

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Um áramótin 2006/2007 bættist síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn. Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Grafía, FIT, VM, Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða.
Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.
IÐAN hefur hlotið EQM (European Quality Mark) gæðavottunina sem er staðfesting á því að námskeið IÐUNNAR standast evrópskar kröfur um gæði fræðsluaðila.
Með stofnun IÐUNNAR er komið tækifæri til að þjóna þessum iðngreinum með miklu markvissari hætti en verið hefur.

Vatnagörðum 20 104 Reykjavík
Sími 590 6400
Netfang idan@idan.is
Veffang www.idan.is


Tímarit þetta fjallar um ýmsa hluti sem haft hafa áhrif á íslenska menningu í gegnum aldirnar. Útlit hverrar greinar
reynir að endurspegla í myndrænu máli þær tilfinningar sem hvert viðfangsefnið á til að gefa frá sér.

Umbrot og hönnun
Kristinn Rafn Guðmundsson
Hönnun forsíðu
Kristinn Rafn Guðmundsson
Samsett mynd í Photoshop, trélita teikning og handteiknað logo; áferð unnin í Photoshop.
Útgefandi
Upplýsingatækniskólinn
Embla | 3


- Galdrafár
Í lögbókum Íslendinga var ekki talað um galdra fyrr en í Jónsbók, frá 1281. Járnsíða talar um athæfi óbótamanna vera fordæðuskap en í Jónsbók skuli slíkir láta lífið verði þeir fundnir sekir um slíkt eða morð, spáfarir eða að fremja heiðni. Á seinni hluta 14. aldar var kirkjan voldugasta stofnun samfélagsins og var hagur hennar og einstaklingsins sameiginlegur. Árið 1489 er Nornahamarinn gefinn út í Þýskalandi og má finna í honum leiðbeiningar um hvernig má haga málum gegn þeim sem sakaðir voru um galdra.
Samkvæmt Nornahamrinum skiptast galdraathafnir í þrjá flokka. Í fyrsta flokknum er fjallað um athafnir sem fela í sér að vekja upp hina dauðu eða önnur ill öfl í þeim tilgangi að hafa gagn af hinum dauðu, spádóma og fleira. Í öðrum flokki er fjallað um að nýta krafta náttúrunnar, til dæmis stjörnuspeki og gang himintungla. Í þriðja flokki er fjallað um athafnir sem meðal annars felast í því að spá
| Embla

í blóð dýra, trjágreinar og aðra náttúrulega hluti. Má þar með segja að rit þetta hafi verið áhrifavaldur að nornaveiðum kirkjunnar í Evrópu á árunum eftir það.
17. öld er öld galdradóma á Íslandi en faraldurinn á upphaf sitt á 14. öld en nær alveg fram að þeirri 18. og voru um 25 Íslendingar brenndir á báli á þeim árum. Galdraofsóknirnar teygðu anga sína hingað til lands undir lok 16. aldar en fyrsta opinbera galdrabrennan árið 1625. Var þá maður brenndur á báli fyrir að vekja upp draug og senda hann til þess að hrella sveitunga sína í Svarfaðardal; fyrir það eru ekki dæmin mörg. Síðasta brennan átti sér stað í Borgarfirði árið 1685.
Um það bil 170 manns voru ákærðir fyrir einhvers konar kukl. Rúmlega hundrað mál voru tekin fyrir á alþingi, sum einu sinni en önnur oftar. Um þriðjungur galdramála snerist um notkun forboðinna kúnsta til að valda veikindum á meðan annar þriðjungur snerist um meðferð stafa og galdrabóka. Önnur mál fjalla um eyðileggingu á búfé, sendingar, lækningar,
veðurgaldra og annað kukl til að auðvelda sér lífsbaráttuna. Loks má nefna að guðlast er oft nefnt sem hluti af ákærum.
Ekki voru þó allir brenndir á báli. Fjórðungur þeirra sem ákærðir voru á Íslandi voru hýddir og um það bil jafn stór hluti var sýknaður. Fáeinir hlutu útlegðardóma og um það bil tugur manna strauk áður en réttvísin náði að hegna þeim.
Ekki er hægt að segja að samræmi hafi verið í dómum því fyrir svipaðar sakir og líkur voru sumir dæmdir sýknir saka á meðan aðrir voru hýddir, sumir lítillega en aðrir hlutu þrjár hýðingar, allar „sem næst gangi lífi“. Sumir voru hýddir þótt ekkert sannaðist á þá og virðist þar ráða mestu hvort menn höfðu á sér gott orð. Í öðrum tilvikum þótti dómurum öruggara að hýða menn þótt ekkert sannaðist.
Heimildir – Vísindavefur.is, Galdrasýning.is, Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Myndir – Unsplash.com, Wikipedia.org.



- Davíð Stefánsson
Davíð rauðar rósir að ritlaunum fær. Fjallkonan lætur lesa honum þær. (Án höfundar)
Skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi við Eyjafjörð fæddist 21. janúar 1895. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson bóndi, og síðar alþingismaður, og Ragnheiður Davíðsdóttir. Davíð lýkur gagnfræðiprófi á Akureyri árið 1911 en frestaði því að fara í menntaskóla eftir að hafa veikst af fleiðrubólgu. Hann lá á berklahælinu á Vífilsstöðum um tíma. Tók hann ungur ákvörðun að gerast skáld og lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1919 þrátt fyrir að nám hafi verið lagt niður veturinn 1917-1918 í sparnaðarskyni vegna heimsstyrjaldarinnar og veikst af spænsku veikinni. Frá því fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út haustið 1919 var hann eitt af ástsælustum skáldum þjóðarinnar. Var hann þá heimsspekinemi við Háskóla Íslands og starfaði með fram því sem ritari á Alþingi.
8 | Embla

Næstu árin var Davíð mikið á ferðalögum og ferðaðist til Kaupmannahafnar, Ítalíu og
Noregs. Gaf hann síðar út tvær ljóðabækur, Kvæðum og Kveðjum, sem ljóðin voru mörg innblásin af ferðalögum hans. Árið 1925 tók Davíð við föstu starfi sem bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar starfaði hann til ársins 1951. Árið 1955 var Davíð útnefndur heiðursborgari Akureyrar. Hann lést þann 1. mars á rið 1964 og var jarðsettur á Möðruvöllum í Hörgárdal; þar hvíla foreldrar hans og ættmenni líka.
Líklega er óhætt að segja að hið hefðbundna íslenska ljóðform hafi náð fullkomnun í ljóðum síðustu skáldanna sem ortu eingöngu í háttbundnu formi. Það má halda því fram með góðum rökum að sú fagurfræði nýrómantíkurinnar sem ríkti meðal ungra skálda í upphafi 20. aldar hafi náð ákveðnum hápunkti með Svörtum fjöðrum. Ljóð hans urðu að almenningseign.
Heimildir – Vísindavefur.is, Wikipedia.org, Lesbók Morgunblaðsins. Myndir – Unsplash.com, Wikipedia.org, Texture.ninja.
Þeir koma úr fjarska, finna sín gömlu vé, er fönnin þiðnar og laufgast blóm og tré.
Og grasið er mjúkt, eins og gljáandi silkiflos,
Og gamla landið verður einn sólskinsbros.
Þeir elska svo heitt, að himinninn verður blár, að hrynja af blómunum lítil daggartár.
Og birtunni fagna bæði menn og dýr
Og blessa þessi fljúgandi ævintýr.
Og alltaf eru þeir syngjandi sama lag, en samt geta allir hlustað nótt og dag, því óður þeirra er engilhreinn og skær, svo öllum verður söngurinn hjartakær.
Og búið er reist og byggt í kyrrð og ró, í blásnum holtum og grænni mosató.
Þar vefja þeir saman visin lauf og strá, svo verpa þeir litlum eggjum og sitja á.
Og óskabörnum með augu skær og dökk er öllum fagnað með söng og hjartans þökk, og móðirin sækir maðk í gras og sef og matar þessi litlu, gapandi nef.

Og vorið og sólin vekja unga þrjá, og vængina eiða loftin heið og blá.
En hljóta þeir ekki fáir frið á jörð, Sem flytja himininum söng og þakkargjörð?
II
Er fennir í hlíðar, fölna strá og blóm, og fuglinn verður að þola sinn skapadóm. En sumum veitir söngurinn þrek og dug, og svo er að þreyta langt og mikið flug.
Þeir stefna út yfir höfin blá og breið.
Í bylgjunum farast sumir á miðri leið, en sárast er þeim, sem dreymir dagsins lönd, að deyja í hafi, er blánar fyrir strönd.
Þó hinna bíði fjöll og firnindi nóg, þá finna þeir hvergi íslenzka mosató.
Ef myrkrið felur mörkina, kalt og hljótt, er mest kvölin að þrá hina björtu nótt.
Ó, hver sem gæti fundið sín fenntu spor í fjallahlíðunum heima, næsta vor.
Embla | 9
Jón Þorleifsson fæðist á Sólheimum í Húnavatnssýslu, Norðurlandi vestra, þann 1. maí 1899. Hann flytur til Þýskalands árið 1916 til að nema við Tónlistar- og leikhúsháskólann í Leipzig. Hann útskrifast sem píanóleikari árið 1921 en ákvað að einbeita sér heldur að tónsmíðum og hljómsveitarstjórn. Hann tekur að sér að stýra fjölda sinfónía í Þýskalandi, Tékkóslóvakíu, Noregi og Danmörku og nær að skapa sér nafn með því. Á þeim tíma skrifar hann einnig mikið um tónlist og túlkun á henni. Hann hóf að semja píanóundirleik við íslensk þjóðlög líka.
Frá og með fjórða áratugnum einbeitti hann sér að því að semja hljómsveitarverk, en sum þeirra voru ekki flutt fyrr en eftir dauða hans. Mörg af verkum tóku innblástur frá íslenskri náttúru. Í verkinu Hekla lýsti hann eldgos-
10 | Embla

inu í Heklu 1947, sem hann varð sjálfur vitni að. Sama hugmynd var með verki Dettifoss. Í Sögusinfóníunni lýsti hann á tónrænan hátt fimm persónum úr Íslendingasögunum. Árið 1935 var Jón Leifs útnefndur tónlistarstjóri hjá íslenska Ríkisútvarpinu. Honum þótti hins vegar erfitt að koma hugmyndum sínum í framkvæmd hjá útvarpsþjónustunni og sagði því af sér árið 1937 og sneri aftur til Þýskalands.
Jón var einn fárra Íslendinga síns tíma sem var einveldissinnaður og talaði fyrir því í tímaritsgrein í Iðunni árið 1937. Honum fannst að hyggilegast væri að Ísland yrði sjálfstætt konungsríki með eigin konung þegar til sambandsslita kæmi við dönsku krúnuna. Talið er að Jón hafi verið einn þriggja Íslendinga sem gerðu, árið 1938, þýska prinsinum tilboð um að verða konungur Íslands eftir að fullu sjálfstæði landsins undan Danakonungi væri
Verk Ár Útfærsla
Vökudraumur 1913
Edda, II hluti, „Líf guðanna“ 1951–1966

Einspil á píanó
Óratoría fyrir einsöng, kór og orkestru
Hekla 1961 Fyrir orkestru og slagverk
náð. Jón hafði ekkert umboð til að gera slíkt tilboð og hugmynd hans hafði því enga stjórnarfarslega merkingu, en prinsinn tók tillögunni þó alvarlega og bar hana meðal annars undir Joseph Goebbels, yfirmann sinn hjá þýska áróðursráðuneytinu.
Árið 1945 flutti Jón Leifs aftur til Íslands. Þar varð hann ötull stuðningsmaður tónmenntunar og listamannaréttinda. Hann talaði meðal annars fyrir staðfestingu Íslands á Bernarsáttmálanum til verndar bókmenntum og listaverkum árið 1947 og tók þátt í stofnun Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) árið 1948. Jón lést úr lungnakrabbameini í Reykjavík árið 1968.
Líf Jóns var leitin að sannleikanum. Hann nefndi að lygin er einskis virði í listinni eins og í ástinni. Jón leit á líf mannsins hér á jörðu sem baráttu þar sem helsti óvinurinn væri
lygin og í huga hans var takmark allrar sannrar listar það að gefa mönnum þrek til að þola raunir lífsins.
Heimildir – Wikipedia.org. Myndir – Unsplash.com, Wikipedia.org.
Embla | 11
Texti og grafík: Kristinn Rafn Guðmundsson- Axlar-Björn
Axlar-Björn er þekktasti raðmorðingi Íslandssögunnar, kenndur við bæinn Öxl í grennd við Búðir á Snæfellsnesi. Um hann skráði séra Sveinn Níelsson langa frásögn „eptir gömlum manni og greindum, innlendum“, og er hún uppistaðan í þætti sem Jón Árnason tók saman um Axlar-Björn í Íslenskum þjóðsögum. Djöfullegt eðli morðingjans Axlar-Bjarnar kom strax fram í móðurkviði en þegar hann eltist drap hann ferðamenn sem áttu leið um hlaðið hjá honum og rændi þá fötum, peningum og hestum. Í þættinum er vel sagt frá mörgu og sum atriðin minna á þekktar hryllingsmyndir 20. aldar eins og þegar tveir vinnumenn ríks bónda koma til Axlarmorðingjans:
12 | Embla

En þegar þeir komu að Öxl og Björn sá, að þeir voru vel útbúnir, og höfðu væna hesta, bauð hann þeim með sér út í fjós. Þar var myrkt, en þó sér annar þeirra glampa á eitthvað í hendinni á Birni...
Björn myrðir 18 manns áður en upp um hann kemst þegar annað tveggja systkina sleppur lifandi frá honum og segir til hans. Fyrsta fórnarlamb sitt dysjaði hann í flórnum á Knerri en öllum hinum var sökkt í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl.
Björn var handtekinn 1596 og dæmdur og tekinn af lífi á Laugarbrekkuþingi þá um vorið. Samkvæmt Skarðsárannál og þjóðsögnunum var hann marinn á útlimum með sleggjum fyrir aftökuna og þegar búið var að hálshöggva
„Hann rís við dogg og rýnir lengi framað rekkju gestsins dimma óttustund: Nei ekki, nú skal þyrma loks og þóég þungura huga vakiskal öx mín hvergi ötuð blóði í nótt. Hann leggst á ný til svefns. í súð og vegg og svörtum skuggafyllum allt í kringbýr nálægð gestsins, rænir allri eirðöflug og sterk unz líkt og krumla fastum kverkar taki þá rís hann upp og gengur þvert um gólfog gest til bana heggur, fálmar hrattum flet og mann og finnur vænan sjóð, felur öxi á ný að hurðarbaki, leggst í rekkju, fellur fast í svefnvið flæsuvind á lágu gisnu þaki.“
- Hannes Pétursson
„...limi mína saxast senn. Síst ég móti spyrni. Gleymið ekki góðir menn Gamla Axlar-Birni.“
- Davíð Stefánsson
hann var líkið höggvið sundur og stykkin fest upp á stengur. Slíkt var þó í ósamræmi við íslensk lög á þeim tíma og í Alþingisdómnum sama ár er sagt að hann hafi verið réttaður eftir lögmáli, svo óvíst er að nokkrar pyntingar hafi verið viðhafðar.
Ónáttúra Björns gekk í erfðir því að sonur hans Sveinn skotti var hengdur árið 1648 eftir að húsfreyjan í Rauðsdal á Barðaströnd gat látið binda hann þegar hann kom og vildi nauðga henni. Hann fæddist ekki fyrr en eftir aftöku föður síns og var kunnur landshornaflakkari. Sonur hans hét Gísli og var kallaður hrókur. Hann var hengdur rétt eins og faðir hans, samkvæmt annálum.
Heimildir – Vísindavefur.is, Rúv.is, Wikipedia.






