Sjálfboðaliðasamtök um náttúruverdn (Sjá), í samvinnu við ferðamálasamtök Suðurnesja, afmörkuðu bílastæði, gerðu göngustíg og trébrú svo fólk gæti skoðað hverasvæðið á Reykjanesi, sem nú er kallað Gunnuhver, án þess að vera í stórhættu. Margar vinnufúsar hendur unnu gott verk á tveimur góðviðrisdögum. Tjaldað á grasflöt við hverina sem löngu áður hafði verið matjurtagarður. Upp 2007 færðist hverasvæðið mjög í aukana þegar farið var að bora þar vegna virkjunar háhitagufu svo bæði trébrúin og grasflötin eyðulöggðust. Síðar var smíðuð ný og mun stærri göngubrú.