
4 minute read
2 Pétur og húsið hans
II Pétur og húsið hans
Á lyngiklæddum skika, hundrað metra frá ánni og við rætur fjallsins sem kallað var Ungfrú Mollý af því enginn hafði áhuga á að komast upp á það, stóð húsið.
Pétur á leiðinni gegnum Gæsaskarð
Ljósmynd: Óþekktur
HÚS FEÐRA MINNA |13
Þetta var gott hús. Hús með fagra rödd og angaði af einlægni. Það var hlýtt og þurrt, friðarins hús; musteri ástar og vináttu, hús sameinaðra þjóða, eða öllu heldur sameiningarhús þjóðanna; hús Bakkusar, dómshús, stjórnarsetur, hús visku og alls kyns lista, veiðihús, hús Herrans, hús Péturs og hús félaganna; en upphaflega var það þó hús Patreks sáluga McHuges.
Patrekur McHuges var þunglyndur maður frá Downty City, bænum sem á árum áður hafði verið framvörður siðmenningarinnar í norðri. Af ástæðum sem nú eru löngu komnar í glatkistuna neyddist McHuges til að yfirstíga þau mörk sem armur laganna náði til. Þegar hann, í leit sinni að veiðisvæðum, náði til dalsins við Fynesfjörðinn, gekk gegnum Gæsaskarðið og stóð loks við rætur Ungfrú Mollýar, opinberaði náttúran sig fyrir honum í skrauti sem hann skildi ekki, en sem hann fann fyrir í djúpi sálarinnar; djúpi sem hann hafði ekki tekið eftir áður. Hann kreisti aftur augun til að fá fegurðaráhrifin í smáskömmtum. Sólglitrandi vatnið með fjólubláum ísjökunum, lyngiþakin slétta mót austri, bylgjandi valmúabreiðan sem huldi landið umhverfis smávötnin fimm og áin sem hlykkjaðist í sumarleti gegnum sólbrúnt lyngið. Patrekur McHuges fann hvernig þessi
Dauðmannsflói

14|HÚS FEÐRA MINNA
Ljósm: Óþekkt
yfirþyrmandi fegurð opnaði þunglyndan huga hans og vakti með honum tilfinningu sem var eins skýr og vinsamleg og ef hann hefði drukkið hálfa flösku af viskíi. Það hlaut að vera vilji skaparans að hér yrði numið land.
McHuges sneri aftur til Downty, þar sem hann umbreytti í kyrrþey sínum fáu eigum í birgðir, verkfæri og fagurlega útbúið bruggtæki. Hann kvaddi góða vini og hélt fullur eftirvæntingar áleiðis til Ungfrú Mollýar og Fynesfjarðarins. Auk dráttarkerru með margvíslegum varningi hafði hann meðferðis fjóra áhugaverða hunda (af ólíkum kynstofni, því þeir voru fjarlægðir af götum Downty í flýti), Remington bakhlæðu með hana, ásamt konu nokkurri.
Hann átti hamingjurík ár á heimskautasvæðunum. Hann elskaði hundana sína, húsið sem hann byggði sjálfur og drykkinn sem dag og nótt draup reglubundið eins og tif í klukku niður í geymi bruggtækisins. Konan hans var sterk, brún og ástríðufull.
Patrekur McHuges dó árið 1897. Lifur hans var ekki sterk. Konan, sem erfði stórkostlegar birgðir hans af heimabrugguðu viskíi, fylgdi honum nokkrum mánuðum síðar. Það var ekkert að lifrinni í henni; hún kunni sér einfaldlega ekki hóf.
Veiðimennirnir sem bjuggu í nágrenninu gófu hina dauðu, skiptu með sér flöskubirgðum heimilisins, förguðu einstæðum hundum McHuges og negldu vandlega fyrir glugga og dyr. Þannig stóð húsið í myndrænni hrörnun þar til það var á ný tekið til íbúðar 1915.
Ferðalag Péturs
Pétur kom frá Dauðsmannsflóa yfir Willsonhæðirnar og niður gegnum hið þrönga Gæsaskarð. Þegar hann stóð á litla lyngiklædda skikanum milli árinnar og hússins, fór nákvæmlega eins fyrir honum og fyrir McHuges á sínum tíma. Blóðið jók ferðina í æðunum
og hann fékk tilfinningu í hálsinn sem gerði það að verkum að hann langaði bæði til að hlæja og gráta. Innra með Pétri fæddist ómótstæðileg þörf til að segja eitthvað vel viðeigandi og eftir að hann hafði hugsað sig lengi um, lýsti hann tilfinningum sínum með: „Mikið djöfull er þetta flott!“
Pétur nam sér land. Þar sem húsið hafði eftir öllum sólarmerkjum að dæma staðið ónotað í mörg ár, bjó hann þar um sig áhyggjulaus. Veiðimennirnir á svæðunum í kring, en sumir þeirra höfðu tekið þátt í að loka stöð McHuges, viðurkenndu Pétur fljótlega. Þeir komust að því, að ýmislegt var líkt með fyrrverandi og núverandi eiganda, til dæmis ást á hundum, veiðum, heimabruggi og konum. Auk þess var Pétur ævinlega reiðubúinn að verja rétt sinn til staðarins með einstaklega sannfærandi rökum.
Þegar hlerarnir höfðu verið teknir frá og reykháfurinn sendi frá sér reyk til himins á nýjan leik, fóru eskimóar og blóðblandaðir veiðimenn að streyma til hússins. Pétur tók hjartanlega á móti þeim og veitti þeim ríkulega. Þessir mörgu vinir færðu húsinu konur sem hlóðu Pétur með rausnarskap kynþáttar síns. Konurnar áttu sér samastað í húsinu samkvæmt flóknum reglum um þarfir og kringumstæður.
Fyrsti áratugurinn var einnig tími ferðalaga hjá Pétri. Með húsið sem miðpunkt flæktist hann víða um auðnina, stundum með netsilikkum, stundum með baffínum en ekki síst með Odoniarssuaq, sem síðar verður sagt frá.
Það var ekki fyrr en á þriðja áratugnum að áhugi Péturs á löngum sleðaferðum og töfrandi kvennamálum dvínaði. Það kallaði fram táraflóð hjá glaðværum stúlkunum og var slíkt áfall fyrir Odoniarssuaq að hann fluttist inn á hreindýraslóðirnar og tók á nýjan leik upp flökkulífið með ættflokki sínum.
Pétur hafði þegar þetta var eignast vini sem sest höfðu að í
húsinu. Trygga vini sem hann gat deilt með margvíslegri gleði hversdagslífsins. Pétur var elstur og fyrir því báru menn enn meiri virðingu.
Vinir Péturs voru þeir Gilbert, Jóbald, Samúel og Lilli Johnson. Aðrir eins vinir fundust ekki í þessum hluta heimsins. Auk þess bættist ég við þennan litla sambýlishóp um miðjan þriðja áratuginn og stuttu síðar eskimóakonan Aviaja.
Hér á eftir mun ég gera grein fyrir frændum mínum, Gill, Lilla Johnson og Samúel.
w
Sam við veiði Ljósm:Óþekkt