19 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

VIKULEGUR SJÓNVARPSÞÁTTUR FRÁ SUÐURNESJUM

JENNÝ FLUGKONA SÉRA ERLA #ASKGUDMUNDUR LÍF&FRIÐUR ... OG SITTHVAÐ FLEIRA Í ÞÆTTI VIKUNNAR

Auglýsingasíminn er 421 0001

g r 700 innslö Þú finnur yfi ta á YouTube kurfrét Sjónvarps Ví

Sjónvarp Víkurfrétta

á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!

vf.is

MIÐ VIKUDAGUR 13 . MAÍ 2 0 15 • 19. TÖ LUBL A Ð • 36. Á RGA NGU R XXHundruð manna tóku þátt í táknrænum mótmælum í Reykjanesbæ síðdegis í gær og kröfðust þess að fá íbúakosningu um breytt deiliskipulag í Helguvík. Fjöldi hestamanna á hrossum sínum fóru fyrir mótmælareið og göngu frá Grófinni og að ráðhúsi Reykjanesbæjar þar sem Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs, var afhent krafa göngunnar. Flestir báru rykgrímur, sem eru táknrænar fyrir þá mengun sem íbúarnir óttast frá stóriðjuverum í Helguvík. Myndina tók Hilmar Bragi í mótmælagöngunni í gær.

Hestar og menn mótmæltu Helguvíkurmengun

Gunnar Eyjólfsson formaður hestamannafélagsins Mána afhenti Friðjóni Einarsyni formanni bæjarráðs mótmælin.

Aukin eftirspurn eftir fasteignum á Ásbrú -Kadeco þróar líftækniklasa á Ásbrú. Algalíf stækkar og fleiri líftæknifyrirtæki á leiðinni

T

öluverð aukning er í eftirspurn eftir fasteignum á Ásbrú, segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur horft til þess að bjóða fólki og fyrirtækjum aðstöðu sem þeim stendur jafnvel ekki til boða á höfuðborgarsvæðinu. „Fasteignamarkaðurinn hér er lengur í gang en á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum að það er að byrja ákveðinn þrýstingur,“ segir Kjartan. Líftæknismiðja Algalíf hóf starfsemi á Ásbrú fyrir tæpu ári og nú eru að hefjast framkvæmdir við að þrefalda framleiðslugetu Algalíf. Í verksmiðjunni eru ræktaðir örþörungar sem nefnast Haematococcus

Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. „Við sjáum mikla möguleika í þessari starfsemi og frekari þróun líftækniklasa hér á Ásbrú og í nálægðinni við flugvöllinn. Þar horfum við til þess að fyrirtækin flytja þekkingu inn og út úr landinu ásamt afurðum og hráefni. Við höfum kortlagt þetta á undanförnum árum og eigum í viðræðum við nokkur önnur sambærileg fyrirtæki um að staðsetja sig hér. Við sjáum ákveðin tækifæri í því að byggja upp líftækniklasa hér á komandi árum,“ segir Kjartan. Á árlegum opnum degi á Ásbrú, sem haldinn verður á morgun í Atlantic Studios, verður sérstaklega vakin athygli á tæknisamfélaginu á Ásbrú. Þar eru t.a.m. fjögur af

fimm gagnaverum landsins og það stærsta, Verne Global, stækkar hratt. „Ásbrú er langstærsta gagnaverasvæði landsins. Þar eru fjögur af fimm gagnaverum sem rekin eru í landinu og gagnaverin sjá mikið virði í þeirri staðsetningu að vera á Ásbrú við hlið flugvallarins. Með hverju fyrirtæki sem kemur myndast sterkari grundvöllur fyrir næsta fyrirtæki að koma og staðsetja sig. Það er orðin til þekking á svæðinu, þjónustuaðilar, verktakar og fleiri vita hverjar þarfirnar eru og svo myndast grundvöllur sem styrkir heildarverkefnið,“ segir Kjartan Þór Eiríksson. Nánar um líftækni og gagnaver í blaðauka um Ásbrú sem fylgir Víkurfréttum í dag.

FÍTON / SÍA

BLAÐAUKI UM ÁSBRÚ einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

XBlaðauki X um Ásbrú fylgir Víkurfréttum í dag. Þar er uppbyggingu á Ásbrú gerð skil á tíu síðum. Á morgun, uppstigningardag, verður opinn dagur á Ásbrú. Boðið verður til karnivals í kvikmyndaverinu Atlantic Studios þar sem tæknisamfélaginu á Ásbrú eru gerð sérstök skil. Blaðaukann um Ásbrú má sjá með því að snúa Víkurfréttum á hvolf.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.