Þrír sjálfboðaliðar frá Sjá fóru 12. júní 2004 í Borgarfjörð til að endurhlaða Skólavörðu á Þinganesi við Hvítá. Hún var hlaðin þar einhvern tíma á árunum 1905 - 1931 þegar skóli var á Hvítárbakka, en hrundi í jarðskjáltum 1974. Verkið sóttist vel og varð varðan fín, eins og sjá má á myndum.