48 tbl 2016

Page 24

24

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

Vertíð hjá Súluverðlaunahafa

■■Það er vertíð hjá Súluverðlaunahafanum Arnóri B. Vilbergssyni organista og kórstjóra. Það eru að koma jól og söngfólk á hans vegum kemur fram nú á aðventunni í aðdraganda jóla. Ungmennakórinn Vox Felix er einn af þeim sönghópum sem Arnór fer fyrir. Kórinn kom saman í Keflavíkurkirkju í vikunni til að syngja lokalagið í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta og til myndatöku. Arnór þurfti aðeins að laga bindið fyrir myndatökuna og þá var þessari augnabliksmynd smellt af.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólatréssala

hefst laugardaginn 10. desember kl. 14:00 Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum.

Opið virka daga kl. 17–20 og um helgar kl. 14–20 Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar- skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála

Vox Felix með jólatónleika næsta fimmtudag Sönghópurinn Vox Felix heldur jólatónleika í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 15. desember klukkan 20:00. Vox Felix er samstarfsverkefni sem kirkjurnar á Suðurnesjum standa að en stjórnandi er Arnór Vilbergsson. Flutt verða jólalög sem flestir kannast við í nýjum og skemmtilegum útsetningum, lög sem til dæmis eru þekktust í flutningi Frostrósa og Baggalúts. Vox Felix lofar hátíðlegum og skemmtilegum tónleikum en auk þess ætlar sönghópurinn að styrkja gott málefni í anda jólanna. Af hverjum seldum aðgöngumiða munu 500 krónur renna til samtakanna „Lítil hjörtu“. Lítil hjörtu eru samtök með það að markmiði að gleðja börn í

efnalitlum fjölskyldum á jólum og öðrum tyllidögum. Samtökin leiða saman krafta fyrirtækja, einstaklinga og hjálparsamtaka til þess að ekkert barn vakni upp við tóman skó á aðventunni eða fái engar gjafir á aðfangadagskvöld. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og er frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðasala fer fram við dyrnar en einnig er hægt að nálgast miða í forsölu í gegnum Facebook-síðu Vox Felix og hjá kórmeðlimum. Vox Felix vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta og eiga notalega kvöldstund þann 15. desember næstkomandi klukkan 20:00 í Keflavíkurkirkju. Húsið verður opnað klukkan 19:40.

Aðventusýning í fremri sal Svarta pakkhússins ■■Félag myndlistamanna stendur fyrir aðventusýningu í fremri sal Svarta pakkhússins að Hafnargötu 2a í Keflavík. Sýningin er smá innlegg í jólatraffíkina og má þar líklegast finna veglegar jólagjafir. Eftirtaldir aðilar eru með verk á sýningunni: Þóra Jónsdóttir, Sígríður Rósinkars, Halla Harðardóttir, Sigga Dís, Bjarnveig Björnsdóttir, Ásdís Friðriksdóttir og Ögmundur Sæmundsson. Sýningin er opin á opnunartíma gallerýsins frá klukkan 13 til 17 alla daga fram að jólum.

Yfir 200 ökumenn stöðvaðir af lögreglu ■■Lögreglan á Suðurnesjum var með sérstakt aðventueftirlit um síðustu helgi og voru yfir 200 ökumenn stöðvaðir og ástand þeirra kannað. Fjórir voru teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og einn var ölvaður við aksturinn. Þá mældist áfengi í einum ökumanni, en undir mörkum, og var honum gert að hætta akstri.

Nýtt kortatímabil

Jólafötin komin Glæsilegt úrval af jólagjöfum Hafnargötu 15 // Keflavík // Sími 421 4440

Nýting hótelberbergja best á Suðurnesjum Nýting hótelherbergja á Suðurnesjum var 86,3 prósent í október síðastliðnum og er það besta nýtingin á landsvísu. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Meðal nýting herbergja á landinu öllu í október var 71,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu var nýtingin 85,2 prósent.

Á landsvísu voru gistinætur erlendra gesta 88 prósent af heildarfjölda gistinátta og fjölgaði þeim um 38 prósent frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 27 prósent. Talningin á eingöngu við um gistinætur á hótelum sem eru opin allt árið en ekki um gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.