Kvennaboltinn 2020 - lokaleikskrá

Page 50

50

Brautryðjendur

Á árinu hófst samstarf unglingaráða félaganna um rekstur sameiginlegra liða í 3. flokki kvenna. Þrjú lið tóku þátt í Íslandsmótinu í sumar undir nafni Þórs/KA/Hamranna og eitt í bikarkeppninni. Auk þess tóku fjögur lið þátt í Stefnumótinu og tvö í Rey Cup. Myndirnar á þessari síðu og þeirri næstu voru teknar af stelpunum í leikhléi á leik hjá Þór/KA í sumar, eftir að A -liðið vann til gullverðlauna og B-liðið til silfurverðlauna á Rey Cup ásamt háttvísiverðlaunum. Þór/KA/Hamrarnir unnu A-deild Íslandsmótsins, en féllu síðan úr leik í undanúrslitum. Liðið spilaði til úrslita í bikarkeppninni, en tapaði í vítaspyrnukeppni. Lið 2 tók þátt í B-deild Íslandsmótsins þar sem það mætti A-liðum annarra félaga og varð í 3. sæti B2deildarinnar. Þriðja liðið frá Þór/KA/ Hömrunum tók þátt í keppni B-liða og varð í 4. sæti þar.

Rey Cup-þátttakendur frá Þór/KA/Hömrunum komu heim með gull og silfur og var þeim fagnað í leikhléi í heimaleik hjá meistaraflokki Þórs/KA. Aftari röð frá vinstri: Birkir Hermann Björgvinsson, Pétur Heiðar Kristjánsson, Garðar Marvin H afsteinsson, Auður Hákonardóttir, Ingibjörg Aþena Ellertsdóttir, María Björk Friðriksdóttir, Elsa Dögg Jakobsdóttir, Teodora Matilde Delgado, Ester Helga Þóroddsdóttir, Amalía Árnadóttir, Friðbjörg Anna Gunnarsdóttir, Þórunn Eva Snæbjörnsdóttir, Hafrún Steingrímsdóttir, Lovísa Lea Jóhannsdóttir, Sonja Kristín Sigurðardóttir, Kristel Eva Gunnarsdóttir, Aþena Sif Einvarðsdóttir, Júnía Efemía Felixdóttir og Alma Sól Valdimarsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Sigrún Rósa Víðisdóttir, Tanía Sól Hjartardóttir, Hildur Jana Hilmarsdóttir, Helga Viðarsdóttir, Heiðdís Birta Jónsdóttir, Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen, Anna Brynja Agnarsdóttir, Jónína Maj Sigurðardóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Ísabella Júlía Óskarsdóttir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Kvennaboltinn 2020 - lokaleikskrá by Þór/KA og Hamrarnir - Issuu