4 minute read

4 Fundur Péturs og Jóbalds á Allensléttunni

að vísindi vinar þíns hafi verið af öðrum toga en mín.“

Lilli Johnson kreppti hnefann og hélt honum við andlit Sams. “Þeir voru um það bil svona stórir,“ útskýrði hann, „og verulega vel saumaðir saman við bæði augu og varir. Það er enginn vafi á að þetta voru sömu vísindi og þín, Sam. Ég þekki þennan náunga mjög vel, verð ég að segja, því við stóðum í ýmsum viðskiptum saman. Og,“ bætti hann við, eins og til endanlegrar sönnunar, „hann var með nákvæmlega sams konar gleraugu og þú.“ „Ekki skyldi maður neita því að vinur þinn hafi viss mannfræðileg áhugamál,“ sagði Sam vingjarnlega, „en maður verður þó að reikna með því að hans höfuðáhugamál hafi verið viðskipti.“ „Þar hittirði naglann á höfuðið, Sam. Hann smyglaði hausunum í gegnum Kúbu og seldi þá ríkum túristum í Flórída.“

Einingu var náð og nú seig þægilegt andrúmsloft yfir mennina við borðið. Gill sauð selkjöt og Lilli Johnson bar fram Sam-Sú. Sam var neyddur til að borða svo mikið að tunga hans, eins og hann orðaði það sjálfur, stóð næstum upp á endann. Þegar menn sátu við kvölddrykkinn eftir máltíðina, spurði Gill: “Segðu mér, Sam, ætlarðu raunverulega að fara alla leið upp til norðurenda eyjarinnar í ár?“

Sam lagði glasið varlega á borðið og hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Maður vill vita eitthvað um sadlermiutana, sem eftir því sem sagt er voru hreint stórkostlegt fólk. Þeir voru yfirmáta sóðalegir, líklega mestu svínin á heimskautasvæðunum. Húsin þeirra voru svört af sóti, vegna þess að konurnar þeirra hugsuðu ekkert um lampana og veggir þeirra og rúmstæði voru klístrug og angandi af spiki. Furðulegt fólk með furðulega siði. Mér hefur verið sagt að þeir hafi borið spikið frá veiðistöðvunum þannig, að þeir skáru stórt gat í miðjuna og smeygðu spikstykkjunum yfir höfuðið eins og kraga. Jafnvel þótt fólkið sé nú horfið, hljóta að finnast einhverjir Baffínlendingar sem muna ennþá eftir þeim.“

28|HÚS FEÐRA MINNA

Pétur horfði aðdáunaraugum á þennan litla, þéttvaxna náunga. „Þú veist sjálfsagt heil ósköp, Sam og hefur ferðast mikið. Ég myndi aldrei láta mig dreyma um að fara svo langt norðureftir að hausti til. Er það ekki töluverð áhætta að ferðast einn um þessar breiddargráður með þann útbúnað sem þú hefur?“ „Hjá mér er spurningin um farangur ekki eins mikilvæg og um ferðafélaga,“ svaraði Sam. „Ég hef, eins og þið hafið tekið eftir, lítinn útbúnað og er á allan hátt lítilmótlegur ferðamaður. En maður talar fjórar eskimóamállískur og hefur friðsamlegt hugarfar.“ „Ferðist maður með eskimóum gegnir allt öðru máli,“ sagði Pétur og kinkaði kolli. „Betri ferðafélagar finnast ekki. Málið er bara að finna þá, Sam. Mér er næst að halda að þú hefðir átt að hefja ferðina fyrr. Það eru margar dagleiðir til næstu útstöðvar og Herrann einn veit hvar hirðingjarnir halda sig á þessum tíma árs. Nú er haust, Sam, eins og þú fékkst að reyna þegar þú faukst niður af Rasskinnum Geltings.“ Pétur teiknaði með vísifingri á borðplötuna. Lilli Johnson sá að hann var í klemmu, að hann átti erfitt með að finna réttu orðin. Loks komu þau. „Það er ekki lengur sérstaklega mikið pláss hér í húsinu og ég get vel skilið að þú skulir vilja komast sem fyrst til að sinna verkefnum þínum. Sjálfsagt erum við ekki mjög vísindalegir í okkur, þótt við vitum ýmislegt um sitt af hverju. En hafir þú löngun til að hvílast um stundarsakir og skoða steingervingana hér í kring í ró og næði, hýsum við þig með ánægju. Síðan getum við flutt þig á fyrstu ísalögum til Ukusik, sem er næsta mannabyggð.“

Sam hristi höfuðið. „Þetta er mjög vingjarnlegt af ykkur, en maður myndi aðeins verða til aukinnar fyrirhafnar. Þið mynduð fljótlega verða þreyttir á að hafa miðaldra ónothæft flón í húsinu. Ég get hvorki veitt né verkað skinn.“ „Þú myndir gera okkur greiða með því að dveljast hjá okkur,“ sagði Pétur nánast biðjandi. Hann var að hugsa um hve skemmtilegur

HÚS FEÐRA MINNA |29

ávinningur Sam myndi verða og hve skelfilegt það yrði ef einhver nágrannannan tryggði sér hann til langframa. Hann horfði spenntur á gestinn.

Breitt bros breiddist yfir hrukkótt andlit Samúels. „Það gerist stundum að maður fyllist gleðilegri tilfinningu og situr því bara og skortir orð,“ sagði hann. „Þakka ykkur fyrir. Maður verður þá kyrr.“

Sam komst aldrei á norðurenda Baffíneyjar. Til þess þó að hafa reglu á hlutunum og til að gróa ekki fastur við Ungfrú Mollý, ræddi hann um það á hverju ári að hafa sig af stað. Þó gætti hann þess vandlega að koma fram með þessar fararóskir sínar á þeim árstíma er komandi vetur hafði þegar komið í veg fyrir sérhverja tilraun til ferðalaga. Samúel eignaðist góða vini, stað þar sem hann gat iðkað fræði sín í ró og næði og loks - þegar ég kom í heiminn - fjölskyldu.

Hér á eftir ætla ég að segja frá Jóbald og fundum hans og Péturs á Allansléttunni sumarið 1933.

30|HÚS FEÐRA MINNA

This article is from: