Hjá Verkís starfa yfir 300 einstaklingar á Íslandi og erlendis. Sérfræðiþekking starfsmanna Verkís spannar allar þarfir framkvæmda– og rekstraraðila, frá fyrstu hugmynd til loka verkefnis. Að auki hafa starfsmenn mikla þekkingu og reynslu af margháttuðum rekstrar– og viðhaldsverkefnum. Á einum og sama stað geta viðskiptavinir okkar sótt alla hefðbundna verkfræðiráðgjöf, auk þeirrar stoðþjónustu sem nú er orðin órjúfanlegur hluti af undirbúningi og rekstri flókinna verkefna. Starfsemin og þar með öll okkar þjónusta er unnin eftir vottuðu gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi.
Smelltu á forsíðu bæklings fyrir nánari upplýsingar um Verkís verkfræðistofu.