Átta konur og einn karlmaður frá Sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd dvöldu í lok júní 1998 í vikutíma á Ingjaldssandi við utanverðan Önundarfjörð, við að stika fornar gönguleiðir um fjöll. 220 stikur úr rekaviði voru settar niður og lagaðar nokkrar vörður. Nokkrir heimamenn tóku þátt í vinnunni og sáu til þess að gestirnir áttu þarna ógleymanlega viku við gott atlæti í frábæru veðri, eins og myndirnar bera með sér. Unnin voru 80 dagsverk og stikaðir 4 fjallvegir. Gert að tilstuðlan Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Vestfjarða, en verkstjórar voru Edda Arnholtz og Guðmundur Hagalínsson.