Síldarmannagötur er þjóðleið milli Hvalfjarðar og Skorradals. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) lagfærðu þar vörðurnar undir stjórn Guðjóns Kristinssonar í sept. 2000.
Sjá héldu verkinu áfram 2010 með því að stika og að setja upp vegpresta; og luku stikun niður í Skorradal við Vatnhorn og Fitjar sumarið 2011.
Hulda Guðmundsdóttir að Fitjum var frumkvöðull þessarar vinnu og studdi á allan hátt.