Sjá og rannsóknir á lokun og uppgræðslu vegslóða

Page 1

Aðkoma Sjá að rannsóknarverkefni Landgræðslunnar um lokun og uppgræðslu vegslóða 2011. Andrés Arnalds hafði samband við Þorvald vorið 2011 þegar hann var að senda inn umsókn um styrk til að ráða háskólanema til að taka saman e.k. leiðbeiningar um það hvernig maður lokar og græðir upp villustíga og slóða og skemmdir eftir utanvegaakstur. 22. júní var síðan fundur í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti (áður Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins). Þar kom saman fólk frá Sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd (Þorvaldur, Sveinn og Örn Þorvaldsson) og Landgræðslunni (Andrés, Kristín og nemarnir 3) til að bera saman bækur sínar. Þegar hér var komið sögu höfðu 3 háskólanemar tekið til starfa og sátu fundinn. Fundarefnið: Hvernig lokar maður og græðir upp slóða og ummerki eftir utanvegaakstur. Fundurinn var ganglegur fyrir báða aðila. Sjálfboðaliðasamtökin höfðu þarna gagnlegum upplýsingum að miðla því þau hafa unnið mörg verkefni, einkum á fyrsta áratug samtakanna, þar sem leiðum var lokað og þær græddar upp. Var það m.a. í Friðlandi að fjallabaki, á nokkrum stöðum í Reykjanesfólkvangi (á Lækjarvöllum, Ketilsstíg ...) og Valahnúk á Reykjanesi. Einnig við Seljalandsfoss, Grábrók og víðar. Einnig í Friðlandi að fjallabaki, við Lakagíga og á svæðinu milli Skjaldbreiðar og Langjökuls í samstarfi við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Þorvaldur hafði meðferðis 20 vinnuskýrslur frá allnokkrum slíkum ferðum sem landgræðslufólkið fékk lánaðar. Þann 30. júní fór Þorvaldur í ferð með Guðjóni Magnúsyni, félaga í Sjá og starfsmanni landgræðslunnar, og háskólanemunum 3 (Anna Sigríður, Gísl Rafn og Helgi) um Móhálsadal að Ketilstíg og Djúpavatni og áfram um Sog í því skyni að skoðá ummerki þar sem Sjálfboðaliðasamtökin höfðu unnið að lokun og uppgræðslu slóða fyrir u.þ.b 20 árum síðan. Við höfðum upplýsingar (texta og ljósmyndir) úr vinnuskýrslum um hvernig staðið var að þessum verkum og auk þess höfðu samtökin efnt til ferðar um þetta svæði og og Reykjanestá til að taka út þessi verk nokkrum árum síðar (í september 1996). Það var sól og blíða og ferðin skemmtileg og fróðleg. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að það sé vel hægt að loka og græða upp slóðir í graslendi en síður í mosabrekkum – en það versta er að lokanir eru sjaldnast virtar og utanvegaaksturinn heldur áfram með tilheyrandi eyðileggingu. Nemendurnir rannsökuðu marga fleiri staði og gerðu sjálf tilraunir til uppgræðslu eða endurheimtar vistkerfa eftir utanvegaakstur og skiluðu um þetta skýrslu til yfirmanna sinna og styrktaraðila í október sl. Auk þess fengum við margar gömlu skýrslurnar okkar á tölvutæku formi frá þeim í þakklætisskyni.

Brekkan á móts við Fjallið eina 1996

Þorvaldur Örn Árnason

Ljótt aksturssár fyrir ofan Selsvelli 2011

Sama brekka 2011, háskólanemarnir í forgrunni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.