Vinna Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd í Skaftafellsþjóðgarði (nú hluti Vatnajökulsþjóðgarðs).
1986 var gerður nýr göngustígur meðfram heimreiðinni að Skaftafellsbæjunum og að Hundafossi og stikuð leið þaðan að Svartafossi. Gerð þrep úr hellublöðum sem sótt voru að Svínafellsjökli, allt samvkæmt tilmælum þjóðgarðsvarðar.
Fimm frá Sjá unnu í viku og gekk vel. Veðrið svo gott að tvo daga var nær óvinnufært vegna hita!
1987. Lagfærð efri Morsárdalsleiðin. Veghleðslur, brýr, stiklur yfir lænur o.fl. Sjö frá Sjá þegar flest var, undir stjórn Bjarna.
1990 Stígagerð o.fl. undir forystu einvalaliðs frá BTCV, góð þjálfun fyrir okkar verkstjóra.
1992 Fyrsta atlagan að lúpínunni á Morsáraurum á vegum Náttúruverndarráðs. Farið var um Morsárdalinn, slitið upp mikið af stökum plöntum og einnig slegnir jaðrar með vélorfum.
Fram haldið næstu ár, auk stígagerðar með BTCV.