Stjórnbúnaður í sjávarútvegi

Page 1

STJÓRNBÚNAÐUR Í SJÁVARÚTVEGI


NÚTÍMAVÆÐING SKIPAFLOTANS Á síðustu árum hefur þróun innan sjávarútvegsins verið hröð og tækniframfarir hafa leitt af sér öruggari starfsumhverfi og betri nýtingu á verðmætustu auðlind Íslendinga. Verkís hefur tekið að sér fjölmörg verkefni í stjórnbúnaði innan sjávarútvegsins, m.a. forritun, hönnun, ráðgjöf og gerð rafmagnsteikninga. Meðal kerfa sem Verkís hefur tekið þátt í að forrita eru: • Sjálfvirk lestarkerfi • Lausfrystar, krapa- og ísvélar • Karfaflokkarar, lifrar- og hrognadælur • Færibandakerfi, lyftur og kranar • Hitastýringar á kælikerfum • Vöktun á kælingu og síritunHUGBÚNAÐARGERÐ Mikilvægt er að óskir verkkaupa endurspeglist í virkni kerfissins og að hægt sé að gera breytingar eftir þörfum þegar kerfið er komið í notkun. Skjákerfisviðmót skal vera auðskiljanlegt og einfalt í notkun. Hugbúnaðargerð Verkís felur í sér: • Virknilýsingar í samráði við verkkaupa • Reglun mótora og dælna • Forritun allra helstu gerða stýrivéla og tíðnibreyta • Kunnáttu á alla helstu samskiptastaðla • Hönnun skjákerfis með möguleika á tengingu við gagnagrunna, viðvaranasögu og gröf • Söfnun mæligilda í SQL gagnagrunnRAFMAGNSDRIFIN FÆRSLA Í nútíma fiskvinnslu er gerð krafa um hraða færslu á fiski og fiskikörum með færiböndum, mótordrifnum lyftum og dælubúnaði fyrir vatn svo fátt eitt sé nefnt. Uppsetning á slíkum búnaði kallar á sérþekkingu í servó-drifum, tíðnibreytum, nemum og skynjurum, viðeigandi samskiptastöðlum og forritun. Hugbúnaðargerð Verkís felur í sér: • Servó-drifin færibönd, lyftur og þriggja ása kranar • Vatnssprautunar- og dælukerfi • Tíðnistýrðir mótorar • LIDAR og RADAR skynjarar • Aflskápar og rafdreifingarGLUSSA- OG LOFTKERFI Í fiskvinnslu er nauðsynlegt að geta fært til miklar þyngdir og skorðað þær af í öryggisskyni. Þar koma glussa- og loftkerfi oft að góðum notum og eru sérfræðingar Verkís vel að sér í forritun þeirra. Á meðal þeirra kerfa sem Verkís hefur hannað eru: • Hliðrænt stýrðir glussalokar • Rafstýrðir glussalokar tengdir á CAN-bus • Loftstýrðir lokar og drif • Loftstýrðir hlerar, sogskálar, læsingar og bremsurDÍSELRAFSTÖÐVAR Verkís státar af breiðri þekkingu og reynslu í innkaupum, hönnun og þjónustu við díselrafstöðvar. Verkís býr að öflugum rafbúnaðarhópum og í þeim starfa, meðal annarra, fyrrum vélstjórar til margra ára á fiskiskipum. Verkís hefur m.a. þekkingu og reynslu á forritun og gangsetningu DEIF stjórnbúnaðar fyrir rafstöðvar. Meðal verkþátta sem Verkís sér um vegna díselrafstöðva eru: • Útreikningar á aflþörf • Fyrirkomulag, kæling og hljóðvist • Hönnun olíukerfa • Hönnun afldreifingar • Stjórnkerfi • Rekstur og prófanir


Húsavík


18.09.2019


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.