1
Útbreiðsla lúpínu í Reykjanesfólkvangi. Könnun Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd (Sjá) 2013 og 2014 og tilraun til að halda aftur af henni á nokkrum stöðum 22. júní 2013 Þátttakendur: Þorvaldur, Ragnheiður (Heiða), Sveinn, Jóna , Ebeneser, Dagbjört og Örn. Óskar Sævarsson landvörður fólkvangsins vann með okkur og verkstýrði ásamt Þorvaldi. Óskar vissi mikið um útbreiðsluna og var verkefni dagsins að staðfesta það, leita nánar og skrásetja, ýmist með því að merkja inn á kort, taka GPS-punkta (2 tæki voru með í ferð) og taka ljósmyndir. Veðrið var eins gott og á verður kosið, þurrt, gola og hæfilega hlýtt. Við mættum í Seltún (Hverasvæðið í Krýsuvík) kl. 10 og réðum þar ráðum okkar. Því næst fórum við öll að Krýsuvíkurskóla þar sem Lúpínan setur mikinn svip á umhverfið og verður varla fjarlægð þaðan. Þó væri ráð að halda henni eitthvað í skefjum og hægja á útbreiðslu hennar þaðan og hugsanlega uppræta lúpínur við bláa húsið skammt norðar. Myndin er tekin frá afleggjaranum að Krýsuvíkurskóla, Bæjarfell í baksýn. Síðan skiptum við okkur í þrjá hópa sem óku hver á sínum bíl hver í sína áttina og hittumst ekki eftir það (vantaði sameiginlega nestispásu ásamt tilheyrandi hópmynd. Ebeneser og Dabjört voru saman og Sveinn og Jóna. Þau óku norður með Kleifarvatni og skiptu með sér að kanna giljadrög þar og eyða einhverjum breiðum. Jóna og Sveinn staðnæmdust á bílastæði við tréborð við Huldur við NV-horn Kleifarvatns, tóku myndir af lúpínubreiðum þar og réðust til atlögu við breiður upp í hlíðinni. þau gengu þarna upp á hálsinn og gættu að lúpínu þar og fundu enga. Þau tóku myndirnar hér fyrir neðan og á næstu síðu. Lúpína var einkum fyrir ofan svæðið þar sem var tjald, borð og bekkur, nálægt Stefánshöfða. Þau einbeittu sér að jöðrunum og tóku stakar lúpínur á víð og dreif upp með rót og brutu blóm af öðrum, sú vinna sést ekki vel á myndunum. Ræturnar voru mjög fasta fyrir efst, en lausari neðar í skriðunni.