Vinnna Sjá í Þingvallaþjóðgarði 2011

Page 1

Vinna í Þingvallaþjóðgarði 2011 Yfirlit Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) voru stofnuð 1986 og eru því 25 ára um þessar mundir. Tilgangurinn með samtökunum er: - Að vernda náttúruna. - Að veita fólki tækifæri til þess að vinna að náttúruvernd. - Að auðvelda fólki umgengni um náttúruna, að fræðast um hana og njóta náttúrufegurðar. Samtökin hafa löngum haldið vöku sinni og leitað sjálf að brýnum verkefnum sem þjóni þessum tilgangi og aðrir eru ekki að sinna. Sjálfboðaliðasamtökin byrjuðu á árinu á nýju verkefni í Þingvallaþjóðgarði. Það er að frumkvæði Sigrúnar Helgadóttur sem hefur verið að rannsaka og skrifa um þjóðgarðinn undanfarin ár og var hún okkar verkstjóri í því öllu ásamt Þorvaldi. Verkefnið er að finna, merkja og opna fornar leiðir til Þingvalla sem ekki hafa verið farnar lengi. Þær hafa því gróið saman með lyngi, kjarri og trjám og horfið sýn manna. Sigrún og Ólafur maður hennar höfðu leitað og fundið nokkrar leiðir með hjálp ýmissa gagna sem m.a. voru fengin frá þjóðgarðinum. Undirbúningur verkefnis Sjá var í samráði við þjóðgarðsvörð og fræðslufulltrúa þjóðgarðsins og með samþykki þessara aðila. Farnar voru 2 dagsferðir til að leita að leiðum; þann 30. apríl (13 manns) og 18. júní (9 manns, þar af tveir frá Ferli). Í síðara skiptið var Ómari Smára í Ferli boðið með og varð árangurinn m.a. sá að finna og staðsetja Sigurðarsel sem heimildir voru um en enginn vissi hvar væri. Um fund þennan birtust fréttir í fjölmiðlum. Svo var farið þriðja sinni 24. sept. (5 manns) og merkt leiðin frá Klukkustíg yfir Hrafnagjá að forna eyðibýlinu Þórhallastöðum, um 2 km leið, með því að hnýta borða í trjágreinar. Þurfti sums staðar að velja milli leiða þar sem gatan skiptist á flatlendum svæðum. Þá var allt klárt fyrir fyrsta opnunarátakið, en 1. okt. mættu 22 sjálfboðaliðar og unnu frá 10:30 – 16:30 við að klippa og saga trjá- og runnagróður. Veður var skýjað en þurrt að mestu og lauf byrjað að falla og litadýrð mikil. Verkfærin voru klippur af ýmsum gerðum, bæði frá


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.