3. Um Gill frænda, Lilla Johnson og Sam Af frændum mínum þremur var Gilbert örugglega sá tilfinninga næmasti. Hann var draumóramaður og færði drauma sína í búning tónlistar og ljóða. Þegar ég til dæmis hafði einu sinni spurt hann um tilurð mína, hafði hann fest augu sín á himninum og svarað sterkum rómi: Enn ófæddur, enn aðeins bruni í lendum, enn aðeins faðmlag, skjálfti, baugur, glóð! Enn aðeins mjöður losta. - svar sem vitanlega hljómaði vel, en sem hafði nákvæmlega enga þýðingu fyrir mig. Raunar gekk Gill frænda betur í síðrómantískum stíl og það var ekki nema sjaldan sem ljóð hans voru svo nýstárleg að formi til og það sem birt er hér að ofan. Gill frændi fæddist í San Fransisco, sonur vinnufælins slátrara sem HÚS FEÐRA MINNA |19