Fráveitu- og ofanvatnskerfi

Page 1

FRÁVEITU- OG OFANVATNSKERFI


Á undanförnum árum hefur orðið vitundarvakning vegna mengunarvalda í sjó, ám og vötnum. Mikil áhersla hefur verið lögð á að lágmarka sjónmengun við strandlengjuna og að fækka saurkólígerlum með hreinsun skólps. Flestar sjávarbyggðir á Íslandi búa við þann góða kost að hafa góða viðtaka, þ.e. sjó sem brýtur niður óæskileg efni í skólpi. Mikilvægt er að útrásir séu þannig að þær skili skólpi út í nægilega sterka strauma þannig að þynning uppfylli kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Inn til landsins þar sem viðtakar eru viðkvæmari, og veita þarf skólpi eða ofanvatni í ár og vötn, er þörf á að gera ríkari kröfur til hreinsunar. Sér í lagi þarf að tryggja sjálfbærni vistkerfa þeirra viðtaka sem um ræðir.



ÞJÓNUSTA Verkís hefur mikla reynslu af hönnun fráveitu- og ofanvatnskerfa og býður upp á mjög fjölbreytta þjónustu á því sviði. Þjónustan nær yfir hönnun nýrra hreinsi- og dælustöðva, lagna- og útrásarkerfa, rennslisgreiningar, sýnatöku og efnagreiningar. Þá er Verkís í fararbroddi þegar kemur að meðhöndlun ofanvatns og innleiðingu á blágrænum ofanvatnslausnum sem er ný nálgun á hreinsun og minnkun á magni rigningarvatns í fráveitukerfum í þéttbýli.



FRÁVEITULAUSNIR



Ofanvatnslausnir Minnka magn ofanvatns í fráveitukerfum Hægt er að minnka magn ofanvatns til hreinsistöðva með: • Tvöföldun fráveitukerfa sem eru einföld (skólp og ofanvatn í sömu lögn) • Blágrænum ofanvatnslausnum sem hægja á rennsli og minnka álag á fráveitukerfi. Slíkar lausnir eru samþættar yfirborðshönnun gatna og lóða og hafa lægri stofn- og rekstrarkostnað samanborðið við hefðbundið fráveitukerfi. Hreinsun ofanvatns Þörf getur verið á að hreinsa ofanvatn áður en því er veitt í viðkvæma viðtaka, til dæmis með: • Blágrænum ofanvatnslausnum sem hreinsa ofanvatn og hleypa því niður í jarðveginn um gegndræp yfirborð. Svifagnir, næringarefni, þungmálmar, olíur og jafnvel gerlamengun síast úr ofanvatninu við það að hripa í gegnum jarðveginn. Blágrænar ofanvatnslausnir skapa einnig fallegt og grænt umhverfi fyrir íbúa og styðja við líffræðilegan fjölbreytileika. • Settjörnum þar sem hreinsun fer fram á svifögnum sem falla til botns og eðlisléttum efnum eins og olíu. Settjarnir vernda einnig viðtaka fyrir mengunarslysum og jafna rennslistoppa. Góður skilningur á lekt undirliggjandi jarðlaga, vatnafari svæðisins, ástandi á lífríki í viðtaka og flóðaleiðum á yfirborði eru mikilvægir hlekkir í góðri virkni ofanvatnslausna í þéttbýli.



Fráveita Reykjavík Fráveita Akranesi, Borgarnesi og Kjalarnesi Fráveita Reykjanesbæ Fráveita Fjarðarbyggð – Forhönnun Fráveita Stykkishólmi – Forhönnun Fráveita Akureyri – Forhönnun Fráveita Ísafjarðarbæ – Forathugun Sýnatökur í hreinsistöðvum Reykjavík og Borgarbyggð Ofanvatnslausnir í Ártúnshöfða og Elliðavogi Fráveitu- og ofanvatnslausnir í Laugardalnum




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.