Sálfboðaliðasamtök um náttúruvernd fóru vinnuferðir í Friðland að fjallabaki sumurin1989, 1990, 1991, 1995, 2001, 2002, og 2006, í samvinnu við Náttúruverndarráð, Ferðafélag Íslands og stundum Ferðaklúbbinn 4x4.
1989 voru lagfærðar og merktar gönguleiðir í Landmannalaugum, lagað til við laugina.
Gengið á Brennisteinsöldu og sullað í lauginni!
1990 var stikuð leiðin Laufafell - Dómadalur og að íshellunum við Hrafntinnusker og aukaslóðar afmáðar. Ferðaklúbburinn 4x4 var með og lagði til bíla.
1991 voru merktar leiðir og stöðvaðar skemmdir við Sigölduleið, Dómalsleið, Hrafntinnusker, Ljótapoll og Kýlinga, einnig með Ferðaklúbbnum 4x4. Fjölmenni, enda unnin 100 dagsverk þá helgi!
1995 var lagður fræðslustígur í jaðri Laugahrauns.
2001 var verkefnið að lagfæra og bera möl í stíginn í hraunkantinum þar sem Laugavegurinn byrjar.
2002 var málið að endurnýja og bæta við stikum frá Hrafntinnuskeri í átt að Álftavatni og að íshellunum.
2006 var göngustígurinn við Laugahraun breikkaður og lagaður.