Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) höfðu árið 2000 unnið á Reykhólum og tóku nú aðra 4 daga lotu í júní 2001. Unnið var í skóginum í Barmahlíð og einnig stikuð gönguleið í hin sérstöku Vaðalfjöll ofan við Bjarkarlund o.fl. Alls tóku 13 manns þátt í vinnunni.