Hekluskógar. Vinna Sjá 2017.

Page 1

Vinnuskýrsla vegna starfa SJÁ fyrir Hekluskóga á árinu 2017. Þátttakendur frá Sjá: Grétar Einarsson, Hergeir á Mýrini, Jóhanna II, Margrét Baldursdóttir, Sigríður Rut Skúladóttir, Angela frá Suður Ameríku, Sveinn Jóhannsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Þorvaldur Örn Árnason og afa barn. Sumarið 2017 í stuttu máli. Á árinu 2017 var farið í tvær ferðir til að vinna við Hekluskóga. Fyrri ferðin sem var í lok maí var sú lengsta sem samtökin hafa farið fyrir Hekluskóga en þar var unnið í fjóra daga. Að vísu voru bara 2 fyrstu tvo dagana en síðan unnu 9 þriðja daginn og loka daginn voru 3 að störfum. Seinni ferðin var um mánaðarmótin ágúst september og þá voru aðeins tveir að störfum. Þá sóttum við plönturnar sjálfir í Galtalæk, settum þær niður í hvassri norðan átt og vökvuðum hverja plöntu a.m.k. tvisvar eftir að þær voru settar niður. Auk þess var Grétar Einarsson iðinn við kolann þegar hann dvaldi í hjólhýsinu einn eða með öðrum. Þetta árið var mest plantað vestan við gömlu Sprengisandsleiðina meðfram Dimon og alveg að Hallslaut. Einnig var nokkru plantað í suðurenda Vegghamars og fyrir sunnan Vegghamar. Stóri hópurinn fór svo eina ferð út á miðjan sand fyrir austan Sprengisandsleiðina. Þrjár aðrar minni eyjar voru svo einnig settar niður austan gömlu Sprengisandsleiðarinnar. Í seinni ferðinn var haldið áfram með tiltölulega þétta gróðursetningu á birki sem er austan Vegghamars á móts við afleggjarinn inn á svæðið okkar. Það var eina ráðið til að hægt væri bæði að planta og vökva sömu helgina.

Haldið var áfram með vinnuna við stiklingana í sandinum og lúpínunni við Vegghamar. Lokið var við að setja stiklinga í röðina með Sandánni og austan Dimon. Sum staðar er hún reyndar tvöföld þegar endinn þar sem stoppað var síðast fannst ekki alltaf í næstu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.