Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd og Ferðaklúbburinn 4x4 hafa sameinast um nokkur verkefni á hálendinu undanfarin 25 ár. Hér er lýst einu slíku verefni þar sem 50 sjálfboðaliðar (25 frá hvorum) fóru 2 daga vinnuferð í Landmannalugar og nágrenni í ágúst 1991. 4x4 lögðu til jeppa sína og Ferðafélag Íslands gaf hópnum gistingu í skála en Náttúruverndarráð og landvörður svæðisins komu að skipulagningu. Gerð er grein fyrir tilhögun verksins, hvað var gert og hvernig. Eygló Gísladóttir skrifaði þessa gagnmerku skýrslu f.h. Sjá.