Æskan og skógurinn - Guðrún Kr. Sveinbjörnsdóttir

Page 9

INNGANGUR Þetta er sagan af skóginum á Íslandi, að vísu aðeins örfáar svipmyndir af samskiptum þjóðar, lands og skóga. Þessi saga er að því leyti ólík öðrum sögum að sögulok eru jafnlangt undan þegar bókinni lýkur og er hún hefst. En þetta er bókin ykkar, hinna ungu Íslendinga. Það eruð þið sem haldið sögunni áfram og síðan taka aðrir við af ykkur og enn aðrir af þeim. Í fáum orðum sagt. Við viljum færa Íslandi aftur þá skóga sem það átti einu sinni, fjölga trjátegundum þess og búa öðrum gróðri yl og næði í skjóli þeirra. Mikið verkefni bíður okkar. Til þess að geta leyst það af hendi þurfum við að læra margt. Lærdóm og þekkingu getum við sótt til þeirra sem fróðari eru, hlýtt á mál þeirra sótt námskeið og skóla. En við getum líka sótt þekkingu í okkar eigin bók.

Ísland er með yngstu löndum jarðar og bera jarðmyndanir landsins glögg merki þess. Þau öfl sem sköpuðu landið eru enn að verki, enda er Ísland eitt af mestu eldfjallalöndum heims. Kunnar eru að minnsta kosti þrjátíu til fjörtíu eldstöðvar sem gosið hafa hundrað og fimmtíu sinnum frá landnámsöld. Landið hefur að langmestu leyti hlaðist upp af tvenns konar bergtegundum, blágrýti og móbergi. Mótun þeirra er ólík enda breytist landslagið þar sem bergmyndanirnar mætast.

Æskan og skógurinn

7


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Æskan og skógurinn - Guðrún Kr. Sveinbjörnsdóttir by Tækniskólinn - Issuu