Hér er lýst sex daga vinnuferð Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd í Vatnsfjörð við Ísafjarðardjúp í ágúst 2001, að frumkvæði og í samvinnu við Dorothee Lubecki ferðamálafulltrúa. Lagður var 600 m göngustígur frá kirkjunni upp að Grettisvörðu. Gerð voru þrep, bæði úr tré og grjóti, borin í möl og snyrt til. Verkið unnu 18 sjálfboðaliðar, þar af 13 að sunnan og 4 þýskir háskólanemar. Auk þess að puða naut hópurinn menningar og náttúru í Djúpinu og á leiðinni vestur.