Kerið, Alviðra og Öndverðarnes á 14. – 15. sept. 2013 Síðustu vinnuferðirnar sumurin 2013 og 2014. Uppskeruhátíð síðdegis í Alviðru bæði árin. Texti: Þorvaldiur Örn Árnason. Myndir Ragnheiður E. Jónsdóttir Veðrið laugardag inn 14. sept. 2013 var bjart og stillt og gekk á með smáskúrum. Daginn eftir var kominn norðan strekkingur. Þátttakendur: Þorvaldur Örn (verkstjóri), Ragnheiður Elísabet, Sveinn, Grétar Einarsson, Jóhanna Berghild, Jóhanna Jónannesdóttir, Margrét Baldursdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Sigrún Gunnlaugsdóttir. Mættum öll um morgunin nema Sigrún og Margrét Guðmundsdóttir komu um miðjan dag og tóku að sér að útbúa veislu kvöldsins ásamt Jóhönnu Jóhannesdóttur. Dagskrá 2013: kl. 9:30 Brottför úr Mjóddinni í Rv. kl. 10:45 Hittumst við Kerið í Grímsnesi. Fengum þar frían aðgang, skoðuðum staðinn gaumgæfilega í ljósi hugmynda sem Sveinn gerði grein fyrir eftir að hann og Gunnar Skaftason, framkvæmdasjóri Kerfélagsins fóru í þangað í vettvangsathugun fyrir rúmrí viku síðan. Við bárum saman við myndir frá vinnu Sjá við Kerið 1990 og réðum ráðum okkar þar. Samtökin hafa verið beðin um ráð hvernig vernda megi náttúruna þarna vegna ágangs ferðamanna. Okkur leist vel á þær hugmyndir sem Sveinn kynnti. Heiða tók margar myndir, m.a. þessar, og er augljóst að þarna þarf að taka til hendinni. Samtökin unnu þarna brautryðjendastarf 1989 og 1990.
Kerið er á æskuslóðum Jóhönnu Jóhannesdóttur og miðlaði hún okkur fróðleik allar götur fá upphafi bílaaldar, en leið hennar til Reykjavíkur lá þarna um. Ekki varð frekara samstarfi við Kerfélagið.