Embla - Sverrir Már Sverrisson

Page 1


Svo lengi lærir sem lifir

Fræðslusetur

Námskeið

Námssamningar

Endurmenntun

Fyrirtækjaþjónusta

Fræðsla

Hæfnismat

Raunfærnimat

Allur iðnaður tekur stöðugum breytingum og því skiptir máli að fylgja straumnum og halda sér í þjálfun. Fjarnám er í boði á öllum námskeiðum þar sem verklegrar kennslu er ekki krafist og einnig úrval vefnámskeiða. Kynntu þér málið á heimasíðu okkar.

Opnunartímar

Mánudaga - fimmtudaga kl. 9–16

Föstudaga kl. 9–14

Vatnagarðar 20 | 104 Reykjavík | Sími 590 6400 | idan@idan.is | www.idan.is

Hér hefurðu í höndunum (eða á skjánum) þetta blað, Emblu.

Eitt af því síðasta, sem við vinnum í þessu námi, sem senn er að ljúka. Hvert og eitt okkar hafði frjálsar hendur með innihald blaðsins og umfjallanir og einnig hönnun að mestu leyti.

Efni þessa blaðs fjallar að mestu leyti um nokkrar af mínum uppáhalds íslenskum hljómsveitum. Ein grein er ekki um hljómsveit en er tónlistartengd. Helstu heimildir eru frá Glatkistunni, Wikipedia og upplýsingum, sem fylgja geisladiskum.

Námið hefur verið áhugavert og skemmtilegt en vissulega hafa komið streitukaflar, ekki síst þegar hefur komið að verkefnaskilum – og alltaf einhver atriði, sem þarf að fínpússa og rifja upp. Það gilti m.a. um vinnslu og útgáfu þessa blaðs.

En takmarkinu var náð – og það er það, sem skiptir máli.

Ég sendi kærar þakkir til allra kennara og skólafélaga fyrir árin og samverustundirnar – og þolinmæðina.

Njótið heil.

Umbrot og hönnun: Sverrir Már Sverrisson

Hönnun á forsíðu: Sverrir Már Sverrisson

Myndir í kynningaropnu: Brynhildur Finnsdóttir

Texti: Sverrir Már Sverrisson

Útgefandi: Upplýsingatækniskólinn

Prentun: Upplýsingatækniskólinn

Pappír: Innsíður – Digi Finesse Silk 130 gr Kápa – Digi Finesse Silk 170 gr

Hvers vegna ég valdi grafíska miðlun er óljóst – ég vissi bara að mig vantaði tilbreytingu eftir nokkur ár sem húsamálari. Ég byrjaði á því að sækja um grunnnám upplýsinga­ og fjölmiðlagreina (setti húsgagnasmíði í varaval) og ætlaði svo að prófa bókbandið að því loknu en mér var frekar ráðlagt að fara í grafíska miðlun.

Helstu áhugamálin mín hafa verið kórsöngur (eða bara söngur), tónlist, dans, Lego, Duolingo, ég hef stöku sinnum tekið ljósmyndir og ég gef mér stundum tíma fyrir bíó, leikhús og sjónvarpsþætti. Um tíma reyndi ég að setja saman vísur en það hefur gengið misvel hjá mér undanfarin ár. Annars hefur tíminn minn líka farið mikið í flakk á netinu en svo prófar maður líka stundum nýja hluti eða ýmis námskeið.

Þótt ég sé kominn á þetta stig þá er óvissan ennþá ríkjandi hjá mér um framtíðina. Ég hef þörf fyrir grúsk og sköpun en veit ekki alltaf í hverju hún felst – og á sama tíma er ég ennþá að vinna í sjálfum mér og átta mig á sjálfum mér, ekki síst eftir einhverfugreiningu árið 2021. Sem sagt, eilífðarleit að sjálfum sér.

Vonandi fást svör á næstu árum, enda á allt að vera fertugum fært.

Forsagan hófst hálfpartinn árið 1969 þegar Trúbrot var stofnuð af félögum úr Hljómum og Flowers. Restin af Flowers (m.a. söngvarinn Björgvin Halldórsson) stofnaði Ævintýri en nokkrum mánuðum seinna stofnuðu þeir Brimkló, með áherslu á bandarískt kántrýrokk.

Fyrst um sinn lék hljómsveitin á böllum og dansleikjum, m.a. fyrir hermennina á Vellinum á Suðurnesjum, og kom fram í Ríkissjónvarpinu, m.a. í þættinum „Jóreykur úr vestri“, uppáklædd sem kúrekar.

Rock‘n‘roll öll mín bestu ár

Upp úr byrjun árs 1974 fór Björgvin að sinna öðrum tónlistarverkefnum og þá tók Jónas R.

Jónsson við (sem hafði líka sungið í Flowers). Árið 1975 gerðu þeir tveggja laga plötu en ekki leið á löngu þar til Jónas hætti. Fyrsta stóra plata sveitarinnar, „Rock‘n‘roll öll mín bestu ár“, kom út ári seinna en þá hafði Björgvin snúið aftur í sveitina.

Vorið 1977 kom út önnur platan, „Undir nálinni“ og í kjölfarið fóru þeir í hljómleikaför um landið og þá voru einnig með í för grínbræðurnir Halli og Laddi, sem um svipað leyti gáfu út sína aðra grínplötu. Þeir bræður voru einnig með í för næsta ár og þar varð til samstarf þeirra og Björgvins sem HLH flokkurinn.

Eftir sumarið tók sveitin sér hlé en komu saman aftur upp úr áramótum 1978, þó með einhverjum mannabreytingum og voru m.a. húshljómsveit á skemmtistaðnum Sigtúni. Um vorið kom úr þriðja platan þeirra, „Eitt lag enn“ og fyrir jólin 1979 kom út platan „Sannar dægurvísur“.

BRIMKLÓ

Glímt við þjóðveginn

Aftur voru mannabreytingar á sveitinni árin 1980–1981 og tónlistin orðin aðeins poppaðri. Fimmta plata sveitarinnar, „Glímt við þjóðveginn“, kom út um sumarið 1981. Sveitin fylgdi plötunni eftir með dansleikjum síðla sumars en eftir þá törn fór lítið fyrir henni. Árið 1982 koma sveitin fram á afmælishátíð FÍH í febrúar og spilaði á böllum um sumarið en um haustið fóru meðlimir í önnur verkefni og hljómsveitin lognaðist út af.

Safnplatan „Sígildar sögur með Brimkló“ kom út árið 1996 í tilefni af 20 ára afmæli fyrstu plötunnar og innihélt hún mörg af þeirra bestu lögum, auk eins nýs lags, „Ef rótararnir kjafta nú frá“.

Síðan eru liðin mörg ár

Sveitin kom stöku sinnum saman aftur frá því hún lognaðist út af árið 1982 en sumarið 2003 komu þeir saman fyrir alvöru og léku á dansleikjum. Ári síðar kom út plata með nýju efni frá þeim, sem bar heitið „Smásögur“. Fleiri urðu plöturnar ekki, fyrir utan tvöfalda safnplötu á fertugsafmæli sveitarinnar. Sveitin starfaði með hléum til ársins 2007 en lítið eftir

það. Hún kom þó fram á afmælistónleikum

Björgvins árið 2011 og lék tvö lög. Eftir það hefur lítið spurst til sveitarinnar, þó aldrei hafi verið beinlínis talað um hún væri hætt störfum. En mörg laga hennar lifa mjög góðu lífi enn þann dag í dag og eru löngu orðin klassík. Björgvin hefur m.a.s. haft nokkur laganna á sinni efnisskrá á tónleikum og safnplötum.

Meðal laga sveitarinnar: Sagan af Nínu og Geira, Þjóðvegurinn, Síðan eru liðin mörg ár, Bolur inn við bein, Skólaball, Eitt lag enn, Dægurfluga, Rock‘n‘roll öll mín bestu ár, Ég las það í Samúel, Þrír litlir krossar o.fl.

SLÉTTUÚLFARNIR

Vorið 1990 komu saman nokkrir tónlistarmenn, sem allir höfðu áður gert það gott í íslensku tónlistarlífi. Þetta voru Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Gunnlaugur Briem, Pálmi

Gunnarsson og Magnús Kjartansson. Með þeim var einnig breskur fetilgítarleikari, B.J. Cole.

Plöturnar

Útkoman varð platan „Líf og fjör í Fagradal“, sem innihélt kántrískotið popprokk, að mestu nýtt efni og náði mjög góðri sölu og fékk góða dóma. Ári síðar kom út önnur plata sveitarinnar, „Undir bláum mána“. Þá var sveitin að mestu skipuð sömu mönnum nema Tómas M.

Tómasson tók við stöðu Pálma sem bassaleikari. Platan fékk góða dóma en seldist þó ekki eins vel og fyrri platan.

Lokaárið

Veturinn 1991–92 var sveitin húshljómsveit í nýjum skemmtiþætti á Stöð 2, „Óskastund“, í

umsjá Eddu Andrésdóttur og Ómars Ragnarssonar. Þegar þáttunum lauk vorið 1992 spilaði hún við ýmis tækifæri og voru jafnvel plön um þriðju plötuna en það varð ekki af henni. Sveitin sendi frá sér lagið „Ástfangin við Galtalækjarskóg“, sem varð vinsælt um sumarið, en kom aldrei út á plötu. Sveitin dró sig í hlé eftir haustið 1992 og hefur ekki komið saman aftur, fyrir utan styrktardansleik fyrir Rúnar Júlíusson. Tveggja ára saga en vinsæl lög, sem lifa enn í dag.

Meðal laga sveitarinnar: Akstur á undarlegum vegi, Sönn ást, Hring eftir hring, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Við erum ein, Litli karl, Florida, Hún er ekki neitt fyrir aumingja þig, Skýið, Er hjarta mitt slær o.fl.

Römm er sú taug

Ráðstefna í Norðurljósasal Hörpu dagana 1.–2. desember.

Á ráðstefnunni munum við fjalla um sjúkdómana, nýjustu rannsóknir, þjónustu og heyra reynslusögur og upplifanir. Við gefum okkur tíma fyrir spurningar og samræður og eigum vonandi góða stund saman og sýnum hverju öðru stuðning.

Skráning fer fram á heimasíðu samtakanna, www.taug.is, og þar er einnig að finna frekari upplýsingar og dagskrá ráðstefnunnar.

Texti: SMS Mynd: Glatkistan

Forsaga Mannakorna hófst eiginlega árið 1969, þegar nokkrir menn (m.a. Magnús Eiríksson, gítar leikari) stofnuðu hljómsveitina Uncle John‘s band. Árið 1971 hét hljómsveitin Lísa en eftir að Pálmi Gunnarsson bættist við árið 1973 hét hún Hljómsveit Pálma Gunnarssonar. Þeir spiluðu á nokkrum stöðum, ýmist ábreiðuefni en höfðu einnig nokkur lög eftir Magnús í sarpinum.

Mannakorn

Fyrsta platan, sem fékk nafnið „Mannakorn“, kom út í febrúar árið 1976 en stuttu áður var sýndur sjónvarpsþáttur með lögum plötunnar. Í fyrstu áttu lögin að vera úr ýmsum áttum en það þróaðist yfir í að sveitin flytti bara lög eftir Magnús (ásamt einu tökulagi). Platan sló strax í gegn og flest lögin urðu vinsæl. Hljómsveitin spilaði víða eftir það sem Hljómsveit Pálma Gunnarssonar en nafn plötunnar (Mannakorn) átti síðar eftir að festast við sveitina. Þeirra önnur plata, „Í gegnum tíðina“, kom út árið 1977 og sló rækilega í gegn en þar voru öll lög og flestir textar eftir Magnús og nánast öll lögin urðu vinsæl. Þriðja platan þeirra frá 1979, „Brottför kl. 8“, innihélt líka lög (öll eftir Magnús), sem urðu vinsæl og Ellen Kristjánsdóttir var þarna komin til sögunnar.

Meðal laga sveitarinnar: Reyndu aftur, Ó þú, Samferða, Elska þig, Braggablús, Línudans, Einhvers staðar einhvern tímann aftur, Ég elska þig enn, Einbúinn, Það er komið sumar o.fl.

Ekki tómur blús Næstu árin fór lítið fyrir hljómsveitinni, enda fóru meðlimir í ýmis önnur verkefni. Á næstu plötum urðu miklar mannabreytingar en Magnús og Pálmi mynduðu alltaf kjarnann og Magnús sá um lagasmíðar og nánast alla textana. Ellen var heldur aldrei langt undan. Fjórða platan, „Í ljúfum leik“ kom út árið 1985. Eitt af lögunum, sem fór ekki á plötuna, var síðar sent í fyrstu Söngvakeppni Sjónvarpsins (undankeppni Eurovision) árið 1986 (reyndar án þess að Magnús vissi það). Við vitum flest restina af þeirri sögu, enda er þetta auðvitað lagið „Gleðibankinn“.

Næstu plötur voru síðan „Bræðrabandalagið“ (1988), „Samferða“ (1990) og „Spilaðu lagið“ (1994). Ýmis stök lög hafa einnig komið frá þeim, eins og „Línudans“ (úr Söngvakeppni Sjónvarpsins 1989) og „Litla systir“ og „Jesús Kristur og ég“ (ljóð eftir Vilhjálm frá Skáholti).

Gamlir góðir vinir

Hljómsveitin spilaði með hléum fram á næstu öld og fleiri mannabreytingar urðu en Pálmi, Magnús og Ellen héldu alltaf sinni stöðu.

Sveitin gaf út fjórar hljóðversplötur til viðbótar, „Betra en best“ (2004), „Von“ (2009), „Í blómabrekkunni“ (2012) og „Í núinu“ (2014). Sveitin gaf einnig út tvær tónleikaplötur árin 2001 og 2006, eina jólaplötu árið 2006 og tvisvar sinnum tvöfalda safnplötu með þeirra vinsælustu lögum. Allar plöturnar innihéldu vinsæl lög.

Pálmi og Ellen halda nafni Mannakorna enn á lofti með stökum tónleikum en farið hefur minna fyrir Magnúsi upp á síðkastið. Þau hafa þó skilið eftir sig góðan sjóð af lögum, sem lifa enn góðu lífi í dag – öll úr smiðju Magnúsar Eiríkssonar.

Texti: SMS ­ Mynd: Vísir

Áður en Stjórnin varð til sá Grétar Örvarsson um húshljómsveit Hótel Sögu árin 1983–88 en hún spilaði víða líka. En árið 1988 stofnaði hann aðra hljómsveit, sem var þó að mestu sömu menn og voru þá á Hótel Sögu, og fékk nafnið Stjórnin. Meðal nýrra meðlima var söngkonan Alda Björk Ólafsdóttir.

Samleið í tíma og rúmi

Um sumarið sendi sveitin frá sér lagið „Ég þrái sumar og sól“. Það fékk mikla spilun í útvarpinu en hefur aldrei komið út á plötu. Ekki leið á löngu þar til Alda Björk hætti og önnur söngkona var þá ráðin, Sigríður Beinteinsdóttir. Með þátttöku þeirra í Landslaginu 1989 fór boltinn að rúlla fyrir alvöru, þegar þau fluttu lag og texta Jóhanns G. Jóhannssonar, „Við eigum samleið“ og sigruðu. Boltinn rúllaði jafnvel hraðar þegar Grétar og Sigga sungu tvö lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1990 og annað þeirra sigraði, „Eitt lag enn“. Lagið varð framlag Íslands í Eurovision keppninni í flutningi Stjórnarinnar og lenti í 4. sæti. Stuttu eftir keppnina kom út fyrsta platan þeirra, sem hét eftir Eurovision­laginu þeirra „Eitt lag enn“ og varð vinsæl það sumarið.

STJÓRNIN

Nei eða já Næsta plata, „Tvö líf“, kom út ári síðar, varð líka vinsæl og þau spiluðu víða um landið við miklar vinsældir. Árið þar á eftir fór Stjórnin aftur í Eurovision (þá undir nafninu Heart 2 Heart, ásamt söngkonunni Sigrúnu Evu Ármannsdóttur). Lagið þeirra hét „Nei eða já“ og gekk því lagi líka vel, lenti í 7. sæti. Þriðja platan („Stjórnin“) kom út seinna það ár. Næstu plötur, „Rigg“ (1993) og „Sumar nætur“ (1996), innihéldu ný lög í bland við eldri lög og endurhljóðblönduð. Síðasta hljóðversplatan, „Stjórnin@2000“, kom út árið 1999 og áður kom út safnplata árið 1995 með vinsælustu lögum hljómsveitarinnar fram að því. Hún hafði einnig sent frá sér lög á ýmsum safnplötum, sem komu ekki út á þeirra plötum (t.d. „Ég finn það nú“, „Næturfjör“, „Hærra og hærra“ og ábreiða á lagi Trúbrots, „Án þín“).

Fáum aldrei nóg Eftir aldamótin hélt Stjórnin áfram spilamennsku með hléum en meðlimir sinntu líka ýmsum öðrum verkefnum. Reglulega urðu líka mannabreytingar frá upphafi en Sigga og Grétar hafa ætíð verið í framlínunni. Það kom ekkert nýtt efni út frá þeim fyrr en á 30 ára afmæli Stjórnarinnar, lagið „Ég fæ aldrei nóg af þér“ og í framhaldinu kom út tvöföld safnplata með þeirra vinsælustu lögum. Þau héldu 30 ára afmælistónleika í Háskólabíó það árið og áttu eftir koma saman næstum árlega eftir það. Fleiri lög komu frá þeim á næstu árum, eins og jólalagið „Enn ein jól“, „Hleypum gleðinni inn“ og „Stjórnlaus“. Stjórnin hélt síðast tónleika núna í haust og er því enn í fullu fjöri, eins og alltaf.

Texti: SMS ­ Mynd: Facebook

Meðal laga sveitarinnar: Eitt lag enn, Láttu þér líða vel, Hamingjumyndir, Ég lifi í voninni, Ein, Nei eða já, Allt eða ekkert, Ég fæ aldrei nóg af þér, Þessi augu, Ég elska alla o.fl.

Texti:

Þrír unglingspiltar í Kópavogi stofnuðu tríó árið 1965, sem sótti sér fyrirmyndir í erlendar þjóðlagasveitir (svipað og Savanna tríóið gerði) en smám saman fóru þeir að leika tónlist og texta með gamansamari hætti. Tríóið hlaut nafnið Ríó tríó. Þeir hlutu athygli eftir spilun í Ríkissjónvarpinu

árið 1967 og í framhaldinu komu út tvær fjögurra laga plötur.

Ljómandi góðir

Árið 1969 hætti einn þeirra (Halldór Fannar) í tríóinu fyrir tannlæknanám um haustið og eftir stóðu

Ólafur Þórðarson og Helgi Pétursson. Í skarðið hljóp þá Ágúst Atlason (sem hafði þá leikið með Nútímabörnum) og varð til sú skipan, eins og við

höfum þekkt síðan. Þeir gáfu þá út tveggja laga plötu, þar sem annar textinn var eftir mann, sem átti síðar eftir semja nánast alla texta fyrir tríóið, Jónas Friðrik Guðnason. Ekki leið á löngu þar til annar maður bættist við, sem átti eftir að reynast þeim vel, Gunnar Þórðarson, sem þá hafði gert það gott með Hljómum og Trúbroti. Þeir fimm saman kölluðust yfirleitt bara Ríó.

Fyrsta stóra plata tríósins var með tónleikum úr Háskólabíói árið 1970, „Sittlítið af hvurju“, og seldist hún vel. Þá var tríóið orðið gríðarlega vinsælt, ekki síst eftir fræga sjónvarpsauglýsingu um Ljóma smjörlíki. Næstu árin voru þeir mjög afkastamiklir í plötuútgáfu, komu að sjónvarpsþáttagerð og fóru í tónleikaferðir erlendis.

Lokatónleikar ... eða hvað?

Sumarið 1974 kom út tvöfalda platan „Lokatónleikar“ og ætluðu meðlimir hópsins þá að fara að sinna öðrum verkefnum, m.a. námi. En það leið ekki á löngu þar til þeir komu aftur saman og ný

RÍÓ TRÍÓ

plata kom út árið 1976, „Verst af öllu“ (stuttu áður komu reyndar út nokkur jólalög frá þeim). Ólafur var reyndar ekki með þar en hann var með þeim á næstu plötu. Það fór minna fyrir þeim árin þar á eftir, enda sinntu þeir líka öðrum verkefnum og störfum. Árið 1982 kom út tvöföld safnplata með úrvali af þeirra helstu lögum.

Dýrið gengur laust

Á 20 ára afmæli tríósins (1985) fór þó allt á fullt aftur hjá þeim. Þeir héldu sýningar, komu fram á skemmtunum og í sjónvarpsþáttum á Stöð 2.

Nýjar plötur komu út, t.d. „Ekki vill það batna“ (1989), sem öll innihélt ný lög eftir Gunnar Þórðarson og texta eftir Jónas Friðrik Guðnason. Hún seldist vel og mörg laganna urðu vinsæl. Þrjár plötur bættust síðar við með nýjum lögum eftir

Gunnar við texta eftir Jónas Friðrik. Auk þeirra komu út ýmsar safnplötur (m.a. með jólalögum) og ein tónleikaplata. Í gegnum tíðina komu líka út ýmis lög frá þeim á ýmsum plötum annarra (t.d. „Fröken Reykjavík“, „Faðmur dalsins“, „Litla flugan“ og „Yfir heiðina“).

Ríó tríó ei meir

Þeir héldu áfram að spila fram á næstu öld með hléum. Þeir voru með framtíðarplön árið 2010 en í nóvember varð Ólafur fyrir líkamsárás sonar síns. Hann komst aldrei aftur til meðvitundar og lést rúmu ári síðar. Það var því ljóst að Ríó tríó kæmi aldrei saman aftur og þá var heldur ekki langt þangað til þeirra fyrrum félagi, Halldór Fannar, félli frá. Nokkrum árum síðar komu eftirlifandi félagar saman, ásamt Snorra Helgasyni (syni Helga Pé) og fleiri aðstoðarmönnum í Hörpu og léku ýmis

lög frá ferlinum. Helgi Pétursson lést síðan 13. nóvember 2025. En tónlistin þeirra lifir enn ljómandi góðu lífi í dag.

Meðal laga sveitarinnar: Ég sá þig snemma dags,Verst af öllu, Dýrið gengur laust, Landið fýkur burt,Tár í tómið, Fröken Reykjavík, Flaskan mín fríð, Léttur yfir jólin, Eitthvað undarlegt, Létt o.fl.

Jólagestir Björgvins

Frá árunum 2008 til 2024 hélt hann árlega jólatónleika sína, „Jólagestir“, en það heiti á sér lengri sögu. Árið 1987 kom út platan „Jólagestir“, þar sem Björgvin og góðir gestir sungu jólalög, sem voru að mestu ný. Flest lögin uppgötvaði hann á ferð sinni í Ítalíu, aðallega úr söngvakeppni kennda við borgina Sanremo. Þrjár aðrar hljóðversplötur bættust síðar við.

Árið 2008 hélt hann sína fyrstu tónleika undir heitinu „Jólagestir“ í Laugardalshöllinni. Þar tóku hann og hans gestir úrval laga af Jólagestaplötunum, auk ýmissa annarra sígildra jólalaga sem og nýrra. Tónleikarnir komu út á plötu og mynddiski ári síðar.

Næstu árin tók hann á móti góðum gestum í Laugardalshöllinni, stundum í Eldborgarsal Hörpu

Jólagestir

Allir fá þá eitthvað fallegt

1987

1989

Jólagestir 3 1995

Jólagestir 4

2007

og árið 2020 voru Jólagestir í streymi frá Borgarleikhúsinu út af Covid­faraldrinum. Meðal hans margra gesta eru börnin hans, Krummi og Svala Björgvins, Sigríður Beinteinsdóttir, Helgi Björnsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhanna Guðrún, Ragnar Bjarnason, Gissur Páll Gissurarson, Eivör Pálsdóttir, Laddi, Herra Hnetusmjör, Diddú, GDRN, Bríet og margir fleiri, ásamt ýmsum kórum. Hann hefur einnig fengið til sín erlenda gesti, eins og Sissel Kyrkjebö, Alexander Rybak og Paul Potts. Í fyrra hélt Björgvin sína síðustu Jólagestatónleika sem gestgjafi en hann verður sérstakur heiðursgestur á Jólagestum í ár.

Inniheldur m.a. Svona eru jólin, Fyrir jól, Einmana um jólin, Helga nótt, Allt í einu, Á jólanótt o.fl.

Inniheldur m.a. Þú komst með jólin til mín, Ég hlakka svo til, Mamma, Jól, Snjórinn fellur o.fl.

Inniheldur m.a. Ef ég nenni, Svo koma jólin, Þú varst mín ósk, Friðarjól, Þú og ég og jól, Um jólin o.fl.

Inniheldur m.a. Óskastjarnan, Litli trommuleikarinn, Við vöggu í Betlehem, Gömlu góðu jólin, Af því o.fl.

Jólagestir í Höllinni 2008 2009 Fyrstu Jólagestatónleikarnir frá árinu 2008 á CD og DVD.

Vinsælustu lögin 1987–2014 2015 Tvöföld safnplata með úrval laga af Jólagestum 1–4 og tónleikaupptökur frá árunum 2008–2014.

Jólagestasmellir 2022 Úrval af tónleikaupptökum árin 2018–2021, aðeins á Spotify.

Ég hefði getað skrifað um fleiri hljómsveitir og jafnvel tónlistarfólk, sem eru í uppáhaldi hjá mér, en ekki gafst tími fyrir þau skrif og ennþá síður pláss í þessu blaði. Það hefðu t.d. getað orðið Stuðmenn, Hljómar, Greifarnir, Hljómsveit Ingimars Eydal, Mezzoforte, dúettinn Þú og ég og eflaust fleiri. Spaugstofan hefði jafnvel getað fengið grein um sig, þó ekki sé um hljómsveit að ræða. Ekki er langt síðan ég tók maraþon í tónlist með Spilverki þjóðanna og hún gæti mögulega orðið í uppáhaldi hjá mér áður en langt um líður – og svipað er með Trúbrot.

Tónlistarsmekkur minn er frekar óútreiknanlegur eða sittlítið af hverju. Allt frá klassík til dagsins í dag en smekkurinn er þó að miklu leyti frekar gamaldags og mjög íslenskur. Ég hef þó hlustað á erlenda tónlist líka og var Eurovision fyrirferðamikið í minni æsku en auðvitað hefur fleira erlent bæst við síðan þá.

Þrátt fyrir að Brunaliðið hafi starfað á einungis tveimur árum þá er nafnið stórt í íslenskri tónlistar sögu. Forsagan er að Jón Ólafsson hljómplötuútgefandi smalaði saman nokkrum af vinsælustu poppurum landsins úr ýmsum áttum árið 1977 og útkoman varð sannkölluð súpergrúppa. Þetta voru Pálmi Gunnarsson, Magnús Eiríksson, Magnús Kjartansson, Þórður Árnason, Sigurður Karlsson, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Ragnhildur Gísladóttir, sem öll höfðu gert það gott í sínum hljómsveitum og verkefnum.

Alltaf á leiðinni

Afraksturinn árið 1978 varð platan „Úr öskunni í eldinn“, sem varð gríðarlega vinsæl og hlaut góða sölu. Enda urðu flest lögin gríðarlega vinsæl, sérstaklega lag og texti Magnúsar Eiríkssonar, „Ég er á leiðinni“. Í kjölfarið var mikil spilamennska hjá þeim um landið og var lagið „Ég er á leiðinni“ svo vinsælt að það heyrðist oftar en einu sinni á hverju balli.

Fyrir jólin kom einnig út jólaplatan „Með eld í hjarta“. Hún hlaut ekki eins miklar móttökur og fyrsta platan en fékk ágæta dóma. Hún var síðar endurútgefin sem „11 jólalög“. Spilamennska hélt áfram um jól og áramót en einhverjar mannabreytingar höfðu þá orðið á hljómsveitinni.

Útkall

Texti:

Snemma á árinu 1979 kom út plata á vegum Tóbaksvarnaráðs, „Burt með reykinn“, í tilefni af reyklausa deginum 23. janúar og sá Brunaliðið um undirleik og undirbúning. Hún innihélt tvö lög eftir

Jóhann G. Jóhannsson („Svæla, svæla, reykjar­

BRUNALIÐIÐ

svæla“ og „Söngur sígarettunnar“).

Þau voru sungin öðrum megin og án söngs hinum megin. Þá voru þrjár ungar söngkonur komnar til sögunnar, Erna Þórarinsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir og Erna Gunnarsdóttir. Þær sungu fyrra lagið en Halli og Laddi sungu seinna lagið.

Eftir þetta fór Brunaliðið í hlé en ekki leið á löngu þar til farið var að undirbúa næstu plötu en þá höfðu orðið miklar mannabreytingar. Pálmi, Maggi Kjartans og Ragga voru ein eftir úr upprunalega hópnum, Erna, Eva og Erna höfðu bæst við og ýmsir aðstoðarmenn voru fengnir til. Platan kom út um verslunar mannahelgina það árið og hlaut nafnið „Útkall“.

Hún náði ekki nærri því sömu hæðum og fyrsta platan en nokkur lög fengu spilun. Sveitin spilaði víða en ekki leið á löngu þar til meðlimir voru farin í önnur verkefni og sögu Brunaliðsins lauk eiginlega upp byrjun árs 1980.

Enn lifir í gömlum glæðum

Brunaliðið kom aftur saman árið 2014 á sextugsafmæli Jóns Ólafssonar (upphafsmanni þessa samstarfs) og svo aftur um vorið 2015 og hélt tónleika í Eldborg í Hörpu og flutti sín helstu lög í bland við önnur lög liðsfélaga. Aftur komu þau saman í nóvember árið 2024 og fluttu lög af jólaplötunni sinni í bland við önnur þekkt Brunaliðslög og endurtóku leikinn ári síðar.

Stutt ævi þessarar súpergrúppu, sem var í raun ekki auðveldur tími fyrir meðlimi hennar, en hún skildi engu að síður eftir sig lög, sem lifa góðu lífi enn þann dag í dag.

Meðal laga sveitarinnar: Ég er á leiðinni, Einskonar ást, Sandalar, Ástarsorg,Yfir fannhvíta jörð, Stend með þér, Kæra vina, Einmana á jólanótt, Ég er að bíða, Lítið jólalag o.fl.

HLH FLOKKURINN

HLH flokkurinn byrjaði sem skemmtiatriði í hljómleikaför hljómsveitarinnar Brimkló sumarið 1978, þegar bræðurnir Halli og Laddi voru líka með í för að skemmta. Atriðin voru undir áhrifum tónlistarinnar frá sjötta áratug 20. aldar. Nafnið á hópnum var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga – Halli, Laddi og Helgi en Björgvin heitir fullu nafni Björgvin Helgi Halldórsson.

Í góðu lagi

Fyrsta platan frá þeim kom út í mars árið 1979 undir nafninu „Í góðu lagi“. Platan fékk góðar viðtökur og seldist vel. Um haustið fór hópurinn í hlé og kom ekki aftur saman fyrr en árið 1984. Þá kom út önnur platan þeirra „Í rokkbuxum og strigaskóm“. Þeir sendu líka frá sér jólaplötu með góðum gestum síðar sama ár, „Jól í góðu lagi“. Báðar plöturnar urðu vinsælar og seldust mjög vel. Þeir komu líka fram í kvikmyndinni „Gullsandur“ eftir Ágúst Guðmundsson þetta ár undir nafninu Sómamenn.

Það liðu síðan aftur fimm ár þangað til ný plata kæmi út frá þeim. Sú plata hét „Heima er best“, sem var enn í anda sjötta áratugarins eins og fyrri plötur. Plöturnar urðu ekki fleiri, fyrir utan eina safnplötu með þeirra vinsælustu lögum, sem kom út árið 1997. Annars hafa þeir lítið komið saman aftur síðan árið 1989 en lögin lifa enn góðu lífi.

Texti: SMS ­ Mynd: Discogs

Meðal laga sveitarinnar: Riddari götunnar, Í útvarpinu heyrði ég lag, Vertu ekki að plata mig, Með Haley lokk og auga í pung, Hermína, Nei nei ekki um jólin, Er það satt sem þeir segja um landann?,Tjúllum og tjei, Nesti og nýja skó, Þú ert sú eina o.fl.

að halda á plötunni að sjá hana snúast að hlusta á hana að horfa á plötukápuna að lesa um tónlistina . . .

Við bjóðum upp á gott úrval af tónlist og aukahlutum fyrir áhugafólk á öllum aldri. Lítið við og verið hjartanlega velkomin. Þið finnið okkur líka á samfélagsmiðlum.

@lifuntonar

Árið 1977 hafði Egill Ólafsson gert það gott með Spilverki þjóðanna og nýútgefnum Stuðmannaplötum „Sumar á Sýrlandi“ og „Tívolí“. En hann var þá einnig kominn með aðra hugmynd að tónlistarverkefni

Fagurt galaði fuglinn sá.

Hann kallaði saman fleiri menn til að gera tilraunir með íslensk þjóðlög fyrir rafmagnshljóðfæri (lögin voru úr bók Sr. Bjarna Þorsteinssonar frá 1906, „Íslensk þjóðlög“). Hann hætti svo með Spilverkinu um áramótin 1977–78 og fór að einbeita sér að þessu verkefni, sem fékk nafnið Hinn íslenzki þursaflokkur. Þeir fóru í hljóðver sumarið 1978 og fyrsta platan þeirra kom út um haustið og hét einfaldlega „Hinn íslenzki þursaflokkur“. Þar mátti finna íslensk þjóðlög í bland við nokkur eftir Egil og hlaut hún ágætar viðtökur og seldist vel.

Kræfir karlar og hraustir

Vorið 1979 vann sveitin að annarri plötu sinni, sem fékk nafnið „Þursabit“. Aftur voru það að mestu íslensk þjóðlög úr bók Sr. Bjarna Þorsteinssonar en einnig lög eftir Þursana. Sú plata fékk einnig frábærar viðtökur. Í framhaldinu fór sveitin í tónleikaferðir, bæði á Íslandi og erlendis (þá undir

ÞURSAFLOKKURINN

nafninu Jættegruppen). Vorið 1980 hélt hún tónleika í Þjóðleikhúsinu, sem komu út á plötu síðar á árinu. Hún kom líka að tónlistinni í söngleiknum Gretti haustið 1980 og í kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson, „Okkar á milli í hita og þunga dagsins“ (1981).

Vill einhver elska?

Sumarið 1981 hættu tveir menn í hljómsveitinni og nýr tónn var líka kominn í hana. Í ársbyrjun 1982 fór sveitin í hljóðver að taka upp frumsamin lög í stað íslenskra þjóðlaga og afraksturinn varð platan „Gæti eins verið“, rafmagnaðri en fyrri plötur. Sveitin var síðan byrjuð á fjórðu hljóðversplötu sinni en allir meðlimir sveitarinnar voru þá líka spila sem Stuðmenn og enn fremur að vinna að kvikmyndinni „Með allt á hreinu“ (1982). Smám saman lognaðist Þursaflokkurinn út og fjórða platan kom ekki.

Hér er ekkert hrafnaþing

Allir meðlimir komu víða við í tónlist en hafa lítið komið saman sem Þursaflokkurinn. Þeir komu saman á minningartónleikum Karls J. Sighvatssonar (sem var um tíma orgelleikari flokksins)

árið 1991, á Reykjavík Music Festival árið 2000 (þá kom líka út safnplata með lögum þeirra) og á sínum eigin tónleikum árið 2008, sem komu út á plötu og mynddiski seinna það ár. Allar plötur þeirra voru einnig endurútgefnar ásamt aukaplötu með hálfkláruðu plötunni og tónleikaupptökum. Síðan þá hefur lítið borið á flokknum, enda hafa meðlimir hans verið uppteknir við önnur verkefni (m.a. sem Stuðmenn). Bassaleikarinn, Tómas M. Tómasson, lést árið 2018 og minna hefur farið fyrir Agli Ólafssyni vegna veikinda. Flokkurinn skipar þó stóran og áhrifaríkan sess í sögunni og tónlistin hans lifir enn góðu lífi.

Meðal laga sveitarinnar:

Stóðum tvö í túni, Brúðkaupsvísur, Pínulítill karl, Einsetumaður einu sinni, Jón var kræfur karl og hraustur, Sigtryggur vann, Nútíminn, Vill einhver elska?, Gegnum holt og hæðir, Æri­Tobbi o.fl.

Allt, sem hentar á prenti

Opið virka daga kl. 8–16

Hafðu samband og við skoðum málið með þér.

Við erum svansvottuð prentsmiðja í öllu, sem viðkemur prentferlinu.

Skemmuvegi 4, blá gata | 200 Kópavogi | Sími 540 1800 litlaprent@litlaprent.is | www.litlaprent.is

-

Kjaramál

Lífeyrismál

Sjúkrasjóður

Orlofssjóður

Fræðslustyrkir

eru okkar mál

Kynntu þér réttindin þín og fáðu frekari upplýsingar inn á heimasíðunni okkar www.grafia.is

Grafía er orðin hluti af Rafiðnaðarsambandi Íslands. Ávinningur sameignarinnar er gríðarlegur fyrir félagsmenn Grafíu.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.