Gangverk 2.tbl 2012

Page 3

Fréttabréf Verkís hf. 2. tbl. 11. árgangur, apríl 2012

......................................................... Útgefandi: Verkís Ábyrgðamaður: Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir Greinarskrif: Stefán Pálsson og Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir Hönnun: Fíton Uppsetning og umbrot: Umslag ehf Umhverfisvottað fyrirtæki Prentun: Prentsmiðjan Oddi Ljósmyndir: Rafn Sigurbjörnsson, Skarphéðinn Þráinsson, Ljósmynda­ safn Reykjavíkur, Landsvirkjun, Morgunblaðið og úr safni Verkís Forsíðumynd: Lýsing á Suðurlands­ braut 4 í tilefni afmælis Verkís. Myndina tók Skarphéðinn Þráinsson

......................................................... Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.

......................................................... VERKÍS Ármúla 4, 108 Reykjavík Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík Austurvegi 10, 800 Selfoss Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður Kaupvangi 3b, 700 Egilsstaðir Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes Austursíðu 2, 603 Akureyyri Stillholti 16, 300 Akranes Reykjavíkurvegi 68, 220 Hafnarfjörður

............................................

Sveinn Ingi Ólafsson Framkvæmdastjóri sio@verkis.is

Birtutíð framundan Í tilefni áttræðisafmælis stofunnar hefur Verkís lýst upp starfsstöðvar sínar víða um land undanfarna mánuði, ásamt því að lýsa upp tré í hverju bæjar­ félagi þar sem stofan er með starfsstöð. Nú glittir í vorið með tilheyrandi lífi og gleði, vorboðinn er kominn en það er tjaldur sem hefur gert sig heima­kominn hér í Ármúla undanfarin ár. Með hækkandi sól mun afmælis­ lýsingin dofna, en í haust færa starfsstöðvar Verkís birtu í skammdegið á ný. Framundan er afmælishátíð í Hörpu þann 11.maí þar sem starfsfólk, sam­ starfsaðilar og aðrir velunnarar Verkís munu njóta dagskrár sem er inn­ blásin af íslenskri tónlistarsögu síðustu 80 ára. Þar munu stíga á stokk Karlakórinn Fóstbræður, Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og hljóm­ sveitin Hjaltalín en listrænn stjórnandi er Árni Harðarson, kórstjóri. Á afmælisárinu lítum við um öxl og rifjum upp ýmislegt markvert sem snertir sögu stofunnar. Í þessu tölublaði verður sagt frá verkfalli verk­ fræðinga snemma á sjöunda áratugnum. Þetta verkfall hafði talsverð áhrif í verkfræðigeiranum og varð með öðru til þess að allmargar verkfræði­ stofur voru stofnaðar, þar á meðal tvær þeirra fimm sem síðar sam­einuðust undir merkjum Verkís. Þá er ávallt mikilvægt að horfa til framtíðar og huga að nýjum verkefnum og af því tilefni er spjallað við tvo hönnunarstjóra Verkís í NAL-verkefninu svokallaða en þar er hönnun á tveimur jarðvarma­ virkjunum á Norð-Austurlandi komin á fulla ferð. Nýlega hlaut Verkís tvær viðurkenningar sem við erum mjög stolt af. Þar ber fyrst að nefna viðurkenningu frá Creditinfo um að Verkís sé framúr­ skarandi fyrirtæki í fjármálum. Verkís stóðst styrkleikamat Creditinfo annað árið í röð og er í hópi sterkustu fyrirtækja landsins. Í mars varð Verkís svo fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að hljóta Gullmerki jafnlauna­ úttektar PriceWaterhouseCoopers. Þessi úttekt sýnir fram á að Verkís greiðir körlum og konum sömu laun fyrir sambærileg störf. Við hjá Verkís erum mjög hreykin af því að hljóta Gullmerkið og lítum á það sem viðurkenningu á þeirri jafnréttishugsun sem er hluti af menningu Verkís og endurspeglar gildi fyrirtækisins.

Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri

3


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.