Glaðvakandi 2022

Page 1

Glaðvakandi

Útgefandi / Publisher Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta

Ritstýra / Editor in Chief María Árnadóttir

Þakkir / Thanks to… Elísabet Rósa Gísladóttir Embla Blöndal Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir

Hönnun / Design Arent Orri Jónsson

Prentun / Printing Háskólaprent

Haustblað 10. nóvember 2021

Ávarp formanns

Kæru Stúdentar.

Það eru yfirgnæfandi líkur á því að fáir stúdentar lesi þetta ávarp. Þau sem lesa það eru annað hvort þau sem nú þegar hafa áhuga á stúdentapólítík og eru annað hvort félagar í Vöku eða öðrum stúdentahreyfingum, eða hætt að lesa og búin að missa áhugann. Fyrir ykkur sem eruð ennþá að lesa langar mig til þess að biðja þig um að skoða okkur í Vöku sem mögulegan valkost þegar kemur að kosningum í vor. Því það eina sem við þurfum að segja er: Finnst ykkur háskólinn ekki geta verið betri?

Mörgum finnst nefnilega stúdentapólítík asnaleg, sem hún er! Umræðan sem á sér stað er oft á tíðum tvær fylkingar sem eru nánast algerlega sammála og að rífast um hluti sem okkur stúdentum finnst ekki skipta neinu raunverulegu máli og allir hugsa „ hverjum er ekki fokking sama“. En á þessu verður að vera breyting. Því í HÍ er rosalega margt sem getur og á að breytast.

Undanfarin ár hefur þátttaka í kosningum stúdentaráðs farið minnkandi og með því hagsmunabaráttan sjálf. Ein hreyfing hefur algerlega yfirtekið stúdentaráð og hefur vantað algerlega samkeppni til þess að halda sér á tánum. Mér hefur fundist fylkingarnar sofna á verðinum og hagsmunabaráttan skilað litlu sem engu róttæku undanfarin ár. Ennþá erum við að glíma við sömu vandamál og oft áður. Of dýra leigu á stúdentagörðum, háma sökkar, engin bílastæði, lítil fjarkennsla, vöntun á kjörbúð og engin endurtekt á haustin.

Auðvitað finnst fólki stúdentapólítík glötuð þegar útkoman er engin. Oft er eins og allt púðrið fari í það eitt að vinna kosningar og fara svo í árs frí með nokkrum fundum inni á milli og setja þetta á ferilskrá.

Þau sem hafa undanfarin ár gefið vinnu sína fyrir hagsmuni stúdenta eiga mikla þökk skilið og áætlunin með þessum skrifum er ekki að lítilsvirða þau. Þvert á móti langar mig til þess að vekja fólk til umhugsunar. Bæði fólk innan Vöku sem og fólk innan annarra fylkinga. Er ekki komin tími til þess að láta í sér heyra. Er ekki komin tími á að eitthvað breytist?

Stúdentahreyfingar eiga ekki að leggja áherslu á málefni utan háskólans, það er annarra. Stúdentahreyfingar eiga að spyrja nemendur: Finnst þér við ekki geta gert betur? Er þetta það besta sem Háskóli Íslands gæti verið?

Á hverju einu og einasta sviði eða hverri einustu námsbraut er hægt að nefna einhverja hluti sem betur mætti fara, stórt sem smátt, brýnt eða einungis til þæginda. Oft á tíðum hugsa ég með mér hvort við nemendur háskólans gætum verið aukaatriði í málefnum HÍ.

Við í Vöku ætlum að berjast fyrir hagsmunum allra stúdenta, ekki bara þeirra sem búa á háskólasvæðinu. Við ætlum að berjast fyrir því að álögur verði lækkaðar á námsfólk, alltaf er verið að reyna að græða á okkur pening, sama hvort það sé í hámu, stúdentagörðum, bílastæði eða námsgögn. Háskólinn á að vera fyrir alla óháð efnahag. Við í Vöku ætlum að láta í okkur heyra og hvetjum við aðra til að gera slíkt hið sama. Stöndum saman og breytum einhverju í þessum skóla. Því háskólinn á að vera svo miklu betri.

Skref í átt að betra lífi stúdenta - Boðorð Vöku

í hagsmunabaráttunni

Störf samhliða námi

Kjósi stúdentar að vinna samhliða námi ættu að vera ívilnanir í stað skerðinga. Námslán ættu ekki að skerðast með auknum tekjum þar sem frelsi til athafna er mikilvægt og öll ættu að mega auka tekjur sínar án skerðinga. Þessar skerðingar draga úr hvata til atvinnu. Ekki ætti að vera letjandi hvatar til að taka þátt í að auka hagvöxt og skapa verðmæti.

Fjarkennsluhættir

Öll eiga að hafa jafnan aðgang að námi við þjóðarháskólann óháð búsetu eða stöðu í samfélaginu. Ekki er þörf á að flytja á höfuðborgarsvæðið til háskólanáms. Íbúar landsbygðarin nar ættu að hafa kost á að stunda nám að heiman með notkun þeirrar tækni sem til er í dag.

Bílastæðagjöld

Stúdentar er sá hópur samfélagsins sem hefur hvað minnst milli handanna. Vaka leggst gegn öllum gjöldum sem skerða fjárhag stúdenta. Vaka er alfarið á móti bílastæðagjöldum fyrir utan byggingar háskólanna. Þessi gjöld munu koma mest niður á þeim sem ekki hafa efni á að búa í miðbænum og þeim sem búa langt frá háskólasvæðinu og myndu því annars neyðast til að eyða fleiri klukkutímum á dag í strætó. Fyrst þarf að bæta almennings samgöngur og í kjölfarið þess er hægt að setja gjaldskyldu á bílastæði - ekki öfugt. Ekki er hægt að bæta gallað kerfi með því að neyða fleiri til þess að nota það.

Skráningargjald

Allt skráningargjald Háskólans skal renna óskipt til Háskóla Íslands. Skólinn hefur lengi verið vanfjármagnaður en sterkt menntakerfi er grunnstoð í okkar samfélagi. Skráningarg jald í skólann er ekki skattur og ætti því að renna óskipt til háskólans.

Kostnaður matvæla og drykkja í Hámu Verð í Hámu er orðið of hátt og er sambærilegt verði í öðrum sérverslunum. Við viljum berjast fyrir lægra verði í Hámu enda á Háma að vera ódýr, aðgengilegur og hollur valkostur fyrir nemendur.

Próf og prófsýningar

Aukið sanngirni þarf að vera þegar kemur að prófum, prófsýningum og endurtektarpró fum. Kennarar viðeigandi námskeiðs skulu mæta í öll lokapróf til þess að gera grein fyrir vafaatriðum og svara spurningum nemenda. Jafnframt skulu ávallt vera í boði prófsýning ar sem haldin eru af kennara viðkomandi námskeiðs eftir öll próf. Halda á sjúkra- og endurtektarpróf í janúar.

Stúdentagarðar

Leiga og kostnaður við að búa á stúdentagörðum er rokin upp úr öllu valdi. Það að þurfa greiða um 140.000kr í leigu á mánuði fyrir 17 m2 herbergi er nánast mannréttindabrot. Þar að auki á eftir að rukka í bílastæði og ekki geta stúdentar á námslánum unnið sér inn tekna þar sem skerðing verður til þess að það borgar sig ekki. Endurhugsa verður tilgang stúdentagarða og gera það að kosti fyrir nemendur sem eiga ekki annarra kosta völ.

A step towards a better life for students - Vaka’s message in the fight for interests

Working alongside studies

If students choose to work alongside their studies, there should be concessions instead of reductions. Student loans should not be reduced with increased income, as freedom of ac tion is important and everyone should be able to increase their income without reduction. These cuts reduce the incentive to work. There should be no disincentives to participate in increasing economic growth and creating value.

Remote-education

Everyone should have equal access to study at the national university, regardless of resi dence or status in society. There is no need to move to the capital area for university stud ies. Rural residents should have the opportunity to study from home using the technology available today.

Parking on campus

Students are the group of society that has the least in their hands. Vaka opposes all fees that harm students’ finances. Vaka is completely against parking fees outside the universi ty buildings. These fees will hit those who cannot afford to live in the city center and those who live far from the university campus, who would otherwise be forced to spend more hours a day on the bus. First, public transport needs to be improved, and then it would have been possible to impose a fee on parking - not the other way around. A broken system cannot be improved by forcing more people to use it.

Registration fee

All the University’s registration fee shall go directly to the University of Iceland. The school has long been underfunded, but a strong education system is a cornerstone of our soci ety. The registration fee for the school is not a tax and should therefore go directly to the university.

Cost of food and drinks in Háma

Prices in Háma have become too high and are comparable to prices in other specialty stores. We want to fight for lower prices in Háma because Háma should be a cheap, acces sible and healthy option for students.

Exams and revision

There needs to be more fairness when it comes to exams, exam demonstrations and repeat exams. The teachers of the relevant course must attend all final exams in order to clarify doubts and answer students’ questions. Furthermore, there must always be exam presentations held by the teacher of the relevant course after all exams. Catch-up and repeat exams should be held in January.

Student housing

The rent and cost of living in student housing is skyrocketing. Having to pay ISK 140,000 in rent per month for a 17 m2 room is almost a violation of human rights. In addition, parking fees will still be charged and students on student loans will not be able to earn an income, as there will be a cutback to the point that it will not pay off. The purpose of student parks must be rethought and made into an advantage for students who have no other choice.

Lífið í háskólanum

Life at the Uni

Stefnumál Verkfærðiog náttúrvísindasviðs

IKEA átak

Við viljum tryggja betri innréttingu í VR-II. Eins og flestir vita þá eru húsgögnin í VR-II barns síns tíma og ábótavant. Við í Vöku viljum bæta aðstöðuna með því að koma fyrir nýjum borðum og stólum sem hægt er að nota í lengri tíma, án þess að þurfa sækja sér sjúkraþjálfun.

Bætt hópavinnuaðstaða

Bæta þarf úr hópavinnuaðstöðu stúdenta á verkfræði- og náttúrúfræðideild , t.d. með því að koma á fót fleiri samvinnuherbegjum eða fundarherbegjum sem nemendur hafa aðgang að. Þannig er hægt að tryggja meira næði við hópavinnu.

Aukið vægi miðmisseriskannana Álag á miðju misseri er oftar en ekki til jafns við álag í prófatörn, en vægi prófa og verkefna er ekki í samræmi við vægi lokaprófa/verkefna. Námið verður að vera miðað að þörfum námsmanna, og á forsendum stúdenta. Tryggja þarf að verklag kennara feli í sér að taka til sín, eftir því sem best er komið hjá, ábendingar stúdenda um framgang námskeiða.

Vatn! Vatnsvélar allar í helstu byggingar!

IKEA spree

We want to replace the furniture in VR-II. As most people know, the furniture in VR-II has become rather shabby. Vaka fights for improved facilities, for example by purchasing new tables and comfortable chairs.

Improved group facilities

We want to improve the student’s group work facilities by establishing several collaboration rooms or meeting rooms that students have access to. This will establish the much needed privacy that most buildings lack.

Increase the weight of midterm course evaluation

Increase the importance of the midterm course evaluations. The midterms are in no way easier than finals, but the weight of the midterms does not reflect that. Students should have more to say about educational methods. Vaka wants to establish a transparent communication system that requires teachers to take note of student’s comments on educational methods.

Water! Water-vendors in all buildings!

Policy for the School of Engingeering and Natural Ssciences

Policy for the School of Social Sciences

Kennsluaðstaða félagsvísindadeildar hefur lengi þurft að líða þá samfélagslegu tilraun háskólans þar sem stjórnendur skólans láta reyna á þolmörk nemenda þegar kemur að kennslustofum. Laganemar eru geymdir í Lögbergi, en þar virkar þriðja hver innstunga og gluggarnir eru óopnanlegir. Ekki er það skárra í Háskólabíói þar sem engum datt í hug að hanna borð sem þolir tölvu eða jafnvel glósubók. Ekki má gleyma því að Háma í Háskólabíói opnar eftir að fyrsti tími byrjar - stúdentar þurfa því að sitja heilan tíma áður en þeir geta nælt sér í lífsnauðsynlegan kaffisopa. Erfiðara er fyrir stúdenta félagsvísindadeildar að sætta sig við þetta en ella, þar sem nýmóðins byggingar fyrir aðrar deildir hafa sprottið upp eins og gorkúlur. Vaka fer fram á það að stúdentar á félagsvísindadeild verði ekki skilnir eftir í þeirri framþróun sem má sjá á háskólalóðum, og í það minnsta verði lagt meira upp úr því að bæta þá aðstöðu sem nú þegar er til staðar, eins mikið og unnt er.

Skiptibókamarkaður

Skiptibókamarkaður Stúdentar félagsvísindasviðs, og á öðrum deildum, þurfa oftar en ekki að kaupa rándýrar skólabækur fyrir hverja önn. Bækurnar fyrir hverja önn eru oft dýrari en skrásetningagjald skólans fyrir árið. Mörg svið hafa svarað þessari þörf með einhverju móti með Facebook-skiptibókahópi eða öðru svipuðu. Vaka leggur hins vegar til að Bóksölu Stúdenta verði gert að halda skiptibókamarkað að minnsta kosti í mánuð í upphafi hverrar annar, þar sem stúdentar geta leyst inn inneign fyrir notaðar bækur og leyst út aðrar bækur - eins og tíðkast t.d. í A4 fyrir menntaskóla. Félagsstofnun Stúdenta er óhagnaðardrifið félag sem á að vernda hagsmuni stúdenta, en lítur fram hjá þeim stórfellda óbeina kostnaði sem leggst á stúdenta að þessu leyti.

Improved facilities

Facilites of The social sciences department has long been forgotten in the development of the university’s facilities. Law students are for example kept in Lögberg, a building with non-openable windows and dysfunctional electrical outlets. Háskólabíó has tables that won’t hold a laptop, making it impossible to take notes while maintaining acceptable body posture. Furthermore, Háma in Háskólabíó opens after the start of the first lesson, so students are forced to wait for a whole lesson before being able to get their prescribed sip of coffee. Vaka demands that the facilities for social studies students will be drastically improved, meeting the students need.

Increase the weight of midterm course evaluation

Students in social studies, like many others, are forced to buy expensive school books for every semester - in some cases more expensive than the tuition itself. Students have answered this call somewhat by creating Facebook groups for book exchange. Vaka proposes that the on-campus bookstore will host a book exchange market for at least a month, each semester, where students can change their older books for new ones. That way students will save time, money and effort in purchasing the required materials for their studies.

Bætt
kennsluaðstaða
Stefnumál Félagsvísindasviðs

Stefnumál Heilbrigðisvísindasivðs

Lengri opnunartímar Hámu

Við í Vöku viljum að opnunartími Hámu verði lengdur einfaldlega vegna þess að nemendur sitja oftar en ekki frá morgni til kvölds að læra á svæðum háskólans og þurfa því ekki bara næringu frá 8-15 virka daga (opnunartími Hámu). Það þarf engan snilling til þess að vita að líkaminn þarf næringu og heilinn þarf glúkósa til þess að geta starfað almennilega og lært!

Bætt námsaðstaða

Vaka vill berjast fyrir því að lærdómsaðstaða í Læknagarði og Eirberg verði bætt svo húsnæðin nýtist nemendum betur. Betri aðstaða til náms gerir nemendum sem sitja fyrirlestra og kennslustundir í þessum byggingum kleift að halda áfram að læra eftir tíma án þess að þurfa fara á annan stað á háskólasvæðinu.

Samræmum staðsetningu kennslustunda innan Heilbrigðisvísindasviðs

Vaka vill berjast fyrir því að fyrirlestrar og kennslustundir námsleiða innan HSV séu kenndar á sama svæði háskólans hvern dag fyrir sig - oft virðist sem ákveðnar námsleiðir innan HSV lendi í því að kennslustundir og fyrirlestrar, sem haldnir eru samdægurs, lendi á mismunandi svæðum háskólans. Oft á tíðum lendir fólk í því að þurfa koma sér á milli tíma með stuttu millibili og mætir þá seint og missir af.

Longer opening hours at Háma

We at Vaka want to extend the opening hours of Háma, simply because students are more often studying all day at the university and therefore don’t just need nutrition from 8-15 on weekdays (Háma‘s opening hours). It doesn’t take a genius to know that the body needs nutrition and the brain needs glucose to function properly and learn!

Improved facilties

Vaka wants to better the learning facilities in Lækngardur and Eirberg so that the facilities are of better use to students. Better study facilities allow students attending lectures and classes in these buildings to continue studying after hours without having to travel to another location on campus.

Coordination of course placement

Vaka wants to fight for the lectures and lessons for the health science department to be taught in the same area of the university each day - it often seems that certain courses within the school of Health Sciences end up with lessons and lectures held on the same day in different areas of the university. Often times, people have to transfer buildings in a short amount of time and then show up late.

Policy for the School of Health Science

Skipulag í vettvangsnámi

Undanfarin ár hafa nemendur lent í vandræðum með skipulag vettvangsnáms síns. Stúdentar vita seint hvar þeir stunda vettvangsnám sitt og koma þeir því oft illa undirbúnir. Vettvangstímabil taka stóran part af önn nemenda og skapar ójafnvægi í vinnuálagi. Vaka vill að Menntavísindasvið kanni reynslu nemenda af vettvangsnámi sínu og skipulagi þess með það að leiðarljósi að bæta umgjörð vettvangsnáms alls sviðsins. Með því að fá meira svigrúm það eru veikindi eða álíka, auka vika til að jafna úr og fá borgað fyrir tíma og vinnuálag er baráttumál Vöku.

Skyldunámskeið

Vaka vill berjast fyrir því að allar deildir Menntavísindasviðs sitji áfanga um kynjafræði, einelti, forvarnir og inngrip, jafnrétti og fordóma annað hvort sem skylduáfanga eða bundið val. Það er eitthvað sem kemur öllum nemendum við á sviðinu og eitthvað sem margir af okkar nemendum munu þurfa að takast á við í sínu starfsumhverfi í framtíðinni. Vaka vill að skyldunámskeið nemenda endurspegli námsleið þeirra og væntanlegs starfsvettvangs auk þess sem leggja þarf áherslu á fræðilega og árangursríka kennslu. Þörf er á nútímalegri áherslum í námi og kennsluaðferðum á sviðinu þannig að námið undirbúi nemendur fyrir áskoranir framtíðarinnar. Vaka vill stuðla að fjölbreyttara og meira skapandi námsmati fyrir nemendur.

Policy for the School of Education

Organization in field studies

In recent years, students have had problems with the organization of their field studies. Students know late where they are doing their field studies and are therefore often illprepared. Field sessions take up a large part of the students’ semester and create an imbalance in their workload. Vaka wants the School of Education to examine students’ experiences of their field studies and their organization with a view to improving the framework of field studies for the entire field. By getting more leeway there are illnesses or the like, extra weeks to equalize and get paid for time and workload is Vaka’s struggle.

Compulsory courses

Vaka wants to fight for all faculties of the School of Education to take a course on gender studies, bullying, prevention and intervention, equality and prejudice, either as a compulsory course or a restricted choice. It is something that applies to all students in the field and something that many of our students will have to deal with in their work environment in the future. Vaka wants students’ compulsory courses to reflect their study path and future field of work, in addition to which emphasis must be placed on theoretical and effective teaching. There is a need for more modern emphasis in learning and teaching methods in the field so that the study prepares students for the challenges of the future. Vaka wants to promote more diverse and more creative assessment for students.

Stefnumál Menntavísindasviðs

Röskva hefur verið í hreinum meirihluta í 5 ár. Hvað hefur breyst?

- Látum rödd stúdenta heyrast í umræðu um háskólamál.

- Stöðvum þróunina í átt að skólagjöldum

- Gerum háskólann fjölskylduvænni

- Afnemum virðisaukaskatt af námsbókum

- Fáum í gegn stúdenta afslátt í sund, strætó og fyrir heilbrigðisþjónustu

- Leggjum áherslu á hækkun grunnframfærslunnar

- Hækkum frítekjumarkmið í samræmi við raunverulegar sumartekjur stúdenta

- Fáum upptökupróf í janúar

Svona hljóðar hluti af stefnumálum Röskvu árið 2005, 17 árum síðar er eins og við stöndum í stað. Röskva hefur lofað upp í ermina á sér öllu fögru þegar raunin er sú að hljóð og mynd fari greinilega ekki saman.

Hvers vegna er það að með Röskvu í meirihluta í 5 ár, eru mál á stefnulistanum sem ennþá hafa ekki gengið í gegn?

Vaka telur að stúdentaráð eigi að beita sér fyrir hagsmunamálum allra stúdenta. Stúdentahreyfinguna á ekki að misnota í þágu þröngra ofstækishópa sem hafa á stefnuskrá sinni að umbylta íslensku þjóðskipulagi.

Hagsmunabarátta stúdenta varðar okkur öll og kemur okkur öllum við. Ljóst er að löngu sé komin tími á breytingu við stúdentaráð Háskóla Íslands. Hagsmunafélag með sömu stefnumál á stefnuskrá og fyrir 17 árum síðan á ekki heima í meirihluta stúdentaráðs.

Röskva has been in a majority for 5 years. What has changed?

- Lets make students voices heard in matters regarding the University

- Stop the development towards registration fees

- Lets make the University more family friendly

- Remove VAT from schoolbooks

- Discount for students in swimming pools, bus and for health care

- Empasise increase in basic alimony

- Increase tax-benefits in accordance to students’ summer jobs

- Makeup exams in January

This is Röskva’s manifesto from 2005, 17 years later it almost looks the same. Röskva has promised up over its head when the reality is that none of those have been promises have been carried out fully.

Why is it that with Röskva in majority for 5 years, there are still policies yet to see the light of day.

It is Vaka’s believe that the student council should function as a tool to protect students interest. This tool should not be used for the benefit of a small fanatical group who aim to revolutionise the community within their manifesto.

The fight for students rights concerns us all. It is clear that changes are long due within the halls of the student council. Students interest association with the same policies for 17 years has no place in the students council majority.

To-Do fyrir Jólapróf

Detta í það í síðasta skipti með hreina samviku.

Fara í Svens og kaupa nægilegt nikótínmagn til að slátra hrossi, viðmið er að kaupa a.m.k. hæð þína í dollum.

Stelast í kreditkortið hjá pabba og maxa það.

Reyna við busa.

Mæta afleiðingum gjörða þinna.

Fara til Vestmannaeyja og taka vibe check á dalnum, gætir fundið 50/50 í Orku flösku í brekkunni.

Falla í huganum í amk. einum áfanga.

Gerast SoundCloud rappari.

Setja aleiguna á rautt og spinna.

Brenna allar brýr í náminu og ride solo.

Hætta að þvo sér, svo gott fyrir hárið :)

Featurea á Dj Khaled lagi.

Taka þátt í multi level marketing hring, kominn tími til að græða og gefa af sér.

Fara í skíðaferð til Aspen, rich girl shit.

Byggja upp óheilbrigt þol fyrir koffíni.

Stofna til búsáhaldabyltingu.

Fá sér nipplulokk.

Taka Miley Cyrus breakdown.

Sækja um í LHÍ.

Plead the fifth.

Svíkjast undan skatti.

Vakna á hverjum degi og segja “Góða helgi”.

Hámhorfa á Gossip girl, xoxo.

Játa veikleika sína í námi og gera nákvæmlega ekkert til þess að bæta sig.

Fara í Costco og kaupa bretti af red-bull og peningaskáp.

To-Do for finals

Get wasted one last time with a pure conscience.

Go to Svens and buy enough nicotine to slaughter a horse, the standard is to buy at least your height in snus tins.

Steal my dad’s credit card and max it out.

Flirt with a freshman.

Face the consequences of your actions.

Go to Vestmannaeyjar and take a vibe check in the valley, you might find 50/50 blend in an plastic bottle.

Fail at least one class mentally.

Become a SoundCloud Rapper.

Put your life savings on red and spin.

Burn all bridges in school and ride solo.

Stop taking a shower,it is so good for your hair :)

Feature on a Dj Khaled song.

Join a multi level marketing scheme, it’s time to make money and give back.

Go on a ski trip to Aspen, rich girl shit.

Build up an unhealthy tolerance to caffeine.

Begin a household revolution.

Get a nipple piercing.

Have Miley Cyrus breakdown

Apply to art school.

Plead the fifth.

Commit tax fraud.

Wake up every day and say “Good weekend”.

Binge watche Gossip girl, xoxo.

Admit your weakness in your studies and do absolutely nothing to improve.

Go to Costco and buy a pallet of red bull and a money safe.

Must-follow

@vaka.fls – Frábær instagram síða sem mun likea nýjustu instagram myndina þína við follow, prófaðu - það gerist!

@fortunainvest_ – Vettvangur sem veitir aðgengilega fræðslu um fjárfestingar.

@gretathunberg – topp 3 fólk sem væri gaman að spjalla við í glasi

@bjarki.hall – Flottur gaur með allt á hreinu, býr í fossvoginum og er opinn/ jákvæður

@haskoli_islands – ekki bara málefnalegt heldur líka skemmtilegt @antirasistarnir – Fyrst og fremst vet tvangur fyrir raddir litaðra einstaklinga

@sterkarskodanir – skemmtilegt efni sem vel er hægt að hlægja af

@quotesbychristie – Á þessum vettvangi eru birt uppbyggileg og falleg orð sem mikilvægt er að taka með sér inn í dag inn.

@vaka.fls – Great instagram site that will like your latest instagram photo on follow, try it out - it will happen!

@fortunainvest_ – A platform that pro vides accessible investment education, in Icelandic.

@gretathunberg – top 3 people that would be nice to chat with over an alcaholic beverage

@bjarki.hall – Nice dude with everything going for him and is optimistic

@haskoli_islands – not only relevant, but also fun

@antirasistarnir – First and foremost a platform for the voices of people of color.

@sterkarskodanir – Fun content about strong opinions

@quotesbychristie – A platform where warm and uplifting quotes are posted and important to have in mind.

Instagram

Tips&Tricks fyrir jólaprófin

Nú fara jólaprófin senn að bresta á og eru nokkrir hlutir sem mikilvægt er að hafa í huga við undirbúning þeirra og í sjálfum prófunum:

One last djamm! Djamma þannig að þig langi ekki að djamma út árið! T.d. með því að mæta í partý Vöku 12. nóvember á Tunglinu...

Klára að horfa á allt sem þú ætlaðir að horfa á netflix, vesen að vera að bingea í prófum.

Komast í besta form lífs þíns á tveimur vikum, fólk hefur ekki tíma til að hreyfa sig í prófum

Klára bubble struggle í tölvunni, það þarf að klára leikinn áður maður byrjar að læra fyrir próf Henda í heiðarlegan jólabakstur til þess að eiga góðar smákökur til þess að mönza í prófunum.

Læra og fá góða einkunn, gangi ykkur vel í prófunum!

Tips&Tricks for the finals

Now the Christmas exams are coming up and there are a few things that are important to keep in mind when preparing for them.

Finish watching everything on netflix, so you won’t have to binge during the exam period.

Get in the best shape of your life in two weeks, people don’t have time to exercise during exams

Finish the game bubble struggle on the computer, you have to finish the game before you start studying for exams

Bake Christmas recipes so that you can snack on delicious cookies while studying for the exams

Study and get a good grade, good luck on those exams.

One last party! Party so hard that you don’t want to party for the rest of the year! For instance, you can come to Vaka’s party on the 12th of November at Tunglið…

Hvaða jólakarakter ert þú?

Hver er uppáhalds stundin þín á jólunum?

a. ALLT SEM VIÐ KEMUR JÓLUM! b. Opna pakka :D c. Skreyta jólatréð d. Þegar jólin eru búin Team jóla náttföt? a. UUU JÁ b. Stundum c. Væntanlega, sérstaklega matching með kæró – svo mikið goals d. Nei takk

Skreytirðu fyrir jólin? a. JÁ!!!! b. Þegar ég nenni c. Reyni mitt besta d. Nei það er leiðinlegt, sérstaklega þar sem maður þarf að taka það niður um leið.

Hvað eru margir íslenskir jólasveinar? a. 13 b. 12 c. 11 d. Enginn, ég hef aldrei fengið gjöf frá þeim Hvað langar þig í jólagjöf í ár? a. Hamingju og ást <3 b. Kerti og spil c. Ferð til útlanda d. Ró og næði

Hvenær byrja jólin?

a. Þegar ég fæddist b. 25.des c. 1.des d. Aldrei, vil helst sleppa þeim Uppáhalds jóla lag?

a. “All I want for christmas is you” b. “Have yourself a merry little Christmas” c. “Merrry Christmas, Happy Holidays” d. “You’re a mean one, Mr. Grinch” Hvenær ætlarðu að hefja jólagjafainnkaup?

a. Er löngu búin að kaupa þær b. Á black Friday c. Vonandi á þorláksmessu eða aðfangadagsmorgun d. “Er svo heppinn að eiga enga vini og allir í fjöldskylunni þola mig ekki og þar að leiðandi þarf ég ekki að kaupa jólagjafir”

Uppáhalds jólamynd? a. Elf b. Home alone c. The holiday d. The room

síðu

Niðurstöður á næstu

Which Christmas charachter are you?

What is your favorite moment about Christmas?

a. EVERYTHING THAT COMES TO CHRISTMAS! b. Opening gifts :D c. Decorate the Christmas tree d. When Christmas is over Team Christmas pajamas? a. UUU YES b. Sometimes c. Probably, especially matching with my partner - goals! d. No thanks

Do you decorate for Christmas?

a. YES!!!! b. When I bother c. I try my best d. No, it’s boring, especially since you have to take it down right away

How many Icelandic Yule lads are there?

a. 13 b. 12 c. 11 d. None, they never bring me gifts

What do you want for a Christmas present this year?

a. Happiness and love <3 b. Candles and cards c. A trip abroad d. Peace and privacy

When does Christmas start?

a. When I was born b. Dec 25 c. Dec 1 d. Never, prefer to skipt them

Favorite Christmas song?

a. “All I want for Christmas is you”. b. “Have yourself a merry little Christmas”. c. “Merry Christmas, Happy Holidays”. d. “You’re a mean one, Mr. “Grinch”.

When are you going to start shopping for Christmas gifts?

a. I bought them a long time ago b. On black friday c. Hopefully on Christmas Eve or Christmas morning d. “I’m lucky enough to have no friends and everyone in the family can’t stand me so I don’t need to buy Christmas presents”.

Favorite Christmas movie? a. Elf b. Home alone c. The holiday d. The room

Results on the next page

Flest A Þú ert Buddy!

Þú ert algjört jólabarn og getur hreinlega ekki beðið eftir jólunum enda finnst þér það skemmtilegasti tími ársins. Þú átt að öllum líkindum afmæli í desember og ef svo er ekki, mælum við að þú athugir fæðingarvottorðið!

Flest C Þú ert Kevin!

Elsku þú, þú ert æði. Þú hefur gaman af jólunum og tekur virkan þátt í jólastemmingunni. Haltu áfram að vera þú ;)

Flest B Þú ert Rudolf!

Þér finnst jólin skemmtileg en það eru aðrir hlutir sem þú ert spenntari yfir. Þér finnst fátt skemmtilegra en að opna pakka, sofa út eftir erfið próf og elskar jólamat. Ert samt sem áður basic b*tch..

Flest D Þú ert Trölli!

Þér finnst jólin svo sannarlega ekki skemmtilegasti tími ársins, því miður, og átt aðeins of mikið sameinlegt með Mr. Grinch.

Most A

You are Buddy!

You are the embodyment of the Christmas spirit and you just can’t wait for Christmas - it’s your favorite time of the year. Your birthday is probably in December, and if not, we suggest you check your birth certificate!

Most C

You are Kevin!

Honey, you (christmas) rock. You enjoy Christmas and actively participate in the Christmas spirit! Keep at it ;)

Most B You are Rudolph!

Christmas is nice in your humble opinion, but there are other things that excite you. You love receiving gifts, sleepin in after a tough exam and the food. All in all, you’re a basic b*tch...

Most D

You are the Grinch!

Unfortunately, you do not think Christmas is fun at all. You have a little too much in common with Mr. Grinch.

Vaka stendur fyrir fjölmörgum viðburðum yfir skólaárið sem við hvetjum öll til þess að mæta á. Það er góður vettvangur til þess að kynnast fólki og hafa gaman í góðum félagsskap. Við auglýsum viðburði og fleira á samfélagsmiðlum okkar sem eru eftirfarandi:

Vaka hosts many events during the school year and we encourage everybody to turn up! The events are a great opportunity to meet new people and have fun in good company. We advertise the events and more on our social media platforms which are stated below

Viðburðir // Events Vaka - Hagsmunafélag stúdenta

@vaka.fls @vaka_hs

Hvernig er hægt að taka þátt í starfinu? //

How to participate in Vaka?

Við bjóðum öll velkomin til þess að taka þátt í starfi Vöku þar sem lögð er áhersla á hagsmunabarátta stúdenta, skemmtun og góðan félagsskap. Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu okkar www.vakahfs.com og gerast þannig vökuliði eða senda á okkur skilaboð. Ef eitthvað liggur ykkur á hjarta sem þarfnast úrbóta í tengslum við námið eða lífið í háskólanum þá endilega sendið á okkur skilaboð.

We welcome everyone to join us in Vaka, but we emphasise on matters of student interest and most of all, good company. You can register as a member on our website www. vakahfs.com or by sending us a message. If there is anything on your mind, regarding student issues or generally, let us know!

Stúdentagarðasamfélagið stækkar þegar 112 íbúðir verða teknar í notkun á Sögu í vor. • Öruggt og notalegt húsnæði • Sameiginlegt rými á hverri hæð • Frábær staðsetning • Besta útsýnið í bænum? Sæktu um á vefsíðu Stúdentagarða www.studentagardar.is Njóttu námsáranna á Stúdentagörðum