Háibjalli og Snorrastaðatjarnir eru sunnan við Reykjanesbraut móts við Voga, hluti af svæði frá Hrafnagjá að Sólbrekkum, sem er á náttúruminjaskrá og framtíðar útivistarsvæði Voga. Í Háabjalla er vöxtulegur greniskógur frá því um 1950 og Skógfell gróðursetur þar ýmsar tegundir árlega frá því upp úr aldamótum 2000. Sjálfboðaliðasamtökin gengu í lið með Skógræktarfélaginu Skógfelli í Vogum einn svalan maídag 2005 og lögðu malarstíg frá skógar-reitnum í Háabjalla að Snorrastaðatjörnum.