
11 minute read
FORDÆMALAUST
Kvennaboltinn 2020
2. árgangur, 2. tölublað Rafræn útgáfa frá Þór/KA og Hömrunum
Advertisement
Ritun og uppsetning:
Haraldur Ingólfsson thorkastelpur@gmail.com Myndir:
Egill Bjarni Friðjónsson
Haraldur Ingólfsson
Jón Óskar Ísleifsson
Páll Jóhannesson
Skapti Hallgrímsson
Sævar Geir Sigurjónsson
Þórir Tryggvason

Samfélagsmiðlar
Þór/KA
Hamrarnir

Fyrirsögnin er mögulega eitt af orðum ársins. En hvernig er hægt að lýsa knattspyrnuárinu 2020?
Það er auðvelt að tárast, jafnvel hágráta, þegar litið er um öxl í lok ársins 2020. Það er óþarfi að fjölyrða um þær afleiðingar sem
covid-19 hefur haft á heimsbyggðina með tölfræði um fjölda smitaðra, fjölda látinna, fjölda fólks án atvinnu og svo framvegis. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar hvert sem litið er. En það er líka auðvelt að gleðjast, jafnvel tárast og gráta af gleði, yfir því að hafa farið vel út úr faraldrinum þegar horft er á þetta allt saman í samhengi.
Íþróttahreyfingin hér á landi hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum með frestun og aflýsingu leikja og móta. Tekjutapið er mikið, íþróttafólkið sjálft, þjálfarar og starfsfólk íþróttafélaga hafa þurft að leita nýrra leiða í þjálfun og daglegum rekstri á meðan hin þrúgandi bið eftir að ástandið batni stendur yfir. Byrjunarlið frá hlið. Póstkort frá Akureyri.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson


Viðbrögð íþróttahreyfingarinnar hafa um margt verið aðdáunarverð, hvort sem litið er til þess hvernig tekið hefur verið á
rekstri félaganna, nýrra og frumlegra leiða við fjáröflun, hvernig tekið var á flókinni skipulagningu leikja og móta undir ströngum sóttvarnareglum eða hvernig þjálfarar og íþróttafólkið hafa leitað lausna til að halda sér í formi undir breytilegum og stundum ströngum sóttvarnareglum eftir stöðu faraldursins hverju sinni. Heimsfaraldurinn hefur breytt nánast öllum okkar áformum. Veirunni er nákvæmlega sama þótt okkur langi til að spila fót-
bolta eða stunda aðrar íþróttir. En vonandi hefur þessi faraldur líka kennt okkur sitt lítið af hverju. Við einfaldlega verðum að hafa lært eitthvað af honum.
Hvað lærum við?
Faraldurinn þarf að hafa kennt okkur hófsemi, að ganga ekki lengur að alls konar gæðum


sem vísum, hvort sem þau eru andleg eða veraldleg. Þegar þessum faraldri lýkur eigum við að kunna betur en áður að meta frelsi, öryggi, heilbrigði, Þór/KA og Hömrunum. En það er þó ekki hægt að tala um þetta ár án þess að tvinna heimsfaraldrinum saman við fótboltann á árinu.

Perry MacLachlan, Bojana Kristín Besic og Andri Hjörvar Albertsson. Þjálfarar voru sannarlega ekki öfundsverðir af hlutverki sínu á

góð mannleg samskipti og ekki síst þau tækifæri sem við fáum til að stunda íþróttir, starfa við íþróttir, horfa, styðja og njóta. Sum okkar voru heppnari en önnur í þessum faraldri, gleymum því ekki heldur.
Þetta átti víst að vera upprifjun á knattspyrnuárinu 2020 hjá
Konur í fyrsta skipti í Kjarnafæðismótinu
Upphafið lofaði góðu. Í fyrsta skipti í sögunni var sett upp kvennadeild í Kjarnafæðismótinu, en hingað til hafa flestir æfingaleikir fram að Lengjubikar verið innbyrðis 11 gegn 11 eða leikið gegn drengjaliðum félaganna á Akureyri. Þarna fengust þó eiginlegir keppnisleikir þó svo Þór/KA hafi verið eina úrvalsdeildarliðið í mótinu. Mótið var reyndar aldrei klárað þar sem upp komu frestanir, meðal annars vegna veðurs.
Á meðan Kjarnafæðismótið stóð yfir voru reglulega í fjöl-
miðlum fréttir af yfirvofandi faraldri sem hafði gert vart við sig, en líklega grunaði ekkert okkar þá hve mikil áhrif þessi faraldur ætti eftir að hafa hér á landi, á okkur öll, störf okkar og áhugamál. En það gerðist þó fyrr en mörg okkar bjuggust við.
Lengjubikarinn var kominn á dagskrá á eðlilegum tíma og
liðin byrjuð að undirbúa sig fyrir hann. Þór/KA samdi við erlendan leikmann í desember, Gaby Guillén, sem kom alla leið frá Kostaríka og var mætt á skerið 17. febrúar. Hún var sem betur fer ekki alveg óvön snjó og hálku þó svo hún komi frá Mið-Ameríku því hún stundaði háskólanám og spilaði fótbolta í Nebraska, norðarlega í miðríkjum Bandaríkjanna. Hún náði þó aðeins einum leik með liðinu í Lengjubikarnum því heimsfaraldurinn skall á okkur af fullum þunga og mótinu var aflýst. Gaby þurfti því, eins og aðrir leikmenn, að bíða fram í júní eftir að fá að spila fótbolta fyrir alvöru. Lok tímabilsins hjá Gaby mörkuðust einnig af far-



Ferðafélagar Þórs/KA





Þökkum stuðninginn


Undirritun. Andri Hjörvar Albertsson þjálfari, Hulda Karen Ingvarsdóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Heiða Ragney Viðarsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir.

rann út 30. september, en eins og við vitum hafði leikjum þá verið frestað nokkrum sinnum og nokkuð teygst úr mótinu. Gaby ákvað að halda heim á leið til Kostaríka þegar samningurinn rann út og samdi við Alajuelense. Þegar upp var staðið spilaði liðið reyndar aðeins einn leik eftir að hún fór því mótinu var frestað og því
síðan aflýst.
Sjálfboðaliði frá Kostaríka
Þegar við fengum Gaby frá Kostaríka fengum við ekki aðeins leikmann því á vordögum kom boð frá grafískum hönnuði, Carlos Lazo, landa hennar og vini, um að vinna með okkur við hönnun og útlit
efnis fyrir samfélagsmiðla. Þetta gerði hann í sjálfboðavinnu. Gera má ráð fyrir að þau ykkar sem fylgið Þór/KA og Hömrunum á Facebook, Twitter og Instagram hafið orðið vör við handbragð hans, bæði í kynningum leikmanna og efni sem birst hefur fyrir og eftir leiki. Meðal þessa efnis eru svokölluð „markafögn“ þar sem leikmenn fóru á kostum á „leiklistarsviðinu“ og Carlos hannaði síðan umgjörð og gerði gif-myndir úr þessum tilburðum. Gif-myndirnar voru svo birtar reglulega þegar liðin okkar skoruðu mörk. Auðvitað skoruðu ekki allir leikmenn mörk og því brugðum við á það ráð að birta allt sem til var í
þessum sarpi að móti loknu. En myndirnar og myndböndin tóku sig ekki sjálf. Þar nutum við dyggrar þjónustu og þolinmæði Skapta Hallgrímssonar. Þessir tveir fá hér með bestu þakkir fyrir frábæra vinnu og samstarf um að lyfta liðunum og kynningarefni þeirra upp á nýtt plan. Vonandi hefur það tekist.
Löng og erfið bið
Biðin eftir því að hefja æfingar og síðan keppni var löng á meðan fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. Með samtakamætti og mikilli þátttöku almennings komst ástandið hér á landi í gott horf aftur, æfingar breyttust smátt og smátt úr þrek- og þolæfingum heima og


Samstarfsfyrirtæki
Þökkum stuðninginn


Rakel Sjöfn Stefánsdóttir og Lauren-Amie Allen að undirrita samninga við Þór/KA.


útihlaupum í sameiginlegar spark og styrktaræfingar með takmörkunum, síðan í alvöru fótboltaæfingar og svo hófu liðin loks keppni í fyrri hluta júnímánaðar.
Bæði liðin okkar hafa gengið í gegnum miklar breytingar undanfarið, erlendir og innlendir leikmenn hafa haldið á önnur mið, nýir leikmenn komið í staðinn, ungar og efnilegar stelpur hafa fengið fleiri tækifæri og þótt úrslitin hafi ekki alltaf fallið með okkur eða
heppnin verið með í för hafa stelpurnar okkar sýnt á svo mörgum sviðum hvers þær eru megnugar. Efniviðurinn er frábær, hæfileikarnir eru til staðar, tækifærin eru til staðar.
Yngra lið en áður
Með brotthvarfi reyndra leikmanna undanfarin tvö ár hafa
fleiri ungar stelpur komið inn í liðin og náð að festa sig í sessi. Meðalaldur leikmanna í hverjum leik hefur sennilega
sjaldan eða aldrei verið lægri í sögu þessara liða. Til gamans og fróðleiks tókum við skjáskot af Árið 2020 hefur verið hálfgerður línudans.
Hér er það María Catharina Ólafsdóttir Gros sem dansar á hliðarlínunni. Aðstoðardómari leiksins, Sveinn Þórður Þórðarson, fylgist einbeittur með. Mynd: Páll Jóhannesson.
urslit.net eftir hvern einasta leik hjá liðunum okkar og er þau að finna á öðrum stað í þessu riti – bls. 30 og 34. Hér er ekki ætlunin að nota ungan
aldur eða reynsluleysi sem afsökun enda þessi tölfræði meira til gamans og fróðleiks. Eins og Andri Hjörvar Albertsson þjálfari bendir á í sínum pistli búum við svo vel að hafa margar öflugar stelpur, unga leikmenn, sem bera þjálfun og uppeldisstarfi félaganna gott vitni.
Hamrarnir spiluðu 15 leiki í deild og bikar og voru aðeins einu sinni eldra liðið í þeim leikjum. Þór/KA spilaði 18 leiki í
deild og bikar og voru yngra liðið í 13 leikjum en eldra liðið í fimm leikjum.
Nokkrar af þessum ungu og efnilegu stelpum skrifuðu undir sína fyrstu samninga við Þór/KA á árinu. Arna Sól Sævarsdóttir, Magðalena Ólafsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir og Snædís
Með stuðningi frá A&K Pure Skin völdum við besta leikmann úr hvoru liði eftir hvern heimaleik liðsins og færðum þeim gjafir. Þökkum stuðninginn!


Ósk Aðalsteinsdóttir undirrituðu sína fyrstu samninga. Tvær þær fyrstnefndu fóru síðan til Fram í sumar og eru nú komnar til HK. Rakel Sjöfn var lánuð til Tindastóls síðsumars og er innan skamms á leið til Bandaríkjanna í nám og til að
spila fótbolta. Snædís Ósk er Mynd: Skapti Hallgrímsson áfram í okkar röðum og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Þór/KA í sumar. hjá Tindastóli 2019. Hin bandaríska Madeline Rose Gotta kom til okkar í júní og hin enska Georgia Stevens í byrjun september.


Hér verður ekki farið nákvæmlega yfir gengi liðanna okkar
viku frá viku, en eins og hjá öðrum liðum þurftu þjálfarar og leikmenn að sýna mikinn
Berglind Baldursdóttir samdi við Þór/KA í vor. Mynd: Páll Jóhannesson.
Auk þeirra fengum við Berglindi Baldursdóttur aftur norður eftir nokkurra ára veru fyrir sunnan þar sem hún spilaði með Breiðabliki, Augnabliki og Haukum. Markvörðurinn Lauren-Amie Allen samdi við Þór/KA snemma árs, en hún var sveigjanleika, útsjónarsemi og dugnað við að halda dampi þegar faraldurinn tók kipp og breytingar urðu á leikjadagskrá, allt stoppað um tíma á miðju sumri og kröfur um umgjörð leikja og sóttvarnir urðu strangari eftir hléið. Þetta ástand
Frá Kostaríka til Akureyrar. Gaby Guillén í leik með Þór/KA. Mynd: Þórir Tryggvason.


hefur reynt verulega á hjá
mörgum og komið misjafnlega illa við einstaklinga og félög, eins og við vitum öll. Það er svo auðvitað ekki hægt að segja að niðurstaða sé sanngjörn þegar móti er hætt áður en því er lokið, en veiran hefur engan áhuga á sanngirni. Staðan var eins og hún var, faraldurinn kominn á fulla ferð og stefndi í
grafalvarlegt ástand eins og kom á daginn. Það stoðar ekkert núna að gráta það sem liðið er. Nú þarf að horfa fram á við, safna kröftum, safna liði, standa saman og takast á við næsta verkefni af því hungri og þeirri ástríðu sem þarf til að ná árangri.
Um framgang mótanna og gengi liðanna má lesa í pistlum frá þjálfurunum. Pistill Andra er á bls. 18 og pistill Bojönu á bls. 38. Pistlarnir voru upphaflega ritaðir fyrir Vertíðarlok knattspyrnudeildar Þórs.
Getum vel við unað
Þegar upp er staðið og miðað við allt sem á hefur dunið geta liðin okkar að ýmsu leyti vel við unað. Eins og Andri þjálfari Þetta segir mikið um hve jöfn
bendir á í sínum pistli endaði keppnin var milli átta af tíu
Þór/KA með jafnmörg stig og liðum deildarinnar.
tvö önnur lið, en raðast neðst af raðast í 7. sætið en er þó aðeins
fjórum stigum á eftir liði Selfoss í 3. sætinu. Hins vegar eru aðeins tvö stig niður í fallsæti. þeim vegna markatölu. Þór/KA
Eftirsóknarvert á Akureyri
Leikmenn Þórs/KA eru eftirsóknarverðir fyrir önnur lið og því verða Akureyringar í sameiningu að gera allt sem í okkar

Hin 19 ára gamla Georgia Stevens í lokaleiknum okkar þetta árið, gegn Selfyssingum í Boganum. Mynd: Páll Jóhannesson. valdi stendur til að gera það eftirsóknarvert fyrir stelpurnar að búa, starfa og spila fótbolta á Akureyri, með Þór/KA. En stundum bíða ævintýrin handan við hornið. Undir lok ársins


flaug Arna Sif Ásgrímsdóttir á vit ævintýranna með lánssamning við skosku meistarana í Glasgow City FC fram á vorið. Skotarnir eiga örugglega eftir að heillast af Örnu Sif, það er nokkuð víst.
Þetta rit er með svipuðum hætti og kom út í desember 2019,
tímabilið gert upp í máli, myndum og tölum. Mynd segir meira en þúsund orð og fá þeir ljósmyndarar sem eiga hlut að máli innilegar þakkir fyrir þeirra framlag, liðlegheit og góða þjónustu við Þór/KA og Hamrana á árinu sem er að líða – eins og mörg árin þar á undan.