Þrívíð líkanagerð með LIDAR skönnun úr þyrildi

Page 1

ÞRÍVÍÐ LÍKANGERÐ

MEÐ LIDAR SKÖNNUN ÚR ÞYRILDI


ÞJÓNUSTA Verkís býður upp á þjónustu við gerð þrívíðra landlíkana. Verkís notar m.a. LiDAR skanna (e. light detection and ranging) sem flogið er með þyrildi (e. drone). Unnið er í samstarfi við Svarma ehf. sem hefur sérhæft sig í notkun og hönnun flygilda og þyrilda. Með þessari tækni verður innmæling mannvirkja og/eða umhverfis og vinnsla mælinga mun fljótlegri en ella. LiDAR mælingar úr lofti henta vel til að gera nákvæm líkön af hvers konar yfirborði. Tæknin auðveldar mælingar í erfiðum aðstæðum svo sem í brattlendi eða á jöklum, á flóknum mannvirkjum sem annars er erfitt að komast að eins og möstrum og lögnum og á einsleitu yfirborði svo sem snjó. Hjá Verkís og Svarma starfar teymi sérfræðinga á þessu sviði.LIDAR SKÖNNUN MEÐ ÞYRILDI LiDAR flug gerir mönnum kleift að skanna/mæla yfirborð, s.s. gil, fjallshlíðar, mannvirki og möstur frá mismunandi hornum. Afurð skönnunar er punktský (e. point cloud). Punktskýið sýnir yfirborðið í þrívídd. Upp úr því má á einfaldan og fljótlegan hátt vinna þrívítt landlíkan. Mælipunktar úr skýinu eru flokkaðir eftir því hvort mæligeislinn hittir mannvirki, hágróður, lággróður o.s.frv. og þannig má auðveldlega fjarlægja þá flokka sem ekki eru áhugaverðir eða nýtast ekki hverju sinni.

NOTKUN LiDAR mælingar henta sérstaklega vel þegar mæla þarf flókin mannvirki. Enn fremur henta LiDAR mælingar einkar vel til líkangerðar þegar fjarlægja þarf gróður úr líkani svo sem tré, lúpínu, hátt gras og annað og þegar mæla á einsleit hvít yfirborð s.s. snjó og jökla. Skannað punktský af umhverfi og mannvirkjum nýtist sem undirlag við hönnun og greiningu af ýmsu tagi. Á framkvæmdartíma er hægt að beita skönnun í eftirliti, t.d. til að bera hönnunarlíkön saman við mannvirki í byggingu.


NOTKUNARSVIÐ Hönnun: • Innmæling umhverfis og gerð þrívíðs líkans. • Líkangerð af flóknum mannvirkjum svo sem háspennu- og fjarskiptamöstrum. • Gerð yfirborðslíkana og hæðarlína (DTM) þar sem gróður og mannvirki hafa verið fjarlægð. Framkvæmd: • Samanburður mannvirkja við hönnunarlíkön. • Endurtekin magntaka við jarðvinnu. • Eftirlit með sjóvarnargörðum. Annað: • Líkangerð af einsleitu yfirborði jökla og snævar. • Kortlagning á gróðri, lífmassa, hæð og undirlagi. • Skrásetning fornminja. • Skönnun í brattlendi.


LIDAR SKANNI Verkís notar RIEGL miniVUX-1UAV skanna ásamt hugbúnaði frá RIEGL. Með honum er unnt að skanna umhverfið með mikilli nákvæmni á skömmum tíma. Á tækinu er myndavél sem tekur ljósmyndir á sama tíma og tækið skannar umhverfið. Út frá ljósmyndunum má lita punktskýið á einfaldan hátt. Þannig verður til mjög raunverulegt þrívítt líkan sem jafnvel má svo skoða nákvæmlega í sýndarveruleika. Einnig má fljúga hitamyndavél yfir svæðið. RIEGL miniVUX-1UAV, eiginleikar: • Mælir vítt sjónsvið, getur skannað meira en 180°. • Mælir 100 þúsund punkta á sekúndu. • Dregur allt að 250m. • Skekkjumörk +/- (10 – 50) mm, háð fjarlægð og aðstæðum.


HAFĂ?U SAMBAND verkis@verkis.is svarmi@svarmi.com


Verkís verkis@verkis.is Ofanleiti 2 103 Reykjavík +354 422 8000 www.verkis.is

Svarmi svarmi@svarmi.com Árleyni 22 112 Reykjavík +354 555 1338 www.svarmi.is

23.08.2019


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.