrænt á vefsíðu Hviðu fjárfestingafélags hvida.is. Á sömu vefsíðu er hægt að skoða fjárfestingastefnu og lánareglur sjóðsins.

Einnig má hafa samband við Snjólaugu Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra á netfangið snjolaug@hvida.is

Týnda Bakaríið í Innri-Njarðvík er auðfundið

Félagarnir Elvar Hauksson og Jón Árni Haraldsson kynntust þegar þeir lærðu til bakara í Menntaskólanum í Kópavogi árið 2016. Þeir hafa unnið hér og þar við iðnina síðan þá, Elvar var fluttur í InnriNjarðvík en Jón hafði búið í Grindavík í þrjú ár fyrir rýmingu í nóvember 2023. Félagarnir voru búnir að vera spá í að opna bakarí í Innri-Njarðvík og í kjölfar hamfaranna í Grindavík ákvað Jón og hans fjölskylda að flytja í Innri-Njarðvík og leitin að húsnæði fyrir bakaríið hófst. Leitin skilaði árangri í desember, þeir stukku á tækifærið, rifu allt innan úr húsinu og standsettu fyrir bakarí sem þeir opnuðu fimmtudaginn 3. apríl.

VIÐSKIPTI

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

langir vinnudagar

Viðtökurnar hafa farið langt fram úr væntingum félaganna að sögn Elvars en hvað fékk hann til að skella sér í bakarann á sínum tíma og hvernig kann hann við vinnutímann?

„Ég prófaði þetta á sínum tíma og fann strax að þetta ætti vel við mig. Það er ekki fyrir alla að vinna á nóttunni enda leitar líkaminn alltaf í að vilja vera í hvíld á nóttunni, maður finnur það alveg. Þetta venst hins vegar. Ég fann eftir grunnskóla að mig langaði að fara vinna, prófaði þetta og áhuginn hefur bara aukist eftir því sem ég bætti á mig menntuninni.

Það hefur lengi verið draumur hjá okkur að reka okkar eigið bakarí og

er ég hæst ánægður með afraksturinn hjá okkur Jóni að hafa komið þessu fyrirtæki á legg. Þetta er ört vaxandi samfélag hér og ég get ekki sagt annað en viðtökurnar hafi verið mjög góðar. Við höfum selt allt alla dagana og búið að vera fullt frá morgni til lokunar. Við vorum nokkuð vissir um að grundvöllur væri fyrir að opna bakarí hér því það búa það margir í Innri-Njarðvík, okkur skilst að þetta sé orðinn fjölmennasti hluti Reykjanesbæjar. Ég og konan mín erum frá Reykjavík og við bjuggum þar en ákváðum að setjast að í Innri-Njarðvík árið 2019 og höfum kunnað mjög vel við okkur. Við Jón höfum þekkst síðan við lærðum saman og höfðum lengi talað um að gaman yrði að opna saman bakarí og vorum búnir að vera skima eftir húsnæði en meiri alvara kom síðan í það eftir að hann og fjölskylda hans neyddust til að flytja frá Grindavík og fluttu hingað. Þetta húsnæði datt svo

„Ætli það sé ekki grófmöluðu kardimommurnar sem gerir útslagið í kleinunum okkar, þær eru mjög bragðgóðar og auðvitað viljum við reyna búa okkur til okkar sérstöðu en það er kannski ekki auðvelt að finna upp hjólið í bakstri, hins vegar er hægt að gera ýmislegt við hjólið.“

upp í hendurnar á okkur og við ákváðum að láta slag standa, fórum að leita að tækjum og það gekk vel, einn ofninn kemur t.d. frá Mosfellsbakaríi í Mosfellsbæ, annar frá Reyðarfirði. Það var ekki erfitt að komast á snoðir um tæki og tól, bakarasamfélagið á Íslandi er ekki stórt en er samt sem áður mjög öflugt.

Þetta hafa verið langir vinnudagar, bæði að koma öllu í stand og breyta húsnæðinu í bakarí, svo hefur verið brjálað að gera síðan við opnuðum en við kvörtum ekki, þetta er svokallað lúxusvandamál við að eiga“, segir Elvar.

Hjólið ekki fundið upp en ýmislegt hægt að gera við það

Líf bakarans er að vakna fyrir allar aldir og það á svo sannarlega við um félagana, annar er byrjaður að hnoða í fyrsta deigið kl. eitt að nóttu, hinn mætir kl. fimm, svona skipta þeir vikunum á milli sín. Sem betur fer eiga þeir góða fjölskyldu sem hefur hlaupið undir bagga með þeim og þegar blaðamann bar að garði, var Margeir, bróðir Jóns, við afgreiðslukassann og var stöðugur straumur fólks þann tíma sem blaðamaður

staldraði við. Eiginkonur þeirra beggja hafa að auki staðið vaktina við afgreiðslu frá opnun og hlaupið í hin og þessi störf tengd bakaraíinu undanfarna mánuði með strákunum.

Jón segir að Skinkuslaufan sé búin að vera vinsæl og svo hafa kleinuhringirnir og kleinurnar vakið verðskuldaða athygli, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Á meðan blaðamaður var inni kom kona sem sagði að barnabarnið sitt hefði smakkað hjá þeim kleinurnar og hafði orð á því að þetta væru bestu kleinur sem hann hefði nokkurn tíma smakkað!

„Ætli það sé ekki grófmöluðu kardimommurnar sem gera út-

slagið í kleinunum okkar, þær eru mjög bragðgóðar og auðvitað viljum við reyna búa okkur til okkar sérstöðu en það er kannski ekki auðvelt að finna upp hjólið í bakstri, hins vegar er hægt að gera ýmislegt við hjólið. Skinkuslaufurnar okkar hafa verið mjög vinsælar en við munum alltaf gera allt frá grunni. Súrdeigsbrauðin eru og munu líklega alltaf vera vinsæl og svo erum við að prófa okkur áfram með ýmislegt, þar hafa beyglurnar komið sterkar inn og fengið góðar viðtökur. Mér finnst ekki ólíklegt að við munum gera okkar eigin salöt þegar fram líða stundir, það finnst flestum gott að setja gott salat ofan á nýbakað brauð, við munum skoða það en þessir fyrstu dagar fara svolítið í að sjá hvernig landið liggur. Móttökurnar hafa verið ofboðslega góðar og við hlökkum til að þjónusta fólkið hér í kring. Við stefnum á að bjóða upp á tertur og kökur við hin ýmsu tilefni eins og fermingar, brúðkaup o.fl. Nú þegar eru nokkur fyrirtæki komin í reikning hjá okkur, það er gott að hafa fastan kjarna á hverjum morgni, það og fólkið af götunni er gott í bland. Við erum með barnahorn, það var mikið notað í aðdraganda opnunarinnar því við vorum hér með konunum okkar að gera allt klárt og börnin léku sér á meðan.“ aðrir njóta góðs af traffíkinni Búið var að byggja sólpall og sjá félagarnir fyrir sér að hann nýtist vel í sumar.

„Við munum pottþétt nýta sólpallinn í sumar, það er fátt betra en sitja í sólinni og gæða sér á nýbökuðu bakkelsi og kaffi, vonum bara að það verði nóg af sólinni í sumar. Við erum líka ánægðir með að heyra frá þeim sem eru með Kram-búðina hér við hliðina á okkur, það er búin að vera miklu meiri traffík hjá þeim síðan við opnuðum svo þetta tvennt helst vel í hendur, fólk kaupir í matinn og kaupir nýbakað hjá okkur” sagði Elvar.

Við Elvar vorum farnir að spá í þessu áður en ég þurfti að rýma Grindavík, það hefði ekki verið mikið mál að keyra á milli en okkur fjölskyldunni hefur liðið mjög vel hér í Innri-Njarðvík og fyrst við erum komin með eigin rekstur hér, geri ég ekki ráð fyrir að við munum flytja aftur til Grindavíkur en þó veit maður aldrei. Við vorum búin að búa þar í þrjú ár og dýrkuðum samfélagið en núna er nýr kafli tekinn við og við hlökkum til að baka gómsætt ofan í gesti og gangandi hér í Innri-Njarðvík. Við Elvar munum kappkosta að bjóða upp á fyrsta flokks gæði og tökum öllum opnum örmum,“ sagði Jón að lokum.

Frá vinstri,Kristín Snæfríður Sigurðardóttir, eiginkona Elvars, Elvar, Jón árni og rakel birna björnsdóttir, eiginkona Jóns árna.

Tíu útköll á sólarhring hjá Brunavörnum Suðurnesja

Alls voru 330 útköll þar sem óskað var eftir sjúkrabifreið á Suðurnesjum nýliðnum marsmánuði. Þar af voru 103 útköll í forgangi F1 og F2 sem eru hæstu forgangsviðbrögðin. Þetta gerir að jafnaði tíu útköll á sjúkrabíla á sólarhring. Slökkviútköll voru alls tuttugu og tvö í nýliðnum mars, þar af tíu í forgangi F1 og F2.

Djúpa laugin í Sundhöllinni aldrei heitari

n Búið að samþykkja niðurrif á húsinu

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti á dögunum eld sem logaði í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í rusli í dýpri enda sundlaugarinnar. Talsverðan reyk lagði frá brunavettvangi og yfir nálæga byggð.

Gamla Sundhöllin hefur átt betri daga en gamla laugin hefur aldrei verið heitari en einmitt þennan dag. Sundhöllin sjálf er hins vegar illa farin eftir tíð innbrot og skemmdarverk.

Slökkviliðið var fljótt að ráða niðurlögum eldsins og þurfti ekki að reykræsta eftir að eldurinn hafði verið slökktur.

Það verður hlutskipti byggingarinnar að verða rifin og mun húsið víkja fyrir nýrri byggð sem mun rísa á svæðinu á næstu árum.

Alla

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að búið sé að samþykkja niðurrif og vonandi verði sem fyrst ráðist í uppbyggingu á þessum reit.

leið á öruggari dekkjum

Suðurnesjakona nýr framkvæmdastjóri

Sjálfstæðisflokksins

„Það er mér mikill heiður og ánægja að fá þetta tækifæri. Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga verkefni, vinna með frábæru fólki innan flokksins og leggja mitt af mörkum til að efla starfsemi Sjálfstæðisflokksins um allt land,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Björg Ásta er fædd og uppalin í Keflavík og er búsett á Suðurnesjum ásamt sambýliskonu sinni, Ósk Laufeyju Breiðfjörð, og eiga þær saman þrjú börn.

Björg Ásta Þórðardóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað hjá lög-

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða

Ægisíðu

Klettagörðum

reglunni á Suðurnesjum og síðast sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Björg hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Hún er fædd og uppalin á Suðurnesjum og á að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum félagsliðum og landsliðinu. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta, m.a. sem fulltrúi í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hefur hún gegnt formennsku í MS-félagi Íslands.

Michelin Cross Climate 2

• Sumardekk fyrir norðlægar slóðir

• Öryggi og ending

• Halda eiginleikum sínum vel út líftímann

• Gott grip við allar aðstæður

• Endingarbestu sumardekkin á markaðnum

Michelin e-Primacy

• Öryggi og ending

• Frábært grip og góð vatnslosun

• Einstakir aksturseiginleikar

• Ferð lengra á hleðslunni /tanknum

• Kolefnisjafnaður flutningur frá framleiðanda

Michelin Pilot Sport 5

Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu

Veita óviðjafnanlega aksturseiginleika Frábært grip og góð vatnslosun

Endingarbestu dekkin í sínum flokki

Hér má sjá b-vaktina hjá brunavörnum Suðurnesja sem fluttu sjúkling um borð í sjúkraflugvél á Keflavíkurflugvelli.
Frá slökkvistarfi við gömlu sundhöllina í Keflavík í lok marsmánaðar. VF/Hilmar bragi

ORÐALEIT

Finndu tuttugu vel falin orð

PÁSKAHÁTÍÐ SÓÐI

KROSS

PÁSKALAMB

Gangi þér vel!

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Bílaviðgerðir

Smurþjónusta    Varahlutir

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS

n Bláa Lónið hélt uppi merkjum Hitaveitunnar á upphafsdögum þess:

GAMLA FRÉTTIN

Koma þurfi upp lágmarksaðstöðu við Bláa Lónið

Á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja í apríl 1985, fyrir nákvæmlega fjörutíu árum síðan, sagði Ingólfur Aðalsteinsson, forstjóri fyrirtækisins að Bláa Lónið, þá á sínum upphafsdögum, héldi uppi merki Hitaveitunnar um allan heim. Þetta kemur fram í frétt í Víkurfréttum frá aðalfundi HS þetta ár. Ingólfur sagði á fundinum að lónið hefði mikið aðdráttarafl og væri vitað um erlenda hópa á leiðinni til Íslands til að kynnast lóninu. Enda væri svo komið, að lónið héldi uppi merki Hitaveitunnar um allan heim. En til að taka á móti gestum þyrfti að koma upp lágmarksaðstöðu fyrir fólk til að hafa fataskipti og slíkt kostaði 5 milljónir króna. Lagði hann til að Hitaveita Suðurnesja tæki að sér að kosta slíka aðstöðu.

Tómas Tómasson, þá forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Keflavík og Eiríkur Alexandersson, þá framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sögðu allir að menn þyrftu að snúa bökum saman og þetta gæti verið fyrsta skrefið til að koma upp heilsustöð, möguleikarnir væru ótakmarkaðir. Lögðu þeir áherslu á að koma þyrfti upp góðri aðstöðu og koma þyrfti í veg fyrir hneisu og skaðabótakröfu ef aðstaða væri ekki fyrir hendi. Slíkt væri dýrara en að koma upp lágmarksaðstöðu. Svo mörg voru þau orð í VF frétt fyrir fjörutíu árum. Nú er Bláa Lónið vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna og eitt verðmætasta fyrirtæki á Íslandi.

Mikið líf í mars – en apríl byrjar rólega

Það var mikið um að vera í mars, og nú er apríl mættur – þó hann byrji frekar rólega. Veðrið hefur ekki verið upp á sitt besta og hrygningarstopp er fram undan.

Netabátar við Sandgerði

Tveir stórir netabátar hafa verið á veiðum undan Sandgerði. Erling KE hefur landað 59 tonnum í þremur róðrum, þar af 22 tonnum í einni löndun. Hinn báturinn er Saxhamar SH frá Rifi. Ástæða þess að Saxhamar SH landar í Sandgerði er sú að hann tekur þátt í netaralli. Hann hóf veiðar í Faxaflóa og landaði þá í Reykjavík, en er nú að skoða svæðin frá Garðskaga og út að Röstinni, meðfram Eldey. Saxhamar SH hefur landað tvisvar í Sandgerði, samtals 59 tonnum –þar af voru 37 tonn í einni löndun.

Saga Saxhamars SH og tenging við Suðurnes

Saxhamar SH á sér djúpar tengingar við Suðurnesin, sérstaklega Grindavík. Hann var smíðaður í Austur-Þýskalandi árið 1967 og var einn af átján svokölluðum Bozenborger-bátum sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga. Nokkrir þeirra voru gerðir út frá Suðurnesjum, meðal annars Dagfari GK og Keflvíkingur KE.

Þegar Saxhamar SH kom nýr til landsins bar hann nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. Það má enn sjá í stefninu leifar af upprunalega skráningarnúmerinu, GK 225, sem soðið var í bátinn þegar hann kom til Grindavíkur. Báturinn var lengi gerður út frá Grindavík. Árið

1987 fór hann í miklar breytingar í Danmörku, þar sem hann fékk það útlit sem hann ber í dag. Stærsta breytingin var ný og hærri brú, og íbúðir voru færðar aftar undir hana – áður voru þær fremst í bátnum, eins og var á öllum þessum átján bátum. (Ég sjálfur var á tveimur slíkum og man vel eftir þessum íbúðum fremst í bátunum.)

Nafnið Hrafn Sveinbjarnarson lifir enn

Fyrsti eigandi bátsins var Þorbjörn ehf. í Grindavík. Fyrirtækið átti þá þrjá báta sem báru nafnið Hrafn Sveinbjarnarsson, aðgreinda með rómverskum tölustöfum: Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255 Hrafn Sveinbjarnarsson II GK 10 Hrafn Sveinbjarnarsson III GK 11 Þetta nafn lifir enn í íslenskri útgerð, því einn arftaki Þorbjarnar ehf., Blika Seafood, gerir nú út frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255. Má því segja að nafnið hafi verið í stöðugri notkun í 58 ár.

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Það sem af er apríl hefur sá togari ekki landað afla, en hann kom um miðjan mars til Hafnarfjarðar með 680 tonna afla. Þar af voru 284 tonn þorskur, 200 tonn ufsi og 115 tonn karfi. togaralöndun í grindavík

Í Grindavík hafa nokkrir togarar landað undanfarna daga. Þar má nefna: Vörður ÞH – 97 tonn, Áskell ÞH – 102 tonn, Vestmannaey VE –63 tonn, Jóhanna Gísladóttir GK – 72 tonn og Bergur VE – 60 tonn. Aflinn frá Verði ÞH og Áskeli ÞH var að hluta fluttur til Grenivíkur og unninn þar. Aflinn frá hinum bátunum var unninn hjá Vísi ehf. í Grindavík. Þá landaði Sighvatur GK einnig hjá Vísi – með 88 tonn í einni löndun.

Sporthússins ásamt þeim Helgu og bjarka bjarki kírópraktorum. VF/pket.

Kírópraktorstofa Íslands í Sporthúsinu á Ásbrú

Kírópraktorstofa Íslands er að hefja starfsemi í Sporthúsinu á Ásbrú en hún hefur verið starfrækt síðan 2010 í Sporthúsinu í Kópavogi. Helga Björg Þórólfsdóttir, einn eigenda stofunnar segir það ánægjulegt að fá aðstöðu í Reykjanesbæ en margir Suðurnesjamenn hafa sótt þjónustuna til þeirra í Kópavogi. Ari Elíasson í Sporthúsinu á Ásbrú segir það ánægjulegt að geta aukið þjónustuna en töluvert hafi verið spurt um hana.

Til að byrja með verður kírópraktor í Sporthúsinu á Ásbrú tvo daga í viku, mánudaga og miðvikudaga en svo er stefnt að því að hafa opið alla virka daga.

Helga er afar ánægð með aðstöðuna í Sporthúsinu á Ásbrú en í meðferðum er nauðsynlegt fyrir fólk að geta stundað æfingar með og þá er allt til alls í Sporthúsinu.

En hvað gera kírópraktorar?

„Við erum sérfræðingar í greiningum og meðferð á stoðkerfisvandamálum. Við kennum fólki líka að gera æfingar sem hjálpa

til við að laga vandann en það er líka mikilvægt að æfingarnar séu gerðar rétt. Þess vegna er gott að hafa aðgang að tækjasalnum í Sporthúsinu,“ segir Helga. Helstu ástæður þess að fólk leiti til kírópraktora séu verkir í líkamanum á borð við bakverki og höfuðverki og oft eru önnur vandamál sem fólk tengir ekki endilega við þessa verki eins og stirðleiki og svefnvandamál sem leysast einnig þegar farið er að vinna í vandanum. „Í fyrsta tímanum förum við vel yfir alla sjúkrasögu viðkomandi

Aðalfundur

og skoðum líkamann sem heild til að finna hvar raunvandinn liggur. Við notumst við greiningar með röntgenmyndatöku þegar það á við og erum með röntgenmyndavél á stofunni í Kópavogi.“

Kírópraktorar eru með 4-5 ára háskólanám að baki og hafa kírópraktorar Kírópraktorstofu Íslands útskrifast frá skólum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Starfsmaður stofunnar á Ásbrú verður fyrst um sinn Bjarki Rúnar Sigurðsson en hann hefur auk kírópraktornáms lokið ÍAK styrktarþjálfunarnámi. Hægt er að bóka tíma í gegnum noona bókunarappið eða með því að hafa samband við stofuna í síma 5272277 eða kpi@kpi.is.

Aðalfundur Verkalýðs-og sjómannafélags

Keflavíkur og nágrennis 2025 verður haldinn í Krossmóa 4a, 5. hæð miðvikudaginn 23. apríl kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Kosning í fulltrúaráð FESTA

3. Önnur mál.

Kaffiveitingar verða á fundinum og við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn.

Leita að öflugum fyrirtækjum og hugmyndum sem skapa störf á Suðurnesjum

n Hviða fjárfestingafélag Suðurnesja (áður Eignarhaldsfélag Suðurnesja) styður verkefni og nýsköpun.

n Opið fyrir umsóknir til 15. maí á hvida.is

Hviða fjárfestingafélag, áður Eignarhaldsfélag Suðurnesja, hefur gengið í gegnum nafnabreytingu til að endurspegla betur hlutverk sitt og framtíðarsýn. Nafnið Hviða táknar kraft og hreyfingu sem minnir á Suðurnesin og möguleikana þar.

Samhliða nýju nafni hefur félagið opnað nýjan vef hvida.is að sögn Snjólaugar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Hviðu fjárfestingarfélags.

„Hviða var stofnað í þeim tilgangi að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum og kemur að stofnun bæði stórra og smárra félaga. Félagið styður metnaðarfull verkefni og nýsköpun með hlutafjárfjárfestingum ásamt lánum.

Það leitast einnig við að efla fjölbreytni og vöxt í atvinnulífinu. Með nýju nafni og skýrri stefnu viljum við ná betur til þeirra sem eru að leita að fjármögnun og samstarfi við traustan fjárfesti. Við leitum að öflugum fyrirtækjum og hugmyndum sem skapa störf á Suðurnesjum og geta skapað verðmæti til framtíðar,“ segir Snjólaug.

mikilvægur stuðningur við fyrirtæki á Suðurnesjum

Hviða fjárfestingafélag er að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, Byggðastofnunar, sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Festu lífeyrissjóðs. Félagið hefur tekið þátt í uppbyggingu á mörgum verkefnum og fyrirtækjum á Suðurnesjum sem náð hafa góðum árangri. Dæmi um fyrirtæki sem félagið er aðili að í dag eru m.a. GeoSilica, Orf Líftækni, Bio effect hf., DMM lausnir og nýjasta fyrirtækið er Kaffi Gola á Hvalsnesi.

„Þessi félög komu öll til okkar á snemmstigum rekstrarins. Algengt er að fyrirtæki fái styrki til nýsköpunar og uppbyggingar og svo þegar kemur að því að komast á næsta stig þá er takmarkað aðgengi að fjárfestingarsjóðum og lánalínum. Á þessu stigi er sjóðsstreymi ennþá frekar lítið og áhættan mikil en fyrirtækið þarf fjármagn til að geta komist á næsta stig sem felur þá í sér ýmist kaup á búnaði til að auka afkastagetu, þróun og/eða breikkun á vörulínum, markaðssetningu, ráðningu á fleira starfsfólki og þess háttar. Þarna kemur Hviða fjárfestignafélag mjög sterkt inn. Við erum bæði að lána

... Við erum bæði að lána og kaupa hlutafé. Fyrirtækjum er síðan boðið að kaupa okkur út aftur á hagkvæmum kjörum. Fyrirtækin fá þá fé inn í fyrirtækið þegar það vantar en eignast svo aftur sinn hluta og geta selt hann öðrum með ágóða þegar fyrirtækið er komið í rekstur...

og kaupa hlutafé. Fyrirtækjum er síðan boðið að kaupa okkur út aftur á hagkvæmum kjörum. Fyrirtækin fá þá fé inn í fyrirtækið þegar það vantar en eignast svo aftur sinn hluta og geta selt hann öðrum með ágóða þegar fyrirtækið er komið í rekstur,“ segir Snjólaug.

Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á vef Hviðu fjárfestingafélags hvida. is. Opið er fyrir umsóknir til 15. maí. Mikill kraftur, dugnaður og sköpunargleði ríkir á Suðurnesjum og er Hviða mikilvægur bakhjarl við atvinnuppbyggingu. Hvetur félagið fyrirtæki hérna á svæðinu að sækja um á vefnum hvida.is

Stjórnin.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

ari í tækjasal
Páll Ketilsson pket@vf.is
Kaffi gola er dæmi um fyrirtæki sem hefur notið stuðnings Hviðu.
Snjólaug Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Hviðu.

Erfitt

að stíga í ræðustól Alþingis í fyrsta skipti

-segir Fida Abu Libdeh, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi

„Það er erfitt að lýsa með orðum þeirri tilfinningu að stíga í ræðustól Alþingis í fyrsta sinn. Þetta var ekki bara formleg stund, þetta var djúpt persónulegt augnablik. Ég fann fyrir þakklæti, auðmýkt og þeirri sterku tilfinningu að þetta væri stórt skref, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir samfélagið sem ég kem úr,“ segir Fida Abu Libdeh, annar varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi en hún tók sæti á Alþingi nýlega og flutti þá sína jómfrúarræðu.

„Ég hugsaði til Suðurnesja, samfélags sem hefur mótað mig og kennt mér gildi samstöðu, baráttu og vonar. Þar er hugmyndaríkt og duglegt fólk, frumkvöðlar, fjölskyldur og fyrirtæki sem eru að skapa eitthvað, stundum við mótvind. Ég vil vera þeirra rödd, standa með þeim sem vilja framtíð hér heima, sem sjá tækifæri í nýsköpun, menntun og uppbyggingu atvinnulífs.

Það sem knýr mig áfram er löngunin til að sjá raunverulegar breytingar, að styðja við þau sem eru að byggja upp, og tryggja að

raddir fólksins heyrist. Ég vil sýna með mínum verkum að ég er hér til að hlusta, læra og leggja mitt af mörkum – af heilindum, með hjartað á réttum stað.

Alþingi hefur tekið mér opnum örmum. Það er virkilega góð tilfinning að vera á vinnustað þar sem allir vilja gera sitt besta fyrir samfélagið. Hér er fólk sem leggur sig fram um að tryggja lýðræði, styðja hvert annað og bæta kerfin sem við treystum á.

Og svo verð ég að viðurkenna, það er líka óvænt hlið á þessu öllu. Á alþingi er mjög góður matur og síðdegiskaffi með því besta sem til er! Ég held ég hafi bætt nokkrum kílóum á mig á fyrstu dögunum en ég bætti líka við mig von, orku og trú á verkefnið framundan,“ sagði Fida sem er einn þekktasti frumkvöðull landsins.

Frá Palestínu inn á Alþingi Íslendinga

Fida kom til Íslands frá Palestínu og hefur búið hér og síðasta áratuginn byggt upp fjölskyldu og frumkvöðlafyrirtæki. Víkurfréttir útnefndu hana Mann ársins á Suðurnesjum árið 2014. Hér er texti sem var birtur við það tækfæri:

Frumkvöðullinn Fida Abu Libdeh sem stofnaði nýlega nýsköpunarfyrirtækið Geosilica á Ásbrú er „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“.

Hún kom 16 ára frá Palestínu, gekk í menntaskóla í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdentsprófi vegna erfiðleika með íslenskuna. Hún vildi mennta sig meira og gera meira á lífsleiðinni en var komin í öngstræti þegar hún uppgötvaði háskólabrú í Keili á Ásbrú. Þar var hún greind með lesblindu og fékk viðeigandi hjálp til að halda áfram að læra. Það gerði hún með stæl, lauk stúdentsprófi og síðan í framhaldinu þriggja ára háskólanámi í umhverfis- og orkutæknifræði. Hún stofnaði síðan frumkvöðlafyrirtæki með skólafélaga sínum Burkna Pálssyni og nú um áramótin kom vara

Störf

Akurskóli

Hönnun og smíði

Tónmenntakennari

Njarðvíkurskóli

Kennari í list- og verkgreinum

Stapaskóli

Kennari á leikskólastig

Leikskólinn Hjallatún

Kennari í list- og verkgreinum

þeirra á markaðinn en það er hágæða kísilfæðubótarefni, unnið úr náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli. Hún lét ekki þar við sitja á menntunarbrautinni heldur fór samhliða vinnu sinni í nýja fyrirtækinu í MBA nám í Háskólanum

í Reykjavík sem hún klárar næsta vor. Það var ekki alveg nóg því hún bætti við þriðja barninu en hún er gift Jóni Kristni Ingasyni viðskiptafræðingi. Fjölskyldan býr á Ásbrú og var með fyrstu íbúunum sem flutti þangað árið 2007.

Ólafur Guðmundsson: Alæta á súkkulaði

Hvað ætlar þú að gera um páskana?

Ég ætla að njóta þess að vera í fríi með fallegu fjölskyldunni minni.

Gefur þú mörg páskaegg?

Nei ég á ekki von á því, gæti orðið eitthvað samt.

Hvernig páskaegg langar þig í?

Ég er alæta á súkkulaði, þannig að þetta er allt dásamlegt.

...Ég hugsaði til Suðurnesja, samfélags sem hefur mótað mig og kennt mér gildi samstöðu, baráttu og vonar. Þar er hugmyndaríkt og duglegt fólk, frumkvöðlar, fjölskyldur og fyrirtæki sem eru að skapa eitthvað, stundum við mótvind...

Jómfrúarræða Fidu á Alþingi fjallaði um Keili og konur

Virðulegi forseti. Ég stíg hér í dag í ræðustól með eldmóð í hjarta og þrá eftir breytingum, ekki aðeins fyrir nýsköpun heldur fyrir alla þá sem hafa staðið utan kerfis. Ég er að tala fyrir landsbyggðina, ég er að tala fyrir nýsköpun, ég er að tala fyrir konur í nýsköpun. Þær hafa oft misst af tækifærum vegna ójafnræðis. Ég flutti til Suðurnesja sem ung kona með drauma og vonir eftir að hafa barist fyrir því að fá tækifæri til að öðlast menntun. Í Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, opnaðist leið mín til nýsköpunar og framtíðar en nú ríkir óvissa í okkar heimabyggð. Keilir sem hefur verið lykilstofnun menntunar og nýsköpunar berst fyrir tilveru sinni. Ef stuðningur við skólann hverfur, hvaða tækifæri höfum við á Suðurnesjum? Þetta er ekki bara mál landsbyggðarinnar heldur mál kvenna. Þegar hallar á landsbyggðina þá hallar

Hvað ætlar þú að gera um páskana?

Við fjölskyldan ætlum saman til Tenerife í tilefni af sextugsafmæli pabba.

Gefur þú mörg páskaegg?

Nei, ég hef ekki verið að gera það. Hvernig páskaegg langar þig í?

Perluhnappaegg frá Nóa Síríus.

Hvað er í páskamatinn?

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar

Starfsfólk í sumarafleysingar

Velferðarsvið Hópastarf með börnum

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ?

Almenn umsókn

Hvað er í páskamatinn?

Það er Pálínuboð með hlaðborði, allskonar góðmeti.

Hvað hefur gott gerst hjá þér nýverið?

Við eignuðumst hús aftur eftir að hafa verið heimilislaus í eitt ár.

Hvað hefur vont gerst?

Við hröktumst úr Grindavík sökum náttúruhamfara og misstum dásamlega samfélagið okkar í Grindavík.

Það verður eitthvað gott á veitingastað á Tene. Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna?

Amma Dúdda, hún er 93 ára í dag. Hvað hefur gott gerst hjá þér nýverið?

Við systur buðum mömmu til Baltimore í tilefni afmælis hennar sem var ótrúlega vel heppnuð ferð. Hvað hefur vont gerst?

Síðasta gos í Grindavík kemur upp í hugann, það venst aldrei.

á konur og hallar á konur í nýsköpun. Við höfum takmarkað aðgengi að fjármagni, við höfum takmarkað aðgengi að ráðgjöfum. Við höfum líka lítið tengslanet. Við verðum að tryggja að háskólanám, starfsnám, endurmenntun og frumkvöðlasetur verði aðgengileg í okkar heimabyggð á Suðurnesjum þar sem ungt fólk og frumkvöðlar, ekki síst konur, konur af erlendum uppruna, fá tækifæri til að vaxa og blómstra. Það þarf skýra áætlun um menntasetur á Suðurnesjum sem byggir undir framtíðarsýn svæðisins. Ég skora á hæstv. forsætisráðherra og ríkisstjórnina í heild að horfa til landsbyggðarinnar og stöðu kvenna sem lykilatriðis í framtíðarsýn þjóðarinnar og hefja alvöruuppbyggingu þar sem nýsköpun, menntun og jafnrétti mynda órofa heild. — Takk fyrir.

Davíð Eldur Baldursson Í þægilegum sokkum

Hvað ætlar þú að gera um páskana? Við fjölskyldan ætlum saman til París yfir páskana. Höfum aldrei farið þangað saman og hlökkum mikið til að heimsækja Ástrík, Steinrík, Mónu Lísu og okkar menn í PSG.

Gefur þú mörg páskaegg? Þau verða líklega fjögur talsins. Kona og þrír drengir velja sér eitthvað. Hvernig páskaegg langar þig í? Hef verið í einhverjum lakkrísleiðangri síðustu ár en sá eitthvað með saltkaramellu um daginn og varð spenntur. Kominn valkvíði.

Hvað hefur gott gerst hjá þér nýverið? Sannarlega eru góðu hlutirnir óteljandi. Ég fæ að fylgjast með og hjálpa strákunum mínum að vaxa og dafna og fyrir mér er sú vegferð sú langsamlega mest gefandi og góð. Fyrir utan það, þá er ég að vinna ákveðið verkefni með góðum vini mínum sem mér finnst mjög áhugavert, fékk nýjan bíl í mars sem ég er ánægður með og er flesta daga í þægilegum sokkum.

Sendum okkar bestu óskir um

gleðilega páska

Íslandshús

Verkalýðs- og sjómannafélag

Keflavíkur og nágrennis

Förum gætilega um páskana og komum heil heim

Suðurnesjakonan Edda Rut Björnsdóttir flutti í höfuðborgina eftir nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og í trompetleik í tónlistarskólanum.

Hefur alla tíð fundist gaman að vinna

Lærði að vinna á unglingsárum í Nesfiski og en hefur eftir háskólanám verið í stjórnunarstöðum hjá stórum fyrirtækjum í Reykjavík.

Unir hag sínum vel núna hjá Eimskipum.

Edda rut björnsdóttir er framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip. Hún er upprunalega frá garði en flutti til höfuðborgarinnar 19 ára gömul. Hún hefur starfað víða og unnið sig hátt upp í atvinnulífinu. í dag býr hún með eiginmanni sínum og fjórum dætrum í garðabæ og hefur alltaf nóg að gera.

Edda Rut ólst upp í Garði og segir að því fylgdi mikið frelsi að vera utan að landi.

Hún lýsir því hvernig umhverfið er í Garði með fjörunni, bryggjunni og síkinu sem var ákveðið leiksvæði þar sem hún gat komið og farið hvenær sem henni sýndist. Foreldrar Eddu voru ung þegar þau áttu hana og hún því heppin að hafa ömmu og afa og langömmu og langafa öll á svæðinu þegar hún var að alast upp. Hún var í Gerðaskóla alla sína grunnskólagöngu og fór svo á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún lærði einnig á trompet og kallaði tónlistarskólann sitt annað heimili. Edda spilaði líka fótbolta með Víði í Garði og Reyni í Sandgerði og á nokkra meistaraflokksleiki með þeim. Edda segist alltaf hafi verið vinnusöm. „ Ég hef alltaf verið mikil vinnukona og maður lærði að vinna í Garðinum. Ég vann í Nesfiski mörg sumur sem var hliðina á heimili mínu, þar lærði maður hvernig hlutirnir virka, að taka til hendinni og að það þýðir ekkert að vera drolla. Hér var verið að vinna í akkorði sem hentaði mér mjög vel á þeim tíma og mér hefur alla tíð fundist mjög gaman að vinna.“

Frá trompetinu í tölvunarfræði

Eftir fjölbraut flutti Edda til höfuðborgarinnar þar sem hún byrjaði að vinna fyrir BT/Tæknival. Þar lærði hún á kassakerfin þeirra og segir að það hafi verið upphafið að næstu átta árum þar sem hún starfaði í upplýsingatæknigeiranum við verslunarlausnir m.a. í tölvudeild Baugs (nú Haga) og hjá Þekkingu. Svo byrjar hún í tölvunarfræði við Háskóla Reykjavíkur. „Á þessum tíma þurfti maður að vera orðinn 25 ára til að fá að byrja í háskóla með vinnu nema sérstakar aðstæður væru. Það fór því svo að Árni Sigfússon, forstjóri Tæknivals á þeim tíma skrifaði sérstakt meðmælabréf til að selja það að ég ætti að fá inngöngu inn í háskólann með vinnu því mér fannst svo gaman í vinnunni að ég tímdi ekki að hætta.“

tölvunarfræði sem val í Háskóla Reykjavíkur árið 2007.

Ný áskorun

„Ég hef alltaf verið mikil vinnukona og maður lærði að vinna í Garðinum. Ég vann í Nesfiski mörg sumur sem var hliðina á heimili mínu, þar lærði maður hvernig hlutirnir virka, að taka til hendinni og að það þýðir ekkert að vera drolla.“

Hún segir að það hafi verið mjög góð upplifun að vera í Háskólanum í Reykjavík og segir að hópvinnan og tengingin við atvinnulífið standi klárlega uppúr. En þegar hún er 24 ára skipti hún yfir í annað fag og kláraði gráðu í viðskiptafræði með

Fljótt eftir útskrift fór Edda að vinna hjá Íslandsbanka sem hún var hjá í tólf ár. Hún byrjaði að vinna við netbankann hjá þeim en fór síðan fljótlega yfir á fyrirtækjasvið, þar sem hún var í nokkrum hlutverkum og að lokum forstöðumaður á fyrirtækja- og fjárfestingasviði í sölu og viðskiptastýringu. Eftir tólf ár í bankanum fannst henni kominn tími á breytingu og árið 2019 tók Edda við starfi markaðs- og samskiptastjóra. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, og Edda höfðu unnið mikið saman í Íslandsbanka og eftir nokkur samtöl þeirra á milli var niðurstaðan sú að hún fór yfir

til Eimskips. Hún segir að það hafi verið stór ákvörðun. „Ég þekkti forstjórann en nánast engan annan og hafði ekki verið í sambærilegri stöðu áður og vissi lítið hvað snéri upp og niður í flutningum.“

Það gekk hins vegar vel og eftir aðeins eitt ár tók hún við stöðu framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs þegar tvö svið voru sameinuð. Þar bar hún ábyrgð á mannauðs-, markaðs- og sjálfbærnimálum félagsins ásamt fjárfestatengslum og fjölmiðlasamskiptum. En síðastliðinn nóvember tók hún við innanlandsviðinu þar sem hún ber ábyrgð á öllum akstri, svæðisskrifstofum, vöruhúsum og frystigeymslum Eimskips á Íslandi ásamt ferðaþjónustufyrir-

tækinu Sæferðum á Breiðafirði en á sviðinu starfa í heildina um 400 manns.

„Það er frábær andi í Eimskip og mjög fjölbreyttur rekstur. Það er gaman að bera saman þessa tvo aðila því í Eimskip er þjónustan svo meira áþreifanleg. Þú sérð bílana sem eru keyrandi út um allt og skipin siglandi og þetta er mikið raunhagkerfi þar sem við styðjum við lífsgæði og verðmætasköpun í landinu. Við erum mikið með puttann á púlsinum um hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Ef það er margt í gangi þá er mikið að gera hjá okkur en svo róast þjóðfélagið og þá við finnum það.“ Edda er mikið á ferðalagi um stöðvar fyrirtækisins á landinu

Edda með dóttir sinni, Karen lilju tryggvadóttur.
með vænan fisk í Þveránni.

Viðtal: Þórður Ari Sigurðsson, nemandi í blaðamennsku í Háskóla Íslands.

um þessar mundir og er að kynnast starfsemi og „fá aðeins að kíkja undir húddið“ eins og hún segir. Edda segir mikilvægt að skilja reksturinn og kynnast fólkinu.

„Þó ég hafi verið í framkvæmdastjórn félagsins lengi þá þekkti ég Eimskip á breiddina en núna er maður að fara meira á dýptina á innanlandssviðinu sem er mjög skemmtilegt.

Maður verður að vera hugrakkur og grípa tækifærin þegar þau gefast, það er erfitt að finna réttan tíma því tækifærin koma ekki alltaf á þeim tíma sem hentar þér. Eitt sem ég fann þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í viðskiptalífinu var að mitt tengslanet var ekki eins sterkt, komandi af landsbyggðinni. Það er minni púllía sem fylgir þér út í atvinnulífið af fólki sem þú

„Ég myndi segja að maður þurfi að vera hugrakkur,” segir Edda spurð um ráð til ungs fólks sem vill hasla sér völl í viðskiptum og stjórnun.

Ársfundur 2025

Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand

Hótel Reykjavík, Sigtúni 28, mánudaginn

5. maí 2025 og hefst kl. 18:00.

Dagskrá fundar:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins

3. Önnur mál

Í stjórn sjóðsins eru:

Eyrún Jana Sigurðardóttir, formaður

Sigurður Ólafsson, varaformaður

Halldór Kristinsson

Kristín Magnúsdóttir

Silja Eyrún Steingrímsdóttir

Þór Hreinsson

Framkvæmdastjóri:

Gylfi Jónasson

bara þekkir, þannig að ég myndi því ráðleggja fólki líka að vera duglegt að tengja og kynnast fólki því þetta skiptir allt máli. Það skiptir máli að þekkja fólk og rækta það. Svo segi ég alltaf að ef þig langar að vaxa í starfi, þá er gott að vera þar sem breytingar eru. Þar eru tækifæri, ekki bíða og halda að allir sjái hversu vel þú ert að standa þig. Þú þarft líka að þora að segja, „hei ég væri í til í þetta“ og svo kemur bara já eða nei. Þannig að þetta er líka hugrekki sem þarf til.“

lífið í garðabænum

Edda er gift Tryggva Björnssyni og eiga þau fjórar dætur á aldrinum 11-21, þær Sóleyju Birtu, Kötlu, Ásu Kristínu og Karen Lilju. „Við búum í Garðabænum og njótum þess að vera saman. Elsta er rekstrarstjóri á veitingastað í Reykjavík, næst elsta er flutt út í atvinnumennsku í fótbolta til Kristianstad en stelpurnar eru á kafi í allskonar íþróttum.“ Tryggvi Björnsson eiginmaður hennar hefur komið að stofnun ýmissa félaga s.s. Viking Pay, Stofnhúsum, JTV og fleirum ásamt því að sinna ýmsum fjárfestingum.

„Mér finnst rosalega gaman að hreyfa mig og reyni að vera alveg grjót hörð í því mæta í ræktina klukkan sjö þrjá daga vikunnar með góðum hópi. Svo finnst mér rosalega gaman að veiða og er mikil laxveiðikona. Mér finnst líka gaman á skíðum en fyrir mér virka bæði veiðin og skíðin þannig að ég næ alveg að hreinsa hugann. Ekkert símasamband. Núna er ég búin að skrá mig á golfnámskeið. Nú þegar stelpurnar eru orðnar eldri hlýtur maður að finna sér tíma í það, ég er algjör byrjandi í golfinu en er hins vegar búin að skrá mig í golfmót í júní. Sjáum hvernig það fer,“ segir hún hlæjandi.

Edda með eiginmanni sínum tryggva.

Edda með gunnlaugi Sveinssyni, sem vinnu hjá Eimskip.

Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu meðan á honum stendur. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér það eru beðnir um að skrá sig á festa@festa.is í síðasta lagi kl. 12 á aðalfundardegi og fá þá uppgefna slóð til að tengjast.

Ávöxtun séreignardeildar 2024 Hrein eign séreignardeildar nam 1.867 milljónum króna í árslok 2024, þ.a. námu eignir sparnaðarleiðar II 1.656 milljónum króna. Hrein nafnávöxtun sparnaðarleiðar I, sem hóf starfsemi á miðju ári 2018, nam 8,8% eða 3,8% í hreina raunávöxtun. Sparnaðarleið II skilaði 14,4% í hreina nafnávöxtun eða 9,2% í hreina raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sparnaðarleiðar II undanfarin tíu ár er 2,9%.

vegleg dagskrá um

sjónvarp og hlaðvarp

hlaðvarp / sjónvarp

á dagskrá fimmtudaginn 17. apríl kl. 20:00

Birgir Guðbergsson hefur starfað við friðargæslu hjá Sameinuðu þjóðunum frá árunum 1994, fyrst á Balkanskaganum en síðar í Afríku. Birgir er núna sestur í helgan stein og hefur búið sér heimili bæði í Kenýa og Keflavík. Páll Ketilsson fékk Birgi til sín í upptökuver Víkurfrétta þar sem hann sagði frá lífinu í friðargæslunni og því sem á dagana hefur drifið. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og sum eftirminnilegri en önnur, hvort sem það var aðstoð við að grafa upp lík eða smíða bíl fyrir páfann.

Viðtalið við Birgi verður á dagskrá hjá Víkurfréttum á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl kl. 20:00. Viðtalið verður í spilara Sjónvarps Víkurfrétta á vf.is og í hlaðvarpsveitum eins og Spotify.

Sævar og nýju rafmagnsvagnarnir

tónleikaupptaka

á dagskrá laugardaginn 19. apríl kl. 20:00

Keflvíska gleðisveitin Breiðbandið kom saman á tónleikaröðinni Á trúnó í Bergi í Hljómahöll í vetur. Sjónvarp Víkurfrétta tónleikana og verða þeir sýndir í Sjónvarpi Víkurfrétta um páskana.

Upptakan verður sýnd laugardagskvöldið 19. apríl kl. 20:00 á vf.is.

Maður að nafni Bahram er búinn að nálgast þig á Facebook

fyrstu sjónvarpsþættirnir

á dagskrá föstudaginn 18. apríl kl. 20:00

Það eru komin sextán ár frá því Suðurnesjamagasín Víkurfrétta hóf göngu sína. Fyrstu tveir þættirnir fóru í loftið í mars 2009 en síðan þá hafa verið framleiddir rétt tæplega 500 þættir af sjónvarpsfólki Víkurfrétta.

Kraftmiklir ungir menn byggja um allan bæ

Miðlun, tengslamyndun og mikilvægi menntunar í náttúruvísindum

Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum var haldin í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ síðastliðna helgi að frumkvæði Reykjanes jarðvangs. Í undirbúningsnefndinni var fólk frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, félagi raungreinakennara, félagi grunnskólakennara, Science on Stage, Þekkingarsetri Suðurnesja og Reykjanes jarðvangi. Sambærilegar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár víða um land og því ánægjulegt að fá þennan viðburð á Reykjanesið þetta árið. Ráðstefnugestir voru rúmlega 50, kennarar af öllu landinu í leik-, grunn- og framhaldsskólum, ásamt fólki úr háskólasamfélaginu og öðrum sem tengjast menntun í náttúruvísindum.

Ráðstefnan hófst uppúr hádegi föstudaginn 28. mars og lauk með vettvangsferð um Reykjanesið eftir hádegi daginn eftir. Lagt var upp með að virkja þekkingu á svæðinu og nýta aðföng frá heimafólki.

Dagskráin var mjög spennandi, meðal annars tveir öflugir erlendir fyrirlesarar; Per Arild Konradsen – stofnandi First Scandinavia og Douglas Larkin, prófessor í náttúruvísindamenntun við Montclair State University. Þar fyrir utan byggðist dagskráin að mestu leyti upp af málstofum frá starfandi kennurum sem sögðu frá verkefnum og aðferðum sem þau hafa þróað í sinni kennslu, ásamt fjölbreyttum erindum frá Menntavísindasviði HÍ, umræðum um

ný hæfniviðmið, ýmis innlegg um STEM (skammstöfun á ensku yfir Science, Technology, Engineering, Mathematics), aðferðir til að þróa og miðla námsefni – svo fátt eitt sé nefnt.

Þekkingarsetur Suðurnesja bauð heim seinnipart föstudags þar sem Hanna María Kristjánsdóttir forstöðumaður Þekkingarsetursins kynnti þeirra fjölbreyttu og spennandi starfsemi. Ráðstefnugestir nutu veitinga frá veitingaþjónustunni Hjá Höllu sem hefur aðsetur í Sandgerði um þessar mundir og Litla brugghúsið í Garðinum var með kynningu á sinni framleiðslu. Á laugardagsmorgninum fengu ráðstefnugestir óvæntan bónus en deildarmyrkvi sólar var mjög sýni-

legur af svölunum í Sandgerðisskóla, ekki ský á himni og því fullkomnar aðstæður til að upplifa þennan sjaldgæfa atburð.

Eftir hádegi á laugardag var farið í 4 fjögurra tíma vettvangsferð um Reykjanes undir leiðsögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar frá GeoCamp Iceland. Reykjanesið skartaði sínu fegursta, með

sól og hressandi golu. Systurnar Nanný og Þórey Garðarsdætur komu hópnum á óvart við Gunnuhver, með heitu hverabökuðu rúgbrauði og fróðleik um svæðið. Í lok ferðar fengu gestir að sjá með eigin augum áhrif eldgosa og jarðskjálfta í Grindavík og við Svartsengi. Það lætur engan ósnortinn að sjá þær hamfarir sem þar hafa gengið yfir

á undanförnum mánuðum, en þetta var jafnframt góð áminning um mikilvægi náttúruvísinda, átthagaþekkingu, STEM og verkvits í skólakerfinu.

Svona ráðstefna er mikilvægur liður í faglegu starfi kennara sem koma að náttúrufræðikennslu, enda er þetta tengslamyndunarviðburður þvert á skólastig og fög –mikilvæg kennsla í náttúrufræðum á sér stað alveg niður í yngstu börn leikskóla og oft er slíkri fræðslu sinnt af öðrum en þeim sem formlega titla sig sem náttúruvísindakennarar. Því er dýrmætt að skapa vettvang til samtals milli kennara frá mismunandi skólum á ólíkum stigum af öllu landinu. „Ég tek alltaf eitthvað nýtt með mér af ráðstefnum og þessir dagar voru engin undantekning. Að hitta aðra kennara og deila reynslu var ómetanlegt. Eftir þessa ráðstefnu er ég með margar nýjar hugmyndir um hvernig ég get samþætt STEM í mína kennslu. Ráðstefnan var ekki bara fróðleg, heldur einnig hvetjandi - ég er full af innblæstri,“ sagði Hildur Sigfúsdóttir, náttúruvísindakennari í Heiðarskóla.

Leitum að öflugum aðila með reynslu af byggingavörum

Við leitum að kröftugum sölumanni með reynslu eða þekkingu á byggingavörum eða svipað, í timbursölu Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf í lifandi umhverfi. Við leitum að öflugum einstaklingi sem býr yfir mikilli þjónustulund, sýnir frumkvæði í starfi, er lausnamiðaður og býr yfir góðum samskiptahæfileikum.

Helstu verkefni í timburafgreiðslu eru sala og þjónusta við viðskiptavini, tilboðsgerð og

eftirfylgni tilboða ásamt tiltekt og afgreiðslu pantana til viðskiptavina og önnur almenn lagerstörf í timbursölu.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Við leggjum ríka áhersla á jákvætt hugarfar og að vinna saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.

Hæfniskröfur:

• Reynsla af byggingavörum og/eða meðhöndlun á þungavörur er mikill kostur

• Reynsla af tilboðsgerð er mikill kostur

• Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund

• Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð

• Góð tölvukunnátta

• Gott vald á íslensku

• Sterk öryggisvitund

• Lyftarapróf, J réttindi er kostur

Við leggjum ríka áherslu á liðsheild og góð samskipti og í Húsasmiðjunni ríkir skemmtilegur og líflegur starfsandi. Starfsmannafélag Húsasmiðjunnar er mjög öflugt og stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum yfir árið.

Skannaðu kóðann og skoðaðu starfið

Gildin okkar Áreiðanleiki Þjónustulund Þekking

Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um, óháð kyni.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Gísli Hlynur Jóhannsson rekstrarstjóri verslunar á gisli@husa.is

Sótt er um á ráðningarvef Húsasmiðjunnar www.husa.is/laus-storf. Umsóknarfrestur til 27. apríl 2025

Vilt þú vera með okkur í liði?

Nauðsynlegt að setja reglur um rafræna vöktun

Nauðsynlegt er að setja reglu varðandi beiðnir um uppsetningu öryggismyndavéla við stofnanir Reykjanesbæjar. Rafræn vöktun og öryggismyndavélar voru til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar og Andri Örn Víðisson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar, mætti á fundinn.

Bæjarráð ítrekar að farið sé eftir upplýsingaöryggisstefnu og persónuverndarstefnu sveitarfélagsins og að verkefni þeim tengd sé miðlað í gegnum upplýsingatæknideild sem sér um að koma þeim í réttan farveg í samvinnu við upplýsingaöryggisstjóra.

Unglingar í Heiðarskóla styrktu Minningarsjóð

Bryndísar Klöru með styrktarsýningu

Leiklistarval Heiðarskóla safnaði 103.000 krónum til styrktar Minningarsjóði Bryndísar Klöru með sérstakri styrktarsýningu sem haldin var í sal skólans í síðustu viku. Sýningin var hluti af hefð sem hefur skapast í skólanum, þar sem unglingarnir velja sjálfir það málefni sem þeir vilja styrkja með list sinni og samstöðu.

„Það hefur skapast hefð hjá okkur að setja upp styrktarsýningu á hverju ári og styðja gott málefni. Krakkarnir koma sjálfir með tillögur og velja það sem þeim liggur á hjarta. Í ár féll valið á Minningarsjóð Bryndísar Klöru og við erum afar stolt af því að geta lagt þessu

fallega framtaki lið,“ segja leikstjórar sýningarinnar, þær Guðný Kristjánsdóttir, Brynja Ýr Júlíusdóttir og Esther Inga Níelsdóttir. Sýningin sló í gegn og aukasýningar gengu vel – enda var um hjartnæma og skemmtilega sýningu að ræða sem höfðar jafnt til

LAUSAR STÖÐUR Í STÓRU-VOGASKÓLA

Við í Stóru-Vogaskóla í Vogum við Vatnsleysuströnd leitum að skapandi, faglegum og áhugasömum kennurum og starfsfólki í eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2025-2026:

q Umsjónarkennara á öll stig q Verkgreinakennara í smíði q Dönskukennara q Sérkennara

Menntunar- og hæfniskröfur:

q Leyfisbréf til kennslu

q Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi

q Þekking og reynsla á teymiskennslu æskileg

q Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum

q Góð tölvukunnátta, góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi

q Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma

q Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður

q Ábyrgð og stundvísi

q Áhugi á að starfa með börnum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Í Stóru-Vogaskóla eru um 220 nemendur í 1.-10. bekk í stækkandi sveitarfélagi. Lögð er áhersla á fjölbreytt, metnaðarfullt og skapandi skólastarf, þar sem sveigjanleiki og gott starfsumhverfi er í forgangi. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.

Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru.

Stóru-Vogaskóli er Grænfána, UNESCO og Erasmus+ skóli.

Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð sbr. 11. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.

Umsóknum skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, afrit af leyfisbréfi og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl. Umsóknir skulu berast á netfangið hilmar@vogar.is

Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri.

barna og fullorðinna. „Við fengum líka ótrúlega falleg viðbrögð frá þeim sem halda utan um sjóðinn og það hlýjar hjartanu að finna að maður geti gefið af sér á þennan hátt,“ segja leikstjórnarteymið.

Frá Minningarsjóði Bryndísar Klöru bárust einlægar kveðjur í kjölfar sýningarinnar:

„Við erum hreinlega orðlaus –svo fallega gert af þeim og ykkur. Við erum líka viss um að þetta hafi verið frábær sýning. Við hjá sjóðnum sendum ástarkveðjur og

þakkir til ykkar allra.“ Foreldrar Bryndísar bættu við: „Við erum mjög hrærð yfir þessu framtaki. Þetta er svo sannarlega óvænt góðverk sem veitir yl í hjörtu okkar.“ Það er ljóst að leikarar og allt það góða fólk sem kom að sýningunni finna fyrir stolti og gleði yfir því að geta stutt við svo kærkomið málefni. Framtakið minnir okkur á mátt samstöðu, hlýju og sköpunar – og sýnir hversu mikið ungt fólk getur haft áhrif þegar það kemur saman af heilum hug.

Sundmaður sem elskar pasta

UNGMENNI VIKUNNAR

Nafn: Tristan Orri Borghildarson

Aldur: 15 ára 9.bekkur, Akurskóli

Áhugamál: Sund, vera með vinum mínum og spila tölvuleiki

Hvað er skemmtilegasta fagið í skól anum: Íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ekki hugmynd, dettur enginn í hug.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar einn af vinum mínum fór „belly flop“ á stéttinni í skólanum, það var rosalega fyndið.

Hver er fyndnastur í skólanum: Pálmi.

Hvað er uppáhalds lagið þitt: Starlight með The supermen lovers.

Hver er uppáhalds maturinn þinn: Elska pasta, gæti borðað það í öll mál.

Hver er uppáhalds bíómyndin þín: The Batman.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna: Biblíuna, það er svo gaman að lesa hana, mat og bláan Gatorade.

Hver er þinn helsti kostur: Jákvæður og umhyggjusamur.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni hvað myndi það vera? Teleportation, kraft til að flytja samstundis frá einum stað til annars, held að það væri geggjað að geta gert það.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks: Mér finnst best að vera í kringum fólk sem er skemmtilegt og jákvætt. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla: Fara í framhaldsskóla og halda áfram að æfa sund.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir: Já ég æfi sund með IRB og styrktaræfingar.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Forvitinn.

Ungmenni vikunnar
Umsjón
Gunnlaugur
Sturla.

Sendum okkar bestu óskir um

gleðilega páska

Förum gætilega um páskana og komum heil heim

Gosvirkni nær yfirleitt ekki

svona langt norður í þessu kerfi

n „Vafamál hvort það næst nægileg kvika inn til að koma af stað fleiri gosum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.

„Ef innflæðið heldur áfram að minnka næstu vikur og mánuði eins og verið hefur, er vafamál hvort það næst nægileg kvika inn til að koma af stað fleiri gosum.

En ef kvikuinnflæðið verður svipað og verið hefur undanfarna ca. tvo mánuði, gæti komið annað gos eða gliðnunaratburður eftir sex til tólf mánuði. Hvað er líklegast er erfitt um að segja en allt eins líklegt að það sé farið að styttast verulega í þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðilisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Víkurfréttir.

Um tuttugu kílómetra kvikugangur myndaðist í náttúruhamförum þriðjudaginn 1. apríl. Nyrsti endi hans er norðaustan við Keili. Magnús Tumi segir að tvennt stýri atburðarásinni.

spennan, sem hefur byggst upp yfir hundruði ára og verður til þess að gliðnunin fer af stað. Hún er orðin allavega sjö metrar eða svo síðan í nóvember 2023 kringum Svartsengi. Hinsvegar er það ný kvika sem kemur að neðan. Þetta er auðvitað mjög tengt.

Það sem við vitum er að innstreymi kviku hefur minnkað jafnt og þétt úr átta til tíu rúmmetrum á sekúndu í október/nóvember 2023, niður í ca. einn og hálfan rúmmetra á sekúndu. Það er 15% af því sem var í hámarkinu fyrir sextán til sautján mánuðum. Samanlagt er þetta vísbending um að við séum komin mjög á seinni hluta þessarar atburðarásar á Sundhnjúksgígaröðinni. Jafnframt er nú komið upp álíka magn af kviku og kom upp í fyrsta fasa gostímabilsins 800-1240,“ segir Magnús Tumi. Samanlagt hafa komið upp á síðustu fjórum árum 0,4 km3 við Fagradalsfjall og á Sundhnúkaröðinni.

Er þetta vísbending um að virknin sé að færa sig milli kerfa?

„Ég held að það sé ekki rétt að draga þá ályktun, þó hún sé alls ekki útilokuð. Atburðarásin nú sýnir að ekki var búið að losa alla spennu á flekamótunum eða þessum hluta þess. Jafnframt sýnir hún að nyrsti hlutinn átti eftir að gliðna. Nú er orðin veruleg

Hér má sjá á skjáskoti af Skjálfta-lísu Veðurstofu íslands hvernig kvikugangurinn í raun þverar reykjanesskagann og skjálftarnir hafa teiknað myndarlega línu suður af Vogum og Vatnsleysuströndinni. Svo má sjá skjálfta vestan byggðarinnar í grindavík og svokallaða gikkskjálfta á reykjanesi og nærri Krýsuvík.

gliðnun þar, sem í heildina leggst við gliðnun við Fagradalsfjall og Keili á árunum 2021-2022.“ bara einn lítill blettur

Magnús Tumi segir að það megi draga þá ályktun að vegna tíðra eldgosa er nú þrengri vegur fyrir kvikuna upp en var áður. Því bættist við gliðnunina og nyrsti hluti kerfisins gliðnaði mest. „Þar hafði engin gliðnun orðið fyrr í þessum atburðum. Sprungur sem þar eru sýna hins vegar að það gerist yfirleitt. Hinsvegar er bara einn lítill blettur þar sem hraun

kom upp fyrir nokkur þúsund árum. Annars er þarna norðan til bara hraun úr Þráinsskildi, 14.100 ára gamalt. Þetta þýðir að gosvirkni nær yfirleitt ekki svona langt norður í þessu kerfi, þó svo að gliðnun og innskot geri það“.

Hvernig túlkar þú þá þennan atburð 1. apríl?

„Mín túlkun er sú að þetta breyti í raun engu um túlkun atburðanna. Við eigum eftir að sjá hvort innflæðið heldur áfram að minnka eftir þennan atburð,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

mynd sem Jón Steinar Sæmundsson tók af upphafi eldgossins þann 1. apríl síðastliðinn. gosið lifði í sex klukkustundir en náði að læðast í gegnum varnargarðinn norðan byggðarinnar í grindavík.

n Mikil aukning í lönduðum afla í Grindavík

Áttföld aukning varð af lönduðum bolfiski í Grindavík fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við landaðan afla 2024. Landaður bolfiskur var í fyrra 12,5% í Grindavíkurhöfn miðað við 2023 en er nú kominn í tæplega 60%. Þessi aukning hefur orðið þrátt fyrir afleit veðurskilyrði í febrúar og viðvarandi hættustig Almannavarna þar sem höfnin missti margar landanir skipa í aðrar hafnir. Þetta kemur fram í samantekt á vef Grindavíkurbæjar.

Það má því segja með vissu að botninum hafi verið náð í fyrra þar sem umsvif í Grindavíkurhöfn hefur tekið umtalsverðan kipp frá því sem þá var. Um helgina lönduðu fjórir togarar þeir Bergur VE 44, Vestmannaey VE 54, Áskell ÞH 48 og Vörður ÞH 44 samtals 335 tonnum og á mánudagsmorgun var Páll Jónsson GK 7 að landa um 100 tonnum. Í vikunni er gert ráð að hið nýja glæsilega skip Ganta ehf., Hulda Björnsdóttir GK 11 komi inn til löndunar. Einnig eru Sighvatur GK 57 ásamt togurunum fjórum sem lönduðu nú um helgina og Jóhanna Gísla væntanleg til löndunar. Von er á að línubátar og handfærabátar komi von bráðar til hafnarinnar með öllum þeim umsvifum sem þeim fylgir.

Það er því að verða sannkölluð vertíðarstemning í Grindavík ef allt gengur eftir, segir á vef Grindavíkurbæjar.

magnús tumi guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla íslands.
Jóhanna gísladóttir gK kemur til grindavíkur á dögunum. mynd: Jón Steinar Sæmundsson

DJÚKBOXIÐ býður í partý í Berginu í Hljómahöll

n Óskalög, open mic og hægt að grípa í hljóðfæri.

„Þeir vildu fá gítarleikara af svæðinu til að spila með sér í Berginu,“ segir keflvíski gítarleikarinn Þorvarður Ólafsson en hann mun troða upp með hljómsveitinni

DJÚKBOXINU í Berginu síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 23. apríl. Ásamt Þorvarði mun hljómborðsleikarinn Helgi Georgsson sem býr í Innri-Njarðvík, bætast í hópinn og má gera ráð fyrir öðruvísi skemmtun en fólk er vant.

Þorvarður er ánægður að vera orðinn hluti af þessari hljómsveit.

„Ég var búinn að vera í sambandi við einn þeirra, Grindvíkinginn Sibba en ásamt honum eru Heiðar Kristinsson á trommur en hann er þekktastur fyrir að hafa lamið húðir hjá Buttercup í kringum aldamótin, og Þorgils Björgvinsson leikur á bassa. Þorgils hefur leikið með mörgum af þekktari hljómsveitum Íslands eins og Nýdönsk og er í Sniglabandinu í dag. Kannski það athyglisverða við Þorgils, hann var gítarleikari í Nýdönsk og er í þeirri stöðu í dag hjá Sniglabandinu. Ótrúlega fjölhæfur tónlistarmaður og getur auk þess sungið og raddað. Pæling Sibba var að hóa okkur nokkrum héðan úr Reykjanesbæ saman og spila hér og þegar þetta tækifæri kom upp í Berginu í Hljómahöll, leitaði hann til mín. Ég vona að liðið í kringum mig mæti, ekki af því að þau eigi að gera mér greiða, ég veit að við

erum að fara bjóða upp á öðruvísi skemmtun en þessi hljómsveit, DJÚKBOXIÐ, er að gera hlutina öðruvísi. Ég hef troðið upp með þeim áður, bæði í lokuðum vinnustaðagiggum og eins á opinberum stöðum og er magnað að sjá hvað það verður mikið flæði til þegar fólkið í salnum getur valið sín óskalög, stigið á stokk og sungið og þess vegna ef gítarleikari er í salnum, þá rétti ég honum gripinn glaður og fæ mér sæti á meðan. Á sumum giggum þurftum við í raun að biðja þá söngþyrstustu að taka sér smá pásu, það var alltaf einhver

á sviðinu! Við höfum verið að æfa, verðum með 30-40 lög á tipp topp hreinu en svo mun fólk geta qr-skannað kóða og dettur þá inn á söngbók sem í verða á bilinu 100-150 lög, þegar fram líða stundir verður ekkert þak á fjölda laganna! Þetta gerir starf okkar tónlistarmannanna meira spennandi, að þurfa að takast á við lag sem maður hefur kannski ekki æft 100% en gerir sitt besta. Við erum með textann og hljómana fyrir framan okkur og ef maður þekkir lagið, getur maður reddað sér en undantekningarlaust hefur fólk verið ánægt með að við reynum að flytja viðkomandi lag. Það hefur komið fyrir að lagið er ekki á listanum okkar en er mjög líklega inni á Guitarparty sem við notum, og ef við þekkjum það látum við einfaldlega vaða og sjáum hvað gerist. Þetta er ofboðslega skemmtilegt og mér líst mjög vel á mig í þessu bandi, við syngjum allir og röddum, þeir hafa verið að semja og gefa út, ég hlakka til að taka þátt í því með þeim. Það var gaman að fá austfirska Innri-Njarðvíkinginn Helga Georgs með á hljómborð, hann er fanta góður á því, bæði raddar og syngur eins og engill og er auk þess frábær félagi. Við lofum miklu stuði og hvetjum fólk til að kaupa sér miða sem fyrst inn á Tix.is, það eru bara 100 miðar í boði og við ákváðum að stilla miðaverði í hóf, 2900 kr,“ sagði Þorvarður að lokum.

FÖSTUDAGINN 11. APRÍL MILLI KL. 14 OG 16

Í gegnum tíðina hefur veiturekstur fjölmargra sveitarfélaga sameinast undir merkjum HS

Veitna og viljum við á þessum tímamótum rifja upp söguna, skoða hvar við stöndum í dag sem samfélagslega mikilvægt innviðafyrirtæki á okkar þjónustusvæðum og seilast inn í það sem framtíðin ber í skauti sér þegar kemur að því að mæta þörfum okkar viðskiptavina.

„Hljómar

ógnvekjandi en ég segi bara Go for it!“

Jana Falsdóttir er 19 ára, fædd og uppalin í Keflavík, og hefur frá unga aldri spilað körfubolta. Hún lagði leið sína til Bandaríkjana í háskólaboltann og tekst á við nýjar áskoranir og spennandi tækifæri af miklum metnaði. Ég talaði við Jönu í myndsímtali síðdegis einn rigningardag heima á Íslandi, en hún sat á bekk fyrir utan skólann í morgunsólinni með fuglasöng í bakgrunninum.

Jana spilar körfubolta í Kaliforníuháskóla í Big-West deildinni. Háskólinn er í Orange sýslu í Fullerton, sem er á suðvesturströnd Bandaríkjanna. Hún er að klára fyrsta árið og hefur gengið mjög vel í skólanum. Það er ekki einföld ákvörðun að fara út í krefjandi háskólabolta en Jana hefur staðið sig með prýði og sér þetta allt saman sem dýrmætan lærdóm, bæði innan og utan vallar. Hún hefur þurft að aðlagast nýju umhverfi, krefjandi leikstíl og aukinni samkeppni, en sér það sem dýrmæt tækifæri til að vaxa sem leikmaður og persóna.

tækifæri til að bæta sig og koma sterkari heim

„Ég lít á þetta þannig að ég er að bæta mig ótrúlega mikið sem einstaklingur hérna úti og get þá komið heim með hæfileikana héðan og blandað þeim við þá sem ég læri heima,“ segir Jana.

Hún hefur fengið að spila mikið miðað við að vera á fyrsta ári og gengið ágætlega en liðinu gekk ekkert sérlega vel á þessu tímabili. „Það eru bara nokkrar stelpur eftir í liðinu og margar nýjar að koma inn og nýr þjálfari þannig það verða miklar breytingar framundan,“ segir Jana. Reglurnar í leiknum eru aðeins öðruvísi úti heldur en hér heima og tók það Jönu smá tíma að venjast því. Hún segir að á Íslandi sé spilaður meiri liðskörfubolti en úti sé meiri áhersla á einstaklingsframtakið og leikmenn þurfi að hugsa miklu meira um sjálfan sig en að leyfa boltanum að fljóta með liðinu. En Jana lítur á það sem tækifæri til að bæta sig sem leikmaður og þá getur hún komið heim með færnina sem hún lærði úti og blanda henni við það sem hún lærir hér.

Stærsta ákvörðunin, skrefið til bandaríkjanna

Jana hefur átt áhugaverða vegferð í sínu lífi og starfi sem körfuboltakona. Hún byrjaði að spila körfubolta aðeins sex ára gömul og sýndi strax mikla hæfileika og ákefð, hún lék með yngri flokkum Keflavíkur

og skaraði fram úr, en eftir alla yngri flokka þá fór hún í Stjörnuna í 10. flokki vegna þess að mamma hennar byrjaði að þjálfa þar.

„Eftir það fór ég beint yfir í Hauka og spilaði með Haukum fyrstu tvö árin mín í framhaldsskóla og síðasta árið mitt spilaði ég með Njarðvík, sem var sem sagt í fyrra,“ segir Jana. Stærsta ákvörðunin sem Jana hefur tekið er líklega að fara til Bandaríkjanna að spila körfubolta, þetta var samt sem áður ekki eins erfið ákvörðun og Jana hélt. „Ég fór á fund með þjálfurunum á mánudegi og ég ákvað að fara í þennan skóla á miðvikudegi.“ Jana ætlaði ekki að fara út í fyrra en síðan kom þetta tækifæri og ákvað hún að hoppa á það. „Þetta er samt alveg frekar stór ákvörðun þar sem ég er að fara frá öllum sem ég þekki og það eru átta klukkustundir í flugvél frá fjölskyldunni,“ bætir Jana við.

aðlögunin að bandarísku lífi

„Það er alveg smá sjokk að búa hérna. Ég hef komið hingað áður en að búa hérna er svo öðruvísi. Ég held að það sem sé svo mikið

öðruvísi frá Íslandi sé ábyggilega þetta „small talk“. Bandaríkjamenn byrja bara að spjalla og spyrja mjög persónulegra spurninga og ég veit ekkert hver þetta er,“ segir Jana og hlær.

Foreldrar Jönu hjálpuðu henni að flytja út og fannst henni það vera mikil hjálp að hafa þau hjá sér í byrjun, en það tók Jönu ekki langan tíma að aðlagast Bandaríkjunum. „Ég var alveg með smá heimþrá en ég var bara svo heppin með stelpurnar hérna og þær eru búnar að passa upp á að ég hafi eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir Jana.

Jana býr á háskólasvæðinu ásamt herbergisfélaganum sínum Mary sem er líka í körfuboltanum og er einu ári yngri. „Það eru samt bara „freshman“ sem þurfa að vera í sameiginlegum herbergjum þannig að á næsta ári verð ég með mitt eigið herbergi.“

Jafnvægi milli náms og íþrótta með góðum stuðningi

Jana er á fyrsta ári og er að læra Studio Art sem er svipað og almenn listabraut en hún stefnir á grafíska hönnun. Jana segir að henni gangi mjög vel í skólanum vegna þess að hún var vel undirbúin frá því að vera í Verslunarskólanum. „Mér líður eins og ég sé ennþá í Verzló, hvernig heimavinnan og allt er en þetta er ekki erfitt eins og staðan

... „Það er alveg smá sjokk að búa hérna. Ég hef komið hingað áður en að búa hérna er svo öðruvísi. Ég held að það sem sé svo mikið öðruvísi frá Íslandi sé ábyggilega þetta „small talk“. Bandaríkjamenn byrja bara að spjalla og spyrja mjög persónulegra spurninga ...

er núna en þetta verður örugglega erfiðara.“

Skólinn hjálpar nemendunum mikið með námið áður en þeir fara að spá í íþróttinni sem þeir stunda. „Ég hitti svona „Academic advisor“, sem er eins og námsráðgjafi, einu

sinni í viku og við förum yfir einkunnirnar mínar og öll verkefni sem ég þarf að skila í vikunni.“ Kennararnir vita að nemendurnir séu í íþróttum þannig að ef þeir missa af tímum þá eru kennararnir mjög hjálpsamir. „Það er líka mjög auðvelt að taka þátt í félagslífinu þegar maður er í íþrótt, ég þekki alla sem eru í íþróttum og við stelpurnar erum alltaf að gera eitthvað saman. Tímabilið kláraðist fyrir tveim vikum og við erum samt búnar að vera allar saman í íþróttahúsinu á fullu.“

Finnst þér þú hafa áhrif á annað fólk?

„Sko, það er alveg skrítið að segja það en já, ég myndi segja að ég hafi áhrif, sérstaklega eftir að hafa spilað með Njarðvík. Það voru margar stelpur sem töluðu oft við mig eftir leiki og vildu vita í hvaða skóla ég væri og hvert ég væri að fara út og svo eru margar að fylgja mér á Instagram.“ Jana segir einnig að hún hafi verið með svokallað „take over“ á Instagramminu hjá Anca Athletics einn daginn og margar stelpur hafi viljað vita meira um hana. „Ég held líka að allar stelpur sem hafa komið út í háskóla hafi mikil áhrif á stelpurnar heima.“ Jana segir einnig að sínar fyrirmyndir í körfuboltanum væru „Sue Bird sem spilaði í WNBA fyrir Seattle Storm og Jenny Boucek sem spilaði einu sinni í Keflavík og er núna að þjálfa NBA-lið. Jenny er önnur konan til að þjálfa NBA-lið og er ótrúlega mikil fyrirmynd.“

En þegar allt kemur til alls eru mamma hennar og pabbi helstu fyrirmyndir í lífinu. „Þau eru bæði í körfu ég væri ekki hérna úti ef það væri ekki fyrir þau.“ bætir Jana við. partýmenningin í bandaríkjunum

Partýmenning í Bandaríkjunum er allt önnur en hér á landi. „Partýmenningin er ólík vegna þess að flestir eru að fara að heiman í fyrsta skiptið og tapa sér stundum í gleðinni,“ segir Jana, en partýin klárast alltaf þegar löggan mætir á svæðið. „Það er eiginlega búið að banna öllum að halda partý þannig að þetta eru meira bara svona litlir hittingar með vinum heldur en einhver stór partý, en oftast er enginn tími fyrir partý því að skólinn og körfuboltinn eru tímafrek,“ bætir hún við.

Jana á vellinum í búningi skólans og á ströndinni. Veðrið er ekki mjög slæmt í Kaliforníu.

... Þetta hljómar mjög ógnvekjandi að fara út og fara frá allri fjölskyldunni þinni en ef einhverjum býðst þetta tækifæri að fara út í skóla, þá myndi ég alltaf segja „go for it.“ Þetta verður erfitt fyrstu dagana en a.m.k. að prófa þetta og ef það virkar ekki þá er ekkert mál að koma aftur heim ...

Þegar Jana er ekki á æfingum eða að keppa þá er hún oftast með liðsfélögum sínum. „Ég var mjög heppin með liðsfélaga og þær eru bara orðnar bestu vinkonur mínar þannig við gerum allt saman,“ segir

Jana. Ein vinkona hennar á bát á einni strönd og fara þær oft þangað að hanga á ströndinni, „en ef ég er ekki þar þá er ég líka bara í mollinu eða einhvers staðar að borða, við borðum mjög mikið,“ bætir Jana við og hlær.

Jana sér sig eftir fimm ár að spila heima og vinna í einhverju tengdu grafískri hönnun að námi loknu í Bandaríkjunum. „eða vera í Danmörku og fara í framhaldsnám og spila körfubolta þar, eða Svíþjóð. Ég veit að það eru íslenskir leikmenn að fara til Danmerkur eða Svíþjóðar að spila og vera í námi á sama tíma, mér líst mjög vel á þá hugmynd,“ segir Jana.

Hvetur aðra til að elta drauma sína Jana vill ráðleggja ungu íþróttafólki að stressa sig ekki of mikið. „Ég átti það alveg til þegar ég var í Njarðvík að vera alveg ógeðslega stressuð yfir leikjum en var svo bara standa mig mjög vel.“ Jana myndi ráðleggja öllum að taka hugleiðsluæfingar til að læra

Viðtal: Stefanía Silfá Sigurðardóttir, nemandi í blaðamennsku í Háskóla Íslands.

Janar í góðum gír með vinkonum sínum.

að virkja stressið rétt. Hún hvetur einnig aðra krakka til að fara út í skóla. „Þetta hljómar mjög ógnvekjandi að fara út og fara frá allri fjölskyldunni þinni en ef einhverjum býðst þetta tækifæri að fara út í skóla, þá myndi ég alltaf segja „go for it.“ Þetta verður erfitt fyrstu dagana en a.m.k. að prófa þetta og ef það virkar ekki þá er ekkert mál að koma aftur heim því það er enginn að fara að dæma þig,“ segir Jana að lokum.

Grindavíkurþættir sanka

sér verðlaunum

„Mikill heiður að fá verðlaun erlendis,“ segir Garðar Örn Arnarson, leikstjóri

„Viðtökurnar hafa verið frábærar og svo er það mikill heiður að fá svona verðlaun og það erlendis. Ég var viðstaddur í Liverpool og það var gaman og óvænt að taka á móti þeim verðlaunum því ég vissi ekki af tilnefningunni í þessum sérstaka flokki,“ segir Keflvíkingurinn Garðar Örn Arnarson, leikstjóri sjónvarpsþáttanna um Grindavík sem hafa verið sýndir í vetur á Stöð sport og Stöð 2 en þar starfar Garðar Örn.

Garðar segist hafa fengið mikið lof fyrir í skilaboðum og frá fólki á förnum vegi. „Margir hafa stoppað mig í Nettó og fleiri stöðum til að ræða þetta. Einnig hefur verið að detta inn áhugi erlendis, sérstaklega eftir að við fórum að verða sýnilegir á þessum hátíðum. Það er svo bara að sjá hvað sumarið ber í skauti sér. Við erum með þættina í innsendingu á mörgum hátíðum sem við bíðum spenntir eftir svörum frá hvort við séum inni eða úti. Það skýrist mest allt í lok apríl og lok maí. Þannig að vonandi verðum við það lánsamir að geta ferðast með þetta sem mest í sumar út í heim,“ segir Garðar.

Aðspurður um fleiri áhugaverð verkefni nefnir hann nýja þætti um knattspyrnutvíburana Arnar og Bjarka frá Akranesi sem unnin var með Skagamanninum Gunnlaugi Jónssyni.

Sýningar á þeim þáttum hófst um þar síðustu helgi.

Þrenn verðlaun

Þættirnir um Grindavík sem hafa verið á skjánum hjá

Stöð 2 sport og Stöð 2 í vetur hafa fengið nokkur verðlaun að undanförnu.

liverpool indie awards

Grindavíkur þættirnir unnu á hátíðinni Liverpool Indie Awards verðlaun í flokknum „Best Male Director" eða „Besti karlkyns leikstjóri“. Það voru yfir 4000 verk send inn á þessa hátíð. Þetta voru þriðji verðlaun sem Grindavíkur serían sankar að sér á þessu ári. Áður hafði serían unnið verðlaun á Online hátíðum.

World Film Festival in Cannes

Hátíð sem er haldin á netinu mánaðarlega. Sigurvegari hvers mánaðar fer svo inn á hátíðina sjálfa sem haldin er í sumar og getur unnið þar í sínum flokki. Grindavík vann í flokknum „Best Web/TV Pilot“ fyrir janúar mánuð (Besti fyrsti þáttur).

red movie awards

Hátíð sem haldin er á netinu (Online) ársfjórðungslega. Sigurvegari hverrar árstíðar fer svo inn á hátíðina sjálfa sem er haldin í maí 2026. Grindavík vann í flokknum „Best Web/TV Series" fyrir veturinn (Besta sjónvarpsserían).

Páll Ketilsson pket@vf.is

Afburða handverksmenn, góður tækjakostur, tengsl við iðnaðarmenn úr öllum greinum og áratuga reynsla af verklegum framkvæmdum. Vogaklettur er fyrsta símtalið þegar skipuleggja á verk.

HEMMGYM OPNAR Í GRINDAVÍK

Hermann Hermannsson er athafnamaður frá Grindavík. Hann lærði til einkaþjálfara, ætlaði að opna líkamsrækt á Akureyri, þaðan sem kærasta hans er en í COVID reyndist það nokkuð erfitt og þau fluttu til Grindavíkur. Hann var lengi búinn að hafa augun opin fyrir húsnæði í Grindavík og eftir að losnaði pláss í húsnæði sem Stakkavík á, eftir hamfarirnar í Grindavík, ákvað hann að láta slag standa og hefur opnað HemmGym í Grindavík.

Hermann á ekki langt að sækja athafnasemina, hann er sonur Hermanns Ólafssonar sem oft er kenndur við Stakkavík í Grindavík.

„Ég tók einkaþjálfaranámið árið 2016, var kominn með aðstöðu hér í Grindavík en flutti svo með Grétu kærustunni minni á Akureyri. Því var skotið að mér að ég væri ekki góður einkaþjálfari ef ég gæti ekki aflað mér viðskiptavina sem þekktu mig ekki. Eitthvað var ég greinilega að gera rétt, ég var kominn með marga viðskiptavini á Akureyri en covid setti strik í reikninginn svo við ákváðum að flytja suður. Ég var búinn að fjárfesta talsvert í líkamsræktartækjum og beið eftir rétta tækifærinu að koma mér upp aðstöðu í Grindavík. Það gekk illa að finna húsnæði en í dag er staðan önnur, annað hvert atvinnuhúsnæði nánast sem stendur autt og ég ákvað að fara í bilið þar sem Mustad var með aðstöðu en þeir færðu sína starfsemi til Hafnarfjarðar eftir hamfarirnar. Stakkavík á þetta bil svo heimantökin voru hæg og ég fór á fullt í að standsetja þetta. Ég hef fengið aðstoð frá Gussa æskuvini mínum [Guðjón Emil Garðarsson] og við höfum nánast gert þetta allt einir. Ég lít bara þannig á þetta að þeir Grindvíkingar sem búa í Grindavík, geti notað þessa aðstöðu mína. Þegar þetta stækkar þá set ég upp sturtuaðstöðu en þangað til verður þetta bara heimilislegt. Fólk getur komið hvenær sem er sólarhringsins, það sækir app sem virkar sem lykill inn og fólk æfir þegar því hentar.

Ég veit að tækin sem ég er með eru mjög góð og það var kominn tími á að koma þeim í notkun. Ég var mjög ánægður með hversu margir kíktu við í dag og þar fyrir utan veit ég um rúmlega tíu manns sem segjast ætla nýta aðstöðuna hjá mér. Einhvers staðar þarf að byrja og ég lít á þetta sem hluta af endurreisn Grindavíkur, það virkar jákvætt ef einhver reynir að gera hluti í bænum og ég er viss um að fullt af fólki muni koma og æfa hjá mér. Þegar fólki fjölgar síðan í bænum þá bara eykst umferðin hjá mér, ég lít framtíðina björtum augum,“ sagði Hermann.

Eðvarð Þór gerður að heiðursfélaga SSÍ

n Davíð Hildiberg fékk silfurmerki og Guðrún Pálsdóttir sjálfboðaliði ársins

Á sundþingi SSÍ um þar síðustu helgi voru nokkrir félagar úr ÍRB heiðraðir af Sundsambandi Íslands fyrir mikið og gott framlag til sundíþróttarinnar á Íslandi. Þar bar hæst að hinn ástsæli og ötuli þjálfari og fyrrum sundmaður Eðvarð Þór Eðvarðsson var gerður að heiðursfélaga SSÍ.

Í ágripi um Eðvarð voru þessar línur fluttar:

„Eðvarð Þór Eðvarðsson hefur sett mark sitt á sundíþróttina um árabil. Fyrst sem sundmaður en hann byrjaði að æfa sund hjá Njarðvík 8 ára gamall, seinna sem afreksmaður í sundi og síðast en ekki síst sem farsæll þjálfari. Hann hefur verið merkisberi sundíþróttarinnar í Njarðvík og á Íslandi í tæplega 50 ár. Eðvarð Þór státar af einum besta sundferli sem íslenskur sundmaður hefur átt og náð frábærum árangri hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Árið 1986 var hann kjörinn íþróttamaður ársins. Það ár var hann fyrstur íslenskra sundmanna til að komast í úrslit á heimsmeistaramóti í sundi. Hann setti jafnframt Norðurlandamet á mótinu. Árið 1988 komst hann í 16. manna úr-

slit á Ólympíuleikum. Þá hefur Eðvarð Þór sett fjölda Íslandsmeta á ferlinum. Þegar keppnisferlinum lauk átti UMFNog sundíþróttin í heild sinni því láni að fagna fá Eðvarð til starfa sem þjálfara og stendur sundhreyfingin í heild í mikilli þakkarskuld við hann fyrir það. Hann hefur verið góð fyrirmynd og afar farsæll þjálfari. Með sínu góða starfi hefur hann glætt sjálfstraust og keppnisanda óteljandi ungmenna og hjálpað þeim til að verða ekki eingöngu betri sundmenn, heldur betri einstaklingar sem sýna samferðafólki sínu virðingu og sinna þeim verkefnum sem þau takast á við í lífinu með dugnaði, elju og samviskusemi.“

„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“

Guðjón kominn með annan fótinn

í fjögurra manna úrslitin

Guðjón Guðmundsson er kominn með annan fótinn í fjögurra manna úrslitin í tippleik Víkurfrétta, hann þarf bara sjö leiki í viðbót til að koma sér upp í fjórða sætið og m.v. að hafa tekið tólf og svo átta leiki, hljóta líkurnar að vera honum í vil. Hann vann Þorstein Kristinsson um helgina, 8-7 og þar sem enginn nýr áskorandi á möguleika á að komast í hóp efstu fjögurra, var ákveðið að gera styrktaraðila leiksins, Sigurði Óla Þórleifssyni, hjá Njóttum ferðum, sem hæst undir höfði og mun hann glíma við Guðjón á næsta seðli. Siggi Óli er í skýjunum með viðtökurnar sem Njóttu ferðir hafa fengið en nýlega bætti hann við vöruúrvalið sem fyrirtækið býður upp, æfingaferðir til Spánar en nokkur knattspyrnulið af Suðurnesjunum nýttu sér þennan valkost á dögunum.

„Ég get ekki annað en verið himinlifandi með viðtökurnar sem Njóttu ferðir hafa fengið. Ég er búinn að missa töluna á knattspyrnuþyrstum Íslendingum sem hafa farið til Englands á leiki en við bjóðum upp á ferðir hvert sem er. Nýlega bætti ég við æfingaferðum til Spánar fyrir knattspyrnulið og gaman frá því að segja að lið Grindvíkinga, Víðis og Njarðvíkur prófuðu og voru í skýjunum með aðstæðurnar og aðbúnaðinn sem

davíð Hildiberg aðalsteinsson silfurmerki SSí

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var einnig heiðraður af Sundsambandi Íslands en hann hlaut silfurmerki SSÍ. Davíð var í landsliði Íslands í sundi og varð sundmaður ársins 2017. Það ár varð hann einnig Norðurlandameistari í baksundi. Hann kom að gerð mannvirkjaskýrslu SSÍ, þar sem hann lagði til úrbætur á sundlaugum og aðstöðu fyrir iðkendur.

guðrún pálsdóttir sjálfboðaliði ársins

Guðrún Pálsdóttir ÍRB var síðan valin sjálfboðaliði ársins ásamt Pámeyju Magnúsdóttir úr SH. Eins og lýsing SSÍ sagði um þær: „Þær eru orkubombur sem veigra sér ekki við að halda uppi heilu sundmótunum og skemmtununum með öllu sem því tilheyrir og fara svo heim í pásunni og skella í nokkra Marengsbotna.“

í getraunaleiknum

var í boði. Ég held að mörg íslensk lið eigi eftir að nýta sér þennan valkost í framtíðinni. Það var kominn tími á að stofna fyrirtæki utan um þetta og er ég mjög ánægður hvernig Njóttu ferðir hefur verið tekið. Ég hlakka mikið til að aðstoða fólk við að láta draum sinn um að horfa á uppáhaldsliðið sitt í útlöndum, rætast. Enska deildin er sú vinsælasta og eðlilega fara flestir þangað en það kemur fyrir að við fáum beiðni um framandi slóðir. Ég hef ekki enn þurft að segja viðkomandi að ég geti ekki útvegað miða. Fyrir utan Njóttu ferðir er ég auðvitað á fullu með Mustad autoline, við þjónustum allt sem viðkemur línuveiðum. Svo má ekki gleyma knattspyrnunni í Grindavík, ég er varaformaður og er með formanninn, Hauk Einarsson, í vinnu hjá mér. Við vinnum hlutina skemmtilega saman og erum mjög spenntir fyrir komandi knattspyrnusumri,“ sagði Sigurður Óli. Vantar bara sjö leiki

Guðjón er eldri en tvæ vetur og veit að hættulegt getur verið að fagna sigri of snemma. „Ég mun halda jarðtengingunni, það þýðir ekki að taka tappann úr kampavínsflöskunni of snemma. Það getur líka verið hættulegt

að mæta andstæðingi sem hefur hvorki að neinu að keppa né einhverju að tapa. Ég sé fyrir mér að dómarinn knái mæti sultuslakur til leiks og oft gerast þá góðir hlutir. Ég þarf bara að einbeita mér að mínum leik og ef ég næ ekki tilskildum leikjafjölda þá átti ég bara ekki skilið að komast í fjögurra manna úrslitin,“ sagði Guðjón að lokum.

Upp í móti með vindinn í fangið

Knattspyrnudeild Grindavíkur sækir um styrk til hamfarasjóðs

„Við erum vongóðir að fá góðan stuðning frá UEFA, hamfarasjóðurinn þeirra styrkir svona verkefni. Það er fínt að fá svona meðbyr, það verður að segjast eins og er að frá 10. nóvember 2023 höfum við verið að draga vagninn upp brekku og ekki nóg með það, höfum að mestu verið með vindinn á móti okkur. Við erum bjartsýnir og hlökkum mikið til sumarsins,“ segir Haukur Einarsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG í Grindavík. Þegar ársþing KSÍ var haldið í febrúar kom Svíinn Håkan Sjöstrand f.h. UEFA en hann hefur verið í stjórn Hamfarasjóðs UEFA undanfarin ár. Hugmyndin að því að reyna sækja styrk í sjóðinn hafði þó fæðst mun fyrr. Haukur bauð Håkan í bíltúr til Grindavíkur. bíltúr til grindavíkur

„Þessi hugmynd með að sækja um styrk í hamfarasjóðinn, fæddist fljótlega á síðasta ári. Ég man ekki alveg hvar hugmyndin fæddist enda skiptir það ekki öllu máli en ég var fljótlega kominn á fund þáverandi formanns, Vöndu Sigurgeirsdóttur og framkvæmdastjóra KSÍ, Klöru Bjartmarz.

Þegar Håkan kom á ársþing KSÍ var skotið að mér að bjóða honum í bíltúr til Grindavíkur. Það má segja að ég hafi farið í hlutverk leiðsögumanns þennan fallega dag og einhvern veginn var eins og væri skrifað í skýin þegar við stóðum á miðju keppnisvallarins okkar, þó drógu skýin aðeins frá og sólin skein beint á okkur. Þetta var í raun magnað augnablik og var grafarþögn hjá okkur í nokkrar mínútur. Hann lagði hönd sína á öxlina á mér og spurði mig hvort ég væri í lagi, hann sagðist hafa fundið á þessu augnabliki hversu erfitt þetta hefði verið fyrir okkur Grindvíkinga. Hann sagði mér að

hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að UEFA hamfarasjóðurinn myndi styðja við bakið á okkur. Rúmum mánuði seinna kom svo annar aðili frá UEFA, Thierry Favre, en hann er að taka við stjórn hamfarasjóðsins. Nýr formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson ásamt fleirum frá KSÍ voru með í för en tilgangurinn var að skoða aðstæður í Hópinu og á gamla aðalvelllinum okkar. Ég gat ekki verið með þá því ég var erlendis með liðið okkar í æfingaferð svo varaformaðurinn, Sigurður Óli Þórleifsson, var leiðsögumaður. Við eigum von á svörum frá UEFA á næstunni og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn. Í mínum draumum mun þessi hamfarasjóður koma að byggingu gervigrasvallar á gamla aðalvellinum, búið var að setja það á dagskrá hjá Grindavíkurbæ en eðlilega hefur ekkert gerst í því að undanförnu. Draumur okkar er síðan að setja svokallað „hybrid“-gras á núverandi aðalvöll en það er seinna tíma mál. Það yrði frábært að fá öflugan stuðning frá UEFA, það

Úrslitakeppnin í Bónus deild karla og kvenna er í fullum gangi og gengi Suðurnesjaliðanna er misjafnt. Keflavíkurstúlkur voru fyrstar í undanúrslit en spennandi leikir eru framundan þegar þetta er skrifað. Karlalið Keflavíkur og Njarðvíkur töpuðu bæði fyrstu tveimur leikjunum í 8 liða úrslitum og þurfa að vinna næstu þrjá til að komast í undanúrslit. Það er fjör á körfuboltagólfinu. VF/gunnlaugur Olsen.

myndi virka sem vindur í seglin en það verður að segjast eins og er að frá 10. nóvember 2023 höfum við verið að draga vagninn upp brekkuna og með vindinn í fangið. Það var erfitt að ná upp stemmingu á bak við liðin okkar í fyrra, þrátt fyrir góðan vilja Víkinganna og KSÍ, leið okkur aldrei eins og á heimavelli í Safamýrinni og í vetur kom nokkrum sinnum upp umræða um hvort við þyrftum hreinlega að leggja liðin niður. Við fengum engin svör frá ríkisstjórninni enda urðu breytingar þar en sem betur fer höfum við góða tilfinningu fyrir framhaldinu og undanfarið höfum við fundið fyrir miklum meðbyr. Það var frábært að geta sameinað kvennaliðið okkar liði Njarðvíkur og er öflugt kvennaráð búið að vera starfandi, Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, er okkar fulltrúi í kvennaráðinu. Þetta samstarf hefur gengið vonum framar og er ég bjartsýnn á gengi liðsins í sumar.“

Heimavöllurinn verður Stakkavíkurvöllurinn í grindavík

Það vakti athygli í vetur þegar knattspyrnudeild UMFG tilkynnti að heimaleikirnir yrðu leiknir í Grindavík, á Stakkavíkurvellinum. Haukur er spenntur fyrir sumrinu.

„Karlaliðið okkar er talsvert mikið breytt frá síðasta tímabili, við verðum einungis með tvo útlendinga en annars er liðið að mestu byggt upp af efnilegum Grind-

víkingum auk efnilegra íslenskra leikmanna frá öðrum liðum. Við verðum líka með 2. flokk og eru um 25 efnilegir Grindvíkingar sem manna hann, þeir munu spila sína leiki á Álftanesi og er mikill hugur í þeim fyrir sumarið.

Ég get ekki verið annað en bjartsýnn fyrir sumrinu, við höfum tekið upp samstarf við Golfklúbb Grindavíkur sem mun sjá um að halda vellinum okkar við og eru Helgi Dan og hans menn nú þegar byrjaðir að koma öllu í stand. Helgi lofar mér því að Stakkavíkurvöllurinn verði einn sá fallegasti þegar fyrsti heimaleikurinn fer fram. Þar fyrir utan eru fyrrum vallarstjórar sem eru mikið í Grindavík, Beggi og Gulli Hreins, boðnir og búnir að aðstoða, ásamt fleirum. Talandi um Stakkavíkurvöllinn, þvert á fréttir í síðustu viku er þetta fyrirtæki, Stakkavík, í fullu fjöri og þó svo að vinnsluhúsið þeirra hafi skemmst í hamförunum, er fyrirtækið í fullum rekstri. Hermann Ólafsson, forstjóri Stakkavíkur hefur komið gífurlega sterkur að rekstri knattspyrnudeildarinnar og ég veit varla hvernig staðan væri ef hans hefði ekki notið við. Ég heyri í Hermanni nánast daglega og fæ mikinn styrk frá honum. Við erum sammála um að það sé mjög mikilvægt að halda liðinu á lífi en ef við hefðum lagt það niður þá hefði þurft að byrja í 5. og neðstu deild, þegar boltinn yrði settur aftur á loft. Við Grindvíkingar þekkjum ekki að gefast upp og ætlum okkur að berjast

Keflavíkurstúlkur náðu mjög góðum árangri á helgina Þrepamót 3 í fimleikahúsi Bjarkanna um síðustu helgi. Keflavík sendi átta stúlkur á mótið, fimm í 5. þrepi og þrjár í 4. þrepi. Stelpurnar áttu glæsilegan dag þar sem þó nokkrar náðu þrepinu sínu og hinar voru svo nálægt því að ná þrepi. Veitt voru verðlaun

Fimm milljónir í umhirðu

Bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að upphæð fimm milljónir króna til að greiða fyrir umsjón með knattspyrnuvöllum í Grindavík sumarið 2025. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á öðrum tilgreindum rekstareiningum á frístunda- og menningarsviði.

... við verðum einungis með tvo útlendinga en annars er liðið að mestu byggt upp af efnilegum Grindvíkingum auk efnilegra íslenskra leikmanna frá öðrum liðum ...

alla leið. Þó svo að ég minnist sérstaklega á Hermann hér, vil ég alls ekki gera lítið úr þætti annarra styrktaraðila, án þeirra væri þetta ekki hægt en of langt mál er að nafngreina þá alla hér. Við erum spenntir fyrir sumrinu, mætum ekki með neinar væntingar svo allt verður í raun plús. Um tíma í vetur leit út fyrir að við gætum ekki einu sinni verið með lið en með samstilltu átaki tókst að manna liðið. Við vorum með u.þ.b. tíu útlendinga í fyrra, lítil sem engin stemning myndaðist og við ákváðum því að byggja þetta upp frá grunni. Miðað við hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið er ástæða til bjartsýni en þó ekki þannig að við ætlum okkur upp. Við unnum granna okkar frá Sandgerði á föstudaginn í fyrstu umferð bikarsins og hlökkum til að mæta Valsmönnum í næstu umferð. Við viljum festa okkur í sessi, gefa okkar ungu leikmönnum tækifæri á að spila og tökum því sem að höndum ber. Ég get ekki beðið eftir að taka á móti Grindvíkingum og öðrum á fyrsta heimaleiknum á Stakkavíkurvelli á móti Fjölni, föstudagskvöldið 9. maí en við hefjum leik í Lengjudeildinni viku fyrr, á útivelli á móti Selfossi,“ sagði Haukur.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

fyrir þær sem náðu tilteknum stiga fjölda en það eru 56 stig í báðum þrepunum. Þær sem náðu 5. þrepi voru: Lisa Marie Heimisdóttir

Glódís Elva Sigurðardóttir Íris Embla Davíðsdóttir

Elma Rós Brynjarsdóttir fékk

54.950 stig fyrir æfingar sínar og

Arna Sif Adolfsdóttir náði 53.000

stigum sem er virkilega frábær árangur hjá þeim. Þær sem náðu 4. þrepi voru þær: Fanney Erla Hrafnkelsdóttir Brimdís Björk Holm

Ester Valberg fékk 54.900 stig fyrir æfingar sínar og var því bara hársbreidd frá því að ná þrepinu enda átti hún líka frábæran.

Fátt skekur nú heiminn meira en svonefnt tollastríð Donald Trump. Íslendingar voru svo heppnir að lenda í flokki þeirra sem fengu á sig bara 10% toll. Ég verð fúslega að viðurkenna að ég skil ekki allt þetta upphlaup vegna þessara ákvarðana Bandaríkjamanna. Hverjir eru það sem á endanum koma til með að greiða þessa tolla? Eru það ekki bandarískir neytendur? Þetta gefur þó glögga mynd af því hversu gríðarlega mikilvægur bandarískur neytendamarkaður er öðrum þjóðum heimsins.

Það hefur allavega enginn haft áhyggjur af því þegar íslensk yfirvöld hafa tekið sig til og dritað verndartollum á alls kyns varning. Ekki hef ég orðið var við að eitt einasta land hafi hefnt sín á

Tjón á flotbryggjum og styrkja varnargarð

Hafnarráð Suðurnesjabæjar lýsir miklum áhyggjum vegna ástands syðri grjótvarnagarðs við Sandgerðishöfn og hve lengi hefur dregist að ráðast í þær framkvæmdir sem nauðsynlega þarf að ráðast í til að styrkja garðinn.

„Hafnarráð kallar eftir því við Vegagerðina að unnið verði að framkvæmdinni hið allra fyrsta, enda telur hafnarráð að ekki megi bíða öllu lengur eftir framkvæmdum m.a. til að koma i veg fyrir frekara tjón á mannvirkinu,“ segir í afgreiðslu síðasta fundar hafnarráðs.

Á fundinum var farið yfir starfsemi hafnarinnar undanfarnar vikur. Í óveðri í byrjun mars sl. varð nokkurt tjón á flotbryggjum og öðru í höfninni. Unnið hefur verið að lagfæringum. Ekki liggur fyrir hvenær Vegagerðin mun ráðast í framkvæmdir við styrkingu syðri grjótvarnagarðs, en það verkefni er mjög aðkallandi.

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

okkur með því að leggja refsitolla á okkur á móti. Við Íslendingar höfum í áraraðir búið við ofurtolla á hinum ýmsu vörum. Bandarískar bifreiðar sem teljast á okkar mælikvarða ekki mjög svo vistvænar, fá þess vegna á sig lítil 65% vörugjöld, ofan á þær bætist svo 24% virðisaukaskattur. Þannig greiðum við tvöfalt verð fyrir bandarískan

bíl. Svokallað einn fyrir tvo. Mér finnst þetta allt tómt rugl. Ef forseti Bandaríkjanna er virkilega algert fífl, eins og mörgum finnst hérlendis, af hverju eru þá allir að elta fíflið?

Það sem truflar mig meira þessa dagana er nýi kvikugangurinn. Þessi sem nálgast Reykjanesbrautina óðfluga. Það skyldi þó aldrei vera að Reykjanesbrautin færi í sundur, áður en tvöfölduninni til Hafnarfjarðar lýkur?

Hvernig er viðbraðgsáætlun yfirvalda við því? Á að senda varnargarðagengið að Reykjanesbrautinni eða verður Akraborgin dregin á flot og látin sigla milli Reykjavíkur og Keflavíkur.

Svo er rétt að geta þess í lokin, sérstaklega fyrir unga karlmenn í kærustuleit, að það er ekki bara nauðsynlegt að eiga góða móður heldur er einnig nauðsynlegt að

eiga góða tengdamóður. Móðir verður aldrei fyrrverandi móðir, en það getur tengdamóðirin hinsvegar orðið. Það þýðir þó ekki að hún sé skilin við fyrrverandi tengdason sinn þótt dóttir hennar sé það. Það veit enginn betur en hann Eiríkur. Það mikilvægasta af öllu fyrir páskana er að þrír frábærir golfvellir á Suðurnesjum verða allir opnir á sumarflötum. Það er alvöru vorboði. Gleðilegt sumar!

Mundi

Landeigendur á

Pretty Boy mætti með Blue páskaegg og skemmti á Hæfingarstöðinni

Magnús Sverrir Þorsteinsson hjá Blue Car gladdi vina sína á Hæfingastöðinni í Reykjanesbæ í vikunni þegar han mætti með páskaegg handa þeim og engan annan en Pretty Boy Choco sem tók nokkur lög. Okkar besta fólk á Hæfingarstöðinni var auðvitað í skýjunum með þetta framtak Magnúsar.

Vatnsleysuströnd stoppuðu það að kvikugangurinn færi legra. Þeir kunna þetta!

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.