Verkís hefur mikla reynslu af hönnun fráveitu- og ofanvatnskerfa og býður upp á mjög fjölbreytta þjónustu á því sviði. Þjónustan nær yfir hönnun nýrra hreinsi- og dælistöðva, lagna- og útrásarkerfa, rennslisgreiningar, sýnatöku og efnagreiningar.
Þá er Verkís í fararbroddi þegar kemur að meðhöndlun ofanvatns og innleiðingu á blágrænum ofanvatnslausnum sem er ný nálgun á hreinsun og minnkun á magni rigningarvatns í fráveitukerfum í þéttbýli.
Smelltu á forsíðu bæklings fyrir nánari upplýsingar um þjónustu Verkís á sviði fráveitu- og ofanvatnskerfa.