Reykjanesfólkvangur 2017, vinna Sjá

Page 1

Þorvaldur Örn Árnason:

Vinna Sjá í Reykjanesfólkvangi sumarið 2017

Bandarísku verkfræðinemarnir frá Greenprogram, Amy Long í appelsínugulum jakka. Bleikhóll í baksýn.

Eins og undanfarin ár hafa Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) lagt höfuðáherslu á að hindra útbreiðslu lúpínu á ný svæði innan fólkvangsins. Einnig að verja svæðið við Seltún og norðan þess í átt að vatninu og þar var mesta vinnan við Bleikhól – að koma í veg fyrir að lúpína klæði þar svipmikið jarðhitalandslag sem hefur mikið aðdráttarafl. Þar var einnig sáð grasfræi í rofabörð og borinn á tilbúinn áburður. Árangur sáningarinnar var metinn í september og virtist vera góður, en þar er mun meira af rofabörðum sem þyrfti að sá í. Þetta var 8. sumarið í röð sem Sjálfboðaliðasamtökin vinna í Reykjanesfókvangi, aðallega við að hægja á útbreiðslu lúpínu. Unnin voru 34 dagsverk í ár (hvert dagsverk 4 – 10 tímar). Í fyrra vann stór hópur frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar ásamt hópi frá Seeds-sjálfboðalilðasamtökum heilan dag við að slá og slíta upp lúpínu í gili milli Bleikhóls og Syðri höfðans en ekki tókst að manna framhald þeirrar vinnu í ár og má því segja að vinnan í fyrra hafi verið til lítils. Í fyrra mættu sláttumenn frá Grindavík tvívegis með orf sin til að ljúka áðurnefndu verki í gilinu og að slá þar sem hún er að breiðast út í bollum við suðurenda Grænavatns, en ekki tókst heldur að fylgja því eftir í ár. Lúpínan breiðist ört út meðfram Kleifarvatni norðan- og vestanverðu og mun þar innan fárra ára hylja alla strandlínuna, þar á meðal sérstakar móbergsmyndanir og svartar sandvíkur sem eru mjög eftirsóttar af ferðamönnum að skoða. Eftir áratug verður að líkindum nær samfelld lúpínubreiða meðfram veginum frá Hafnarfirði að Kleifarvatni og meðfram því langleilðina að Seltúni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.