04 tbl 2016

Page 19

fimmtudagur 28. janúar 2016

19

VÍKURFRÉTTIR

FJÖLMENNI FAGNAÐI MEÐ SEXTUGUM ÁSMUNDI

Ásmundur með fjölskyldunni í afmælinu.

Kristján heilbrigðisráðherra og Páll Valur Grindavíkurþingmaður heilsuðu upp á afmælisbarnið.

Oddfellowar færðu Ása gjöf, barnabarn hans söng og fjölmargir vinir hans samfögnuðu honum.

ÍSLENSK A SI A .IS ICE 78028 01/15

Fjöldi vina og ættingja heiðruðu Ásmund Friðriksson, þingmann og fyrrverandi bæjarstjóra í Garði þegar hann fagnaði sextugsafmæli sínu í Eldborgarsalnum í Svartsengi í Grindavík sl. fimmtudag. Boðið var upp á fjölda söng- og skemmtiatriða en afmælisbarnið bauð líka upp á myndlistarsýningu. Ási er engum líkur! Börnin hans gáfu honum m.a. „like“ merki af stærri gerðinni en eins og fram kom í máli þeirra líkar föður þeirra fátt meira en að fá „like“ á Facebook en þar er hann öflugur í tíðindaflutningi í störfum sínum og leik. Oddfellowar, Grindvíkingar og ættingjar tóku lagið og allir skemmtu sér hið besta í flottri afmælisveislu Ásmundar. Hér eru nokkrar myndir en fleiri í myndasafni VF.

SUMARSTARF

á söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Icelandair leitar að öflugum liðsmanni á söluskrifstofu félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á krefjandi starfi í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi.

STARFSSVIÐ:

HÆFNISKRÖFUR:

n

Sala á flugfarseðlum, hótelgistingu og bílaleigubílum

n

Menntun í ferðafræðum – IATA-UFTAA próf er æskilegt

n

Upplýsingaveita, ráðgjöf og þjónusta

n

Þekking og reynsla af farseðlaútgáfu og Amadeus bókunarkerfi

n

Útgáfa ferðagagna

n

Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg

n

Önnur tilfallandi verkefni sem fara fram í deildinni

n

Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg

Hér er um sumarstarf að ræða. Vaktafyrirkomulag er 2-2-3. Lögð er áhersla á vönduð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna í hóp. Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem sýnir frumkvæði, er jákvæður og viðmótsþýður og sem býr yfir ríkri þjónustulund.

+ Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar með tölvupósti til Ólafíu G. Ólafsdóttur á olafia@icelandair.is. eigi síðar en 15. febrúar 2016. Nánari upplýsingar veita: Ólafía G. Ólafsdóttir I olafia@icelandair.is Pétur Ómar Ágústsson I starf@icelandair.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.