Gangverk 2005 2

Page 15

í Mývatnssveit á áttunda áratugnum og deilurnar sem spruttu upp vegna hennar. „Ég var staðarverkfræðingur við gerð Laxárvirkjunar III og það voru ægileg læti í kringum það allt saman.“ Bændur í sveitinni voru verkinu mjög mótfallnir og fengu því meðal annars framgengt að hætt var við að reisa stíflu í Laxá. Vinna hófst 1970 og virkjunin var svo tekin í notkun seinni hluta ársins 1973. „Það var djöflast í mörg ár í þessu og vandræðin voru af ýmsum toga. Það var pólitík í þessu öllu saman fyrir það fyrsta. Svo fannst körlunum í Mývatnssveit að það væri komið dónalega fram við sig. Það var óttalegt hokur á þeim – silungsveiði og svoleiðis eymdarskapur. Og svo voru unnin spellvirki og hitt og þetta. Þetta var allt mjög sögulegt.“

Af Stalín og fleiri ökutækjum Þrátt fyrir takmarkaða virðingu fyrir „öllu þessu umhverfiskjaftæði“ þekkir Hjálmar náttúru landsins betur en margir. Hann er mikill útivistarmaður og hefur jafnan ferðast um landið á miklum drekum. „Rússajeppinn Stalín var frægt ökutæki sem ég átti. Á honum hossaðist ég um allt og fór farsællega í 46 ár. Það þótti sumum nóg. Það var góður bíll. Það var hræódýrt að halda honum við og allt sem þurfti að gera gat maður gert sjálfur. Og það var

ekkert vandamál að finna nýja hluti – umboðið hafði alltaf ráð til að finna þá. Þeir rifu heilu bílana til að finna hluti í Stalín. En svo fór að ég skildi við hann í Vöku fyrir sex árum. Býst við að hann hafi farið í pressuna hjá þeim.“ Á þeim dögum þegar vegakerfi landsins var enn nokkuð ábótavant fór Hjálmar víða. „Meðal annars fór ég nokkrum sinnum á Rússanum yfir Tungnaá á Hófsvaði í fylgd með öðrum og farnaðist vel. Ég fór það einum þrisvar sinnum áður en brýrnar komu. En ég fór aldrei á jökla.“ Rússajeppinn var upphaflega keyptur af föður Hjálmars sem landbúnaðarjeppi á Vatnsnes í Grímsnesi, þangað sem Hjálmar rekur ættir sínar. „Pabbi hafði fengið úthlutað leyfi til að kaupa bíl en af því hann kunni ekki á bíl, endaði með því að ég arranseraði því.“ Hjálmar var nokkuð fastheldinn á bíla. „Ég átti líka all lengi Nóvu – Chevrolet Nova – eða í um 30 ár. Svo sendi ég hana í Vöku ásamt Stalín árið 1999.“ Eftir að Hjálmar skildi við Stalín og Nóvuna keypti hann Hummerinn skærgula. „Hann hefur nú reynst misjafnlega, skal ég segja þér. Það er stöðugt viðhald með þessu og það er bara einn aðili sem sér um þetta hér. En ég hef farið talsvert

15

á honum, til dæmis tvisvar austur á firði, fyrst Gæsavatnaleið og svo Hornafjarðarleið, til að loka hringnum.“ Þegar Hjálmar er spurður hvers vegna hann hafi valið sér svo litsterkan bíl virðist hann furða sig á spurningunni „Nú, ég vil auðvitað að ég sjáist! Það er gott að sjást langt að.“

50 ára starfsafmæli Það eru myndir af blómum á skrifstofunni og Hjálmar viðurkennir að hann stundi svolitla garðyrkju. „Svo spila ég bridds við vinnufélagana hér í hádeginu eins og rekadrumbur, en ég reyni að gera sem minnst af öllu öðru.“ Elsti starfsmaður VST verður 77 ára í apríl og er farinn að vinna hálfan vinnudag. „En verkefnin eru nú svo lengi í vinnslu hjá arkitektunum að maður þarf ekki á mikið meiri tíma að halda,“ segir Hjálmar og glottir. Hann segist samt þreytast fyrr en ella og vera lengur að taka við sér. Þann 1. mars næstkomandi verða liðin 50 ár frá því verkfræðingurinn nýútskrifaði hóf störf hjá VST. Ætlar hann að halda upp á daginn? „Sem minnst!“ „Er þetta ekki nóg kjaftatörn?“


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.