Gangverk 2003 1

Page 1

F R É T T A B R É F

3

Skrautfiskar á Barnaspítalanum

4

Mislægt hringtorg

8

Nýtt sjávarfallalíkan fyrir Ísland

11

Hljóðtækni á húsagerðarsviði

12

Katrín Kinga

0 1•0 4•0 3


Barnaspítali Hringsins Í lok marsmánaðar hófst starfsemi á nýjum Barnaspítala Hringsins. Spítalinn var vígður á 99 ára afmæli Kvenfélagsins Hringsins þann 26. janúar síðastliðinn. Var það mjög viðeigandi með tilliti til þess mikla stuðnings sem Hringurinn hefur veitt byggingu spítalans. Óhætt er að segja að arkitektum Barnaspítalans, þeim Sigríði Magnúsdóttur og Hans-Olav Andersen hjá Teiknistofunni Tröð, hafi tekist ætlunarverk sitt við hönnun hans. Byggingin sem situr vestast á Landspítalalóðinni ein-

kennist af látlausum glæsileika og sómir sér vel í umhverfi sínu. Þar fellur hún vel að eldri aðliggjandi byggingum og nær að tengja þær saman, bæði ofan jarðar og neðan. Hlutverk Verkfræðistofunnar í byggingu Barnaspítalans hefur verið verkefnisstjórn og hönnunarrýni. Starfið hófst þegar árið 1994 með gerð alútboðsgagna í samvinnu við notendur. Starfsmenn VST hafa haft af því mikla ánægju að taka þátt í byggingu þessa glæsilega mannvirkis sem á eftir að gagnast veikum börnum á Íslandi um ókomin ár.

Aðlögunarhæfni VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 600 Akureyri Sími: 462 2543 Fax: 461 1190 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes Sími: 437 1317 Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kirkjuvegi 23 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 3292 Fax: 481 3294 ge@vst.is VST Austurvegi 6 800 Selfoss Sími: 577 5015 Fax: 577 5010 vstsf@vst.is

2

„Ég held að okkar tillaga hafi verið valin vegna þess að hún sýndi ákveðinn einfaldleika og aðlögunarhæfni að breytilegum þörfum spítalans,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, sem er aðalarkitekt Barnaspítala Hringsins ásamt Hans-Olav Andersen. „Það er mikilvægt að hönnun byggingarinnar njörvi hana ekki niður um alla framtíð heldur þarf hún að vera sveigjanlega uppbyggð.“

Hans-Olav Andersen, Sigríður Magnúsdóttir, Sveinn Bragason og Sigurður Þórisson arkitektar

Sigríður og Hans-Olav eru eigendur Teiknistofunnar Traðar. Meðal þekktra verka þeirra auk Barnaspítalans eru skrifstofur lögmannsstofunnar Logos við Efstaleiti 5 og tónlistarskóli og safnaðarheimili við Hafnarfjarðarkirkju.

sjá til þess að nýja byggingin vekti ekki slíkar tilfinningar. Við ganga og almenningsrými eru víða gólfsíðir gluggar sem opna fyrir fjölbreytilegt útsýni. Þar geta börn sem fullorðnir hvílt hugann.“

„Allir sem hafa komið inn á slysavarðsstofu eða bráðamóttöku þekkja tilfinninguna um að þeir séu komir í einhvers konar völundarhús þar sem engin leið er að vita hvar maður er eða hvernig maður kemst út,“ segir Sigríður. „Við reyndum að

Byggingin er á fjórum hæðum og er innra skipulag hverrar hæðar klæðskerasaumað að þeirri starfsemi sem þar fer fram. Að sögn Sigríðar felst sérstaða Barnaspítalans í fjölda mismunandi herbergja með miklar kröfur hvað varðar


Skrýtnir skrautfiskar Skrautfiskabúr Barnaspítala Hringsins hefur vakið verðskuldaða athygli. Búrið er saltvatnsbúr og hið stærsta sinnar tegundar á landinu. Í því er lítið sýnishorn af lífríki kóralsvæða hitabeltisins en meginþorri þeirra lífvera sem þar er að finna á uppruna sinn við strendur Indónesíu. Greining á líffræðilegum og tæknilegum forsendum uppsetningar búrsins auk eftirlits með henni var eitt fjölmargra verka Verkfræðistofunnar vegna eftirlits við byggingu Barnaspítalans. Uppsetning og rekstur saltvatnsbúrs er krefjandi og þarfnast talsverðrar sérþekkingar. Segja má að vandinn við uppsetningu fiskabúra sé í beinu hlutfalli við litadýrð og fjölbreytileika lífveranna sem þar eiga að hafast við. Áhugamenn um fiskabúr og fiskirækt áttu sér lengi þann draum að geta sett upp og viðhaldið lífríki kóralsvæða heima í stofu en það er fyrst á síðustu tveimur áratugum eða svo sem þeir draumar hafa farið að rætast. Að fjölmörgu þarf að gæta þegar kemur að líffræðilegum og efnafræðilegum þáttum, svo sem seltustigi vatnsins, hættu á uppsöfnun nítrats og annarra efnasambanda sem geta dregið lífverur til dauða. Auk þess er nauðsynlegt að viðhalda straumum og eðlilegri hringrás vatnsins, svo eitthvað sé nefnt. Í skrautfiskabúri Barnaspítalans er þessum þáttum að mestu stjórnað af dælu- og hreinsikerfum sem tengd eru við búrið og hreinsa allt að því fimmfalt það vatnsmagn sem í búrinu er á hverri klukkustund. Þrátt fyrir það er nauðsynlegt að fylgjast náið með magni ýmissa efnasambanda í búrinu.

hjá Teiknistofunni Tröð. Myndin er tekin við opnun Barnaspítalans. tæknibúnað og innréttingar. „Markmið okkar var að gera hlýlegan hátæknispítala.“ „Þetta hefur verið afar krefjandi en skemmtilegt viðfangsefni og samstarf við notendur, hönnuði og verktaka hefur verið mjög gott. Byggingin er innan kostnaðarrammans, sem var um 220 þúsund krónur á fermetra með búnaði. Ég held að flestir sem komu að þessu verki séu sáttir við útkomuna,“ segir Sigríður að lokum. Nánari upplýsingar á vefnum: www.tst.is.

Þá er einnig mikilvægt að þekkja til hegðunar og búsvæðavals þeirra lífvera sem koma á fyrir í búrinu. Sumar tegundir halda sig í felum við kóralana en aðrar kjósa að synda um í vatninu eða halda sig við botninn. Við val á lífverum og ákvörðun um fjölda þeirra í búrinu varð að taka mið af því að allar hefðu þær sitt pláss. Þá þurfti að forðast árásargjarnar tegundir sem jafnvel hefðu átt það til að éta nágranna sína. Til að gera langa sögu stutta tókst uppsetning búrsins afar vel og er það ekki síst að þakka samvinnu og vilja byggingarverktakans ÓGBygg og Dýraríkisins hf, sem setti upp búrið. Markmiðið með uppsetningu búrsins var að það yrði sjúklingum, starfsmönnum og gestum spítalans til yndis og ánægju. Ef marka má viðtökur þeirra barna sem það hafa séð er ljóst að búrið og lífverur þess munu í framtíðinni stytta skjólstæðingum spítalans stundir á erfiðum tímum.

3

Gulur Tang, einnig þekktur sem Zebrasoma-flavescens, á ferð í skrautfiskabúrinu.


Ný tegund mislægra

gatnamóta við Verkfræðistofan lauk nýlega forhönnun á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar. Gatnamótin eru þriðji áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar á um fjögurra kílómetra löngum vegarkafla milli Fífuhvammsvegar í Kópavogi og Kaplakrika í Hafnarfirði.

ur

Um þessi gatnamót fara nú tæplega 30 þúsund bílar á dag en áætlað er að árið 2012 verði þeir orðnir 56 þúsund talsins og árið 2024 um 76 þúsund. ø

Örn Steinar Sigurðsson Verkfræðingur á verkefnastjórnunarsviði og sérfræðingur í áætlanagerð. Hann fæst við umferðaráætlanir, verkáætlanir, verkefnisstjórnun og kostnaðarog arðsemisáætlanir.

Sverrir Sigurðsson Verkfræðingur á byggðasviði. Hann fæst við hönnun gatna, forritun, umferðarspár og -hermun, hljóðtækni og lausnir vegna umferðarhávaða.

eg

Vífilsstaðavatn

av

tað

ilss

Víf

Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir Verkfræðingur á byggðasviði. Hún fæst við umferðartækni, umferðarspár og umferðarskipulag, áætlanir og áhrifamat.

Fífuhvammsvegur

Arnarnesvegur

Kaplakriki

Umferðarspáin byggir á spá um fólksfjölgun og uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu ásamt fyrirliggjandi þekkingu á núverandi ferðamynstri og umferðarhegðun. Spá sem Verkfræðistofan gerði í umferðarlíkani sínu sýndi mun minni umferð á Arnarnesvegi en Vegagerðin hafði gert ráð fyrir í útreikningum sínum. Sérstök talning var því gerð á gatnamótunum og studdi hún niðurstöður VST. Í framhaldinu tókst að finna hagkvæmari lausn á gatnamótunum en þá sem verkgögn gerðu upphaflega ráð fyrir.

Reykjanesbrautin er ein helsta stofnbraut á höfuðborgarsvæðinu og á næstu árum verða öll gatnamót við hana gerð mislæg, allt frá fyrirhugaðri Sundabraut suður til Keflavíkur. ferðarljós. Mislæg gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka eru til dæmis af þessu tagi. Slík gatnamót þóttu koma til greina í þessu tilviki en þá hefði þurft að koma fyrir umferðarljósum þar sem rampar tengdust Arnarnesvegi. ø

Reykjanesbraut - Arnarnesvegur Umferðarspá 2002 - 2004 70.000 Kópavogur

Mismunandi útfærslur

60.000

Strax þótti sýnt að hefðbundin tígulgatnamót, eins og þau sem eru á mótum Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar, yrðu óhentug vegna plássleysis og mikillar umferðar til vinstri af römpum. Of stutt yrði á milli ljósastýrðra gatnamóta þar sem rampar tengjast Arnarnesvegi og myndu gatnamótin ekki anna umferðarþunga samkvæmt umferðarspá.

50.000 Hafnarfjörður 40.000 30.000 20.000 10.000

Punktgatnamót, sem oft eru kölluð „klemmdur tígull“, eru gatnamót þar sem aðalumferðaræðin fer undir brú og uppi á brúnni eru um-

4

Arnarnes Smáraholt

0 2000

2005

2010

2015

2020

2025


ð Arnarnesveg Mislægt hringtorg Sú lausn sem varð fyrir valinu eftir að þessir kostir höfðu verið skoðaðir var svokallað mislægt hringtorg, en slík gatnamót hafa ekki verið byggð hér á landi áður. Kosturinn við hringtorgslausnina er að mannvirkin eru umfangsminni og ódýrari en í punktgatnamótum. Í hringtorginu eru engin umferðarljós og má því bæði búast við jöfnu umferðarflæði og litlum töfum utan annatíma. Auk þess má nefna að umferðarhraðinn á gatnamótunum verður frekar lítill og sýna rannsóknir að þau

slys sem verða í hringtorgum eru almennt ekki jafn alvarleg og á ljósagatnamótum.

Mislægt hringtorg.

Gönguleiðir Ekki er talið æskilegt að beina umferð gangandi vegfarenda um gatnamótin sjálf og því er gert ráð fyrir að henni sé beint um undirgöng sunnan þeirra á móts við Bæjargil og um göngubrú norðan gatnamótanna á móts við Smáralind. Búast má við að framkvæmdir við gatnamótin geti hafist árið 2005 og verði lokið ári síðar.

Hefðbundin tígulgatnamót.

Punktgatnamót.

Umferðarhermun notuð við hönnun Afkastageta punktgatnamóta er tiltölulega vel þekkt og algengustu umferðarforrit ráða ágætlega við hefðbundna umferðarljósareikninga eins og þar eiga við. Mislægt hringtorg hefur hins vegar aldrei verið byggt hér á landi og því mikilvægt við ákvarðanatökuna að fullvissa fengist um að slík gatnamót gætu annað umferð á fullnægjandi hátt. Ákveðið var að reikna umferð um gatnamótin með hermiforritinu VISSIM sem VST hefur nýlega fest kaup á. Til að vinna þann hluta verksins var fenginn ráðgjafi frá dönsku verkfræðistofunni Rambøll-Nyvig en sú stofa hefur talsverða reynslu af notkun forritsins. VISSIM er af nýrri kynslóð gagnvirkra hermiforrita. Forritið líkir nákvæmlega eftir hreyfingum ökutækjanna í gatnamótunum

og tekur tillit til hröðunar mismunandi ökutækjagerða, ólíkra óska ökumanna varðandi hraða og aksturslag ásamt því að taka tillit til ýmissa ytri þátta; gatnamótanna sjálfra og aksturs þeirra ökutækja sem næst eru.

Niðurstöður tafareikninga Bornar voru saman hermunarniðurstöður fyrir punktgatnamót annars vegar og mislægt hringtorg hins vegar. Niðurstöður hermunarinnar sýndu að báðar gatnamótagerðirnar myndu anna umferðinni á álagstíma síðdegis árið 2024 með svipuðum afköstum. Hins vegar sýndi hermunin að umferðin verður fyrir meiri beinum töfum á umferðarljósum í punktgatnamótunum en í hringtorginu, bæði á annatíma og utan hans. Hermunarniðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöður útreikninga sem gerðir voru með hefðbundnum aðferðum og voru niðurstöðurnar fyrir umferðarljósin mjög sambærilegar. Hringtorgareikningarnir voru hins vegar mun fullkomnari í hermuninni og þar reyndist nýja forritið afar vel.

5


Mat á umferðarhávaða við Reykjanesbraut Eitt af því mikilvægasta sem hafa þarf í huga við vega- og gatnaframkvæmdir er að umferðarhávaði í nágrenni íbúðarhúsa, kennslu- og sjúkrastofa verði innan settra marka, bæði að framkvæmdum loknum og einnig í fyrirsjáanlegri framtíð. Til að meta viðeigandi mótvægisaðgerðir er notað samnorrænt reiknilíkan fyrir umferðarhávaða sem hefur verið í þróun frá 1978. Samkvæmt reglugerð um umferðarhávaða má jafngildishljóðstig ekki fara yfir 55 dB(A) utan við glugga á jarðhæð og við opnanlega glugga í íbúðarhúsnæði óháð hæð. Sama gildir um

Niðurstaða umferðarhávaðagreiningar fyrir aðstæður árið 2002 og 70 km/klst hraða á Reykjanesbraut

útivistarsvæði í þéttbýli. Frávik frá þessu eru þó heimil þar sem um er að ræða verulega breytingu á umferðaræð í byggð sem fyrir er og er þá viðmiðunargildið 65 dB(A). Í þessari framkvæmd var tekin sú ákvörðun að uppfylla fyrra skilyrðið. Meðal valkosta þegar draga á úr umferðarhávaða eru jarðvegsmanir og hljóðskermar. Jarðvegsmanir eru sá kostur sem oftast verður fyrir valinu þar sem þær eru allt að fimmfalt ódýrari en hljóðskermarnir. Á hinn bóginn eru manirnar plássfrekar og því eru veggir oftast valdir þar sem pláss er lítið. Í því tilfelli sem hér um ræðir var valið að nota jarðvegsmanir að mestu leyti til viðbótar við þær jarðvegsmanir sem fyrir eru. Einn hljóðskermur er nú þegar á svæðinu og verður hann lengdur og endurbættur.

Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun Bygging Kárahnjúkavirkjunar er ekki aðeins mesta framkvæmd Íslandssögunnar heldur jafnframt umfangsmesta verkefni Verkfræðistofunnar um þessar mundir. Þótt mikið hafi verið rætt um virkjunina átta sig eflaust fæstir á stærð hennar og mikilvægi fyrir íslenska raforkukerfið. „Með tilkomu þessarar virkjunar mun raforkuframleiðsla á Íslandi aukast um 4.500 GWh/a,“ segir Pálmi Ragnar Pálmason, yfirmaður hönnunar virkjunarinnar. „Þetta er ef til vill ekki mikið á heimsmælikvarða en þegar litið er til þess að í dag framleiðir Landsvirkjun milli átta og níu þúsund GWh/a sést hversu miklu þetta breytir.“ Nú eru komin tilboð í 5 af 20 verksamningum og þegar búið að semja um framkvæmd tveggja þeirra stærstu, gerð Kárahnjúkastíflu og aðrennslisganga. Samanlagt taka þessir tveir samningar til rúmlega helmings heildarverksins. Í byrjun júní voru svo opnuð tilboð í vélar og rafbúnað fyrir virkjunina, gerð stöðvarhúss í Fljótsdal og stálfóðringar í fallgöng og fleira. Meðal þess sem enn á eftir að bjóða út eru

bygging Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu sem báðar verða við Hálslón. Tilbúin verður sú fyrrnefnda önnur stærsta stífla landsins, um 3 milljónir rúmmetra og 60 metrar á hæð, en hin síðartalda verður um 25 metra há úr um 1,3 milljón rúmmetrum. Þess má geta að Kárahnjúkastíflan verður um 190 m há úr allt að 9 milljón rúmmetra fyllingu. VST stýrir alþjóðlegu samstarfi fimm verkfræðiráðgjafa um hönnun virkjunarinnar. Auk VST eru þetta Almenna verkfræðistofan hf, Rafteikning hf, svissneska fyrirtækið Electrowatt-Ekono og bandaríska fyrirtækið Montgomery Watson Harza. Stórfyrirtækið Alcoa hefur samið um kaup á allri orku sem virkjunin framleiðir fyrir álver sitt á Austurlandi. Með framleiðslugetu upp á 322 þúsund tonn á ári verður það stærra en álver Alcans og Norðuráls til samans. „Landsvirkjun er búin að semja um að hefja orkuafhendingu frá Kárahnjúkavirkjun þann 1. apríl 2007. Það þarf því að hafa hraðar hendur,“ segir Pálmi Ragnar.

6


Veiðihornið:

Ágætis sjóbirtingsveiði í Hafnarfjarðarlæknum Fyrirsögn þessarar greinar kann að hljóma ótrúlega en gangi væntingar eftir verður þess ekki langt að bíða að hún komist nærri raunveruleikanum. Forsaga málsins er sú að við matsvinnu umhverfisáhrifa vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð var Veiðimálastofnun falið að gera úttekt á útbreiðslu og búsvæðum fiska í vatnakerfi Hamarskotslækjar í Hafnarfirði (Hafnarfjarðarlæknum). Í skýrslu Veiðimálastofnunar er vikið að þeim möguleika að opna sjógöngufiski leið upp lækinn á ný en honum var lokað árið 1904 með gerð stíflu – þeirrar fyrstu sem byggð var á Íslandi vegna almenningsrafstöðvar. Til eru heimildir um að fyrir þann tíma hafi sjóbirtingur gengið upp lækinn til hrygningar í nokkrum mæli. Í skýrslu Veiðimálastofnunar segir orðrétt: „Einn afar vænlegur möguleiki til eflingar á lífríki vatnakerfis Hamarskotslækjar, sem jafnframt gæfi því aukið gildi, væri að gera lækinn fiskgengan frá sjó upp í vatn og opna þannig fyrir þann möguleika að sjóbirtingur gengi upp í Urriðakotsvatn á ný.“ Hafnarfjarðarbær tók áskorun Veiðimálastofnunar og fól Verkfræðistofunni að vinna að úttekt og greinargerð á möguleikum þess að opna Hamarskotslæk fyrir fiskgengd úr sjó á ný.

Fagur fiskur í og úr sjó Vinna starfsmanna VST fólst í meginatriðum í því að mæla nákvæmlega þær hindranir sem fyrir eru og gera tillögur að gerð fiskvega framhjá þeim. Auk þess voru lagðar til breytingar á farvegi lækjarins þannig að fiskur gæti falist betur. Hugmyndirnar um opnun lækjarins tóku mið af því að viðhalda vatnshæð ofan hindrana og að forðast miklar breytingar eða röskun á núverandi farvegi. Í greinargerð VST kemur fram að frá gerð stíflunnar hafa þrjár hindranir bæst við í farvegi lækjarins og eru þær göngufiski erfiðar eða algerlega óyfirstíganlegar. -

Í stuttu máli lagði VST til að vatnsborð neðan við neðstu þrjár hindranirnar yrði hækkað með því að koma fyrir ákveðnum fjölda þrepa neðan hverrar þeirra. Fjöldi þrepa mun ráðast af upphaflegri hæð hindrunar en miðað er við að hæð milli þrepa (vatnsfallshæð) verði ekki meiri en 250 mm. Efstu hindrunina, rafstöðvarstífluna, mun reynast öllu erfiðara að yfirstíga, meðal annars vegna menningarsögulegs gildis sem veldur því að hvorki er leyfilegt að hrófla við henni né breyta ásýnd hennar með neinum hætti. Lagt var til að gerður yrði hliðarlækur sem renna myndi framhjá stíflunni og niður bakka lækjarins neðan stíflu þar til hann sameinaðist núverandi farvegi. Í lokaorðum greinargerðar VST kemur fram að opnun Hamarskotslækjar fyrir fiskgengd sé vel gerleg og þurfi hvorki að vera kostnaðarsöm né fyrirhafnarmikil framkvæmd. ø Tillögurnar hafa hlotið jákvæðar undirtektir nefnda á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þess ber þó að geta að ólíklegt er að fiskgengd verði mikil þótt lækurinn verði opnaður enda vatnsmagn hans tæpast nægjanlegt til að bera uppi stóran stofn. Þá er einnig mikilvægt, ef vel á að takast til, að fiskgengd upp í Urriðakotsvatn verði tryggð, enda eru vötn mikilvægt búsvæði fiskseiða og kynþroska fisks. ø

7

Jóhannes Loftsson hjá VST við mælingar í læknum.


Nýtt sjávarfallalíkan

fyrir Ísland Fyrir eyþjóð sem byggir efnahagslega afkomu sína að stórum hluta á gæðum hafsins er þekking á aðstæðum og skilyrðum í hafinu afar mikilvæg. Með nýju og fullkomnu sjávarfallalíkani sem þróað hefur verið hjá VST fyrir Siglingastofnun hafa opnast möguleikar á ýmiss konar athugunum og greiningu á sjávarföllum við Ísland og straumkerfi þeirra. Slík líkön geta nýst við ýmis hagnýt verkefni, t.d. mat á reki hluta á yfirborði sjávar, dreifingu mengunar, burðargetu svæða með tilliti til fiskeldis og fleira. -

Ólöf Rós Káradóttir Verkfræðingur á þróunarog umhverfissviði. Hún fæst m.a. við straumfræðilega hönnun, gerð og notkun reiknilíkana í straumfræði og umhverfisverkfræði og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda

Gunnar Guðni Tómasson Yfirverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði og sérfræðingur í straumfræði. Hann fæst m.a. við straumfræðilega hönnun, gerð og notkun reiknilíkana í straumfræði og umhverfisverkfræði, virkjanir, hafnargerð, strauma í sjó, ám og vötnum, dreifingu mengunar, áhættumat og varnir vegna snjóflóða.

Sjávarföll í höfum jarðar orsakast af aðdráttarkröftum milli jarðar og himintungla, og hafa þar sólin og tunglið langmest áhrif. Hreyfingar sólar, tungls og jarðar og snúningur jarðar um möndul sinn valda því að sjávarföllin eru mjög flókin fyrirbæri. Þó er hægt að lýsa þeim nokkuð nákvæmlega þar sem hreyfing og brautir himintunglanna eru vel þekktar. Sjávarföll má greina í þætti eftir sveiflutíma. Sá þáttur sem hefur að jafnaði langmest áhrif er M2 (e. mean lunar day). Hann er með sveiflutímann 12,4 klst og veldur því að flóð og fjara verða u.þ.b. tvisvar sinnum á hverjum sólarhring. Aðrir þættir valda breytilegri hæð flóðs og fjöru. Stórstreymt er þegar sól, tungl og jörð mynda beina línu, hvort heldur sól og tungl eru sömu megin jarðar eða sitt hvoru megin. Við þessar aðstæður leggjast áhrif þeirra saman og flóð verður stórt. Smástreymt er hins vegar þegar sól, jörð og tungl mynda 90° horn. Stórstreymi og smástreymi verða því tvisvar í hverjum tunglmánuði.

Mynd 1 Útslag og fasi M2-þáttar sjávarfallanna

8

Sjávarföll við Ísland Sjávarföll við Ísland markast mjög af svokölluðum jafnstöðupunktum stærstu sjávarfallaþáttanna norðan og austan við landið. Þeir valda því að sjávarföll umhverfis landið eru talsvert flókin. Jafnstöðupunktar eru þeir staðir þar sem útslag fellur niður í núll og sjávarfallabylgjurnar ferðast rangsælis umhverfis þá (sjá mynd 1). Sjávarfallabylgjan gengur hins vegar réttsælis umhverfis landið, einn hring á hverjum sveiflutíma, þ.e. þegar flóð er við

Vesturland er fjara við Austurland og öfugt. Þetta er eitt helsta einkenni sjávarfalla við Ísland. Hér við land er hæð sjávarfalla mjög misjöfn, allt frá meira en 4 m mismuni flóðs og fjöru við stórstreymi vestanlands niður í um þriðjung þess við norður- og austurströndina.


Mynd 2 Líkansvæði sjávarfallalíkans Siglingastofnunar. Stóra líkanið og landsfjórðungalíkön. Landsfjórðungalíkön fyrir Vesturland eru í notkun og fyrirhuguð eru sambærileg líkön fyrir Austurland.

Mynd 3 Sjávardýpi innan líkansvæðisins.

Sjávarflóð Sjávarflóð kallast það þegar veðurfarslegir þættir valda hækkun á sjávarstöðu frá stjarnfræðilegum sjávarföllum. Nokkrar samverkandi orsakir valda sjávarborðshækkuninni. Loftþrýstingur við yfirborð sjávar veldur straumum með þeim hætti að sjórinn leitar þangað sem loftþrýstingur er lægri og veldur því að sjávarborð hækkar. Vindur verkar á yfirborð sjávar sem leitast við að auka strauma í vindstefnuna. Samhliða áhrifum snúnings jarðar, sjávardýpi, lögun strandlínu og ýmsum öðrum þáttum veldur þetta flóknu samspili sem leitt getur til hækkunar sjávarborðs við ströndina og sjávarflóða af þess völdum. Brim við ströndina getur einnig valdið enn frekari hækkun sjávarborðs.

Sjávarfallalíkan Siglingastofnunar Vinna við þróun reiknilíkans fyrir sjávarföll umhverfis Ísland hófst hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands á árinu 1993. Frá upphafi hefur Gunnar Guðni Tómasson haft umsjón með verkefninu, en það hefur hlotið styrki bæði frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Vísindasjóði. Frá árinu 1997 hefur VST unnið að þróun sjávarfallalíkans fyrir Siglingastofnun í framhaldi af fyrri vinnu Gunnars Guðna við HÍ. Líkanið nær yfir allt hafsvæðið umhverfis Ísland (sjá mynd 2). Byggt er á tvívíðum hluta Princeton Ocean Model, reiknilíkans sem notað er til útreikninga á sjávarstraumum víða um heim. Í líkaninu eru leystar saman svokallaðar grunnsjávarlíkingar ásamt randskilyrðum en

líkingarnar byggja á lögmálum um varðveislu massa og skriðþunga og því að lengdarkvarðar í láréttu plani séu mun stærri en dýpi sjávar. Þetta á mjög vel við um sjávarfallabylgjur en dæmigerð lengd þeirra er hundruð eða þúsundir kílómetra. Með líkaninu má spá fyrir um sjávarhæð og sjávarfallastrauma við landið, þar sem bæði er tekið tillit til stjarnfræðilegra og veðurfarslegra áhrifa. Sjávarfallaspár má gera fyrir hvaða stað sem er innan líkansvæðisins og á hvaða tíma sem er. Upplausn líkansins yfir allt svæðið er 10 km x 10 km og heildarstærð líkansvæðisins er um 5,7 milljónir ferkílómetra. Innan þess hafa auk þess verið sett upp tvö minni landsfjórðungalíkön af landgrunninu við vestanvert landið (sjá mynd 2). Upplausn þeirra er 2 km x 2 km. Fyrirhugað er að setja upp sambærileg líkön af landgrunninu við austanvert landið. Sjávardýpi og strandlína hafa veruleg áhrif á sjávarföll og er því nauðsynlegt að hafa góðar upplýsingar um hafsbotninn, sér í lagi á landgrunninu. Upplýsingar um dýpi upp við landið eru af sjókortum, frá dýptarmælingum Sjómælinga Íslands og úr gagnagrunni Siglingastofnunar. Um dýpi utan landgrunnsins fást upplýsingar úr alþjóðlegum gagnagrunni (sjá mynd 3).

Jaðarskilyrði Á þeim jöðrum líkansins sem snúa að opnu hafi er nauðsynlegt að þekkja sjávarhæð á hverjum tíma. Ásamt togkröftum himintunglanna innan líkansvæðisins er það hún sem knýr sjávarföllin áfram. Fyrir sjávarfallalíkanið fást þessar upplýsingar úr öðrum reiknilíkönum þar sem líkt hefur verið eftir

9

Mynd 4 Reiknaðir sjávarfallastraumar við Reykjanes. Landsfjórðungalíkan SV-land, fjara við norðanvert Reykjanes. Lituðu svæðin merkja sjávarhæð, örvarnar merkja straumstefnu og styrk.


fyrir Ísland

Nýtt sjávarfallalíkan

sjávarföllum á stærra svæði, s.s. á öllu Atlantshafinu eða yfir allan hnöttinn. Fyrir landsfjórðungalíkönin fást þessar upplýsingar með keyrslu stærra líkansins.

Veður og kvörðun Loftþrýstingur og vindur valda hækkun á sjávarstöðu sem kallast áhlaðandi. Veðurgögn eru fengin frá Veðurmiðstöð Evrópuríkja (European Centre for Medium-Range Weather Forecasts) en þau berast Siglingastofnun daglega fyrir milligöngu Veðurstofu Íslands. Gögnin lýsa raunverulegu veðri á líkansvæðinu í einn sólarhring og veðurspá í tvo og hálfan sólarhring fram í tímann. Tímaröð sjávarhæðar má tíðnigreina í sjávarfallaþætti og finna þannig útslag og fasa hvers þáttar fyrir þann stað er tímaröðin á við. Á nokkrum stöðum innan líkansvæðisins eru útslag og fasi sjávarfalla þekkt út frá tíðnigreiningum á áratugalöngum sjávarhæðarmælingum. Tímaraðir sjávarhæða úr reiknilíkaninu á þessum sömu stöðum voru tíðnigreindar. Stuðlar líkansins, s.s. núningsstuðull, voru kvarðaðir með því að bera saman útslag og fasa sjávarfallaþátta samkvæmt reiknilíkaninu og þekkt útslag og fasa samkvæmt mælingum. Sjávarhæð úr reiknilíkaninu með áhrifum veðurs var auk þess borin saman við mælingar Siglingastofnunar í nokkrum höfnum við tiltekna veðuratburði, s.s. þann 8. og 9. janúar 1990, þegar mjög djúp lægð kom upp að landinu úr suðvestri. Áhrif veðurs sjást berlega á mynd 5 þar sem sýnd er reiknuð sjávarhæð og áhlaðandi í Reykjavík þessa daga. ø

Sjávarhæð (m) 5,0

3,0 2,0 Sjávarföll 06

12

18

00

06

12

Tími

12

18

00

06

12

Tími

Áhlaðandi (cm) 100 50 0 00

06 8. jan

9. jan

10

Hjá Siglingastofnun er líkanið keyrt daglega. Veðurgögn berast um kl. 3 að nóttu og hefjast þá strax reikningar. Um kl. 9 um morguninn liggur fyrir spá um sjávarhæð og strauma næstu tvo sólarhringa á öllu líkansvæðinu. Tímaraðir eru gerðar sem innihalda spá um sjávarfallahæð, áhlaðanda og sjávarflóðahæð á völdum stöðum í kringum landið. Einnig eru gerðar myndir af öllu líkansvæðinu á tilteknum tímum, bæði fyrir stærra líkanið og landsfjórðungalíkönin. Þar koma fram sjávarhæð og straumar, með og án áhrifa veðurs (sjá mynd 6). Tímaraðirnar eru aðgengilegar öllum á vefsetri Siglingastofnunar, www.sigling.is. Upp úr hádegi dag hvern er vefurinn uppfærður með líkanreikningum dagsins.

Niðurstöðum líkanreikninga ber vel saman við tiltækar mælingar og allt bendir til að líkanið gefi ágæta mynd af straumkerfi sjávarfalla og sjávarfallahæð í hafinu umhverfis landið, ásamt sjávarflóðum við landið. -

Sjávarflóð 4,0

0,0 00

Líkanreikningar

Vefur Siglingastofnunar er í vinnslu en markmiðið er að gögn frá daglegum keyrslum sjávarfallalíkansins verði aðgengileg og notendavæn fyrir sjófarendur, vísindamenn og aðra þá sem þurfa á slíkum gögnum að halda.

Mynd 5 Sjávarhæð í Reykjavík 8. og 9. janúar 1990

1,0

Mynd 6 Niðurstöður líkanreikninga 12. maí 2003. Sjávarhæð á öllu líkansvæðinu, ásamt straumum. Á myndunum sjást sjávarföll með veðri 14. maí 2003 klukkan 5:00 og 6:00.

Við sjávarfallalíkanið hefur verið bætt þeim möguleika að reikna dreifingu olíuflekks á sjó eða rek hluta, s.s. gáma eða gúmmíbáta (sjá mynd 7). Með þessu opnast sá möguleiki að nota upplýsingar úr daglegum líkankeyrslum til þess að spá fyrir um þróun og útbreiðslu olíuflekks eða rek hlutar hvar sem er á líkansvæðinu. Líkanið má einnig aðlaga útreikningum á dreifingu annarra efna en olíu. Sjávarfallalíkanið býður upp á þann möguleika að setja upp líkön af einstökum svæðum við strönd landsins með enn betri upplausn. Þannig má fá nákvæma mynd af sjávarfallastraumum í einstökum fjörðum, flóum eða á


Framtíðin

Keyrsludaginn eru útbúnar myndir sambærilegar þessum fyrir sjávarföll, á klukkustundar fresti, með raunverulegu veðri þann 11. maí, og veðurspá 12., 13. og fram að hádegi þann 14. maí 2003. ákveðnum hlutum landgrunnsins. Slík líkön geta nýst við ýmis hagnýt verkefni, t.d. mat á reki hluta á yfirborði sjávar, álag á mannvirki, dreifingu mengunar, burðargetu svæða með tilliti til fiskeldis o.s.frv.

Fyrir Íslendinga er þekking á aðstæðum og skilyrðum í hafinu mjög mikilvæg. Með sjávarfallalíkaninu hafa opnast möguleikar á ýmiss konar athugunum og greiningu á sjávarföllum við landið og straumkerfi þeirra. Hingað til hefur kerfisbundin þekking á sjávarföllum einskorðast við hafnir landsins en með nýja líkaninu má öðlast yfirsýn yfir hafsvæðið umhverfis landið allt, auk þess sem skoða má nánar ýmsar staðbundnar aðstæður á landgrunninu eða við ströndina. Nú stendur yfir vinna við frekari kvörðun líkansins. Á síðustu árum hefur Siglingastofnun gert nákvæmar mælingar á sjávarhæð víðsvegar um landið og verða mælingar frá árinu 2002 notaðar til kvörðunarinnar. ø Sjávarfallalíkanið hefur einnig möguleika á útreikningum strauma í þrívídd, sem ekki hafa verið nýttir til þessa. Þar er tekið tillit til breytinga á straumhraða yfir dýpi sjávar, sem og breytinga á eðlismassa sjávar vegna áhrifa hitastigs og seltu. Með þessum áður ónýttu möguleikum er hægt að reikna hafstrauma og strandstrauminn við landið og spá fyrir um umhverfisaðstæður í öllu hafinu umhverfis Ísland.

2 x 2 km módel Reykjanesskagi t = 2 dagar

t = 0,5 dagar Olíuflekkurinn í upphafi Mynd 7 Reiknað rek olíuflekks eftir ímyndað óhapp suður af Reykjanesi. Rauður hringur táknar staðsetningu óhapps. Fjólublátt svæði táknar olíuflekk hálfum sólarhring eftir að óhapp á sér stað. Rautt svæði táknar olíuflekk tveimur sólarhringum eftir óhapp, en þá hefur flekkurinn strandað. Græn lína táknar leið massamiðju olíuflekks.

Nýjung í þjónustu VST

Hljóðtækni á húsagerðarsviði hefur hann áður starfað sem sumarstarfsmaður hjá VST. Hann hefur jafnframt starfað sjálfstætt við hljóðvershönnun og hljóðupptökur. ø

Orðið hljóðvist er nýyrði sem vísar til hljóðeiginleika vistarvera, til dæmis hljóðeinangrunar frá umhverfi þeirra eða nærliggjandi rými. Með auknum kröfum um vistvænt umhverfi og sífellt vandaðra húsnæði hefur meðvitund um mikilvægi hljóðvistar aukist verulega.

Halldór Kristinn Júlíusson hljóðverkfræðingur hjá VST.

Sem dæmi um þjónustu sem VST getur nú veitt má nefna lausn hljóðvistarvandamála, t.d. í eldri byggingum, hönnun á hljómburði og hljóðkerfum og ýmsar hljóðmælingar. Slíkar mælingar eru framkvæmdar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og fela til dæmis í sér hávaðamælingar, mælingar á hljóðeinangrun, hljómburði, hljóðkerfum og fleira.

Til að mæta þörfum á þessu sviði hefur Verkfræðistofan ráðið Halldór Kristinn Júlíusson hljóðverkfræðing til að hafa umsjón með þjónustu á sviði hljóðtækni hjá stofunni. Halldór er með meistaragráðu í hljóðverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og

Nýverið festi stofan kaup á sérstökum hugbúnaði til hönnunar á hljómburði og hljóðkerfum. Með honum er hægt að líkja eftir hljómburði í rými og áætla alla mikilvæga stuðla svo sem ómtíma og skiljanleika talaðs máls. Ásamt haldgóðri þekkingu tryggir slíkt tæki öruggari og betri hönnun en ella. ø Þjónusta á þessu nýja sviði hefur nú þegar nýst við hljóðhönnun í nýju frjálsíþróttaog sýningarhúsi í Laugardal. Þar verður t.d. tryggt með réttum yfirborðsefnum og sérhönnuðum hljóðgildrum að ómtími salarins verði ekki of langur. Einnig er lögð áhersla á sem mestan skiljanleika talaðs máls en þar koma við sögu bæði hljóðkerfis- og hljómburðarhönnun salarins.

11


Heimshornaflakkarinn Katrín Kinga Jós

Hætt að tef Nafn Katrínar Kingu Jósefsdóttur er að finna í ættfræðigrunninum Íslendingabók. Sá Íslendingur sem ætlar að rekja ættir sínar og hennar saman finnur þó áreiðanlega engin tengsl. Katrín Kinga er nefnilega Íslendingur af pólskum uppruna og öll hennar ættmenni eru í Póllandi, þótt sjálf sé hún fyrir löngu orðin íslensk. Og leggur raunar sérstaka áherslu á þennan greinarmun; að hún sé ekki Pólverji búsettur á Íslandi, heldur Íslendingur af pólskum uppruna. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1989, kaus þá að taka upp íslenskt nafn og tókst að fá mannanafnanefnd til að samþykkja millinafnið Kinga, sem beygist eins og Inga. Orðið er raunar til í íslensku og þýðir brjóstnæla. ,,Ég fékk þetta loks samþykkt, stimplað og undirritað af einhverjum sem bar eftirnafnið Thors,“ segir hún og er skemmt yfir tvískinnungnum. Katrín Kinga á 20 ára starfsafmæli hjá Verkfræðistofunni nú í júlí, en hefur komið víða við á lífsleiðinni. Hún fæddist í Kraká í Póllandi fyrir tæpum 52 árum, yngra barn foreldra sinna. Mamma hennar, sem enn er á lífi 81 árs að aldri, er lyfjafræðingur, en pabbi hennar var hagfræðingur. Hann er látinn fyrir mörgum árum. Bróðirinn, fjórum árum eldri, er verkfræðingur. Katrín á götu í Kraká í kringum 1972.

„Ég fór á skrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og þar var mér sagt að ég fengi flugmiða fram og til baka, örugga vinnu og húsnæði. Samningstíminn var níu mánuðir á ári.“

,,Ég á eingöngu ljúfar og jákvæðar minningar frá árunum í Póllandi,“ segir Katrín Kinga. ,,Kraká var og er mikil menningarborg. Ég gekk í grunnskóla sem bar ekkert heiti heldur einfaldlega númerið 34, því grunnskólarnir í borginni voru svo margir að það var hentugra að númera þá en að nefna þá sérstaklega eins og hér á landi. Menntaskólaárin voru líka skemmtileg. Svo var mér ýtt út í háskólanám með öllum tiltækum ráðum. Ég prófaði lyfjafræði og dýrafræði, en langaði ekkert að stunda þetta nám og hætti fljótlega.“ Hún starfaði um tíma á rannsóknarstofu í dýrafræði og sá um að gata tölvuspjöld. Þegar hún var 22 ára ákvað hún að fara til Bretlands til að ná góðum tökum á ensku. ,,Frændi minn, sem bjó í Bretlandi, útvegaði mér boðsbréf frá enskri fjölskyldu, en slík boðsbréf voru nauðsynleg til að fá að fara frá Póllandi á þeim

12

tíma. Ég gætti fjögurra barna fyrir þessa fjölskyldu og lærði ensku í kvöldskóla.“ Við komuna til London fékk Katrín Kinga sannkallað menningarsjokk. ,,Ég hafði aldrei séð aðra eins mannmergð, þar sem öllum kynstofnum heims ægði saman. Lífið í London var ótrúlega litríkt og skemmtilegt. Þarna voru kínverskir og indverskir veitingastaðir, sem ég hafði aldrei kynnst áður. Og lyktin, þegar ég gekk framhjá kryddverslunum var engu öðru lík. Hver einasta mínúta var spennandi.“ Þegar Katrín Kinga var farin að spjara sig á ensku flutti hún frá fjölskyldunni. ,,Ég skráði mig hjá skrifstofu, sem sá um að útvega afleysingafólk til starfa hjá fyrirtækjum. Ég mætti þarna á morgnana og var send til vinnu í ginverksmiðju, hjá Elizabeth Arden eða Pond's snyrtivöruframleiðendunum og fleira af því tagi. Oftast var þetta leiðinleg færibandavinna, en ég hafði alltaf nóg að gera.“ Í þessari vinnu kynntist hún ferðalöngum frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku, sem voru að vinna sér inn farareyri til að komast aftur heim eða ferðast ennþá meira. ,,Ég fór í heilmikið puttaferðalag sumarið 1976 um Evrópu með stelpu frá Suður-Afríku, alla leið til Grikklands og Egyptalands. Um haustið kom ég blönk til London og þá sagði einhver kunningja minna mér að hægt væri að komast í vinnu á Íslandi. Ég fór á skrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og þar var mér sagt að ég fengi flugmiða fram og til baka, örugga vinnu og húsnæði. Samningstíminn var níu mánuðir á ári.“ Katrín Kinga sagði að hún vildi fara þangað sem væri almennilegur vetur, nægur snjór og


efsdóttir á 20 ára starfsafmæli hjá VST

la í tvísýnu

kuldi. ,,Þá ferð þú til Flateyrar við Önundarfjörð,“ svaraði starfsmaður SH og örlög Katrínar Kingu næstu sjö árin voru ráðin.

hugsað á íslensku í mörg ár. Það verð ég að gera ef ég ætla að tala tungumálið, því annars væri það lífvana.“

,,Ég hafði aldrei aðra eins náttúru augum litið,“ segir Katrín Kinga þegar hún rifjar upp fyrstu kynni sín af Flateyri. ,,Fjöllin, veðrið, birtan, snjórinn, hafið, berangurinn og óblíð náttúruöflin. Þetta hélt mér á Flateyri í sjö ár, en þegar ég var búin að fara í gegnum íslenskt uppeldi fékk ég nóg og flutti suður.“ ø

Hún lét verkalýðsmál til sín taka og hélt m.a. erindi á ráðstefnu um málefni farandverkafólks, auk þess sem hún ritaði örsöguna ,,Eins og dýr í búri“ í Tímarit Máls og menningar árið 1980, undir þáverandi nafni sínu, Kasia Kasprzyk-Copeland.

Íslenska uppeldið fólst í því að hún vann í fiski, fyrst við að hreinsa flök en færði sig fljótlega yfir á vélarnar. Svo var hún í handflökun, sem er töluverð kúnst og fannst það skemmtilegt. Hún var ráðskona í barnaskólanum í Holti einn vetur og tókst ekki að vinna börnunum mein með matseldinni, en virðist sjálf nokkuð undrandi á þeirri staðreynd. Loks fór hún svo á skak við annan mann, verkaði harðfisk, vann í sláturhúsinu og loks í kaupfélaginu. Íslenskara gat það varla verið. ,,Þá var ég formlega útskrifuð sem Vestfirðingur.“ Hún útskrifaðist líka með ágætis kunnáttu í íslensku eftir árin vestra. ,,Fólkið talaði litla ensku, svo ég varð að læra íslensku. Mig langaði líka til þess, þótt ég hafi í fyrstu alls ekki ætlað mér að setjast hérna að. Ég hef

Hún vann alltaf sitt níu mánaða samningstímabil hér á landi, en lagðist svo í flakk um heiminn í þrjá mánuði á hverju ári. ,,Ég heimsótti til dæmis vinkonu mína til Suður-Afríku, fór á puttanum um landið og til Namibíu og Ródesíu, sem nú heitir Zimbabwe. Á þessum tíma, þegar aðskilnaðarstefnan var ríkjandi, horfði fólk undrandi á þessa hvítu konu með bakpokann, sem ferðaðist ein um allt. Hvíta fólkið tók mig oft upp í bíla og bauð mér heim. Í Ródesíu ferðaðist hvítt fólk um í bílalestum, af ótta við aðgerðir svartra. Ég var einu sinni farþegi í slíkri bílalest og bílstjórinn lét mig hafa hríðskotabyssu, með þeim orðum að ég ætti að vera við öllu búin. En ég lenti aldrei í hættu, fólk sýndi mér mikla vinsemd og gestrisni. Í Namibíu bauð fjölskylda mér far og lét ekki þar við sitja, heldur tók mig með í sumarfríið sitt.“

13

Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur

„Ég hef hugsað á íslensku í mörg ár. Það verð ég að gera ef ég ætla að tala tungumálið, því annars væri það lífvana.“


Hætt að tefla í tvísýnu Hún ferðaðist líka um Ísrael og Tyrkland, svo dæmi séu nefnd. ,,Ég fetaði í raun í fótspor kunningjanna frá London, sem höfðu sagt mér svo margar ferðasögur og gefið mér góð ráð. Svo kom ég við í Póllandi af og til á þessum ferðum. Ég hefði getað keypt mér íbúð þar eftir eins árs vinnu á Íslandi, en ég hafði engan áhuga á að setjast þar að.“

Pólland hefur enn ekki tileinkað sér þann lýðræðislega og frjálslega hugsunarhátt sem við eigum að venjast. Mig langar að fylgjast með framvindu mála þar og sérstaklega langar mig að fræðast um stöðu pólskra kvenna.“

Nú voru það ekki bara fjöllin, birtan og hafið sem bundu Katrínu Kingu við Ísland. Árið 1981 kynntist hún lífsförunaut sínum, Ernu Sigrúnu Egilsdóttur. ,,Við kynntumst á Flateyri, en fluttum suður til Reykjavíkur tveimur árum síðar. Erna er Reykvíkingur í húð og hár. Ég var farin að sakna þess að geta horfið í fjölmenni; smæð samfélagsins fyrir vestan var orðin þreytandi. Mig langaði í leikhús, á tónleika, í bíó og á veitingahús. Ég hafði alist upp við þetta allt í Kraká.“ Þegar Katrín Kinga og Erna fluttu suður var hún búin að ráða sig í starf hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og hóf störf þar 6. júlí 1983. Hún sá um ljósritun fyrstu árin, en undanfarin 7-8 ár hefur hún annast símsvörun. Hún er löngu hætt bakpokaflakki um allan heim, en hefur enn gaman af að ferðast og sækir þá í borgarferðir, þar sem hún getur kynnst blómstrandi menningarlífi annarra þjóða. ,,Ég er hætt að tefla í tvísýnu. Núna vil ég hlusta á tónlist og lesa bækur. Ég hef gaman af ævisögum og alls konar handbókum, enda man ég aldrei nokkurn skapaðan hlut og verð að fletta öllu upp. Þegar ég les skáldsögur hef ég mest gaman af kvennabókmenntum. Svo reyni ég að lesa eitthvað á pólsku af og til, sem

er nú reyndar miklu auðveldara eftir að Netið kom til sögunnar. Pólland hefur enn ekki tileinkað sér þann lýðræðislega og frjálslega hugsunarhátt sem við eigum að venjast. Mig langar að fylgjast með framvindu mála þar og sérstaklega langar mig að fræðast um stöðu pólskra kvenna.“ Katrín Kinga segist hrifin af áhuga Íslendinga á eigin tungu og dugnaði þeirra við smíði nýrra orða. ,,Ég skil ekkert í Pólverjum að stunda ekki slíka nýyrðasmíði. Þeir tala til dæmis alltaf um e-mail, en Íslendingar bjuggu auðvitað til rökrétta orðið tölvupóstur. Svona mætti lengi telja.“ Sigurður heitinn Thoroddsen var hættur að skipta sér af daglegum rekstri stofunnar þegar Katrín Kinga hóf störf hjá VST. ,,Hann kom oft við á skrifstofunni, svo ég sá goðsögnina nokkrum sinnum fyrstu mánuði mína í starfi,“ segir hún. ,,Loftur Þorsteinsson framkvæmdastjóri var lengst af yfirmaður minn. Fyrirtækið hefur stækkað mikið á þessum tuttugu árum og allt unga fólkið, sem byrjaði um svipað leyti og ég, er grátt og farið í baki!“ ø Henni líkar vel á vinnustaðnum, annars hefði hún nú varla verið þar í tvo áratugi. ,,Það er töluvert álag á starfsfólki, allir hlutir eiga að gerast í gær, en það er allt í lagi því þetta er góður hópur. Svo er margt gert fyrir starfsfólkið, vinnustaðurinn er huggulegur og við eigum fallegri garð en flestir aðrir vinnustaðir,“ segir Katrín Kinga Jósefsdóttir, sem hefur unnið margt handtakið í þeim garði.

Hönnun álvers í Reyðarfirði Alcoa hefur valið bandaríska fyrirtækið Bechtel og íslensku verkfræðisamsteypuna HRV til að hanna og reisa nýtt 322.000 tonna álver í Reyðarfirði. HRV-samsteypan samanstendur af verkfræðistofunum Hönnun, Rafhönnun og VST og starfaði fyrst saman við hönnun álvers Norðuráls á Grundartanga. Hún hefur síðan komið að ýmiss konar ráðgjöf við uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi. Vinna við hönnun nýja álversins hefst síðar á þessu ári og gert er ráð fyrir að framkvæmdir á byggingarstað byrji í lok árs 2005. Stefnt er að því að álverið geti hafið álframleiðslu um mitt ár 2007 og uppbyggingu ljúki síðari hluta þess árs. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsetri Alcoa, www.alcoa.is.

Fyrirhugað álver í Reyðarfirði. Myndina tók Hreinn Magnússon.

14


Hússtjórn hin nýja Sífellt algengara er að gert sé ráð fyrir hússtjórnarkerfum við hönnun nýbygginga, hvort sem um er að ræða íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. Kerfi af þessu tagi verða æ snjallari og færari um að afgreiða flókin verk og því er spennandi að fylgjast með nýjungum í geiranum. þegar ný skrifstofuálma í Ármúla 6 var tekin í notkun. Kerfi þetta stækkaði svo síðastliðið haust með tilkomu tengibyggingar og endurbótum á byggingunni við Ármúla 4. Í framhaldi af breytingunum var sett upp stýritölva tengd kerfinu, svokallaður heimilisþjónn. Heimilisþjónninn sér bæði um að halda utan um allar aðgerðir í hússtjórnarkerfinu og tengja það við önnur net.

Verkfræðistofan setti Instabus (European Installation Bus) hússtjórnarkerfi upp í fyrsta sinn árið 1999 í skrifstofubyggingu Olís við Sundagarða. Kerfið var á þeim tíma það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Kostir Instabus kerfisins eru meðal annars að auðvelt er að útfæra ýmsar breytingar, til dæmis með breyttri notkun rýma. Kerfið er staðlað og því er hægt að tengja saman einingar frá ýmsum framleiðendum og loks er auðvelt að útfæra hvers kyns stýringar og sjálfvirkni. Í kerfinu sem sett var upp í aðalstöðvum Olís eru hreyfiskynjarar, ljósnemar, hurðarnemar, vatnsnemar, aðgangskortalesarar, gardínumótorar og fleira. Skjámyndakerfi gerir eftirlitsmanni svo kleift að fylgjast með stöðu í húsinu.

Notkun heimilisþjónsins hjá VST felst til dæmis í tímastýringu á ljósum, stýringu á búnaði fyrir fundarherbergi, birtuháðri ljósastýringu, skráningu á umferð og stöðu kerfisins og fleira. Heimilisþjónninn er tengdur innraneti VST og því geta starfsmenn dundað sér við að breyta lýsingu, skoða umferð við hreyfiskynjara og margt fleira, allt frá eigin vinnustöðvum.

Fyrstu drög að hússtjórnarkerfi á skrifstofum Verkfræðistofunnar sjálfrar voru lögð árið 2001

Norðlingaölduveita fri

ðl an

ds

Í umræðu um málið hefur enda komið í ljós að menn hafa túlkað niðurstöðu þess á ólíkan hátt. Ástæðan virðist vera tilhneiging til að blanda saman lögfræðilegum úrskurði, frumathugun á veitutilhögun og kynningu málsins í fjölmiðlum. Líklegt er að Landsvirkjun muni ráðast í gerð Norðlingaölduveitu ef fyrirætlun um stækkun Norðuráls verður að veruleika og önnur orkuöflun til stækkunarinnar tekst. M

ör

k

Í desember og janúar síðastliðnum tók Verkfræðistofan þátt í vinnu sérfræðinga til undirbúnings úrskurðar setts umhverfisráðherra í kærumáli vegna mats á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. VST skilaði af sér skýrslu um forathugun á veitutilhögun sem hafði nokkurt vægi við úrskurðinn og varð tilefni skoðanaskipta í framhaldi hans. Svo mikið hefur verið um þetta mál fjallað að óþarft er að bæta þar miklu við. Í grófum dráttum má þó segja að nokkuð almenn ánægja hafi verið með úrskurð ráðherra og þá stefnu sem málið tók þótt ljóst sé að úrskurðurinn hafi að einhverju leyti breytt rekstrarforsendum veitunnar og verið íþyngjandi fyrir virkjunaraðila. Landsvirkjun vinnur nú að rannsóknum og undirbúningi að gerð veitu í samræmi við skilyrði úrskurðarins. Það var ný og lærdómsrík reynsla fyrir starfsmenn VST að koma að máli sem hefur fengið jafn mikla opinbera umfjöllun og raun bar vitni. Eftir miklar umræður í þjóðfélaginu um virkjanir og umhverfismál að undanförnu var þó ljóst að hér var um að ræða viðkvæmt pólitískt mál sem margir aðilar í samfélaginu höfðu sterkar og andstæðar skoðanir á.

Norðlingaölduveita veitir vatni frá Efri-Þjórsá til Þórisvatns með dælingu úr Norðlingaöldulóni.

15


Netið þéttist Ný útibú á Selfossi og Egilsstöðum Ísafjörður Akureyri Egilsstaðir Borgarnes Reykjavík Selfoss Vestmannaeyjar

Á árinu mun Verkfræðistofan hefja rekstur útibúa á Suðurlandi og Austurlandi. Mikil verkefni eru framundan á báðum stöðum og með tilkomu útibúa á svæðunum vonast stofan til að geta veitt viðskiptavinum sínum þar enn betri þjónustu. Útibúið á Suðurlandi hóf starfsemi í apríl síðastliðnum og hefur farið vel af stað. Bækistöðvar þess eru að Austurvegi 6 í miðbæ Selfoss og þar starfa nú tveir verkfræðingar, þeir Ari Guðmundsson og Einar Bjarndal Jónsson sem veitir útibúinu forstöðu. Aðdragandann að stofnun útibús á Suðurlandi má rekja allt til ársins 1983 þegar VST opnaði starfsstöð á Selfossi. Útibúið þjónaði einkum smærri sveitarfélögum á svæðinu en var lagt niður árið 1997. Á Suðurlandi hefur VST unnið mikið að virkjunum Landsvirkjunar og má þar nefna Hrauneyjafossvirkjun, Sultartangavirkjun, Búrfellsvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og veiturnar flestar. Einnig hefur stofan unnið að tjónamati fyrir Viðlagatryggingu eftir jarðskjálftana á Suðurlandi árið 2000 og er það starf orðið æði mikið.

VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is

Fréttabréf VST 1. tbl. 4. árgangur, júní 2003 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Dóra Kristín Briem Hönnun: Næst og Gísli B. Uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg Forsíðumyndina af Acanthurus leucosternon tók Anna Fjóla Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.

Frá vinstri: Einar Bjarndal Jónsson og Ari Guðmundsson hjá VST á Selfossi og Björn Sveinsson á Egilsstöðum. hefur starfsemi á Egilsstöðum. Útibússtjóri verður Björn Sveinsson tæknifræðingur sem nú er framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Héraðsverks ehf. Útibúið verður til húsa í gömlu símstöðinni að Kaupvangi 2.

Þegar litið er til margþættrar starfsemi VST á Suðurlandi má því segja að fyllilega tímabært hafi verið að opna útibú á Selfossi. Atvinnulífið á svæðinu er afar líflegt og standa vonir til þess að innan skamms verði þar starfandi fjórir til fimm starfsmenn á vegum VST. Auk þjónustu í öllum greinum verkfræði veitir útibúið á Selfossi ráðgjöf í skyldum fögum svo sem jarðfræði, landafræði, líffræði og á fleiri sviðum. Ætla má að sérfræðireynsla við umhverfismat, skipulag, vega- og gatnahönnun auk hefðbundinnar þekkingar á sviði verkfræði geti nýst opinberum aðilum og einkaaðilum í atvinnurekstri á svæðinu.

VST hefur áður verið með starfsemi á Austurlandi. Á sjöunda áratugnum var stofan með útibú á Seyðisfirði og á þeim níunda var til skamms tíma rekið útibú í Neskaupstað. Með auknum verkefnum í landsfjórðungnum hefur stofnun útibús á svæðinu orðið fýsileg á ný. Hér má nefna vinnu verkfræðistofunnar við snjóflóðavarnir, undirbúning álvers í Reyðarfirði og hönnun Kárahnjúkavirkjunar. Framkvæmdir við gerð snjóflóðavarna á Seyðisfirði eru að hefjast nú í sumarbyrjun en VST hannaði þær auk snjóflóðavarna sem nýlega var lokið við í Drangagili í Neskaupstað. Stofan vinnur nú að frumathugun á snjóflóðavörnum í Tröllagiljum í Neskaupstað.

Þann 1. september bætist svo enn við þjónustunetið þegar nýtt útibú fyrir Austurland

VST rekur einnig útibú á Akureyri, Ísafirði, Borgarfirði og Vestmannaeyjum.

Hugarleikfimi Skólastjórinn í bænum var staddur á Esso-stöðinni þegar afgreiðslustúlkan sagði honum að þrjár konur hefðu heimsótt séra Svein þann daginn. Hún spurði skólastjórann hvort hann gæti fundið út hversu gamlar þær væru ef hún segði honum að margfeldi aldurs þeirra væri 2450

en summa aldursins væri jöfn aldri skólastjórans sjálfs. Skólastjórinn hugsaði sig vandlega um en sagði loks að það gæti hann ekki. Þá svaraði afgreiðslustúlkan: „Auðvitað ekki, en það ætti hins vegar að liggja ljóst fyrir ef ég segi þér að sú elsta þeirra er eldri en séra Sveinn.“ Hversu gamall er séra Sveinn? Svörin er að finna á heimasíðu VST, www.vst.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.