Leturfræði - Sverrir Már Sverrisson

Page 1


Verkefni 6

Leturfræði

VORönn 2025

Sverrir Már Sverrisson

Fyrri hluti - Samanburður leturgerða

Hér er markmiðið að bera saman tvær leturgerðir og þær, sem urðu fyrir valinu, eru Tahoma og Trebuchet MS. Báðar gerðir eru steinskriftarletur.

Í fyrstu virðast þessar leturgerðir ekki vera svo ýkja ólíkar en þegar betur var að gáð þá komu ýmis ólíkindi í ljós. T.d. var örlítill stærðarmunur á þeim í öllum helstu atriðum (t.d. í x-hæðum, hástöfum og háleggjum). Hönnun og lögun var svipaður hjá stökum stöfum en annars mátti greina mikinn mun hjá mörgum öðrum.

Ég athugaði það frekar seint hvort leturgerðin væri hentugra eða læsilegra í meginmálstexta. Þær virka báðar í rauninni frekar vel en samt er eitthvað við Tahoma, sem gæti virkað betur í stærri texta (eitthvað rólegra og látlausara þar).

Trebuchet MS getur virkað í styttri texta en á köflum lítur hún út eins og hún sé hálfpartinn í bold (samt er hún í regular). Hér fyrir neðan má sjá dæmi í báðum leturgerðum.

Tahoma Trebuchet MS

Kvölda tekur, sest er sól, sígur þoka á dalinn.

Komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn.

Senn er komið sólarlag, sést á norðurheiðum, líður á þennan dýrðardag, drottinn stýri leiðum.

Kvölda tekur, sest er sól, sígur þoka á dalinn.

Komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn.

Senn er komið sólarlag, sést á norðurheiðum, líður á þennan dýrðardag, drottinn stýri leiðum.

x-hæð

Háleggir

Lágleggir

Hástafir og háleggir

Tahoma Trebuchet MS
Belgir
Tahoma
Trebuchet MS

Seinni hluti - Að para saman letur

Þegar talað er um að para saman letur, þá sé ég fyrir mér tvennt.

Annars vegar fyrirsögn, lógó eða eitthvað áberandi, sem myndi kannski ekki henta í langan texta heldur rétt til þess að fanga athygli lesenda. Það gæti verið einhvers konar skrautskrift, sérhannað letur eða flókið þverendaletur.

Hins vegar er það meginmál, skilaboð og skýringar (eitthvað, sem þarf að koma á framfæri) – kannski millifyrirsögn eða undirfyrirsögn á köflum. Þar gæti bæði steinskrift og þverendaletur virkað, þó gæti það farið eftir lestri á prenti eða skjám.

Allavega þarf það að vera eitthvað, sem þægilegt er að lesa um stund.

Við vinnsluna á þessu verkefni fór ég bara að „róta“ í leturgerðunum, sem eru í boði í Indesign. Skoða einhverjar leturgerðir, sem gætu passað í aðalfyrirsögn (eða bara fyrirsögn) og gæti gripið athygli fólks, og svo aðrar, sem gætu einhvern veginn passað í framhaldinu t.d. í meginmálstexta (engin sérstök vísindi voru þarna í huga mér, bara það sem augum mínum fannst).

Forte Lato

Old English Text MT

Calisto MT

Lucida Handwriting Century Gothic

Rockwell Candara Vivaldi Nexa Arcane nine Freestyle Script

Orbitron

Letter Gothic Std Brush Script MT

A G M D J B H N E K

Sverrir Már Sverrisson C I O F L R

Q

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.