Að þessu sinni var aðalverkefni Sjálfboðaliða-samtaka um náttúruvernd að afmá djúp bílför eftir Bandaríska herinn á tveimur stöðum upp á Valahnúk og breyta þeim í mjóan, látlausan göngustíg. Heill bílfarmur af hrossaskít var borinn í förin til að græða þau upp og tókst prýðilega.
Valahnúkur er móbergsfjall sem sjórinn er sífellt að sverfa af. Fyrsti vitinn á Íslandi var byggður á Valahnúk árið 1978 og um þetta leyti var sjórinn í þann mund að brjóta niður grunninn þar sem hann stóð.