Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd efndu til vinnuferðar í Lónsöræfi 12. - 17. ágúst 1994. Þá vann fjölmennur hópur við að lagfæra gönguleiðina frá Illakambi að Múlaskála. Áratug síðar var aftur efnt til vinnuferðar, 24. - 27. júní 2004 til að lagfæra göngustíga við skálann og tjaldsvæðið, m.a. sama stíg og 1994, enda þarf oft að lagfæra hann. Einnig sett niður rotþró við skálann og merkt villugjörn gönguleið frá veginum við Kamba að ggöngubrú á Jökulsá.
Allt unnið í samráði við Náttúruverndaryfirvöld og með þátttöku heimamanna.