Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá), Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs (GFF) og Krýsuvíkursamtökin, með góðum stuðningi Landgræðslunnar, Hafnarfjarðarbæjar, Gámaþjónustunnar, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Kaupfélags Suðurnesja o.fl. unnu helgina 4-5. júlí 1998 að því að hreinsa til og græða upp með hrossaskít, grasfræi og trjáplöntum sunnan við skólabygginguna. Sjálfboðaliðar frá öllum samtökunum, 25 talsins, unnu verkið og sóttist vel.
Verkinu var fram haldið af sömu aðilum laugard. 29. maí árið eftir.
Alls voru unnin 50 dagsverk í sjálfboðavinnu þessa 3 daga.