Kosningablað Vöku 2020

Page 21

hefur slík vinna hafist við áfangann almenn lögfræði og stendur vilji vöku til þess að boðið verði upp á hlutapróf eða verkefni fyrir lokaprófið sjálft, svo nemendur geti betur gert sér grein fyrir stöðu sinni, áður en þeir þreyta prófið.

Meira samræmi sviðsráðs við nemendafélög Vaka hyggst standa fyrir auknum samskiptum sviðsráðs félagsvísindasviðs við þau nemendafélög sem starfa innan þeirra deilda sem heyra undir sviðsráðið. Aukin samskipti sviðsráðs við nemendafélög auðvelda framkvæmd þeirra málefna sem varða hverja deild fyrir sig og er því nauðsynlegt að stuðla að auknum samskiptum. Aukin kennsla í fræðaskrifum og fræðilestri Vaka hyggst sjá til þess að deildir innan félagsvísindasviðs veiti gjaldfrjáls námskeið í fræðaskrifum og fræðalestri fyrir þau sem tala íslensku sem annað mál eða hafa átt heima erlendis. Nýta byggingar fyrir fyrirlestra betur Vaka hyggst berjast fyrir því að fyrirlestrar allra deilda innan félagsvísindasviðs haldist í sömu byggingum út önnina. Breytingum á fyrirkomulagi kennslu geta fylgt misskilningur og óþægindi fyrir nemendur. Oftar en ekki er tilkynnt um færslu fyrirlestra á milli kennslustofa með skömuum fyrirvara sem er með öllu óviðunandi. Áfangar á meistarastigi Vilji Vöku stendur til þess að framboð áfanga á meistarastigi sem kenndir eru á ensku verði aukið.Með þessu er hægt að ná til fleiri erlendra félagsvísindanema sem hafa áhuga á því að stunda nám hér á landi og einnig til að koma til móts við innlenda nemendur sem vilja taka áfanga á ensku.

Félagsvísindasvið / School of Social Sciences

Sundurliðun einkunna Vaka mun berjast fyrir því að birting einkunna á heimasvæði áfanga á Uglu feli í sér sundurliðun.Með því móti getur nemandi séð hvernig honum gekk í hverjum lið prófs eða verkefnis fyrir sig. Heildareinkunn fyrir próf eða verkefni er ekki nægur grundvöllur fyrir nemendur til að gera sér grein fyrir því hvernig þeim gekk í raun og er sundurliðun einkunna því nauðsynleg.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.