Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd fóru 2 langa leiðangra á Vestfjörðum í júní 2002 og unnu þar dögum saman við að merkja og lagfæra gönguleiðir, bæði á láglendi og yfir fjöll og dali. Samtökin lögðu þannig, með og undir umsjón Dorothee Lubecki sem þá var ferðamálafulltrúi á Vestfjörðum, grunn að þeirri ferðaþjónustu sem nú blómstrar á Vestfjörðum.
Fyrra verkefnið var á Tálknafirði 7. - 10 júní en það síðara við Djúp (Snæfjallaströnd, Grunnavík, Álftafjörð, Tungudal og Sunddal 21. - 29. júní.