Almanak 2024 - Sverrir Már Sverrisson

Page 1


Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð, kveður kuldaljóð, Kári í jötunmóð. Yfir laxalóni

liggur klakaþil, hlær við hríðarbyl hamragil.

Janúar

Næðir dimm um grund norðanhríðin köld. Nauðar rjáfrum í seint um vetrarkvöld.

Í svartamyrkri gljúpu svefninn linar þraut. Sveitapiltsins draumur ber hann þá á braut.

- Ómar Ragnarsson

Febrúar 2024

Bolludagur Sprengidagur Öskudagur

Pálmasunnudagur

Við skulum dansa á rósum í leiftrandi ljósum, lífsmarkið setja hátt. Hamingju leita og lífsdansinn þreyta í sátt.

Þetta augnablik er ævintýr, sem ekki líður hjá, og án þess væri lífið lítils virði.

- Hjálmar Jónsson

Skírdagur Föstudagurinn langi

Páskadagur

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta lánga sumardaga.

Þá er gaman að trítla um tún og tölta um eingi, einkum fyrir únga dreingi.

Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur, og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur.

- Halldór Laxness

Annar í páskum

Apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Mæðradagurinn

Hvítasunnudagur Annar í Hvítasunnu

Úr bæ er burtu vetur og birtan myrkrið étur. Vor gamli draumur getur ennþá ræst.

Sú ósk er okkur hvetur var eitt sinn færð í letur: Það gengur bara betur næst.

- Karl Ágúst Úlfsson

Maí 2024

Baráttudagur verkalýðsins

Uppstigningardagur

Það er komið sumar, sól í heiði skín. Vetur burtu farinn, tilveran er fín.

Teygðu bara upp hendur sólskinið í, því að sumarið er komið enn á ný.

- Magnús Eiríksson

Sjómannadagurinn

Þjóðhátíðardagur Íslendinga

Júni 2024

Lítill fugl á laufgum teigi losar blund á mosasæng, heilsar glaður heiðum degi, hristir silfurdögg af væng.

Flýgur upp í himinheiðið, hefur geislastraum í fang, siglir morgunsvala leiðið, sest á háan klettadrang.

- Örn Arnarson

Júli 2024

Nú blánar yfir berjamó og börnin smá í mosató og lautum leika sér.

Þau koma, koma kát og létt, á kvikum fótum taka sprett að tína, tína ber.

Kvölda tekur, sest er sól, sígur þoka á dalinn.

Komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn.

Senn er komið sólarlag, sést á norðurheiðum,

líður á þennan dýrðardag, drottinn stýri leiðum - Þjóðvísa

Ekki segja góða nótt svo ég heyri.

Ekki hvísla góða nótt í eyra mér.

Ég stari á stjörnurnar verða fleiri og fleiri.

Nóttin er einungis ung á meðan hún er.

- Valgeir Guðjónsson

Október 2024

Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð. Ég stend við gluggann, myrkrið streymir inn í huga minn. Þá finn ég hlýja hönd, sál mín lifnar við, eins og jurt, sem stóð í skugga, en hefur aftur litið ljós.

Mín vetrarsól.

- Ólafur Haukur Símonarson

Nóvember 2024

Feðradagurinn Dagur íslenskrar tungu

Samt held ég heilög jól, þó harðir blási vindar

þá rís hæg úr austri sól, sem allar sorgir blindar.

Núna held ég heim til þín uns hrímhvít fönnin felur sporin mín.

- Bragi Valdimar Skúlason

Desember 2024

Fullveldisdagurinn

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.