Page 1


Verkís veitir ráðgjöf á helstu sviðum er varða eðlisfræði bygginga og orkubúskap þeirra. Verksvið Verkís:

• • • • • •

Orkuútreikningar Greiningar og úrlausnir kuldabrúa Útreikningar á rakabúskap byggingarhluta lnnrauð myndgreining Loftgæðamælingar Hita- og rakamælingar

ÞJÓNUSTA Starfsfólk Verkís hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf m.t.t. byggingareðlisfræði og orkubúskaps bygginga, bæði á hönnunar- og rekstrarstigi. Starfsfólk Verkís er í virku samstarfi við helstu sérfræðinga landsins og hefur komið að gerð tækniblaða, sérrita og haldið fyrirlestra um þessi málefni.


BYGGINGAREÐLISFRÆÐI Í byggingareðlisfræði felst m.a. eðlisfræðilegt atferli í tengslum við varma-, loft- og rakaflutninga milli byggingarinnar og umhverfisins. Verkís er vel búið sérhæfðum hugbúnaði sem reiknar tveggja og þriggja vídda varmaflæði. Á HÖNNUNARSTIGI Í mannvirkjagerð er mikilvægt að huga að eðlisfræði bygginga til þess m.a. að koma í veg fyrir galla sem eiga sér eðlisfræðilegar orsakir. Á hönnunarstigi býður Verkís fram sérfræðiþekkingu í byggingareðlisfræði og orkubúskap bygginga. Sérfræðingar Verkís í byggingareðlisfræði og orkumálum bygginga vinna náið með arkitektum og verktökum og hafa góðan skilning á þörfum viðskiptavina. Flest rými sem hönnuð eru sem vistarverur þurfa að uppfylla kröfur um þægindi. Til að meta hvort skilyrðin fyrir þægindum, þ.e. hita, raka og lofthreyfingu, hafi skaðleg áhrif á byggingarhluta eru þau sett upp í reiknilíkön. Gildir þá einu hvort rýmið sé notað sem tónleikasalur, matsalur, íþróttahús, sundlaug eða kennslustofa. Með reiknilíkani er m.a. hægt að líkja eftir rakastreymi, hitadreifingu, varmatapi og lofthreyfingu til að meta eðlisfræðileg áhrif á byggingarhluta.


ORKUBÚSKAPUR Verkís hefur yfir að ráða hermiforritum sem framkvæma m.a. dýnamíska orkuútreikninga samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og sýna frammistöðu byggingarhönnunar. Með þessu er hægt að tryggja hentuga útfærslu á byggingarhlutum er varðar loftgæði innanhúss og heildarorkuþörf byggingarinnar. Við útreikninga eru eftirfarandi atriði lögð til grundvallar:

• • • •

Veðurfarsgögn Eiginleikar byggingahluta Varmaálag innanhúss Upplýsingar um byggingarhluta

Útreikningar skila niðurstöðum fyrir:

• • • •

Varmatap Orkubúskap Loftgæði innanhúss Umfang byggingarhluta – Kæliþörf og hitunarþörf – Loftræsiþörf


BYGGINGAREÐLISFRÆÐI Á REKSTRARSTIGI Starfsfólk Verkís hefur víðtæka reynslu af greiningum og mælingum á byggingum á rekstrarstigi, til að meta áræðanleika byggingarhönnunar ásamt því að greina byggingargalla í eldra húsnæði. Reynsla þessi nýtist einnig í hönnun nýrra bygginga. Verkís er vel búið öflugum mælitækjum og búnaði til rannsókna á mannvirkjum og má þar nefna:

• • • •

Innrauðar myndgreiningar Hita- og rakamælingar Loftflæðimælar CO2 loftgæðamælingar


HELSTU VERKEFNI Verkís hefur séð um alla útreikninga varðandi byggingareðlisfræði (n. bygningsfysikk) og orkubúskap bygginga (n. energiberegning) í eftirfarandi verkefnum.

• • • • • • • • • • • •

Sundhöll í Drøbak, Noregi Hús íslenskra fræða, Reykjavík Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur lngunnarskóli, Reykjavík Emmaus barnehage í Stavanger, Noregi Haugerrudsenter í Osló (íbúðir), Noregi Sundhöll i Holmen, Noregi Háskólatorg, Reykjavík Háskólinn á Akureyri Flugstöð Leifs Eiríkssonar Nattland skole í Bergen, Noregi Holmenkollveien í Osló (íbúðir), Noregi


Profile for Verkís Consulting Engineers

Innivist  

Starfsfólk Verkís hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf m.t.t. byggingareðlisfræði og orkubúskaps bygginga, bæði á hönnunar- og rekstrarstigi.

Innivist  

Starfsfólk Verkís hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf m.t.t. byggingareðlisfræði og orkubúskaps bygginga, bæði á hönnunar- og rekstrarstigi.

Profile for verkis
Advertisement