Hér unnu saman sjálfboðaliðar frá Sjá auk landvarða þjóðgarðsins og sjálfboðaliða frá bresku samtökunum BTCV.
Unnið að stígagerð, að breyta gömlum götum og bílslóðum í afmarkaða göngustíga sem falla vel inn í umhverfið.
Unnið í Ásbyrgi, Vesturdal og Hljóðaklettum.
Á ljósmyndunum má sjá hvernig umhorfs var á þessum svæðum sem þá voru tiltölulega fásótt, einig vinnumenninguna og stemminguna.
Ferða- og fæðiskostnaður sjálfboðaliða var niðurgreiddur en þeir þurftu þó að borga með sér, og fengu ekki önnur laun en ánægjuna og fræðsluna, en náttúruskoðun og fræðsla er alltaf hluti af vinnuferðunum.